Stjórnmál Maí 2007

FAGRA ÍSLAND – DAGUR TVÖ

Birtist í Fréttablaðinu 30.05.07.
Allt var komið í háa loft strax á öðrum degi ríkisstjórnarinnar. Tilefnið voru Þjórsárverin og Norðlingaölduveita. Geir Hilmar segir ekkert um hana vera í stjórnarsáttmála. Ingibjörg Sólrún segist skilja stjórnarsáttmálann svo að Norðlingaölduveita sé út af borðinu, Össur á sama máli og Þórunn umhverfisráðherra segist styðja "sinn formann". Það sem er óþægilegast við þessa umræðu á degi tvö í lífi Baugsstjórnarinnar er að um þetta hefur greinilega ekki verið rætt á viðræðufundum þeirra Ingibjargar Sólrúnar og Geirs Hilmars við myndun ríkisstjórnarinnar.
Sannast sagna held ég að ...

Lesa meira

FORMAÐUR EÐA ÚTFARARSTJÓRI: HVAÐ MEINAR GUÐNI ÁGÚSTSSON?

Sannast sagna kom nýr formaður Framsóknarflokksins, Guðni Ágústsson, á óvart í fréttaviðtölum eftir að hann tók að sér formennsku í flokknum. Guðni hefur af flestum verið talinn talsmaður félagslegra gilda í Framsóknarflokknum – vinstri armsins. Hann hefur gefið sig út fyrir að hafa verið gagnrýninn á þá hægri stefnu sem Halldór Ásgrímsson fylgdi og sagt þá arfleifð sem við hann var kennd hafa verið Framsóknarflokknum fjötur um fót. Nú bregður svo við að á formannsstóli verður Guðni haldinn mikilli eftisjá að sæludögunum í fangi Íhaldsins. Hann segir að vinstri stjórn hefði aldrei gengið og mærir síðan án afláts ....  Lesa meira

SVO ÓDÝR ER VINSTRIHREYFINGIN GRÆNT FRAMBOÐ EKKI

Birtist í Morgunblaðinu 26.05.07.
Nokkuð hefur verið rætt um valkosti um ríkisstjórnarmynstur eftir nýafstaðnar Alþingiskosningar og hafa fjölmiðlar, sér í lagi Morgunblaðið, verið iðnir við að koma "sök" á okkur í VG fyrir að "klúðra" málum. Hvert skyldi nú "klúðrið" vera? "Klúðrið" er að sjálfsögðu ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar en leitun er að fólki sem hefði valið þennan sambræðing sem fyrsta kost. Fremur hefðu menn viljað sjá stjórn ...

Lesa meira

HIÐ VALDSMANNSLEGA GÖNGULAG


Sumir hafa auga fyrir umgjörð. Telja hana jafnvel skipta öllu máli. Innihald blikni í samanburði við vel heppnaða leikmynd. Í því samhengi er næstum brjóstumkennanlegar tilraunir forsvarsmanna Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar að kenna nýja ríkisstjórn við Þingvelli. Fréttamenn voru neyddir til að aka þangað í tíma og ótíma meðan á fundum stóð og dyggustu stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar í fjölmiðlum tönnlast á hinni nýju Þingvallastjórn.  Þetta er í og með tilraun til að forðast það heiti sem almenningur gaf stjórninni í upphafi, nefnilega Baugsstjórn.
Lesandi síðunnar vekur athygli á hinum sláandi líku töktum sem "okkar fólk" sýndi við kynningu á sjálfu sér og viðhöfð er í Hvíta húsinu hjá Bush þegar velþóknanlegir gestir hans eru látnir "taka ganginn" með honum. Ég get tekið undir það með...

