Stjórnmál Október 2007

ALMENNINGI GEFIÐ LANGT NEF

Ásgeir Margeirsson, forstjóri Geysis Green Energy, gefur lítið fyrir þennan hóp og þar með lýðræðið. Enda þótt ljóst sé að meirihluti sé fyrir því í borgarstjórn Reykjavíkur að rifta beri þeim siðlausu baktjaldasamningum sem gerðir voru í tengslum við og í framhaldi af "sameiningu" Geysis Green Energy og REI, segir forstjórinn að búið sé að skrifa undir samninga og að menn muni halda sínu striki í samrunaferlinu... Hér talar forstjórinn þvert á lýðræðislegan vilja. Það er ekki nóg með að hann gefi með þessum ummælum nýmynduðum meirihluta langt nef. Hann gefur þorra borgarfulltrúa langt nef því þverpólitískur vilji er greinilega fyrir því...

Lesa meira

AÐ HORFAST Í AUGU VIÐ AFLEIÐINGAR EIGIN VERKA

...Hvers vegna skyldum við sem barist höfum gegn einkavæðingarstefnu Sjálfstæðisflokksins hafa gert það? Við höfum einfaldlega viljað vernda almannahag gegn ágangi fjármagnsins. Við höfum viljað koma í veg fyrir að peningamenn sem stjórnast af skammtíma eiginhagsmunum fengju ráðið lögum og lofum í íslensku þjóðfélagi. Okkar barátta hefur þannig verið barátta fyrir lýðræði. Við höfum viljað búa í fjölþátta lýðræðisþjóðfélagi með blönduðu hagkerfi en ekki þjóðfélagi sem í einu og öllu lýtur valdi auðsins. Hvað röksemdirnar áhrærir þá er það umhugsunarvert að þeir þættir sem Halldór Blöndal nefnir í grein sinni, eftir að lýkur lofgjörð hans um Davíð Oddsson og félaga, eru nákvæmlega sömu rök og við höfum haldið fram í málafylgju okkar. Grein Halldórs Blöndals er þakkarverð. Þar er að finna orð í tíma töluð. Þótt Halldór segi ekki berum orðum að sjálfstæðismönnum beri að horfast í augu við afleiðingar stefnu sinnar og eigin verka þá gerir hann það óbeint... Lesa meira

RÖK SJÁLFSTÆÐIS/SAMFYLKINGARFLOKKS UM ÁFENGI: AF ÞVÍ BARA


Nú gerist það í fimmta sinn að Sigurður Kári Kristjánsson, Sjálfstæðisflokki og Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar, ásamt samherjum í frjálshyggjudeildum flokka sinna, flytja lagafrumvarp á Alþingi um að færa áfengissölu inn í matvöruverslanir. Í gær lauk fyrstu umræðu um málið. Ljóst er að frumvarpið mætir mikilli andstöðu innan Alþingis. Utan þings er andstaðan einnig mikil. Í gærmorgun sat ég fyrir svörum í morgunþætti hjá Heimi Karlssyni á Bylgjunni. Heimir opnaði fyrir símann og hringdu hlustendur inn. ALLIR sem hringdu voru...

Lesa meira

NÝJUM MEIRIHLUTA Í REYKJAVÍK ÓSKAÐ HEILLA

Nýr borgarstjórnarmeirihluti er kominn til sögunnar í Reykjavík. Einkavæðing í orkugeiranum og brask henni tengt varð meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks að falli. Ég er sannfærður um að vitundarvakning er að verða í þjóðfélaginu hvað auðlindirnar snertir. Þegar það rann upp fyrir fólki að fjármálamönnum var að takast að slá eign sinni á orkulindir var því nóg boðið. Menn vilja ekki að fjárgróðamenn steli Hellisheiðinni og Reykjanesinu. Reiðialda reis hátt - svo hátt - að eitthvað hlaut að láta undan. Hlaut segi ég - það er ekkert gefið í þeim efnum. Vaskleg framganga...

Lesa meira

FRÁBÆR FRAMMISTAÐA SVANDÍSAR!

Sannast sagna er ég farinn að trúa því að í samfélaginu sé að verða vakning; að fólk sé að vakna til vitundar um hvað raunverulega hangir á spýtunni þegar einkavæðing orku-auðlindanna er annars vegar. Gróðapungar hafa afhjúpað sig, pólitíkusar hafa afhjúpað sig. Skyndilega rennur upp fyrir fólki hver hætta samfélaginu stafar af ásókn auðvaldsaflanna. Þetta hefur ekki gerst af sjálfu sér. Ekkert gerist af sjálfu sér. Hlutirnir breytast ekki heldur er þeim breytt. Gerandinn í yfirstandandi pólitískri orrahríð er tvímælalaust oddviti Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Reykjavík, Svandís Svavarsdóttir. Hún á lof skilið fyrir vasklega framgöngu...

