Stjórnmál Júlí 2007

PÓLITÍSK REKSTRARSTJÓRN YFIR LEIFSSTÖÐ?

Birtist í Fréttablaðinu 26.07.07.
... Þurfa menn að hafa flokksskírteini Samfylkingarinnar til að vera traustsins verðir? Ef Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur er alvara að þarna eigi að sitja pólitísk stjórn, er þá ekki rétt að sú stjórn endurspegli pólitísk hlutföll á þingi? Og ef þetta er meiningin, hvers vegna þá ekki færa starfsemina undir beinan ríkisrekstur að nýju? Væri það ekki betra en að búa við valdstjórnar- og bitlingapólitík Samfylkingarinnar sem hér er greinilega í uppsiglingu?

Lesa meira

YFIRLÝSING SVANDÍSAR: FORMSATRIÐI EÐA PÓLITÍK?

...Mér er kunnugt um að Svandís sendi yfirlýsingu sína forsvarsmönnum OR fyrir stjórnarfund  þar á bæ í gær jafnframt því sem yfirlýsingin var send fjölmiðlum. Svandís er nú á erlendri grundu og hafði því þennan hátt á þar sem hún átti ekki kost á því að sitja stjórnarfundinn. Eftir því sem ég hef fregnað var yfirlýsing hennar þó ekki tekin fyrir á þessum stjórnarfundi. Mun meirhlutanum ekki hafa þótt formsatriði erindis Svandísar nógu skýr. Þetta er mjög skiljanleg afstaða. Um að gera að halda sig fast í formsatriðin þegar hin stóru prinsippmál eru annars vegar, eða hvað? Skyldi málið kannski fremur hafa snúist um pólitík en form hjá...

Lesa meira

AÐ SEGJA EITT EN FRAMKVÆMA ANNAÐ

...En bíðum nú við. Daginn eftir kemur  - eðli máls samkvæmt - sunnudagsmoggi inn um lúguna. Í honum var að finna flenniviðtal við sama ráðherra og áður hafði hvatt til þess að okrað yrði á íbúðakaupendum. Í þessu viðtali agnúast ráðherrann hins vegar út í hávaxtastefnuna í landinu. Sökudólgur var  Seðlabankinn sem keyrði vextina upp að yfirlögðu ráði! Því miður var í viðtalinu ekkert spurt út í þessar hróplegu mótsagnir í málflutningi ráðherrans. Ef ríkisstjórninni er alvara að ná niður vöxtum, hvers vegna þá að stíga skref í gagnstæða átt með því að hvetja til okurs á húsnæðiskaupendum? Er það vegna þess að ...

Lesa meira

SAMFYLKINGIN OG SÝNDARMENNSKAN

Birtist í Morgunblaðinu 10.07.07.
Hvers vegna tók Samfylkingin ekki umræðuna um Hitaveitu Suðurnesja þegar sala ríkisins var tilkynnt og hvers vegna í ósköpunum hreyfðu ráðherrar Samfylkingarinnar ekki litla fingur við ráðherraborðið þegar ráðrúm var enn til að stöðva söluna? ...En umræðustjórnmál, eins og Samfylkingin leitast við að gera að eins konar merkimiða sínum, mega ekki bara vera til að sýnast - til að komast hjá því að taka afstöðu og fylgja henni eftir. Hve lengi skyldu fjölmiðlar láta Samfylkinguna komast upp með sýndarmennsku af því tagi sem við nú verðum vitni að?

Lesa meira

SAMFYLKINGIN OG EVRÓPUVEXTIRNIR

Birtist í Fréttablaðinu 09.07.07.
...Á forsíðu Blaðsins sl. föstudag sagði að húsnæðisverð færi nú snarhækkandi í "álbæjum". Hvers vegna hækkar íbúðaverð meira þar en á Suðureyri og Raufarhöfn? Lánskjörin eru þau sömu á öllum stöðum. Skýringin er þensla og væntingar á markaði, ekki lágir vextir enda eru lægstu vextir á Íslandi okurvextir og ekki á bætandi því fólk er að kikna undan því sem fyrir er. En hvað með lágu "Evrópuvextina" sem Samfylkingunni hefur orðið svo tíðrætt um? Eru þeir þá ekki stórhættulegir fyrst skilaboðin eru á þann veg að herða beri á okrinu?

