Stjórnmál September 2007

ANNAÐ OPIÐ BRÉF TIL GEIRS OG INGIBJARGAR

Birtist í Morgunblaðinu 24.09.07

...íslensk orkufyrirtæki í almannaeign hafa verið í útrás og plumað sig bærilega án þess að fjárfestar af markaði kæmu þar að. Það vantar eitthvað mikið í röksemdafærslu þeirra sem láta í veðri vaka að þeir verndi almannaeigur með þessum hætti fyrir ævintýramönnum. Ef þetta vekti fyrir ráðamönnum myndu þeir einfaldlega hvetja þá Bjarna Ármannsson, Ólaf Jóhann Ólafsson, Hannes Smárason, bankastjórana og alla hina fjárfestana til að fara í sína útrás án atbeina samfélagsins. Mergurinn málsins er að sjálfsögðu sá að til að dæmið gangi upp fyrir þessa menn verða þeir að fá almannaeignir til ráðstöfunar. Reynslan kennir að þá geta þeir makað... Mín spurning til ykkar er þessi: Ætlið þið að láta óátalið að þjóðin verði svipt orkulindunum? Eða ætlið þið að bregðast við...

Lesa meira

HVAR ERU KRATARNIR?


Birtist í Blaðinu 18.09.07.

Ekki hef ég alltaf verið sammála Krötum í gegnum tíðina. Stundum hef ég þó verið það. Ekki síst þegar um hefur verið að ræða eignarhald á auðlindum. Almennt var lína Krata sú að vilja styrkja eignarhald almennings, þjóðarinnar allrar, á auðlindum Íslands. Þessi afstaða þótti mér stimpluð inn í hina kratísku vitund. Nú stöndum við frammi fyrir því að ráðafólk þjóðarinnar selji frá okkur dýrmætustu auðlindir okkar. Salan á orkuveitunum er nefnilega sala á auðlindum. Hellisheiðarvirkjun er ekki bara hús og pípur. Hún er Hellisaheiðin sjálf. Og nú standa fjárfestar sem vilja komast yfir slíkar auðlindir í röðum til að hrifsa þær til sín. Þetta þarf engum að koma á óvart. Öðru gegnir um vesaldóm ríkisstjórnarinnar því allt er þetta gert með dyggum stuðningi hennar. En getur verið að ...

Lesa meira

OPIÐ BRÉF TIL GEIRS OG INGIBJARGAR

Birtist í Morgunblaðinu 18.09.07.
...Spurning mín til ykkar, oddvita þessarar ríkisstjórnar, sem bæði talið máli hernaðarbandalagsins NATÓ, er þessi: Á ekki þjóð sem ekki vill senda eigin ungmenni á vígvöllinn að vera sjálfri sér samkvæm gagnvart öllum ungmennum? Á hún ekki að standa utan hernaðarbandalags, sem stefnir ungu fólki til árása á aðrar þjóðir? Eða er réttlætanlegt að styðja hernaðarbandalag, sem fer með ungmenni á þann hátt sem við teljum óverjandi gagnvart okkar eigin fólki - okkar drengjum og okkar stúlkum?

Lesa meira

EKKI GOTT HJÁ GEIR

Birtist í Fréttablaðinu 17.09.07.
...Á heildina litið var það þó einkum hinn stofnananlegi rammi alþjóðastjórnmála sem var til umfjöllunar á fundinum en ekki hin brennandi álitamál. Eftir erindin gafst færi á að bera fram fyrirspurnir. Ég beindi fyrirspurnum til forsætisráðherra og utanríkisráðherra. Þegar ég bar fram fyrirspurn mína hafði forsætisráðherra staðið upp og gekk ásamt föruneyti með talsverðum tilþrifum í átt til dyra. Ég vakti athygli hans á að ég óskaði eftir því að heyra mat hans á breyttum áherslum innan NATÓ og hvað það gæti þýtt fyrir Íslendinga. Forsætisráðherra sagði að hann myndi án efa eiga eftir að eiga orðastað við mig um þetta á þingi og strunsaði út. Utanríkisráðherra sat eftir, vék að fyrirspurn minni en svaraði henni ekki. Það var þó skömminni skárra en hjá forsæráðherra. Hjá Geir var þetta ekki gott. Getur verið að engin alvara sé á bak við fyrirheitin um opna umræðu um utanríkismál? Lesa meira

GOTT HJÁ LÚÐVÍK

Birtist í Fréttablaðinu 10.09.07.
Ef Orkuveita Reykjavíkur verður seld þá er ekki aðeins verið að selja fyrirtæki sem framleiðir rafmagn heldur einnig fyrirtæki sem ræður yfir vatnsbólum og miðlar heitu vatni og köldu. OR er ábyrgðaraðili dýrmætra náttúruauðlinda. Vatn er dýrmætasta auðlind jarðar og um eignarhald á  því munu standa mikil átök á nýrri öld...

