Stjórnmál Apríl 2007

FRAMSÓKNARFLOKKURINN BRÝTUR BLAÐ Í AUGLÝSINGAMENNSKU


Framsóknarflokkurinn auglýsir nú ágæti sitt af miklu kappi og hvetur landsmenn til að kjósa flokkinn í komandi kosningum. Þetta gera aðrir flokkar einnig. En Framsóknarflokkurinn sker sig úr að tvennu leyti. Í fyrsta lagi ríður hann á vaðið með að innleiða auglýsingar sem hafa það að markmiði að skrumskæla andstæðinga flokksins, gera lítið úr þeim persónulega og afbaka málflutning þeirra. Þetta er þekkt úr bandarískri stjórnmálabaráttu. Vestanhafs hefur þetta sætt gagnrýni sómakærs fólks og hér á landi hefur til þessa enginn viljað leggja nafn sitt við slíka lágkúru. Þar til Framsóknarflokkurinn gerir það nú. Af  þessu tilefni vil ég votta forsvarsfólki flokksins...

Lesa meira

VILL SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN EKKI LÆRA AF REYNSLUNNI?

Birtist í Morgunblaðinu 25.04.07
...Í tímaritinu Verktækni sem samtök verkfræðinga gefa út er að finna afar athyglisverða umfjöllun um danska skýrslu sem segir markaðsvæðingu raforkugeirans hafa verið "fíaskó" fyrir notendur. Verð hafi hækkað um þriðjung, fyrirtækjum á markaði hafi fækkað með tilheyrandi fákeppni. Í tímariti verkfræðinga er rakið hvernig ...Ef það er nú svo að færa eigi heilbrigðiskerfið inn á markaðstorgið í ríkari mæli en verið hefur verða menn að svara spurningum á borð við þessar:
1)Yrði það betra fyrir notendur þjónustunnar, það er að segja alla notendur, ekki einhverja útvalda?
2) Yrði það betra fyrir greiðendur þjónustunnar, hvort sem um væri að ræða sjúklinginn sjálfan eða skattgreiðendur almennt.
3) Yrði það betra fyrir starfsmenn almennt, ekki útvalda starfsmenn, heldur alla starfsmenn?...

Lesa meira

ÓSKAÐ EFTIR STUÐNINGI Í FJARÐARPÓSTI


...Kjördæmið tekur til Hafnarfjarðar, Kópavogs, Garðabæjar, Álftaness og Seltjarnarness. Nokkur blöð eru gefin út í kjördæminu og höfum sent inn greinar þar sem við hvetjum kjósendur að veita okkur brautargengi í komandi kosningum. Í Fjarðarpóstinum sem út kom í vikunni var að finna slíkar hvatningargreinar frmabjóðenda VG...

Lesa meira

VATNIÐ, FRELSIÐ OG BARÁTTUKRAFTURINN


Í umræðuþætti á Stöð 2 í kvöld minnti Kolbrún Halldórsdóttir, oddviti okkar Vinstri grænna í Reykjavíkurkjördæmi suður, á eitt stærsta hagsmunamál þjóðarinnar þegar til framtíðar er litið: Eignarhald á vatni...Katrín Jakobsdóttir, oddviti VG í Reykjavík norður átti orð kosningabaráttunnar til þessa í umræðuþætti í Kastljósi RÚV í gær. Umræðan fjallaði um menntamál. Fram kom hve víða sýn Katrín hefur á menntamálin eins og reyndar á þjóðmálin almennt. Hún talaði fyrir fjölbreytni í menntakerfinu, nýsköpun og framförum...Ekki verður það sagt um Guðfríði Lilju Grétarsdóttur að hún sé á nokkurn hátt mótsagnakennd! Hún er gegnheil, sjálfri sér samkvæm í öllu og frábær samstarfskona. Ég heimsótti nokkra vinnustaði í dag - suma með Guðfríði Lilju en saman skipum við tvö efstu sætin í Kraganum sem svo er nefndur. Ég fann hve mjög fólk hreifst af málflutningi Guðfríðar Lilju. Fólk finnur baráttukraft hennar og heilindi. Þess vegna er ég bjartsýnn á að kjósendur í Hafnarfirði, Kópavogi, Álftanesi, Garðabæ, Mosfellsbæ og Seltjarnarnesi - það er að segja kjósendur í Kraganum...

