Stjórnmál Maí 2007

FAGRA ÍSLAND – DAGUR TVÖ

Birtist í Fréttablaðinu 30.05.07.
Allt var komið í háa loft strax á öðrum degi ríkisstjórnarinnar. Tilefnið voru Þjórsárverin og Norðlingaölduveita. Geir Hilmar segir ekkert um hana vera í stjórnarsáttmála. Ingibjörg Sólrún segist skilja stjórnarsáttmálann svo að Norðlingaölduveita sé út af borðinu, Össur á sama máli og Þórunn umhverfisráðherra segist styðja "sinn formann". Það sem er óþægilegast við þessa umræðu á degi tvö í lífi Baugsstjórnarinnar er að um þetta hefur greinilega ekki verið rætt á viðræðufundum þeirra Ingibjargar Sólrúnar og Geirs Hilmars við myndun ríkisstjórnarinnar.
Sannast sagna held ég að ...

Lesa meira

FORMAÐUR EÐA ÚTFARARSTJÓRI: HVAÐ MEINAR GUÐNI ÁGÚSTSSON?

Sannast sagna kom nýr formaður Framsóknarflokksins, Guðni Ágústsson, á óvart í fréttaviðtölum eftir að hann tók að sér formennsku í flokknum. Guðni hefur af flestum verið talinn talsmaður félagslegra gilda í Framsóknarflokknum – vinstri armsins. Hann hefur gefið sig út fyrir að hafa verið gagnrýninn á þá hægri stefnu sem Halldór Ásgrímsson fylgdi og sagt þá arfleifð sem við hann var kennd hafa verið Framsóknarflokknum fjötur um fót. Nú bregður svo við að á formannsstóli verður Guðni haldinn mikilli eftisjá að sæludögunum í fangi Íhaldsins. Hann segir að vinstri stjórn hefði aldrei gengið og mærir síðan án afláts ....  Lesa meira

SVO ÓDÝR ER VINSTRIHREYFINGIN GRÆNT FRAMBOÐ EKKI

Birtist í Morgunblaðinu 26.05.07.
Nokkuð hefur verið rætt um valkosti um ríkisstjórnarmynstur eftir nýafstaðnar Alþingiskosningar og hafa fjölmiðlar, sér í lagi Morgunblaðið, verið iðnir við að koma "sök" á okkur í VG fyrir að "klúðra" málum. Hvert skyldi nú "klúðrið" vera? "Klúðrið" er að sjálfsögðu ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar en leitun er að fólki sem hefði valið þennan sambræðing sem fyrsta kost. Fremur hefðu menn viljað sjá stjórn ...

Lesa meira

HIÐ VALDSMANNSLEGA GÖNGULAG


Sumir hafa auga fyrir umgjörð. Telja hana jafnvel skipta öllu máli. Innihald blikni í samanburði við vel heppnaða leikmynd. Í því samhengi er næstum brjóstumkennanlegar tilraunir forsvarsmanna Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar að kenna nýja ríkisstjórn við Þingvelli. Fréttamenn voru neyddir til að aka þangað í tíma og ótíma meðan á fundum stóð og dyggustu stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar í fjölmiðlum tönnlast á hinni nýju Þingvallastjórn.  Þetta er í og með tilraun til að forðast það heiti sem almenningur gaf stjórninni í upphafi, nefnilega Baugsstjórn.
Lesandi síðunnar vekur athygli á hinum sláandi líku töktum sem "okkar fólk" sýndi við kynningu á sjálfu sér og viðhöfð er í Hvíta húsinu hjá Bush þegar velþóknanlegir gestir hans eru látnir "taka ganginn" með honum. Ég get tekið undir það með...

Lesa meira

SAMFYLKINGIN KOKGLEYPTI HEILBRIGÐISSTEFNU SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS


...Það er verst að Samfylkingin skyldi ekki hafa varað væntanlega kjósendur sína við því að flokkurinn væri sammála Sjálfstæðisflokknum í heilbrigðismálum - væri reiðubúinn að samþykkja stefnu hans í einu og öllu. Það hefði verið heiðarlegra. Sennilega hefði flokkurinn þá fengið heldur minna fylgi sem aftur skýrir hvers vegna kosið var að þegja um þetta efni...

Lesa meira

FYRST STÖÐUGLEIKINN, SÍÐAN FÁTÆKIR!!! ÉG SEGI NEI !!!!

