Stjórnmál Apríl 2007

Könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands fyrir Stöð 2 sýnir
að meirihluti Sunnlendinga er andvígur virkjunum í syðri hluta
Þjórsár. Þetta eru athyglisverðar upplýsingar og mjög líklega
vísbending um almennan vilja í þjóðfélaginu. Hvaða ályktanir er
rétt að draga af þessu? Jú, nefnilega þær að öllum frekari
ákvörðunum um virkjanir í Þjórsá væri rétt að fresta fram yfir
kosningar og láta nýrri ríkisstjórn eftir alla frekari stefnumótun
í sviði virkjana og stóriðjuframkvæmda.
Landsvirkjun er ekki ríki í ríkinu. Landsvirkjun er í eigu
þjóðarinnar og á að lúta forræði hennar. Svona er það alla vega
ennþá og vonandi um ókomin ár. Sjálfstæðisflokkurinn er með áform
um að ...
Lesa meira

Fyrirsögnin hér að ofan er yfirskrift yfirlýsingar sem
Vinstrihreyfingin grænt framboð kynnti á fréttamannafundi í dag um
forgangsverkefni sem býður komandi ríkisstjórnar fáum við í VG
einhverju um ráðið. Ásamt mér kynntu áætlunina þau
Álfheiður Ingadóttir, Gestur Svavarsson og
Steinunn Þóra Árnadóttir. Í inngangi skjalsins
segir: "Misrétti hefur aukist í íslensku samfélagi á
undanförnum árum. Á sama tíma og margir hafa auðgast verulega og
enn aðrir búa við góð lífskjör er vaxandi hópur settur hjá. Fátækt
á ekki að líða í íslensku samfélagi og leggur Vinstrihreyfingin
grænt framboð höfuðáherslu á að bæta og jafna kjörin og útrýma
fátækt. Auka þarf ráðstöfunartekjur hinna tekjulægstu og taka til
gagngerrar endurskoðunar samspil almannatrygginga, lífeyrissjóða og
skatta. Það er hlutverk velferðarsamfélagsins að tryggja jöfnuð.
Þess vegna leggur Vinstrihreyfingin grænt framboð áherslu á
gjaldfrjálsa velferðarþjónustu, aðgengilega landsmönnum
öllum."...
Lesa meira
...Ljóst er að tvennt þarf að gerast í senn, bæta þarf tekjur
lágtekjuhópa og draga úr gjaldtöku í
velferðarkerfinu.Vinstrihreyfingin grænt framboð boðar til fundar
með fréttamönnum þriðjudaginn 10. apríl klukkan 16 í Kragakaffi en
svo nefnum við kosningamiðstöð okkar í Hamraborg í Kópavogi.
Þar verður kynnt aðgerðaáætlun VG um hvernig flokkurinn hyggst
standa að því að bæta kjör lágtekjufólks og útrýma fátækt í
landinu. Að lokinni kynningunni sem fram fer undir yfirskriftinni,
BÆTUM KJÖRIN - BURT MEÐ FÁTÆKT , verður
...
Lesa meira