Lesa meira

ALLTAF AÐ ÆFA TAKTINN

...Brosað var góðlátlega þegar Stjórnarráðsparið tók ganginn sem svo er kallað og gengu á vit fjölmiðlanna í vel æfðum takti í Alþingishúsinu til að tilkynna nýja ríkisstjórn... Í Kastljósi í kvöld sagði Geir forsætisráðherra að þau Ingibjörg væru enn að reyna "að finna taktinn í samstarfinu." Þau hittust vikulega, sagði hann, ..."oftar ef hægt er."  Nú langar mig til að reyna að hughreysta ...Mér sýnist Sjálfstæðis/Samfylkingar-takturinn ekkert síður taktfastur en var með Sjálfstæðisflokki og Framsókn á sínum tíma. Þannig að óhætt er fyrir Geir að brosa breitt framan í heiminn og bera sig vel. Það er helst á Geir að heyra að hann hafi áhyggjur af Vinstri grænum, sá flokkur sé heldur meira úti í vinstri kanti en hann hafi gert ráð fyrir! Þetta sagði hann í Kastljósi í kvöld. Hvað skyldi það vera sem er svona mikið út í kantinn að mati formanns Sjálfstæðisflokksins? Skyldu það vera andmæli gegn aðförinni að húsnæðiskaupendum eða milljarðaausturinn í NATÓ (án fjárheimilda), sala á hlut ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja til Glitnis eða gagnrýni á ríkisstjórnina fyrir Grímseyjarferjuskandalinn? Slæmt var að ekki reyndist tóm til að beina talinu aðeins út í kantinn þegar Geir vildi ...

Lesa meira

Frá lesendum

HÆGRI KRATAR VINSTRA MEGIN VIÐ VG?

Smáfrétt var nýlaga laumað út um að 21 ma mundi Pentagon verja í fyrsta áfanga stríðsundirbúnings á Vellinum. IAV strax valið í 6 ma verk- hlutann, aftur mætt í hermangið. VG er afar lúpulegt í meðvirkni sinni. Mjög er fyndin vöktun umhverfis þeirra, sem látast ekki sjá, að blásið er nú í herlúður af kjarnorkutröllum. Blástur úr beljurassi er áhyggjuefnið. Svo illa er komið fyrir eldri málefna- skrá VG að vandséð er, á hvaða grunni það appírat stendur nú. Svo langt er gengið að VG blasir við sem tannlaust viðrini, reikult sem ...
Nonni

Lesa meira

STARFSLOKAFRUMVARP VONT FYRIR VINNUSTAÐINN

Algerlega er ég sammála þér Ögmundur að með afnámi 70-ára starfslokareglu hjá ríki og sveitarfélögum er verið að gera vinnustöðum, stjórnendum þar og vinnuandanum illt með þessu frumvarpi sem þú vísar í hér á síðunni. Þetta er vanhugsað. Ég þekki þetta af eigin raun sem stjórnandi á vinnustað sem er umhugað um góðan starfsanda.
Forstöðumður 

Lesa meira

MÓÐIR REIÐIST RÍKISSTJÓRN

Í morgun hlustaði ég á forsætisráðherrann tala í útvarpi um afstöðu ríkisstjórnarinnar til sóttvarnaraðgerða. Henni fannst allt vera rétt gert. Allt bara tilmæli, ekki bönn. En það eru ekki einu sinni tilmæli til þeirra sem reka viðbjóðslega spilakassa um að loka þeim. Aðstandendur spilafíkla hafa þó grátbeðið um að “góðgerðafélögin” verði skikkuð til að loka. Nei, aldeilis ekki! Ríkisstjórnin hefur meira að segja fyrir því að breyta reglum frá í vor til að undanskilja spilakassaútgerðina timælum sínum. Ég á dóttur sem þessir kassar hafa eyðilagt. Þess vegna vil ég tala tæpitungulaust við ykkur sem stjórna hér. Í mínum augum eruð þið vesalingar.
Móðir spilafíkils

Lesa meira

SA RÆÐUR RÍKJUM

Miljörðum Bjarni mokar út
og meðhjálparinn KATA
Á alþýðunni herða hnút
heim munu svikin rata.

Með fimmþúsundin ferðaðist landinn
og flæktist hér um vítt og breitt
Enn nú er atvinnurekenda vandinn
 - og SA fær greitt fyrir ekki neitt.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.