Lesa meira

GEIR, "ANDLAGIÐ" OG ATHUGASEMD VIÐ FRÉTTABLAÐSLEIÐARA

...Hvað þýðir þetta á mannamáli? Geir H. Haarde er að segja að orkulindirnar eigi "ekki endilega" að einkavæða. Þær eigi ekki að vera viðfangsefni einkavæðingar. Ekki "endilega". Hvað þýðir það? Eiga þær kannski að vera "andlag einkavæðingar"? Svo er að skilja. Það kemur með öðrum orðum vel til greina! Eru ef til vill uppi áform um slíkt? Hvers vegna þetta loðna og heldur aulalega orðalag? Svona talar maður sem vill drepa umræðunni á dreif. Skyldi þetta þykja traustvekjandi framganga hjá verkstjóra í ríkisstjórn sem kosin var til að gæta hagsmuna þjóðarinnar? Eða hvað? Eru það kannski hagsmunir annarra sem forsætisráðherrann vill gæta? Er það peningafólkið sem Geir er að gæta; fólkið sem eina ferðina enn er að fá milljarða af almannafé á silfurfati? Einn misskilning þarf að leiðrétta í leiðaraskrifum Þorsteins Pálssonar í Fréttablaðinu um þessi mál. Í leiðara 6. október segir hann að... Lesa meira

Á MÓTI ÁHÆTTUFJÁRFESTINGUM?


Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík reynir nú að fikra sig út úr þeim ógöngum sem flokkurinn er kominn í vegna hneykslismála sem tengjast einkavæðingaráformum í orkugeiranum. Ekki gengur það vel. Nú hafa Sjálfstæðismenn í Reykjavík ákveðið að þeir vilji selja hlut Orkuveitu Reykjavíkur í dótturfyrirtækinu Reykjavík Energy Invest. Þetta vilja þeir gera áður en ráðrúm gefst til að fá úr því skorið hvort ákvarðanaferlið til þessa standist landslög! Þeir taka sömuleiðis ákvörðun þessa efnis án þess að geta svarað því hverjar séu eigur fyrirtækisins! Og hver skyldu rökin vera? Opinberir aðilar eiga ekki að standa í áhætturekstri. Þetta segir flokkurinn sem reisti Kárahnjúkavirkjun, mestu áhættu fjárfestingu Íslandssögunnar! Þetta er flokkurinn sem vildi veita...

Lesa meira

ÞINGMAÐUR FRAMSÓKNAR FER MEÐ RANGT MÁL Í SJÓNVARPSFRÉTTUM

Í fréttum Sjónvarpsins 2. október birtist viðtal við Höskuld Þórhallsson þingmann Framsóknarflokksins þar sem hann talar fyrir því að hraðað verði byggingu álvers á Bakka við Húsavík ... En er þingmaðurinn vongóður um að slíkar hugmyndir fái stuðning, spyr fréttamaður. Höskuldur svarar því játandi, á þinginu sé að hans mati breiður stuðningur við slíkar hugmyndir, líka hjá þingmönnum Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs! Orðrétt sagði Höskuldur:  "Ég finn bara fyrir mjög jákvæðum straumum hjá ... Sannast sagna furða ég mig á því að fréttastofa Sjónvarps skuli ekki hafa, þegar í gær, leitað eftir staðfestingu frá VG á því sem þarna er  staðhæft því ef fullyrðingar þingmannsins ættu sér sér stoð...

Lesa meira

GLAÐUR GEIR Í GÓÐUM OG GREIÐVIKNUM FÉLAGSSKAP


Þar segir forsvarsmaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra þjóðarinnar að nú eigi að "taka til hendinni."  Fyrir hverja skyldu vera allir þessir "miklu möguleikar" að mati formanns Sjálfstæðisflokksins og fyrir hverja á "að taka til hendinni"? Möguleikarnir eru að hans sögn fyrir þá sem vilja gera heilbrigðisþjónustu að bisniss! Þeir virðast eiga góða tíma í vændum ... Geir sagði að erfitt hefði verið að fá aðra stjórnmálaflokka til þess að styðja stefnu Sjálfstæðisflokksins um markaðsvæðingu heilbrigðisþjónustu og orkugeirans...  Á þessum sviðum "eru ótrúlega miklir möguleikar framundan sem Samfylkingin er tilbúin til...