... Auðvitað eru takmörk fyrir því hvað fólk hefur lengi þolinmæði fyrir fréttastofu sem kallar á Halldór Ásgrímsson í viðtal og setur í fréttatíma – þá væntanlega sem sérstaklega fréttnæmt - það mat hans að Framsóknarflokkurinn eigi eftir að sækja í sig veðrið en VG að dala, enda sé VG loftbóla sem eigi eftir að springa! Hvenær á að ræða við alla hina diplómatana? Er búið að leita til Svavars Gestssonar? Það stendur að sjálfsögðu ekkert til. Nei, fyrst er það Halldór Ásgrímsson, síðan kemur Jónína Bjartmarz sem segir að stóriðjustefna Framsóknarflokksins sé framlag til vistvænni veraldar! Gott ef ekki heyrðist í varaformanni Sjálfstæðisflokksins úttala sig um hve mikilvægt væri að Framsókn styrkti sig fyrir kosningar! Á sama tíma og þessu vindur fram er hafnað að kynna hugmyndir VG um að jafna beri menntunarkostnað landsbyggðar og þéttbýlis. Fréttastofa sem...
Lesa meira
...Allt þetta og meira til mun koma til umfjöllunar og umræðu í kosningabaráttunni sem nú er að komast á fullan damp. Þar stendur í stafni okkar vinstri grænna á þéttbýlissvæðinu á suð-vesturhorninu...Svandís Svavarsdóttir ásamt góðu liði sem skipuleggur okkur frambjóðendurna af hugviti og röggsemi... Ég man aldrei til þess að hafa tekið þátt í kosningabaráttu þar sem eins margir leggja hönd á plóg og þar sem eins margir frambjóðendur láta til sín taka í greinarskrifum og á fundum og einmitt nú...Ég trúi því að fái VG stóraukinn styrk í þessum þingkosningum muni okkur takast að gera Ísland betra á næstu fjórum árum. Við sem erum...
Lesa meira
Óhætt er að segja að Margrét Pála Ólafsdóttir hafi kveikt umræðu
í Silfri Egils um síðustu helgi en þar talaði hún fyrir
einkarekstri velferðarþjónustunnar. Með því móti mætti frelsa konur
undan því oki að vera "vinnukonur" karla eins og nú væri raunin á
og einnig bæta hlutskipti þeirra í kjaralegu tilliti. Ég skrifaði
pistil um þetta efni hér á síðuna (sbr.
HÉR) þar sem ég lýsti gagnstæðum sjónarmiðum.
Á vefritinu Múrnum birtist afar athyglisverð grein
um þetta efni. Ég birti hana hér að neðan með leyfi höfundar,
Berglindar Rósar Magnúsdóttur. Í grein sinni segir
Berglind Rós m.a.: "Þetta er ekki skrifað til höfuðs
því farsæla starfi sem Margrét Pála hefur staðið fyrir í
skólamálum, en hún þróaði einmitt stefnu sína innan
almenningsleikskólakerfisins fyrir allmörgum árum, heldur til að
vara við því viðhorfi að leysa megi konur úr fjötrum kynbundins
launamunar með tæknibrellum. Ef marka má þróunina í BNA er ekkert
sem bendir til þess að einkarekstur muni framkalla byltingu í
launum kvenna heldur fyrst og fremst aukið launabil
innan...
Lesa meira

Að undanförnu hefur Vinstrihreyfingin grænt framboð efnt til
funda víðs vegar um landið með fulltrúum af framboðslistum
flokksins. Frummælendur á fundunum hafa verið frambjóðendur í öðru
og þriðja sæti listanna. Einn slíkur fundur var haldinn í gær í
Hafnarfirði. Þar töluðu Guðfríður Lilja
Grétarsdóttir (sem skipar 2. sæti VG í Suðvesturkjördæmi),
Gestur Svavarsson (sem skipar 3. sæti VG í
Suðvesturkjördæmi og Ragnheiður Eiríksdóttir (sem
skipar 3. sæti á lista VG í Suðurkjördæmi). Erindi þeirra
voru...Það sem lifir með mér eftir þennan fund er sá
mikli endurnýjunarkraftur sem býr í Vinstrihreyfingunni grænu
framboði. Það er uppörvandi að hlusta á nýtt fólk - það á við
einstaklinga á öllum aldri - sem eru að...
Lesa meira

Fyrir fáeinum dögum mátti heyra auglýsingar frá Viðskiptablaðinu þar sem spurt var hvort ætla mætti að bankarnir verði fluttir úr landi! Hlustendum var bent á að lesa viðtal við mig í helgarútgáfu blaðsins ef þeir vildu ganga úr skugga um ásetning minn í þessu efni færi svo að ég settist á ráðherrastól að afloknum kosningum í vor. Fólk sem ekki sá viðtalið hefur talsvert spurt mig út í það og birti ég það því hér með góðfúslegu leyfi Viðskiptablaðsins...
Lesa meira
...Reyndar fór því fjarri í Silfri Egils í gær. Þar fór
Margrét Pála mikinn og talaði ákaft fyrir
einkavæðingu velferðarþjónustunnar. Þá myndi allt gerast í senn:
Hægt væri að virkja sköpunarkraftinn í starfsfólkinu, kjörin myndu
batna, sérstaklega kvenna sem þar með hættu að vera vinnukonur
karla. Það eru þær nefnilega segir Margrét Pála, þær eru
vinnukonur karlanna. Þær fóru út af heimilunum, segir hún, til að
þjóna körlum áfram sem vinnukonur í skólum og á
sjúkrastofnunum.
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, samferðarkona
mín í VG, sem þátt tók í umræðunum, benti á að málið væri
flóknara en þetta og varaði við einkavæðingar patentlausnum af
þessu tagi. Sama verður ekki sagt um Kristrúnu
Heimisdóttur. Svo var að skilja að þarna væri stefnu
Samfylkingarinnar vel lýst. Eitthvað annað en afturhaldsrausið í
mönnum á borð við ...
Lesa meira
Á fátæktinni fékk að kenna
og faðirinn snortin sari
Þá alvaran fór upp að renna
úr varð Gunnar Smári.
Þá sósíalisminn í sálina rann
er samhjálp kynntist drengur
Við kapítalisma ei kunni hann
enda kallaður alþýðu fengur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Engar vangaveltur voru um málið og þá hvort ekki hefði verið rétt að leyfa fólkinu að fara til síns heima eins og við hin gerum ef við smitumst af veirunni! Er það þá líka forréttindafrekja? Ferðamennirnir sem hingað komu vitandi um sóttkvíarskylduna færu síðan á hótel og greiddu þar að sjálfsögðu fyrir sig. Í fréttatíma Sjónvarps var ekki boðið upp á slíka málefnalega umfjöllun.
Fréttastofa sem setur málin svona fram í viðkvæmu deilumáli veldur ekki hlutverki sínu um að vera upplýsandi og málefnalegur miðill heldur kemur fram eins og dómgreindarlaus áróðursvél fyrir sjónarmið valdhafa.
Í þessum viðkæmu málum er beinlínis óábyrgt að ...
Sunna Sara
Lesa meira
Það var illa til fundið af Kára Stefánssyni í Kastljósi Sjónvarpsins að sveija á Brynjar Níelsson, alþingismann, og uppnefna hann fyrir að hafa vogað sér að fara til útlanda. Ef Brynjar Níelsson hlítir sóttvarnareglum á hann ekki að þurfa að sitja undir svívirðingum, hvorki af hálfu Kára Stefánssonar né annarra. Hvert stefnir þetta þjóðfélag okkar?
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Brynjar Trump brögðin kann
fátt bítur á guttann
Á sólarströnd nú situr hann
og sendir okkur puttann.
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Að standa í þessu er stöðugt puð,
styðjum við Frakka og Belga.
Við trúum á okkar evrópska guð,
inngöngu í sambandið helga.
Að sitja á þingi og sulla með leir,
sannleikann móta ég hálfan.
Þruglið úr höfðinu þoli ekki meir,
þess vegna kæri mig sjálfan.
Evrópu selja áfram völd,
engar leiðir góðar.
Braska þau á bakvið tjöld,
beygja stoðir þjóðar.
...
Kári
Lesa meira
Hælið fyrir ríka öskurapa: Öskur og hvæs taugatrekktra og ríkra í hátalarakerfi, gegn óþolandi kyrrð öræfa landsins og gegn kyrrlæti valdra náttúrudásemda, varð stofn að ríkiskynningu til erl.ferðamanna nýlega.”Þeir ríku gráta mest” er sagt, þeir búa oftast við sálarkvalir. Slíkt mannval er einmitt æskilegast gesta til landsins, peningar þeirra í boði. “ Komið og öskrið á kyrrðina” (gegn greiðslu), er því tilboð íslenskra stjórnvalda til ríkisfólks heimsins, þess sem oftast grætur í hjarta sér þótt úr gulli sé gert. Þekkingu á bágu sálarlífi auðmanna er vel til að dreifa á Íslandi, hana má fénýta alþjóðlega. “ Komið til Islands, grátið, gólið, hvæsið, öskrið að vild” og græjurnar eru til reiðu. Vonin er ...
Grímur
Lesa meira
Nú fer páska helgin í hönd
hér margir láta sig dreyma
Vandamál sjáum víða um lönd
verum öll dugleg heima.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Ég er sammála þér varðandi skynsemina, hún hlýtur að þurfa að fá að vera með. Ferðamálaráðherrann sem fór í partí með vinkonum sínum í miðju kófinu lætur nú loka annað fólk inni í hótelfangelsi og ríkisstjórn sem lætur milljarða í að auglýsa að fólk eigi að drífa sig til Íslands, lokar svo gestina inni í fangabúðum sem skattgreiðendur þurfa að borga fyrir. Eru engin takmörk? Var verið að tala um skynsemi eða kannski skort á henni? Auðvitað átti ekkert að auglýsa að fólk ætti að koma við þessar aðstæður! Og þarf ekki að ræða við ferðafyrirtækin sem auglýsa helgarferðir til að sjá eldgos? Hvernig væri að slá í einn fund í þjóðaröryggisráðinu þar sem þau sem í því sitja gætu tekið púls hvert á öðru? Það er orðið eitthvert skammhlaup í heilabúunum sýnist mér.
Sunna Sara
Lesa meira
Stjórnvöldin undir stórútgerð hlaða,
stórlega margt er fúið.
Fjárglæframenn valda feikna skaða,
færist á þjóðarbúið.
...
Kári
Lesa meira
Nú vorið nálgast bjart og hlýtt
Nú kemst ég brátt á sjóinn
Nú verður hér fleyi úr fjöru ýtt
Nú farinn er allur snjórinn.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Allt Frá lesendum