Nýr félagsmálaráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir,  segir að við megum ekki stefna stöðugleikanum í hættu með aðgerðum í þágu fáækra! Þessar áherslur eru óhugnanlegar úr munni ráððherra Samfylkingar í upphafi stjórnarsamstarfs með Sjálfstæðisflokki. Ég leyfi mér að spyrja um pólitíska forgangsröðun.
Eftir hverju þarf  ríkasta þjóð í heimi að bíða til að útrýma fátækt á Íslandi? Ég var með fulltrúum Samfylkingarinnar á ótal kosningafundum í kosningabaráttunni og hlustaði á öll hin stóru loforð. Margir kusu án efa Samfylkinguna  út á fögur milljarðafyrirheitin. Nú þýðir ekki að ljúga sig til baka þótt flokkurinn... Lesa meira

MAGGIE AND TONY

Birtist í Fréttablaðinu 22.05.07.
...Eflaust hugsa einhverjir bisnissmenn á hvítum sloppum gott til glóðarinnar. Öðru gegnir um hinn almenna starfsmann, hvort sem um er að ræða lækni eða ræstitækni. Hinir síðarnefndu hafa reynsluna af "úthýsingu" með tilheyrandi réttindamissi! Fyrir notandann, sjúklinginn og fyrir velferðarsamfélagið bendir því miður allt til þess að fyrirkomulag af þessu tagi leiði ekki einvörðungu til mismununar heldur sé það einnig dýrara fyrir greiðandann. Þetta sýnir reynslan frá Bretlandi og víðar. En Thatcher og Blair höfðu engan áhuga á reynslunni  - þau létu stjórnast af blindri hugmyndafræði. Því miður óttast ég að það geri þau líka, Geir Hilmar og Ingibjörg Sólrún.

Lesa meira

SAMFYLKINGIN GEKK Í SJÁLFSTÆÐISFLOKKINN Í GÆR


Stjórnmál eins og við þekkjum þau hlutu hægt andlát undir miðnættið í gær. Turnarnir tveir voru rifnir, burðarflokkur í ríkisstjórn varð að ósköp venjulegum staurfót. Jafnrétti breyttist í hjónaband. Þar gengur hún undir honum, heldur heimilinu gangandi og sér um inniverkin. Hann heldur um veskið og sér um allt utanhúss. Heilsugæslan verður einkavædd. Orkugeirinn gerður klár. Það er ákveðinn naívismi ríkjandi innan Samfylkingarinnar sem byggist á því að...

Lesa meira

FURÐUSKRIF MORGUNBLAÐSINS

Birtist í Morgunblaðinu 21.05.07
 ...Það er nefnilega þannig að Vinstrihreyfingin grænt framboð er eini stjórnmálaflokkurinn á Íslandi sem er líklegur til að halda til streitu félagslegum vinstri áherslum...Morgunblaðið virðist ekki mega til þess hugsa að yfirleitt sé til slíkur flokkur. Leiðarahöfundur vill að VG losi sig við allar vinstri áherslur með því að "taka skrefið til fulls og verða grænn flokkur án þess að skilgreina sig til vinstri sem slíkur. Með slíkri breytingu og nýrri forystu mundi græni flokkurinn skapa sér sterka vígstöðu í íslenzkum stjórnmálum". Nú er það svo að VG hefur sérstöðu í íslenskum stjórnmálum sem grænn umhverfisverndarflokkur og erum við stolt af því mikilvæga hlutverki. En ef leiðarahöfundur Morgunblaðsins ímyndar sér eitt andartak að við munum leggja fyrir róða áherslur okkar á jöfnuð og félagslegt réttlæti þá fer hann villur vegar. Hitt er svo óneitanlega svolítið spaugilegt að...

Lesa meira

HVAÐ Á HÚN AÐ HEITA?


Það er næstum spaugilegt að fylgjast með tilraunum Samfylkingarmanna og þeirra stuðningsmanna Geirs H. Haarde í Sjálfstæðisflokknum sem eru fylgjandi stjórnarmyndunarviðræðum hans við Samfylkinguna að koma nafngiftinni Þingvallastjórn á krógann. Þannig skrifar Björgvin G. Sigurðsson stórkallalega grein í Blaðið í dag um það sem hann kallar Nýsköpun á Þingvöllum. Þar segir hann ...Hvað um það, Björgvin er svolítið óheppinn að hinn bráðsnjalli teiknari Blaðsins, Halldór Baldursson, hefur greinilega fengið það verkefni að myndskreyta umrædda Þingvallastjórnargrein Björgvins og viti menn, þar er kominn í bakgrunninn heljarinnar Bónus grís sem minnir á að margir vilja kalla stjórnina ...