Lesa meira

SAMFYLKINGIN KOKGLEYPTI HEILBRIGÐISSTEFNU SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS


...Það er verst að Samfylkingin skyldi ekki hafa varað væntanlega kjósendur sína við því að flokkurinn væri sammála Sjálfstæðisflokknum í heilbrigðismálum - væri reiðubúinn að samþykkja stefnu hans í einu og öllu. Það hefði verið heiðarlegra. Sennilega hefði flokkurinn þá fengið heldur minna fylgi sem aftur skýrir hvers vegna kosið var að þegja um þetta efni...

Lesa meira

FYRST STÖÐUGLEIKINN, SÍÐAN FÁTÆKIR!!! ÉG SEGI NEI !!!!

Nýr félagsmálaráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir,  segir að við megum ekki stefna stöðugleikanum í hættu með aðgerðum í þágu fáækra! Þessar áherslur eru óhugnanlegar úr munni ráððherra Samfylkingar í upphafi stjórnarsamstarfs með Sjálfstæðisflokki. Ég leyfi mér að spyrja um pólitíska forgangsröðun.
Eftir hverju þarf  ríkasta þjóð í heimi að bíða til að útrýma fátækt á Íslandi? Ég var með fulltrúum Samfylkingarinnar á ótal kosningafundum í kosningabaráttunni og hlustaði á öll hin stóru loforð. Margir kusu án efa Samfylkinguna  út á fögur milljarðafyrirheitin. Nú þýðir ekki að ljúga sig til baka þótt flokkurinn... Lesa meira

MAGGIE AND TONY

Birtist í Fréttablaðinu 22.05.07.
...Eflaust hugsa einhverjir bisnissmenn á hvítum sloppum gott til glóðarinnar. Öðru gegnir um hinn almenna starfsmann, hvort sem um er að ræða lækni eða ræstitækni. Hinir síðarnefndu hafa reynsluna af "úthýsingu" með tilheyrandi réttindamissi! Fyrir notandann, sjúklinginn og fyrir velferðarsamfélagið bendir því miður allt til þess að fyrirkomulag af þessu tagi leiði ekki einvörðungu til mismununar heldur sé það einnig dýrara fyrir greiðandann. Þetta sýnir reynslan frá Bretlandi og víðar. En Thatcher og Blair höfðu engan áhuga á reynslunni  - þau létu stjórnast af blindri hugmyndafræði. Því miður óttast ég að það geri þau líka, Geir Hilmar og Ingibjörg Sólrún.

Lesa meira

SAMFYLKINGIN GEKK Í SJÁLFSTÆÐISFLOKKINN Í GÆR


Stjórnmál eins og við þekkjum þau hlutu hægt andlát undir miðnættið í gær. Turnarnir tveir voru rifnir, burðarflokkur í ríkisstjórn varð að ósköp venjulegum staurfót. Jafnrétti breyttist í hjónaband. Þar gengur hún undir honum, heldur heimilinu gangandi og sér um inniverkin. Hann heldur um veskið og sér um allt utanhúss. Heilsugæslan verður einkavædd. Orkugeirinn gerður klár. Það er ákveðinn naívismi ríkjandi innan Samfylkingarinnar sem byggist á því að...

Lesa meira

FURÐUSKRIF MORGUNBLAÐSINS

Birtist í Morgunblaðinu 21.05.07
 ...Það er nefnilega þannig að Vinstrihreyfingin grænt framboð er eini stjórnmálaflokkurinn á Íslandi sem er líklegur til að halda til streitu félagslegum vinstri áherslum...Morgunblaðið virðist ekki mega til þess hugsa að yfirleitt sé til slíkur flokkur. Leiðarahöfundur vill að VG losi sig við allar vinstri áherslur með því að "taka skrefið til fulls og verða grænn flokkur án þess að skilgreina sig til vinstri sem slíkur. Með slíkri breytingu og nýrri forystu mundi græni flokkurinn skapa sér sterka vígstöðu í íslenzkum stjórnmálum". Nú er það svo að VG hefur sérstöðu í íslenskum stjórnmálum sem grænn umhverfisverndarflokkur og erum við stolt af því mikilvæga hlutverki. En ef leiðarahöfundur Morgunblaðsins ímyndar sér eitt andartak að við munum leggja fyrir róða áherslur okkar á jöfnuð og félagslegt réttlæti þá fer hann villur vegar. Hitt er svo óneitanlega svolítið spaugilegt að...