Lesa meira

FORYSTA SAMFYLKINGAR MÆRIR THATCHER

...Björgvin er mjög upptekinn af því að Sjálfstæðisflokkur og Samfylkingin séu andstæður í íslenskum stjórnmálum og nú hafi þessir miklu risar myndað eins konar þjóðstjórn! Þetta er alrangt. Betur og betur er að koma í ljós hve áþekkir þessir flokkar eru í sinni pólitík og báðir eru þeir ósköp smáir í sér. Risatalið því vart við hæfi, allra síst um Samfylkinguna! Eftir viðtalið við Björgvin G. Sigurðsson gerist sú spurning jafnvel áleitin, hvor flokkurinn sé hægri sinnaðri Sjálfstæðisflokkurinn eða Samfylkingin. Ég þykist vita að munur er á kjósendum þessara flokka en hitt er erfiðara að gera upp við sig hvor er hrifnari af markaðshyggjunni, forysta Samfylkingar eða Sjálfstæðisflokks.  En varðandi andstæða póla í íslenskri pólitík bið ég menn að ...

Lesa meira

Frá lesendum

HÆGRI KRATAR VINSTRA MEGIN VIÐ VG?

Smáfrétt var nýlaga laumað út um að 21 ma mundi Pentagon verja í fyrsta áfanga stríðsundirbúnings á Vellinum. IAV strax valið í 6 ma verk- hlutann, aftur mætt í hermangið. VG er afar lúpulegt í meðvirkni sinni. Mjög er fyndin vöktun umhverfis þeirra, sem látast ekki sjá, að blásið er nú í herlúður af kjarnorkutröllum. Blástur úr beljurassi er áhyggjuefnið. Svo illa er komið fyrir eldri málefna- skrá VG að vandséð er, á hvaða grunni það appírat stendur nú. Svo langt er gengið að VG blasir við sem tannlaust viðrini, reikult sem ...
Nonni

Lesa meira

STARFSLOKAFRUMVARP VONT FYRIR VINNUSTAÐINN

Algerlega er ég sammála þér Ögmundur að með afnámi 70-ára starfslokareglu hjá ríki og sveitarfélögum er verið að gera vinnustöðum, stjórnendum þar og vinnuandanum illt með þessu frumvarpi sem þú vísar í hér á síðunni. Þetta er vanhugsað. Ég þekki þetta af eigin raun sem stjórnandi á vinnustað sem er umhugað um góðan starfsanda.
Forstöðumður 

Lesa meira

MÓÐIR REIÐIST RÍKISSTJÓRN

Í morgun hlustaði ég á forsætisráðherrann tala í útvarpi um afstöðu ríkisstjórnarinnar til sóttvarnaraðgerða. Henni fannst allt vera rétt gert. Allt bara tilmæli, ekki bönn. En það eru ekki einu sinni tilmæli til þeirra sem reka viðbjóðslega spilakassa um að loka þeim. Aðstandendur spilafíkla hafa þó grátbeðið um að “góðgerðafélögin” verði skikkuð til að loka. Nei, aldeilis ekki! Ríkisstjórnin hefur meira að segja fyrir því að breyta reglum frá í vor til að undanskilja spilakassaútgerðina timælum sínum. Ég á dóttur sem þessir kassar hafa eyðilagt. Þess vegna vil ég tala tæpitungulaust við ykkur sem stjórna hér. Í mínum augum eruð þið vesalingar.
Móðir spilafíkils

Lesa meira

SA RÆÐUR RÍKJUM

Miljörðum Bjarni mokar út
og meðhjálparinn KATA
Á alþýðunni herða hnút
heim munu svikin rata.

Með fimmþúsundin ferðaðist landinn
og flæktist hér um vítt og breitt
Enn nú er atvinnurekenda vandinn
 - og SA fær greitt fyrir ekki neitt.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.

Lesa meira

DÝRMÆTARI EN BRAGGASTRÁIN

Þú nefnir færeyskan hundaskít í Moggagrein. Nýlega varð deila milli nágranna á Arnarnesi um hvort hrísla a lóð annars mætti standa - eða ekki. Úr varð lögfræðingaleikur og eigandi hríslu fékk sigur. Andstæðingur hríslueiganda sá af gifurupphæð til eigin lögfræðings, dæmdur til að borga hinum 800.000 kr. Samtals græddu hlæjandi lögfræðingar 1.5 milljónir á kjánaleik sínum um hríslu, sem þeir æstu nágranna til að ...
Nonni

Lesa meira

FÉLAG SMÁFYRIRTÆKJA

Takk fyrir að vekja athygli á grein Björns Jónassonar um krónurnar átta. Þtta er góð dæmisaga úr kerfinu og ætti að verða skyldulesning fyrir þá sem stjórna i stjórnarráði, skattinum og öðrum stofnunum sem sagðar eru vera að bjarga efnahagslífinu. Ástæða þess að ég skrifaþér Ögmundur er þó ekki þessi heldur til þess að fagna því að til séu að verða samtök smáfyrirtækja. Einokunarfyrirtækin stóru eru bæði of stór og of frek og oft til óþurftar á markaði sem oftar en ekki er enginn ...
Jóhannes Gr. Jónasson

Lesa meira
Allt Frá lesendum

Fréttabréf

 

Frjálsir pennar

Grímur skrifar: BAKKABÖLIÐ VERÐUR BÆTT !