Lesa meira

Frá lesendum

HÆGRI KRATAR VINSTRA MEGIN VIÐ VG?

Smáfrétt var nýlaga laumað út um að 21 ma mundi Pentagon verja í fyrsta áfanga stríðsundirbúnings á Vellinum. IAV strax valið í 6 ma verk- hlutann, aftur mætt í hermangið. VG er afar lúpulegt í meðvirkni sinni. Mjög er fyndin vöktun umhverfis þeirra, sem látast ekki sjá, að blásið er nú í herlúður af kjarnorkutröllum. Blástur úr beljurassi er áhyggjuefnið. Svo illa er komið fyrir eldri málefna- skrá VG að vandséð er, á hvaða grunni það appírat stendur nú. Svo langt er gengið að VG blasir við sem tannlaust viðrini, reikult sem ...
Nonni

Lesa meira

STARFSLOKAFRUMVARP VONT FYRIR VINNUSTAÐINN

Algerlega er ég sammála þér Ögmundur að með afnámi 70-ára starfslokareglu hjá ríki og sveitarfélögum er verið að gera vinnustöðum, stjórnendum þar og vinnuandanum illt með þessu frumvarpi sem þú vísar í hér á síðunni. Þetta er vanhugsað. Ég þekki þetta af eigin raun sem stjórnandi á vinnustað sem er umhugað um góðan starfsanda.
Forstöðumður 

Lesa meira

MÓÐIR REIÐIST RÍKISSTJÓRN

Í morgun hlustaði ég á forsætisráðherrann tala í útvarpi um afstöðu ríkisstjórnarinnar til sóttvarnaraðgerða. Henni fannst allt vera rétt gert. Allt bara tilmæli, ekki bönn. En það eru ekki einu sinni tilmæli til þeirra sem reka viðbjóðslega spilakassa um að loka þeim. Aðstandendur spilafíkla hafa þó grátbeðið um að “góðgerðafélögin” verði skikkuð til að loka. Nei, aldeilis ekki! Ríkisstjórnin hefur meira að segja fyrir því að breyta reglum frá í vor til að undanskilja spilakassaútgerðina timælum sínum. Ég á dóttur sem þessir kassar hafa eyðilagt. Þess vegna vil ég tala tæpitungulaust við ykkur sem stjórna hér. Í mínum augum eruð þið vesalingar.
Móðir spilafíkils

Lesa meira

SA RÆÐUR RÍKJUM

Miljörðum Bjarni mokar út
og meðhjálparinn KATA
Á alþýðunni herða hnút
heim munu svikin rata.

Með fimmþúsundin ferðaðist landinn
og flæktist hér um vítt og breitt
Enn nú er atvinnurekenda vandinn
 - og SA fær greitt fyrir ekki neitt.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.

Lesa meira

DÝRMÆTARI EN BRAGGASTRÁIN

Þú nefnir færeyskan hundaskít í Moggagrein. Nýlega varð deila milli nágranna á Arnarnesi um hvort hrísla a lóð annars mætti standa - eða ekki. Úr varð lögfræðingaleikur og eigandi hríslu fékk sigur. Andstæðingur hríslueiganda sá af gifurupphæð til eigin lögfræðings, dæmdur til að borga hinum 800.000 kr. Samtals græddu hlæjandi lögfræðingar 1.5 milljónir á kjánaleik sínum um hríslu, sem þeir æstu nágranna til að ...
Nonni

Lesa meira

FÉLAG SMÁFYRIRTÆKJA

Takk fyrir að vekja athygli á grein Björns Jónassonar um krónurnar átta. Þtta er góð dæmisaga úr kerfinu og ætti að verða skyldulesning fyrir þá sem stjórna i stjórnarráði, skattinum og öðrum stofnunum sem sagðar eru vera að bjarga efnahagslífinu. Ástæða þess að ég skrifaþér Ögmundur er þó ekki þessi heldur til þess að fagna því að til séu að verða samtök smáfyrirtækja. Einokunarfyrirtækin stóru eru bæði of stór og of frek og oft til óþurftar á markaði sem oftar en ekki er enginn ...
Jóhannes Gr. Jónasson

Lesa meira
Allt Frá lesendum

Fréttabréf

 

Frjálsir pennar

Grímur skrifar: BAKKABÖLIÐ VERÐUR BÆTT !