Lesa meira

HVAÐ Á HÚN AÐ HEITA?


Það er næstum spaugilegt að fylgjast með tilraunum Samfylkingarmanna og þeirra stuðningsmanna Geirs H. Haarde í Sjálfstæðisflokknum sem eru fylgjandi stjórnarmyndunarviðræðum hans við Samfylkinguna að koma nafngiftinni Þingvallastjórn á krógann. Þannig skrifar Björgvin G. Sigurðsson stórkallalega grein í Blaðið í dag um það sem hann kallar Nýsköpun á Þingvöllum. Þar segir hann ...Hvað um það, Björgvin er svolítið óheppinn að hinn bráðsnjalli teiknari Blaðsins, Halldór Baldursson, hefur greinilega fengið það verkefni að myndskreyta umrædda Þingvallastjórnargrein Björgvins og viti menn, þar er kominn í bakgrunninn heljarinnar Bónus grís sem minnir á að margir vilja kalla stjórnina ...

Lesa meira

Frá lesendum

SAKLAUSA SÍMTALIÐ

Greiðan hún vildi gjalda
gekk því bent til varna
Hann kom henni til valda
hún á allt undir Bjarna.

Bankasölu nú Bjarni þráir
Þó bæti lítið okkar hag
Engeyingarnir hér eru fáir
en græðgi þeirra fag.

Honum liggur lífið á
ljóta hefur þanka
Sviksemina allir sjá
selur Íslandsbanka.  
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.

Lesa meira

VIÐ MUNUM HRUNIÐ

Nú eignast elítan bankana senn
enda kaldrifjaðir kaupsýlumenn
áfallið munið
þjóðarhrunið
öll alþýðan hérna man þetta enn.

Aumur gerist Andrés minn
allir heim rata
Verður því þarna um sinn
þingmaður pírata?
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.

Lesa meira

GRÍMUBALLIÐ Á ENDA

Grímulaust í gegnum árin
gróðans ennþá njóta
í samfélaginu blæða sárin
undan sjálfseignarkvóta.

Bankasölu nú Bjarni þráir
Þó bæti lítið okkar hag
Engeyingarnir hér eru fáir
en græðgi þeirra fag.
...

Höf. Pétur Hraunfjörð.

Lesa meira

HVÍSLAÐ TIL AÐ SÝNAST?

... Ég las grein þína um kjarnorkuvopnin og fór á slóðina sem þú gafst inn á ræðu þína í þinginu um NATÓ og “öryggisstefnu” Íslands. Mikið vildi ég að þó ekki væri nema ein rödd á Alþingi sem talaði eins og þú gerðir en það er ENGINN þingmaður sem það gerir. Er að undra að fólk missi trúna á þinginu og þeim sem þar sitja í umboði vinstri stefnu! Ef gagnrýni er hreyft á NATÓ þá er það lágvært hvísl til að sýnast!
Runólfur

Lesa meira

STAÐREYNDIN ER ...

Kosningaárið er komið með stæl
kysumst föðmumst verum indæl
staðreyndin er
að Íhaldið fer
auðvitað verðum ánægð og sæl

Líklega er kreppan kominn á ról
keimlík um heimsins byggðu ból
þá sér hver raftur
gjaldþrotin aftur
og endist víst framyfir næstu jól.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.

Lesa meira
Allt Frá lesendum

Fréttabréf

 

Frjálsir pennar

Kári skrifar: LEIÐA ORKUPAKKAR ESB TIL EINKAVÆÐINGAR?