Bakkakrísan frá 2018 sem leiddi til stórstrands 2020 er mörgum áfall. En böl má bæta, enda er framkomið nýstofnað HER/ÓP hf, frumkvöðull. Ónothæft kísilver stendur ókeypis til boða á Bakka, dýrt tengt rafkerfi og mikið landrými, allt ókeypis og einkafnot af Bakkagöngum fylgja ásamt opinberum stofnstyrkjum. Afar LÍFRÆN ræktun á valmúa í 50 ha gróðurhúsum á ónýttum iðnaðarlóðum á Bakka er nýtt plan HER/ÓP HF með aðstoð séfræðinga frá Afganistan og víðar frá erlendis. HER/ÓP HF hyggst umbreyta ónýtu kísilveri í úrvinnslustöð á valmúa- afurðum. Könnun leiðir í ljós að ...

Lesa meira

Kári skrifar: HVAÐ ER ÞJÓÐAREIGN?

Meðal athugasemda sem komið hafa frá Feneyjarnefndinni, um fikt stjórnvalda við stjórnarskrána, er skilgreining á hugtakinu þjóðareign. Þar er bæði átt við skilgreiningu á hugtakinu sjálfu sem og tengsl þess við annan eignarrétt. Þetta eru réttmætar athugasemdir enda ljóst að skýr skilgreining hugtaksins er forsenda þess að þjóðareign njóti lögverndar. Reikul skilgreining býður þeirri hættu heim að dómarar beiti orðhengilshætti við túlkun hugtaksins og þykist ekki skilja það. Það er hins vegar reginvilla sumra lögfræðinga að hugtakið þjóðareign sé merkingarlaust. Árin fyrir hrunið var áberandi að fjölmiðlar og fleiri ...

Lesa meira

Jón Karl Stefánsson skrifar: SÓTTVARNARAÐGERÐIR VERNDA EKKI ÁHÆTTUHÓPA

Sú ástæða sem oftast er gefin fyrir þeim sóttvarnaraðgerðum sem gripið hefur verið til er að með þeim sé verið að vernda áhættuhópa frá smiti. Helstu kennivöld sóttvarnarstefnunnar hafa gengið svo langt að lýsa því yfir að séu ekki settar strangar skorður á alla landsmenn sé ómögulegt að koma í veg fyrir að smit komist í viðkvæma hópa.
Fyrir þá sem eru í áhættuhópum eða sinna þjónustu við þá, hljómar röksemdafærslan um að aðgerðirnar miði að verndun áhættuhópa undarlega af tveimur ástæðum. Sú fyrsta er sú að ...

 

Lesa meira

Kári skrifar: MUN „FJÖLSKYLDUSTEMNING“ LEYSA VANDAMÁL STJÓRNVALDA?

... Nokkrar hæpnar skýringar eru uppi um eðli og virkni Evrópuréttarins. Ein er sú að Evrópuréttur sé í raun landsréttur, einungis með „evrópskum bragðbæti“ þar sem íslenskir dómstólar hafi það á valdi sínu hvaða gildi honum er veitt. Með því að líta svo á málin horfa menn algerlega framhjá þeirri staðreynd að Evrópuréttur er yfirþjóðlegur réttur (supranational) og þar að auki sérstakrar gerðar (sui generis) eins og komið hefur fram í dómum Evrópudómstólsins...

Lesa meira

Grímur skrifar: UM KLÓSTERKA KAUPAHÉÐNA

Prússin Preussner og efnariddarinn Ratcliffe eiga báðir sess sem Íslandsvinir í hjörtum margra. Saman eiga þeir, að hafa auðgast nokkuð á efnaiðnaði, þ.á.m. á eiturspúandi fabrikkum víða um lönd og tiltækjum sem ógna umhverfi smá, lífríki í þágu eigin hugðarefna. Hjartagóðir þó, eru þeir að eigin sögn, afar miklir ástvinir umhverfis, mynd, sem okkur er sýnd  ...

Lesa meira
Allt Frjálsir pennar