Stjórnmál Júní 2007

TÍMAMÓT Í BRETLANDI OG ÞVERSÖGNIN BJÖRGVIN G. SIGURÐSSON


Gordon Brown hefur nú tekið við af Tony Blair sem formaður Verkamannaflokksins í Bretlandi. Mér er það mjög minnisstætt þegar Tony Blair komst til valda sem forsætisráðherra Bretlands. Það var í kosningum hinn 1. maí árið 1997. Ég flutti þá ræðu á Ingólfstorgi í Reykjavík - á baráttudegi verkalýðsins - og bar ég  þá saman Ísland og Bretland þess tíma...Eitt er þó breytt. Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra Samfylkingarinnar var vitni að breytingunum 1997 og einnig nú. Það er að vísu rétt að á báðum augnablikum klappaði hann fyrir því sem var að gerast, mátti reyndar varla vatni halda af hrifningu á Blair í útvarpsviðtölum. Nú klappar sami Björgvin fyrir Brown, hinum nýja leiðtoga og segir að ...

Lesa meira

UMHVERFISRÁÐHERRA EÐA AÐSTOÐARMAÐUR IÐNAÐARRÁÐHERRA?

Í kvöld var okkur greint frá því í fréttum að umhverfisráðherra geti ekki fullyrt hvort eitt eða fleiri álver rísi til viðbótar þeim álverum sem nú eru fyrir í landinu. Sem kunnugt er fara fulltrúar álauðhringanna nú snuðrandi um landið og leita fyrir sér um hvar þeir geti borið niður; hvar fyrirstaðan sé minnst, hvar síst þurfi að óttast lýðræðið og hvar minnst fé þurfi að bera á fólk og samfélag. Augljóst er að víða er vesaldóminn að finna og víða liggja menn á hnjánum. Ekki átti ég þó von á því að umhverfisráðherra væri líka knékrjúpandi. Eða er Þórunn Sveinbjarnardóttir, umhverfisráðherra, ekki málsvari Fagra Íslands, meintrar umhverfisstefnu Samfylkingarinnar? Var okkur ekki sagt að... Lesa meira

ALCAN OG SAMFYLKINGIN UM ÁSTINA Á ÁLVERUM OG LÝÐRÆÐI


Ekki veit ég hver á metið í ótrúlegum yfirlýsingum þessa dagana Michel Jacques, forstjóri Alcans, sem belgdi sig út í fjölmiðlum og talaði niður til Íslendinga um áform auðhringsins hér á landi, bæjarstjórinn í Hafnarfirði Lúðvík Geirsson, sem Michel þessi segir hafa hvatt Alcan til að stækka álverið á landfyllingu og komast þannig framhjá lýðræðislegri niðurstöðu Hafnfirðinga eða þá forseti bæjarstjórnar og flokksbróðir Lúðvíks í Samfylkingunni, alþingismaðurinn Gunnar Svavarsson. Ég þykist geta fullyrt að almennt hafi fólk staðið agndofa frammi fyrir yfirlýsingum og framgöngu þessara aðila í fjölmiðlum í dag...

Lesa meira

AÐFÖR AÐ ÍBÚÐALÁNASJÓÐI

Birtist í Morgunblaðinu 15.06.07.
...Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra kveðst vera til viðræðu um þessar ábendingar því í Blaðinu 13. júní segir að hann ætli að fara yfir þessar hugmyndir: "Ráðherrann segir að gagnrýni Alþjóðagjaldeyrissjóðsins verði tekin alvarlega." Hvað á eiginlega að taka alvarlega? Á að taka alvarlega hvatningu um að takmarka umsvif Íbúðalánasjóðs svo bankarnir geti óhindrað hækkað vexti? Það er þó alla vega framför að viðurkenna að Íbúðalánasjóður haldi vöxtunum niðri - hinu gagnstæða hefur iðulega verið haldið fram. Finnst leiðarahöfundi Morgunblaðsins og viðskiptaráðherra að vextir á húsnæðislánum séu of lágir? Þeir eru núna ...

Lesa meira

VALGERÐUR VILDI EINKAVÆÐA RAFORKUGEIRANN

Í morgun var viðtal við Valgerði Sverrsidóttur, varaformann Framsóknarflokksins í RÚV. Þar var komið víða við, m.a. fjallað um einkavæðingu raforkugeirans. Valgerður kvað þjóðina ekki á því máli að einkavæða hann, sjálf hefði hún "aldrei viljað það." ...Nú vill svo til að þessar fullyrðingar Valgerðar Sverrisdóttur standast ekki. Hún flutti sjálf frumvarp um að gera Rafmagsnveitur ríkisins að hlutafélagi og lýsti því einnig yfir afdráttarlaust að áform væru uppi um einkavæðingu raforkugeirans. Á forsíðu Morgunblaðsins 18. febrúar 2005 staðfestir hún t.d. að áform væru um að ...

Lesa meira

Opið bréf til oddvita ríkisstjórnarflokkanna: ERU BARA TIL PENINGAR ÞEGAR VIÐSKIPTARÁÐIÐ BANKAR UPP Á?

Birtist í Morgunblaðinu  04.06.07.
Landspítalinn hefur iðulega farið fram á auknar fjárveitingar m.a. vegna endurhæfingardeildarinnar að Grensási. Oftar en ekki hafa forsvarsmenn sjúkrahússins farið bónleiðir til búðar. Nú bregður svo við að tryggingafyrirtækið Sjóvá býðst til þess að koma inn í þennan rekstur, í það minnsta að stækkun deildarinnar að því er fram hefur komið opinberlega. Þessu hefur Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra fagnað ákaflega. Segir hann að sest verði yfir þessi mál. Prýðilegt. Ég vil leyfa mér að hvetja til ítarlegrar og málefnalegrar umræðu um þetta efni. Þar verði öllu ...

Lesa meira

SAMT HRUNDU SOVÉTRÍKIN


Ágreiningur er ekki úr sögunni í þjóðfélaginu þótt fjölgað sé í stjórnarmeirihlutanum á Alþingi. Þar breytist sáralítið fyrir utan það að helsti merkisberi stjórnarandstöðunnar á þingi, VG, styrkist. Það er líka alrangt að ímynda sér, eins og forseti Íslands gefur í skyn að fjölmiðlaflóran hafi orðið kröftugri eftir daga flokksmiðlanna. Þetta er ekki rétt að mínum dómi. Auk þess ætti það að vera okkur öllum áhyggjuefni hve einsleit pólitísk öfl eiga nú og ritstýra öllum helstu fjölmiðlum landsins! ... Það má vel vera að ráðamenn á Íslandi hvort sem er í stjórnmálum, efnahagslífi eða fjölmiðlum telji sér trú um að nú geti þeir ...

Lesa meira

SAMFAGNAR ÖLL SAMFYLKINGIN HEILBRIGÐISRÁÐHERRA?

...Nú hafa Sjálfstæðisflokkur og Samfylkingin myndað ríkisstjórn og féllst Samfylkingin á að afhenda Sjálfstæðisflokknum heilbrigðisráðuneytið ásamt fjármálaráðuneyti. Og nú er kátt í ranni. Nýr heilbrigðisráðherra fagnar ákaft í Morgunblaðinu í dag. Tilefnið er að tryggingafyrirtækið Sjóvá býðst til að stækka Grensásdeild Landspítalans. Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra, segir í Morgunblaðinu í dag að þetta sé vegna þess að fyrirtækin í landinu hafi svo mikinn áhuga á heilbrigði landsmanna. "Síðan eru það fyrirtækin í landinu sem hafa svo sannarlega alla hagsmuni af því að heilbrigði þjóðarinnar sé sem best og ég fagna að ...

Lesa meira

MORGUNBLAÐIÐ Í ANDSTÖÐU VIÐ STJÓRNARANDSTÖÐU


Athyglisvert er hve mjög leiðarahöfundur Morgunblaðsins er upptekinn við að grafa undan stjórnarandstöðunni og þá einkum Steingrími J. Sigfússyni, formanni Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs. Í leiðara eftir leiðara er fjargviðrast út í forystu VG og þess nánast krafist að hún hypji sig. Þetta er ósmekklegt en skiljanlegt þegar málið er skoðað í víðara pólitísku samhengi. Við völd í landinu er nú ríkisstjórn sem hefur uppi ýmsa hægri sinnaða frjálshyggjutilburði. Þeir tilburðir njóta velvildar á ritstjórnarskrifstofum Morgunblaðsins. Þar er nú ákaft talað fyrir víðtækri sátt í samfélaginu og að sú sátt muni án efa myndast ef ekki væri fyrir vinstri áherslur VG. Og í framhaldi krefst Morgunblaðið þess að...

Lesa meira

Frá lesendum

SAKLAUSA SÍMTALIÐ

Greiðan hún vildi gjalda
gekk því bent til varna
Hann kom henni til valda
hún á allt undir Bjarna.

Bankasölu nú Bjarni þráir
Þó bæti lítið okkar hag
Engeyingarnir hér eru fáir
en græðgi þeirra fag.

Honum liggur lífið á
ljóta hefur þanka
Sviksemina allir sjá
selur Íslandsbanka.  
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.

Lesa meira

VIÐ MUNUM HRUNIÐ

Nú eignast elítan bankana senn
enda kaldrifjaðir kaupsýlumenn
áfallið munið
þjóðarhrunið
öll alþýðan hérna man þetta enn.

Aumur gerist Andrés minn
allir heim rata
Verður því þarna um sinn
þingmaður pírata?
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.

Lesa meira

GRÍMUBALLIÐ Á ENDA

Grímulaust í gegnum árin
gróðans ennþá njóta
í samfélaginu blæða sárin
undan sjálfseignarkvóta.

Bankasölu nú Bjarni þráir
Þó bæti lítið okkar hag
Engeyingarnir hér eru fáir
en græðgi þeirra fag.
...

Höf. Pétur Hraunfjörð.

Lesa meira

HVÍSLAÐ TIL AÐ SÝNAST?

... Ég las grein þína um kjarnorkuvopnin og fór á slóðina sem þú gafst inn á ræðu þína í þinginu um NATÓ og “öryggisstefnu” Íslands. Mikið vildi ég að þó ekki væri nema ein rödd á Alþingi sem talaði eins og þú gerðir en það er ENGINN þingmaður sem það gerir. Er að undra að fólk missi trúna á þinginu og þeim sem þar sitja í umboði vinstri stefnu! Ef gagnrýni er hreyft á NATÓ þá er það lágvært hvísl til að sýnast!
Runólfur

Lesa meira

STAÐREYNDIN ER ...

Kosningaárið er komið með stæl
kysumst föðmumst verum indæl
staðreyndin er
að Íhaldið fer
auðvitað verðum ánægð og sæl

Líklega er kreppan kominn á ról
keimlík um heimsins byggðu ból
þá sér hver raftur
gjaldþrotin aftur
og endist víst framyfir næstu jól.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.

Lesa meira
Allt Frá lesendum

Fréttabréf

 

Frjálsir pennar

Kári skrifar: LEIÐA ORKUPAKKAR ESB TIL EINKAVÆÐINGAR?

Í þessum skrifum verður könnuð eftirfarandi staðhæfing þingmanns Pírata, Björns Levís Gunnarssonar og kemur fram á heimasíðu Orkunnar okkar: Það þarf að vera aðskilnaður. Það þarf ekki að einkavæða. Ef það er tekin ákvörðun um að einkavæða þá er það ákvörðun sem er óháð öllum tilskipunum úr orkupakkanum. Ef það væri í alvörunni háð orkupakkanum þá væru engin opinber orkufyrirtæki í Evrópu. Það er enn fullt af þeim hins vegar. Það sem þarna kemur fram er að auðvitað bæði rangt og algerlega fráleitt en það þarf hins vegar að rökstyðja hvernig og hvers vegna ...

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson skrifar: NATO OG WASHINGTON VÍGBÚAST GEGN "GULU HÆTTUNNI"

"... Greiningin sem Biden gerir, um baráttu milli lýðræðisafla og einræðisafla heimsins, er fölsk þó ekki væri nema í ljósi mikilvægustu bandamanna Bandaríkjanna í Miðausturlöndum. Ekki nóg með það: Bandaríkin ásamt með bandamönnum í NATO sem skreyta sig mikið með lýðræðismerkimiðum er EINI AÐILI SEM HERNAÐARÓGN STAFAR AF á alþjóðavettvangi nú um stundir. Ekki nóg með það: Af langri sögu hefur okkur lærst að því meira sem bandarísk stjórnvöld tala um að tryggja „lýðræði“ (Sýrland eða Úkraína), mannúð og mannréttindi (Írak, Júgóslavía, Líbía) eða kvenréttindi (Afganistan) í öðrum löndum þeim mun meiri dauði og eyðilegging eru í vændum. Bandarískt „lýðræði“ er banvænn útflutningur ..."

Lesa meira

Kári skrifar: ENN UM BRASK- OG MAFÍUVÆÐINGU - UNDIRLÆGJA GAGNVART PENINGAVALDI -

Undirlægja og virðing fyrir peningavaldi eru útbreidd vandamál á Íslandi. Um er að ræða anga af sama meiði og hvort tveggja byggt á „misskilningi“ ef svo má segja. Til þess að skilja undirlægjuna þarf fyrst að greina hina misskildu virðingu fyrir peningum. Flestir tengja peninga við „efnisleg gæði“; skort eða jafnvel ofgnótt. Mikilvægt er að gera sér ljóst að öflun efnislegra gæða er bundin við þá plánetu okkar sólkerfis sem nefnist jörð. Öflunin er enn fremur bundin við jarðlífið sem slíkt. Ekki hefur verð sýnt fram á gagnsemi

Lesa meira

Kári skrifar: LYKILLINN AÐ LAUSNUNUM ER AÐ KJÓSA RÉTT

Það er gott að hugsa í lausnum, sérstaklega ef lausnirnar gagnast þjóðinni sem heild. Allmörg dæmi má þó finna um að „lausnir“ á Alþingi séu sniðnar sérstaklega að hagsmunum braskara og fjárglæframanna. Þetta gerist vegna þess að fólk sem fengið hefur umboð kjósenda („látið kjósa sig“) misfer með umboð sitt og missir öll tengsl við umbjóðendur sína. Segist að vísu í viðtölum oft vera í „góðu sambandi“ við kjósendur sína. En eitt er að þiggja kaffibolla í kjördæmi sínu og annað að gæta hagsmuna almennings á þingi ...

Lesa meira

Kári skrifar: ORKUSTEFNA EVRÓPUSAMBANDSINS

... Hugmyndin um „fullkominn samkeppnismarkað“ felur þannig í sér marga seljendur og kaupendur, samleitni „vöru“ sem um ræðir, góðar upplýsingar fyrir seljendur og kaupendur og hindrunarlausan aðgang eða útgöngu á markaði. Með öðrum orðum, menn geta hafið samkeppni á markaðnum eða hætt þegar þeim sjálfum hentar ...

Lesa meira
Allt Frjálsir pennar