Í þessum skrifum verður könnuð eftirfarandi staðhæfing þingmanns Pírata, Björns Levís Gunnarssonar og kemur fram á heimasíðu Orkunnar okkar: Það þarf að vera aðskilnaður. Það þarf ekki að einkavæða. Ef það er tekin ákvörðun um að einkavæða þá er það ákvörðun sem er óháð öllum tilskipunum úr orkupakkanum. Ef það væri í alvörunni háð orkupakkanum þá væru engin opinber orkufyrirtæki í Evrópu. Það er enn fullt af þeim hins vegar. Það sem þarna kemur fram er að auðvitað bæði rangt og algerlega fráleitt en það þarf hins vegar að rökstyðja hvernig og hvers vegna ...

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson skrifar: NATO OG WASHINGTON VÍGBÚAST GEGN "GULU HÆTTUNNI"

"... Greiningin sem Biden gerir, um baráttu milli lýðræðisafla og einræðisafla heimsins, er fölsk þó ekki væri nema í ljósi mikilvægustu bandamanna Bandaríkjanna í Miðausturlöndum. Ekki nóg með það: Bandaríkin ásamt með bandamönnum í NATO sem skreyta sig mikið með lýðræðismerkimiðum er EINI AÐILI SEM HERNAÐARÓGN STAFAR AF á alþjóðavettvangi nú um stundir. Ekki nóg með það: Af langri sögu hefur okkur lærst að því meira sem bandarísk stjórnvöld tala um að tryggja „lýðræði“ (Sýrland eða Úkraína), mannúð og mannréttindi (Írak, Júgóslavía, Líbía) eða kvenréttindi (Afganistan) í öðrum löndum þeim mun meiri dauði og eyðilegging eru í vændum. Bandarískt „lýðræði“ er banvænn útflutningur ..."

Lesa meira

Kári skrifar: ENN UM BRASK- OG MAFÍUVÆÐINGU - UNDIRLÆGJA GAGNVART PENINGAVALDI -

Undirlægja og virðing fyrir peningavaldi eru útbreidd vandamál á Íslandi. Um er að ræða anga af sama meiði og hvort tveggja byggt á „misskilningi“ ef svo má segja. Til þess að skilja undirlægjuna þarf fyrst að greina hina misskildu virðingu fyrir peningum. Flestir tengja peninga við „efnisleg gæði“; skort eða jafnvel ofgnótt. Mikilvægt er að gera sér ljóst að öflun efnislegra gæða er bundin við þá plánetu okkar sólkerfis sem nefnist jörð. Öflunin er enn fremur bundin við jarðlífið sem slíkt. Ekki hefur verð sýnt fram á gagnsemi

Lesa meira

Kári skrifar: LYKILLINN AÐ LAUSNUNUM ER AÐ KJÓSA RÉTT

Það er gott að hugsa í lausnum, sérstaklega ef lausnirnar gagnast þjóðinni sem heild. Allmörg dæmi má þó finna um að „lausnir“ á Alþingi séu sniðnar sérstaklega að hagsmunum braskara og fjárglæframanna. Þetta gerist vegna þess að fólk sem fengið hefur umboð kjósenda („látið kjósa sig“) misfer með umboð sitt og missir öll tengsl við umbjóðendur sína. Segist að vísu í viðtölum oft vera í „góðu sambandi“ við kjósendur sína. En eitt er að þiggja kaffibolla í kjördæmi sínu og annað að gæta hagsmuna almennings á þingi ...

Lesa meira

Kári skrifar: ORKUSTEFNA EVRÓPUSAMBANDSINS

... Hugmyndin um „fullkominn samkeppnismarkað“ felur þannig í sér marga seljendur og kaupendur, samleitni „vöru“ sem um ræðir, góðar upplýsingar fyrir seljendur og kaupendur og hindrunarlausan aðgang eða útgöngu á markaði. Með öðrum orðum, menn geta hafið samkeppni á markaðnum eða hætt þegar þeim sjálfum hentar ...

Lesa meira
Allt Frjálsir pennar