Stjórnmál Júlí 2007
Birtist í Fréttablaðinu 26.07.07.
... Þurfa menn að hafa flokksskírteini Samfylkingarinnar til að
vera traustsins verðir? Ef Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur er alvara
að þarna eigi að sitja pólitísk stjórn, er þá ekki rétt að sú
stjórn endurspegli pólitísk hlutföll á þingi? Og ef þetta er
meiningin, hvers vegna þá ekki færa starfsemina undir beinan
ríkisrekstur að nýju? Væri það ekki betra en að búa við
valdstjórnar- og bitlingapólitík Samfylkingarinnar sem hér er
greinilega í uppsiglingu?
Lesa meira
...Mér er kunnugt um að Svandís sendi yfirlýsingu sína
forsvarsmönnum OR fyrir stjórnarfund þar á bæ í gær jafnframt
því sem yfirlýsingin var send fjölmiðlum. Svandís er nú á
erlendri grundu og hafði því þennan hátt á þar sem hún átti ekki
kost á því að sitja stjórnarfundinn. Eftir því sem ég hef fregnað
var yfirlýsing hennar þó ekki tekin fyrir á þessum stjórnarfundi.
Mun meirhlutanum ekki hafa þótt formsatriði erindis Svandísar nógu
skýr. Þetta er mjög skiljanleg afstaða. Um að gera að halda sig
fast í formsatriðin þegar hin stóru prinsippmál eru annars vegar,
eða hvað? Skyldi málið kannski fremur hafa snúist um pólitík en
form hjá...
Lesa meira
...En bíðum nú við. Daginn eftir kemur - eðli máls
samkvæmt - sunnudagsmoggi inn um lúguna. Í honum var að finna
flenniviðtal við sama ráðherra og áður hafði hvatt til þess að
okrað yrði á íbúðakaupendum. Í þessu viðtali agnúast ráðherrann
hins vegar út í hávaxtastefnuna í landinu. Sökudólgur var
Seðlabankinn sem keyrði vextina upp að yfirlögðu ráði! Því
miður var í viðtalinu ekkert spurt út í þessar hróplegu mótsagnir í
málflutningi ráðherrans. Ef ríkisstjórninni er alvara að ná niður
vöxtum, hvers vegna þá að stíga skref í gagnstæða átt með því að
hvetja til okurs á húsnæðiskaupendum? Er það vegna þess að ...
Lesa meira
Birtist í Morgunblaðinu 10.07.07.
Hvers vegna tók Samfylkingin ekki umræðuna um Hitaveitu Suðurnesja
þegar sala ríkisins var tilkynnt og hvers vegna í ósköpunum hreyfðu
ráðherrar Samfylkingarinnar ekki litla fingur við ráðherraborðið
þegar ráðrúm var enn til að stöðva söluna? ...En umræðustjórnmál,
eins og Samfylkingin leitast við að gera að eins konar merkimiða
sínum, mega ekki bara vera til að sýnast - til að komast hjá því að
taka afstöðu og fylgja henni eftir. Hve lengi skyldu fjölmiðlar
láta Samfylkinguna komast upp með sýndarmennsku af því tagi sem við
nú verðum vitni að?
Lesa meira
Birtist í Fréttablaðinu 09.07.07.
...Á forsíðu Blaðsins sl. föstudag sagði að húsnæðisverð færi nú
snarhækkandi í "álbæjum". Hvers vegna hækkar íbúðaverð meira þar en
á Suðureyri og Raufarhöfn? Lánskjörin eru þau sömu á öllum stöðum.
Skýringin er þensla og væntingar á markaði, ekki lágir vextir enda
eru lægstu vextir á Íslandi okurvextir og ekki á bætandi því fólk
er að kikna undan því sem fyrir er. En hvað með lágu
"Evrópuvextina" sem Samfylkingunni hefur orðið svo tíðrætt um? Eru
þeir þá ekki stórhættulegir fyrst skilaboðin eru á þann veg að
herða beri á okrinu?