Lesa meira

ÍSLENSKA „NO MATTER WHAT“?


Undarlegt hve nokkurra daga fjarvera gefur manni gestsauga við heimkomuna. Margt verður skýrara. Af lestri dagblaða sem út komu meðan á utanferð minni stóð að dæma hefur stóra umræðuefnið greinilega verið hvort íslenskir vinnustaðir eigi að verða tvítyngdir. Umræða um þetta efni var reyndar hafin þegar ég fór af landi brott en er greinilega engan veginn lokið. Varaformaður Samfylkingarinnar, Ágúst Ólafur Ágústsson, er ákafamaður um þetta efni og sé ég að hann hefur tekið undir með bankaforstjórum og fjölþjóðafjárfestum sem ólmir vilja fá að tala á ensku í vinnunni. Varaformaður Samfylkingarinnar segir þetta mikilvægt til að... Lesa meira

Frá lesendum

HÆGRI KRATAR VINSTRA MEGIN VIÐ VG?

Smáfrétt var nýlaga laumað út um að 21 ma mundi Pentagon verja í fyrsta áfanga stríðsundirbúnings á Vellinum. IAV strax valið í 6 ma verk- hlutann, aftur mætt í hermangið. VG er afar lúpulegt í meðvirkni sinni. Mjög er fyndin vöktun umhverfis þeirra, sem látast ekki sjá, að blásið er nú í herlúður af kjarnorkutröllum. Blástur úr beljurassi er áhyggjuefnið. Svo illa er komið fyrir eldri málefna- skrá VG að vandséð er, á hvaða grunni það appírat stendur nú. Svo langt er gengið að VG blasir við sem tannlaust viðrini, reikult sem ...
Nonni

Lesa meira

STARFSLOKAFRUMVARP VONT FYRIR VINNUSTAÐINN

Algerlega er ég sammála þér Ögmundur að með afnámi 70-ára starfslokareglu hjá ríki og sveitarfélögum er verið að gera vinnustöðum, stjórnendum þar og vinnuandanum illt með þessu frumvarpi sem þú vísar í hér á síðunni. Þetta er vanhugsað. Ég þekki þetta af eigin raun sem stjórnandi á vinnustað sem er umhugað um góðan starfsanda.
Forstöðumður 

Lesa meira

MÓÐIR REIÐIST RÍKISSTJÓRN

Í morgun hlustaði ég á forsætisráðherrann tala í útvarpi um afstöðu ríkisstjórnarinnar til sóttvarnaraðgerða. Henni fannst allt vera rétt gert. Allt bara tilmæli, ekki bönn. En það eru ekki einu sinni tilmæli til þeirra sem reka viðbjóðslega spilakassa um að loka þeim. Aðstandendur spilafíkla hafa þó grátbeðið um að “góðgerðafélögin” verði skikkuð til að loka. Nei, aldeilis ekki! Ríkisstjórnin hefur meira að segja fyrir því að breyta reglum frá í vor til að undanskilja spilakassaútgerðina timælum sínum. Ég á dóttur sem þessir kassar hafa eyðilagt. Þess vegna vil ég tala tæpitungulaust við ykkur sem stjórna hér. Í mínum augum eruð þið vesalingar.
Móðir spilafíkils

Lesa meira

SA RÆÐUR RÍKJUM

Miljörðum Bjarni mokar út
og meðhjálparinn KATA
Á alþýðunni herða hnút
heim munu svikin rata.

Með fimmþúsundin ferðaðist landinn
og flæktist hér um vítt og breitt
Enn nú er atvinnurekenda vandinn
 - og SA fær greitt fyrir ekki neitt.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.

Lesa meira

DÝRMÆTARI EN BRAGGASTRÁIN

Þú nefnir færeyskan hundaskít í Moggagrein. Nýlega varð deila milli nágranna á Arnarnesi um hvort hrísla a lóð annars mætti standa - eða ekki. Úr varð lögfræðingaleikur og eigandi hríslu fékk sigur. Andstæðingur hríslueiganda sá af gifurupphæð til eigin lögfræðings, dæmdur til að borga hinum 800.000 kr. Samtals græddu hlæjandi lögfræðingar 1.5 milljónir á kjánaleik sínum um hríslu, sem þeir æstu nágranna til að ...
Nonni

Lesa meira

FÉLAG SMÁFYRIRTÆKJA

Takk fyrir að vekja athygli á grein Björns Jónassonar um krónurnar átta. Þtta er góð dæmisaga úr kerfinu og ætti að verða skyldulesning fyrir þá sem stjórna i stjórnarráði, skattinum og öðrum stofnunum sem sagðar eru vera að bjarga efnahagslífinu. Ástæða þess að ég skrifaþér Ögmundur er þó ekki þessi heldur til þess að fagna því að til séu að verða samtök smáfyrirtækja. Einokunarfyrirtækin stóru eru bæði of stór og of frek og oft til óþurftar á markaði sem oftar en ekki er enginn ...
Jóhannes Gr. Jónasson

Lesa meira
Allt Frá lesendum

Fréttabréf

 

Frjálsir pennar

Grímur skrifar: BAKKABÖLIÐ VERÐUR BÆTT !