Bakkakrísan frá 2018 sem leiddi til stórstrands 2020 er mörgum áfall. En böl má bæta, enda er framkomið nýstofnað HER/ÓP hf, frumkvöðull. Ónothæft kísilver stendur ókeypis til boða á Bakka, dýrt tengt rafkerfi og mikið landrými, allt ókeypis og einkafnot af Bakkagöngum fylgja ásamt opinberum stofnstyrkjum. Afar LÍFRÆN ræktun á valmúa í 50 ha gróðurhúsum á ónýttum iðnaðarlóðum á Bakka er nýtt plan HER/ÓP HF með aðstoð séfræðinga frá Afganistan og víðar frá erlendis. HER/ÓP HF hyggst umbreyta ónýtu kísilveri í úrvinnslustöð á valmúa- afurðum. Könnun leiðir í ljós að ...

Lesa meira

Kári skrifar: HVAÐ ER ÞJÓÐAREIGN?

Meðal athugasemda sem komið hafa frá Feneyjarnefndinni, um fikt stjórnvalda við stjórnarskrána, er skilgreining á hugtakinu þjóðareign. Þar er bæði átt við skilgreiningu á hugtakinu sjálfu sem og tengsl þess við annan eignarrétt. Þetta eru réttmætar athugasemdir enda ljóst að skýr skilgreining hugtaksins er forsenda þess að þjóðareign njóti lögverndar. Reikul skilgreining býður þeirri hættu heim að dómarar beiti orðhengilshætti við túlkun hugtaksins og þykist ekki skilja það. Það er hins vegar reginvilla sumra lögfræðinga að hugtakið þjóðareign sé merkingarlaust. Árin fyrir hrunið var áberandi að fjölmiðlar og fleiri ...

Lesa meira

Jón Karl Stefánsson skrifar: SÓTTVARNARAÐGERÐIR VERNDA EKKI ÁHÆTTUHÓPA

Sú ástæða sem oftast er gefin fyrir þeim sóttvarnaraðgerðum sem gripið hefur verið til er að með þeim sé verið að vernda áhættuhópa frá smiti. Helstu kennivöld sóttvarnarstefnunnar hafa gengið svo langt að lýsa því yfir að séu ekki settar strangar skorður á alla landsmenn sé ómögulegt að koma í veg fyrir að smit komist í viðkvæma hópa.
Fyrir þá sem eru í áhættuhópum eða sinna þjónustu við þá, hljómar röksemdafærslan um að aðgerðirnar miði að verndun áhættuhópa undarlega af tveimur ástæðum. Sú fyrsta er sú að ...

 

Lesa meira

Kári skrifar: MUN „FJÖLSKYLDUSTEMNING“ LEYSA VANDAMÁL STJÓRNVALDA?

... Nokkrar hæpnar skýringar eru uppi um eðli og virkni Evrópuréttarins. Ein er sú að Evrópuréttur sé í raun landsréttur, einungis með „evrópskum bragðbæti“ þar sem íslenskir dómstólar hafi það á valdi sínu hvaða gildi honum er veitt. Með því að líta svo á málin horfa menn algerlega framhjá þeirri staðreynd að Evrópuréttur er yfirþjóðlegur réttur (supranational) og þar að auki sérstakrar gerðar (sui generis) eins og komið hefur fram í dómum Evrópudómstólsins...

Lesa meira

Grímur skrifar: UM KLÓSTERKA KAUPAHÉÐNA

Prússin Preussner og efnariddarinn Ratcliffe eiga báðir sess sem Íslandsvinir í hjörtum margra. Saman eiga þeir, að hafa auðgast nokkuð á efnaiðnaði, þ.á.m. á eiturspúandi fabrikkum víða um lönd og tiltækjum sem ógna umhverfi smá, lífríki í þágu eigin hugðarefna. Hjartagóðir þó, eru þeir að eigin sögn, afar miklir ástvinir umhverfis, mynd, sem okkur er sýnd  ...

Lesa meira
Allt Frjálsir pennar