Lesa meira

DÝRMÆTARI EN BRAGGASTRÁIN

Þú nefnir færeyskan hundaskít í Moggagrein. Nýlega varð deila milli nágranna á Arnarnesi um hvort hrísla a lóð annars mætti standa - eða ekki. Úr varð lögfræðingaleikur og eigandi hríslu fékk sigur. Andstæðingur hríslueiganda sá af gifurupphæð til eigin lögfræðings, dæmdur til að borga hinum 800.000 kr. Samtals græddu hlæjandi lögfræðingar 1.5 milljónir á kjánaleik sínum um hríslu, sem þeir æstu nágranna til að ...
Nonni

Lesa meira

FÉLAG SMÁFYRIRTÆKJA

Takk fyrir að vekja athygli á grein Björns Jónassonar um krónurnar átta. Þtta er góð dæmisaga úr kerfinu og ætti að verða skyldulesning fyrir þá sem stjórna i stjórnarráði, skattinum og öðrum stofnunum sem sagðar eru vera að bjarga efnahagslífinu. Ástæða þess að ég skrifaþér Ögmundur er þó ekki þessi heldur til þess að fagna því að til séu að verða samtök smáfyrirtækja. Einokunarfyrirtækin stóru eru bæði of stór og of frek og oft til óþurftar á markaði sem oftar en ekki er enginn ...
Jóhannes Gr. Jónasson

Lesa meira
Allt Frá lesendum

Fréttabréf

 

Frjálsir pennar

Grímur skrifar: BAKKABÖLIÐ VERÐUR BÆTT !

Bakkakrísan frá 2018 sem leiddi til stórstrands 2020 er mörgum áfall. En böl má bæta, enda er framkomið nýstofnað HER/ÓP hf, frumkvöðull. Ónothæft kísilver stendur ókeypis til boða á Bakka, dýrt tengt rafkerfi og mikið landrými, allt ókeypis og einkafnot af Bakkagöngum fylgja ásamt opinberum stofnstyrkjum. Afar LÍFRÆN ræktun á valmúa í 50 ha gróðurhúsum á ónýttum iðnaðarlóðum á Bakka er nýtt plan HER/ÓP HF með aðstoð séfræðinga frá Afganistan og víðar frá erlendis. HER/ÓP HF hyggst umbreyta ónýtu kísilveri í úrvinnslustöð á valmúa- afurðum. Könnun leiðir í ljós að ...

Lesa meira

Kári skrifar: HVAÐ ER ÞJÓÐAREIGN?

Meðal athugasemda sem komið hafa frá Feneyjarnefndinni, um fikt stjórnvalda við stjórnarskrána, er skilgreining á hugtakinu þjóðareign. Þar er bæði átt við skilgreiningu á hugtakinu sjálfu sem og tengsl þess við annan eignarrétt. Þetta eru réttmætar athugasemdir enda ljóst að skýr skilgreining hugtaksins er forsenda þess að þjóðareign njóti lögverndar. Reikul skilgreining býður þeirri hættu heim að dómarar beiti orðhengilshætti við túlkun hugtaksins og þykist ekki skilja það. Það er hins vegar reginvilla sumra lögfræðinga að hugtakið þjóðareign sé merkingarlaust. Árin fyrir hrunið var áberandi að fjölmiðlar og fleiri ...

Lesa meira

Jón Karl Stefánsson skrifar: SÓTTVARNARAÐGERÐIR VERNDA EKKI ÁHÆTTUHÓPA

Sú ástæða sem oftast er gefin fyrir þeim sóttvarnaraðgerðum sem gripið hefur verið til er að með þeim sé verið að vernda áhættuhópa frá smiti. Helstu kennivöld sóttvarnarstefnunnar hafa gengið svo langt að lýsa því yfir að séu ekki settar strangar skorður á alla landsmenn sé ómögulegt að koma í veg fyrir að smit komist í viðkvæma hópa.
Fyrir þá sem eru í áhættuhópum eða sinna þjónustu við þá, hljómar röksemdafærslan um að aðgerðirnar miði að verndun áhættuhópa undarlega af tveimur ástæðum. Sú fyrsta er sú að ...

 

Lesa meira

Kári skrifar: MUN „FJÖLSKYLDUSTEMNING“ LEYSA VANDAMÁL STJÓRNVALDA?

... Nokkrar hæpnar skýringar eru uppi um eðli og virkni Evrópuréttarins. Ein er sú að Evrópuréttur sé í raun landsréttur, einungis með „evrópskum bragðbæti“ þar sem íslenskir dómstólar hafi það á valdi sínu hvaða gildi honum er veitt. Með því að líta svo á málin horfa menn algerlega framhjá þeirri staðreynd að Evrópuréttur er yfirþjóðlegur réttur (supranational) og þar að auki sérstakrar gerðar (sui generis) eins og komið hefur fram í dómum Evrópudómstólsins...

Lesa meira

Grímur skrifar: UM KLÓSTERKA KAUPAHÉÐNA

Prússin Preussner og efnariddarinn Ratcliffe eiga báðir sess sem Íslandsvinir í hjörtum margra. Saman eiga þeir, að hafa auðgast nokkuð á efnaiðnaði, þ.á.m. á eiturspúandi fabrikkum víða um lönd og tiltækjum sem ógna umhverfi smá, lífríki í þágu eigin hugðarefna. Hjartagóðir þó, eru þeir að eigin sögn, afar miklir ástvinir umhverfis, mynd, sem okkur er sýnd  ...

Lesa meira
Allt Frjálsir pennar