Lesa meira
...Björgvin er mjög upptekinn af því að Sjálfstæðisflokkur og
Samfylkingin séu andstæður í íslenskum stjórnmálum og nú hafi
þessir miklu risar myndað eins konar þjóðstjórn!
Þetta er alrangt. Betur og betur er að koma í ljós hve áþekkir
þessir flokkar eru í sinni pólitík og báðir eru þeir ósköp smáir í
sér. Risatalið því vart við hæfi, allra síst um Samfylkinguna!
Eftir viðtalið við Björgvin G. Sigurðsson gerist sú spurning
jafnvel áleitin, hvor flokkurinn sé hægri sinnaðri
Sjálfstæðisflokkurinn eða Samfylkingin. Ég þykist vita að munur er
á kjósendum þessara flokka en hitt er erfiðara að gera upp við sig
hvor er hrifnari af markaðshyggjunni, forysta Samfylkingar eða
Sjálfstæðisflokks. En varðandi andstæða póla í íslenskri
pólitík bið ég menn að ...
Lesa meira
Greiðan hún vildi gjalda
gekk því bent til varna
Hann kom henni til valda
hún á allt undir Bjarna.
Bankasölu nú Bjarni þráir
Þó bæti lítið okkar hag
Engeyingarnir hér eru fáir
en græðgi þeirra fag.
Honum liggur lífið á
ljóta hefur þanka
Sviksemina allir sjá
selur Íslandsbanka.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Nú eignast elítan bankana senn
enda kaldrifjaðir kaupsýlumenn
áfallið munið
þjóðarhrunið
öll alþýðan hérna man þetta enn.
Aumur gerist Andrés minn
allir heim rata
Verður því þarna um sinn
þingmaður pírata?
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Svarið núna set á blað,
sannan vanda leysum.
Þjóðareignin þýðir að,
þjófum skorðu reisum.
Þjóðarklafa þekkið smið,
þing til grafar tryggja.
Kvótahafar keppast við,
kreppugjafir þiggja.
Kári
Lesa meira
Grímulaust í gegnum árin
gróðans ennþá njóta
í samfélaginu blæða sárin
undan sjálfseignarkvóta.
Bankasölu nú Bjarni þráir
Þó bæti lítið okkar hag
Engeyingarnir hér eru fáir
en græðgi þeirra fag.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Sá ég þjófa, bankabófa,
braskið prófa, leita hófa.
Því, því, því, því.
Aftur spilling enn á ný.
Kári
Lesa meira
Eftir níu mánuði megum við kjósa
framfærsluna múgurinn sér óljósa
saman þá stöndum
valið þar vöndum
ég frjálshyggjunni alls ekki hrósa.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Ég las grein þína um kjarnorkuvopnin og fór á slóðina sem þú gafst inn á ræðu þína í þinginu um NATÓ og “öryggisstefnu” Íslands. Mikið vildi ég að þó ekki væri nema ein rödd á Alþingi sem talaði eins og þú gerðir en það er ENGINN þingmaður sem það gerir. Er að undra að fólk missi trúna á þinginu og þeim sem þar sitja í umboði vinstri stefnu! Ef gagnrýni er hreyft á NATÓ þá er það lágvært hvísl til að sýnast!
Runólfur
Lesa meira
Kosningarnar koma hér,
kanntu fléttu snúna?
Bankasýslan býður þér,
að byrja ránið núna.
Kári
Lesa meira
Kosningaárið er komið með stæl
kysumst föðmumst verum indæl
staðreyndin er
að Íhaldið fer
auðvitað verðum ánægð og sæl
Líklega er kreppan kominn á ról
keimlík um heimsins byggðu ból
þá sér hver raftur
gjaldþrotin aftur
og endist víst framyfir næstu jól.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Meðvirkni er mikið böl,
magnast hún á þingi.
Ef þar skamma áttu dvöl,
alltaf ferð í hringi.
...
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum