Stjórnmál Júní 2007

TÍMAMÓT Í BRETLANDI OG ÞVERSÖGNIN BJÖRGVIN G. SIGURÐSSON


Gordon Brown hefur nú tekið við af Tony Blair sem formaður Verkamannaflokksins í Bretlandi. Mér er það mjög minnisstætt þegar Tony Blair komst til valda sem forsætisráðherra Bretlands. Það var í kosningum hinn 1. maí árið 1997. Ég flutti þá ræðu á Ingólfstorgi í Reykjavík - á baráttudegi verkalýðsins - og bar ég  þá saman Ísland og Bretland þess tíma...Eitt er þó breytt. Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra Samfylkingarinnar var vitni að breytingunum 1997 og einnig nú. Það er að vísu rétt að á báðum augnablikum klappaði hann fyrir því sem var að gerast, mátti reyndar varla vatni halda af hrifningu á Blair í útvarpsviðtölum. Nú klappar sami Björgvin fyrir Brown, hinum nýja leiðtoga og segir að ...

Lesa meira

UMHVERFISRÁÐHERRA EÐA AÐSTOÐARMAÐUR IÐNAÐARRÁÐHERRA?

Í kvöld var okkur greint frá því í fréttum að umhverfisráðherra geti ekki fullyrt hvort eitt eða fleiri álver rísi til viðbótar þeim álverum sem nú eru fyrir í landinu. Sem kunnugt er fara fulltrúar álauðhringanna nú snuðrandi um landið og leita fyrir sér um hvar þeir geti borið niður; hvar fyrirstaðan sé minnst, hvar síst þurfi að óttast lýðræðið og hvar minnst fé þurfi að bera á fólk og samfélag. Augljóst er að víða er vesaldóminn að finna og víða liggja menn á hnjánum. Ekki átti ég þó von á því að umhverfisráðherra væri líka knékrjúpandi. Eða er Þórunn Sveinbjarnardóttir, umhverfisráðherra, ekki málsvari Fagra Íslands, meintrar umhverfisstefnu Samfylkingarinnar? Var okkur ekki sagt að... Lesa meira

ALCAN OG SAMFYLKINGIN UM ÁSTINA Á ÁLVERUM OG LÝÐRÆÐI


Ekki veit ég hver á metið í ótrúlegum yfirlýsingum þessa dagana Michel Jacques, forstjóri Alcans, sem belgdi sig út í fjölmiðlum og talaði niður til Íslendinga um áform auðhringsins hér á landi, bæjarstjórinn í Hafnarfirði Lúðvík Geirsson, sem Michel þessi segir hafa hvatt Alcan til að stækka álverið á landfyllingu og komast þannig framhjá lýðræðislegri niðurstöðu Hafnfirðinga eða þá forseti bæjarstjórnar og flokksbróðir Lúðvíks í Samfylkingunni, alþingismaðurinn Gunnar Svavarsson. Ég þykist geta fullyrt að almennt hafi fólk staðið agndofa frammi fyrir yfirlýsingum og framgöngu þessara aðila í fjölmiðlum í dag...

Lesa meira

AÐFÖR AÐ ÍBÚÐALÁNASJÓÐI

Birtist í Morgunblaðinu 15.06.07.
...Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra kveðst vera til viðræðu um þessar ábendingar því í Blaðinu 13. júní segir að hann ætli að fara yfir þessar hugmyndir: "Ráðherrann segir að gagnrýni Alþjóðagjaldeyrissjóðsins verði tekin alvarlega." Hvað á eiginlega að taka alvarlega? Á að taka alvarlega hvatningu um að takmarka umsvif Íbúðalánasjóðs svo bankarnir geti óhindrað hækkað vexti? Það er þó alla vega framför að viðurkenna að Íbúðalánasjóður haldi vöxtunum niðri - hinu gagnstæða hefur iðulega verið haldið fram. Finnst leiðarahöfundi Morgunblaðsins og viðskiptaráðherra að vextir á húsnæðislánum séu of lágir? Þeir eru núna ...

Lesa meira

VALGERÐUR VILDI EINKAVÆÐA RAFORKUGEIRANN

Í morgun var viðtal við Valgerði Sverrsidóttur, varaformann Framsóknarflokksins í RÚV. Þar var komið víða við, m.a. fjallað um einkavæðingu raforkugeirans. Valgerður kvað þjóðina ekki á því máli að einkavæða hann, sjálf hefði hún "aldrei viljað það." ...Nú vill svo til að þessar fullyrðingar Valgerðar Sverrisdóttur standast ekki. Hún flutti sjálf frumvarp um að gera Rafmagsnveitur ríkisins að hlutafélagi og lýsti því einnig yfir afdráttarlaust að áform væru uppi um einkavæðingu raforkugeirans. Á forsíðu Morgunblaðsins 18. febrúar 2005 staðfestir hún t.d. að áform væru um að ...

Lesa meira

Opið bréf til oddvita ríkisstjórnarflokkanna: ERU BARA TIL PENINGAR ÞEGAR VIÐSKIPTARÁÐIÐ BANKAR UPP Á?

Birtist í Morgunblaðinu  04.06.07.
Landspítalinn hefur iðulega farið fram á auknar fjárveitingar m.a. vegna endurhæfingardeildarinnar að Grensási. Oftar en ekki hafa forsvarsmenn sjúkrahússins farið bónleiðir til búðar. Nú bregður svo við að tryggingafyrirtækið Sjóvá býðst til þess að koma inn í þennan rekstur, í það minnsta að stækkun deildarinnar að því er fram hefur komið opinberlega. Þessu hefur Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra fagnað ákaflega. Segir hann að sest verði yfir þessi mál. Prýðilegt. Ég vil leyfa mér að hvetja til ítarlegrar og málefnalegrar umræðu um þetta efni. Þar verði öllu ...

Lesa meira

SAMT HRUNDU SOVÉTRÍKIN


Ágreiningur er ekki úr sögunni í þjóðfélaginu þótt fjölgað sé í stjórnarmeirihlutanum á Alþingi. Þar breytist sáralítið fyrir utan það að helsti merkisberi stjórnarandstöðunnar á þingi, VG, styrkist. Það er líka alrangt að ímynda sér, eins og forseti Íslands gefur í skyn að fjölmiðlaflóran hafi orðið kröftugri eftir daga flokksmiðlanna. Þetta er ekki rétt að mínum dómi. Auk þess ætti það að vera okkur öllum áhyggjuefni hve einsleit pólitísk öfl eiga nú og ritstýra öllum helstu fjölmiðlum landsins! ... Það má vel vera að ráðamenn á Íslandi hvort sem er í stjórnmálum, efnahagslífi eða fjölmiðlum telji sér trú um að nú geti þeir ...

Lesa meira

SAMFAGNAR ÖLL SAMFYLKINGIN HEILBRIGÐISRÁÐHERRA?

...Nú hafa Sjálfstæðisflokkur og Samfylkingin myndað ríkisstjórn og féllst Samfylkingin á að afhenda Sjálfstæðisflokknum heilbrigðisráðuneytið ásamt fjármálaráðuneyti. Og nú er kátt í ranni. Nýr heilbrigðisráðherra fagnar ákaft í Morgunblaðinu í dag. Tilefnið er að tryggingafyrirtækið Sjóvá býðst til að stækka Grensásdeild Landspítalans. Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra, segir í Morgunblaðinu í dag að þetta sé vegna þess að fyrirtækin í landinu hafi svo mikinn áhuga á heilbrigði landsmanna. "Síðan eru það fyrirtækin í landinu sem hafa svo sannarlega alla hagsmuni af því að heilbrigði þjóðarinnar sé sem best og ég fagna að ...

Lesa meira

MORGUNBLAÐIÐ Í ANDSTÖÐU VIÐ STJÓRNARANDSTÖÐU


Athyglisvert er hve mjög leiðarahöfundur Morgunblaðsins er upptekinn við að grafa undan stjórnarandstöðunni og þá einkum Steingrími J. Sigfússyni, formanni Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs. Í leiðara eftir leiðara er fjargviðrast út í forystu VG og þess nánast krafist að hún hypji sig. Þetta er ósmekklegt en skiljanlegt þegar málið er skoðað í víðara pólitísku samhengi. Við völd í landinu er nú ríkisstjórn sem hefur uppi ýmsa hægri sinnaða frjálshyggjutilburði. Þeir tilburðir njóta velvildar á ritstjórnarskrifstofum Morgunblaðsins. Þar er nú ákaft talað fyrir víðtækri sátt í samfélaginu og að sú sátt muni án efa myndast ef ekki væri fyrir vinstri áherslur VG. Og í framhaldi krefst Morgunblaðið þess að...

Lesa meira

Frá lesendum

HÆGRI KRATAR VINSTRA MEGIN VIÐ VG?

Smáfrétt var nýlaga laumað út um að 21 ma mundi Pentagon verja í fyrsta áfanga stríðsundirbúnings á Vellinum. IAV strax valið í 6 ma verk- hlutann, aftur mætt í hermangið. VG er afar lúpulegt í meðvirkni sinni. Mjög er fyndin vöktun umhverfis þeirra, sem látast ekki sjá, að blásið er nú í herlúður af kjarnorkutröllum. Blástur úr beljurassi er áhyggjuefnið. Svo illa er komið fyrir eldri málefna- skrá VG að vandséð er, á hvaða grunni það appírat stendur nú. Svo langt er gengið að VG blasir við sem tannlaust viðrini, reikult sem ...
Nonni

Lesa meira

STARFSLOKAFRUMVARP VONT FYRIR VINNUSTAÐINN

Algerlega er ég sammála þér Ögmundur að með afnámi 70-ára starfslokareglu hjá ríki og sveitarfélögum er verið að gera vinnustöðum, stjórnendum þar og vinnuandanum illt með þessu frumvarpi sem þú vísar í hér á síðunni. Þetta er vanhugsað. Ég þekki þetta af eigin raun sem stjórnandi á vinnustað sem er umhugað um góðan starfsanda.
Forstöðumður 

Lesa meira

MÓÐIR REIÐIST RÍKISSTJÓRN

Í morgun hlustaði ég á forsætisráðherrann tala í útvarpi um afstöðu ríkisstjórnarinnar til sóttvarnaraðgerða. Henni fannst allt vera rétt gert. Allt bara tilmæli, ekki bönn. En það eru ekki einu sinni tilmæli til þeirra sem reka viðbjóðslega spilakassa um að loka þeim. Aðstandendur spilafíkla hafa þó grátbeðið um að “góðgerðafélögin” verði skikkuð til að loka. Nei, aldeilis ekki! Ríkisstjórnin hefur meira að segja fyrir því að breyta reglum frá í vor til að undanskilja spilakassaútgerðina timælum sínum. Ég á dóttur sem þessir kassar hafa eyðilagt. Þess vegna vil ég tala tæpitungulaust við ykkur sem stjórna hér. Í mínum augum eruð þið vesalingar.
Móðir spilafíkils

Lesa meira

SA RÆÐUR RÍKJUM

Miljörðum Bjarni mokar út
og meðhjálparinn KATA
Á alþýðunni herða hnút
heim munu svikin rata.

Með fimmþúsundin ferðaðist landinn
og flæktist hér um vítt og breitt
Enn nú er atvinnurekenda vandinn
 - og SA fær greitt fyrir ekki neitt.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.

Lesa meira

DÝRMÆTARI EN BRAGGASTRÁIN

Þú nefnir færeyskan hundaskít í Moggagrein. Nýlega varð deila milli nágranna á Arnarnesi um hvort hrísla a lóð annars mætti standa - eða ekki. Úr varð lögfræðingaleikur og eigandi hríslu fékk sigur. Andstæðingur hríslueiganda sá af gifurupphæð til eigin lögfræðings, dæmdur til að borga hinum 800.000 kr. Samtals græddu hlæjandi lögfræðingar 1.5 milljónir á kjánaleik sínum um hríslu, sem þeir æstu nágranna til að ...
Nonni

Lesa meira

FÉLAG SMÁFYRIRTÆKJA

Takk fyrir að vekja athygli á grein Björns Jónassonar um krónurnar átta. Þtta er góð dæmisaga úr kerfinu og ætti að verða skyldulesning fyrir þá sem stjórna i stjórnarráði, skattinum og öðrum stofnunum sem sagðar eru vera að bjarga efnahagslífinu. Ástæða þess að ég skrifaþér Ögmundur er þó ekki þessi heldur til þess að fagna því að til séu að verða samtök smáfyrirtækja. Einokunarfyrirtækin stóru eru bæði of stór og of frek og oft til óþurftar á markaði sem oftar en ekki er enginn ...
Jóhannes Gr. Jónasson

Lesa meira
Allt Frá lesendum

Fréttabréf

 

Frjálsir pennar

Grímur skrifar: BAKKABÖLIÐ VERÐUR BÆTT !

Bakkakrísan frá 2018 sem leiddi til stórstrands 2020 er mörgum áfall. En böl má bæta, enda er framkomið nýstofnað HER/ÓP hf, frumkvöðull. Ónothæft kísilver stendur ókeypis til boða á Bakka, dýrt tengt rafkerfi og mikið landrými, allt ókeypis og einkafnot af Bakkagöngum fylgja ásamt opinberum stofnstyrkjum. Afar LÍFRÆN ræktun á valmúa í 50 ha gróðurhúsum á ónýttum iðnaðarlóðum á Bakka er nýtt plan HER/ÓP HF með aðstoð séfræðinga frá Afganistan og víðar frá erlendis. HER/ÓP HF hyggst umbreyta ónýtu kísilveri í úrvinnslustöð á valmúa- afurðum. Könnun leiðir í ljós að ...

Lesa meira

Kári skrifar: HVAÐ ER ÞJÓÐAREIGN?

Meðal athugasemda sem komið hafa frá Feneyjarnefndinni, um fikt stjórnvalda við stjórnarskrána, er skilgreining á hugtakinu þjóðareign. Þar er bæði átt við skilgreiningu á hugtakinu sjálfu sem og tengsl þess við annan eignarrétt. Þetta eru réttmætar athugasemdir enda ljóst að skýr skilgreining hugtaksins er forsenda þess að þjóðareign njóti lögverndar. Reikul skilgreining býður þeirri hættu heim að dómarar beiti orðhengilshætti við túlkun hugtaksins og þykist ekki skilja það. Það er hins vegar reginvilla sumra lögfræðinga að hugtakið þjóðareign sé merkingarlaust. Árin fyrir hrunið var áberandi að fjölmiðlar og fleiri ...

Lesa meira

Jón Karl Stefánsson skrifar: SÓTTVARNARAÐGERÐIR VERNDA EKKI ÁHÆTTUHÓPA

Sú ástæða sem oftast er gefin fyrir þeim sóttvarnaraðgerðum sem gripið hefur verið til er að með þeim sé verið að vernda áhættuhópa frá smiti. Helstu kennivöld sóttvarnarstefnunnar hafa gengið svo langt að lýsa því yfir að séu ekki settar strangar skorður á alla landsmenn sé ómögulegt að koma í veg fyrir að smit komist í viðkvæma hópa.
Fyrir þá sem eru í áhættuhópum eða sinna þjónustu við þá, hljómar röksemdafærslan um að aðgerðirnar miði að verndun áhættuhópa undarlega af tveimur ástæðum. Sú fyrsta er sú að ...

 

Lesa meira

Kári skrifar: MUN „FJÖLSKYLDUSTEMNING“ LEYSA VANDAMÁL STJÓRNVALDA?

... Nokkrar hæpnar skýringar eru uppi um eðli og virkni Evrópuréttarins. Ein er sú að Evrópuréttur sé í raun landsréttur, einungis með „evrópskum bragðbæti“ þar sem íslenskir dómstólar hafi það á valdi sínu hvaða gildi honum er veitt. Með því að líta svo á málin horfa menn algerlega framhjá þeirri staðreynd að Evrópuréttur er yfirþjóðlegur réttur (supranational) og þar að auki sérstakrar gerðar (sui generis) eins og komið hefur fram í dómum Evrópudómstólsins...

Lesa meira

Grímur skrifar: UM KLÓSTERKA KAUPAHÉÐNA

Prússin Preussner og efnariddarinn Ratcliffe eiga báðir sess sem Íslandsvinir í hjörtum margra. Saman eiga þeir, að hafa auðgast nokkuð á efnaiðnaði, þ.á.m. á eiturspúandi fabrikkum víða um lönd og tiltækjum sem ógna umhverfi smá, lífríki í þágu eigin hugðarefna. Hjartagóðir þó, eru þeir að eigin sögn, afar miklir ástvinir umhverfis, mynd, sem okkur er sýnd  ...

Lesa meira
Allt Frjálsir pennar