Lesa meira

MISVÍSANDI UMMÆLI RÍKISSTJÓRNARINNAR UM GEÐHEILBRIGÐISMÁL


Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem lýst er fullri ábyrgð á hendur ríkisstjórninni vegna þess alvarlega ástands sem skapast hefur í málefnum geðfatlaðra barna og unglinga. Hátt í tvö hundruð börn og unglingar eru á biðlistum hjá Barna- og unglingageðdeild Landspítalans og segja forsvarsmenn deildarinnar að ástandið hafi aldrei verið verra. Foreldrar segja að ástandinu megi líkja við að vera haldið í gíslingu. Staðhæfingar ríkisstjórnarinnar um að þegar hafi verið gripið til aðgerða til að bæta ástandið er ekkert annað en kattaþvottur og eru yfirlýsingar Geirs H. Haarde, forsætisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins, í útvarpsviðtali í morgun  misvísandi og afvegaleiðandi . Forsætisráðherra segir að Barna- og geðdeild Landspítalans verði stækkuð...

Lesa meira

20 ÁRA ÓSLITIN VALDASETA – ÞAÐ MÁ EKKI VERÐA


... Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú setið að völdum í 16 ár samfleytt. Framsóknarflokkurinn hefur setið við kjötkatlana - þannig er stjórnarsetu þess flokks best lýst - í 12 ár. Vill þjóðin meira? Vilja menn enn eitt kjörtímabilið? Vilja menn 20 ára valdasetu Sjálfstæðisflokksins? Væri það hollt fyrir lýðræðið í landinu? Væri það hollt fyrir íslenskt samfélag? Skoðanakannanir að undanförnu gefa þær hrikalegu vísbendingar að ríkisstjórnin kunni að halda velli. Með enn sterkari Sjálfstæðisflokki en veikari Framsókn - nánast komin í göngugrindina svo gripið sé til orðfæris lesenda hér á síðunni. Hvers konar ríkisstjórn yrði þetta? Enn grimmara Íhald ...

Lesa meira

TRYGGJUM GUÐFRÍÐI LILJU GRÉTARSDÓTTUR ÞINGSÆTI !

Í dag var birt á Stöð 2 skoðanakönnum úr Suðvestur-kjördæmi, Kraganum svokallaða. Samkvæmt könnuninni fengi Vinstrihreyfingin grænt framboð 17,4% atkvæða og tvö þingsæti í kjördæminu. Þetta væri þreföldun á fylgi frá kosningunum 2003!  Annar þingmaður VG á framboðslistanum stæði engu að síður naumt sem kjördæmakjörinn þingmaður. Minna mætti fylgið ekki vera til að hin galvaska skákdrottning Íslands, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, næði kjöri. Hún yrði að mínu mati einhver öflugasti nýliðinn á Alþingi - og ekki aðeins nýliði, einhver öflugasti þingmaðurinn - ef svo færi að hún næði kjöri. Guðfríður Lilja yrði kröftugur merkisberi velferðar, jafnaðar og kvenfrelsistefnu, sjálfbærrar atvinnu- og umhverfisstefnu auk þess sem hún er einstaklega vel að sér í alþjóðamálum. Þess vegna segi ég af ...

Lesa meira

UM TRÚVERÐUGLEIKA STJÓRNMÁLAFRÆÐINGA

Nú reynir heldur betur á stjórnmálafræðingana og félagsfræðingana í háskólum landsins. Þeim verður tíðrætt um trúverðugleika stjórnmálamanna. Stjórnmálamönnum verður hins vegar tíðrætt um trúverðugleika stjórnmálafræðinga.  ... Í RÚV skilgreindi Baldur Þórhallsson, kennari í HÍ, vinstri kantinn í stjórnmálum. VG stendur sig vel að hans mati vegna þess að Samfylkingin léði flokknum trúverðugleika. Þetta reyndi hann að styðja sögulegum skýringum frá síðustu öld. ... söguskýring hans kolröng ... Hlutverk stjórnmálafræðinga hlýtur að vera að skoða það sem nú er og þá ekki síður það sem framundan er. Eitt lítið atriði til viðbótar. Baldur Þórhallsson virtist óskaplega kátur yfir því að formaður Samfylkingarinnar skyldi hafa agnúast út í VG. Þetta var að hans mati stefnubreyting sem gæti haft mikilvæga pólitíska ... Síðan mætti halda áfram með aðra spekúlanta úr stjórnmálafræðinni. Grétar Þór Eyþórsson, prófessor á Bifröst vildi gifta Sjálfstæðisflokk og ...