Bakkakrísan frá 2018 sem leiddi til stórstrands 2020 er mörgum áfall. En böl má bæta, enda er framkomið nýstofnað HER/ÓP hf, frumkvöðull. Ónothæft kísilver stendur ókeypis til boða á Bakka, dýrt tengt rafkerfi og mikið landrými, allt ókeypis og einkafnot af Bakkagöngum fylgja ásamt opinberum stofnstyrkjum. Afar LÍFRÆN ræktun á valmúa í 50 ha gróðurhúsum á ónýttum iðnaðarlóðum á Bakka er nýtt plan HER/ÓP HF með aðstoð séfræðinga frá Afganistan og víðar frá erlendis. HER/ÓP HF hyggst umbreyta ónýtu kísilveri í úrvinnslustöð á valmúa- afurðum. Könnun leiðir í ljós að ...

Lesa meira

Kári skrifar: HVAÐ ER ÞJÓÐAREIGN?

Meðal athugasemda sem komið hafa frá Feneyjarnefndinni, um fikt stjórnvalda við stjórnarskrána, er skilgreining á hugtakinu þjóðareign. Þar er bæði átt við skilgreiningu á hugtakinu sjálfu sem og tengsl þess við annan eignarrétt. Þetta eru réttmætar athugasemdir enda ljóst að skýr skilgreining hugtaksins er forsenda þess að þjóðareign njóti lögverndar. Reikul skilgreining býður þeirri hættu heim að dómarar beiti orðhengilshætti við túlkun hugtaksins og þykist ekki skilja það. Það er hins vegar reginvilla sumra lögfræðinga að hugtakið þjóðareign sé merkingarlaust. Árin fyrir hrunið var áberandi að fjölmiðlar og fleiri ...

Lesa meira

Jón Karl Stefánsson skrifar: SÓTTVARNARAÐGERÐIR VERNDA EKKI ÁHÆTTUHÓPA

Sú ástæða sem oftast er gefin fyrir þeim sóttvarnaraðgerðum sem gripið hefur verið til er að með þeim sé verið að vernda áhættuhópa frá smiti. Helstu kennivöld sóttvarnarstefnunnar hafa gengið svo langt að lýsa því yfir að séu ekki settar strangar skorður á alla landsmenn sé ómögulegt að koma í veg fyrir að smit komist í viðkvæma hópa.
Fyrir þá sem eru í áhættuhópum eða sinna þjónustu við þá, hljómar röksemdafærslan um að aðgerðirnar miði að verndun áhættuhópa undarlega af tveimur ástæðum. Sú fyrsta er sú að ...

 

Lesa meira

Kári skrifar: MUN „FJÖLSKYLDUSTEMNING“ LEYSA VANDAMÁL STJÓRNVALDA?

... Nokkrar hæpnar skýringar eru uppi um eðli og virkni Evrópuréttarins. Ein er sú að Evrópuréttur sé í raun landsréttur, einungis með „evrópskum bragðbæti“ þar sem íslenskir dómstólar hafi það á valdi sínu hvaða gildi honum er veitt. Með því að líta svo á málin horfa menn algerlega framhjá þeirri staðreynd að Evrópuréttur er yfirþjóðlegur réttur (supranational) og þar að auki sérstakrar gerðar (sui generis) eins og komið hefur fram í dómum Evrópudómstólsins...

Lesa meira

Grímur skrifar: UM KLÓSTERKA KAUPAHÉÐNA

Prússin Preussner og efnariddarinn Ratcliffe eiga báðir sess sem Íslandsvinir í hjörtum margra. Saman eiga þeir, að hafa auðgast nokkuð á efnaiðnaði, þ.á.m. á eiturspúandi fabrikkum víða um lönd og tiltækjum sem ógna umhverfi smá, lífríki í þágu eigin hugðarefna. Hjartagóðir þó, eru þeir að eigin sögn, afar miklir ástvinir umhverfis, mynd, sem okkur er sýnd  ...

Lesa meira
Allt Frjálsir pennar