Lesa meira

SÉRRÉTTINDALÖGIN Á LEIÐINNI ÚT?


Það gladdi mig að heyra að Samfylkingin vill nú afnema hið alræmda lífeyrisfrumvarp þeirra Davíðs og Halldórs um sérréttindakjör alþingismönnum og þingmönnum til hagsbóta. Í vetur voru uppi tilburðir um að láta frumvarpið ganga undir lýtaaðgerð. Á  það vildi ég ekki fallast og sagði einfaldlega BURT MEÐ LÖGIN.
Eftirfarandi er úr ræðu minni um þetta frumvarp þegar það kom fyrir Alþingi til afgeiðslu: …"Það er vissulega mikilvægt verkefni að taka lífeyrisréttindi alþingismanna og ráðherra til endurskoðunar og á þeim tímapunkti stöndum við. Nú er spurningin í hvaða átt menn vilja halda, áfram eða aftur á bak. Í því frv. sem hér liggur fyrir felst yfirlýsing um það að í stað þess að halda inn í framtíðina er stefnan tekin í afturhaldsátt. Þetta frv. er tímaskekkja, minjar um kerfi misskiptingar og sérréttinda. Í ríkjum austan tjalds birtust forréttindi valdastéttanna m.a. í svokölluðum dollarabúðum. Þar versluðu menn á sérkjörum. Þetta frv. er dollarabúð íslenska lífeyriskerfisins.
Það er alveg rétt sem sagt hefur verið að ...

Lesa meira

SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN HEYKIST Á AÐ TALA SKÝRT OG MÁLEFNALEGA

...Er ekki kominn tími til að stjórnmálamenn tali skýrar. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins á ekki að komast upp með klisjukennda alhæfingarsleggjudóma eins og heyra mátti hjá Sigurði Kára Kristjánssyni á RÚV í dag. Nú verða allir að tala skýrt og beita rökum í málflutningi sínum. Síðan standi menn eða falli með skoðunum sínum. Það erum við í VG reiðubúin að gera. Við gerum hins vegar þá kröfu að við séum látin njóta sannmælis. Við viljum alvöru dóma. Ekki sleggjudóma, hvorki frá þingmönnum Sjálfstæðisflokksins né annars staðar frá. Sjálfstæðisflokkurinn verður að þora að tala skýrt - og málefnalega. Er til of mikils... Lesa meira

Frá lesendum

ÓVÖNDUÐ FRÉTTASTOFA SJÓNVARPS

... Engar vangaveltur voru um málið og þá hvort ekki hefði verið rétt að leyfa fólkinu að fara til síns heima eins og við hin gerum ef við smitumst af veirunni! Er það þá líka forréttindafrekja? Ferðamennirnir sem hingað komu vitandi um sóttkvíarskylduna færu síðan á hótel og greiddu þar að sjálfsögðu fyrir sig. Í fréttatíma Sjónvarps var ekki boðið upp á slíka málefnalega umfjöllun.  
Fréttastofa sem setur málin svona fram í viðkvæmu deilumáli veldur ekki hlutverki sínu um að vera upplýsandi og málefnalegur miðill heldur kemur fram eins og dómgreindarlaus áróðursvél fyrir sjónarmið valdhafa.
Í þessum viðkæmu málum er beinlínis óábyrgt að ...
Sunna Sara  

Lesa meira

Á HVAÐA VEGFERÐ ERUM VIÐ?

Það var illa  til fundið af Kára Stefánssyni í Kastljósi Sjónvarpsins að sveija á Brynjar Níelsson, alþingismann, og uppnefna hann fyrir að hafa vogað sér að fara til útlanda. Ef Brynjar Níelsson hlítir sóttvarnareglum á hann ekki að þurfa að sitja undir svívirðingum, hvorki af hálfu Kára Stefánssonar né annarra. Hvert stefnir þetta þjóðfélag okkar?
Jóhannes Gr. Jónsson

Lesa meira

VIÐREISN ÁLYKTAR OG ÞINGMAÐUR KÆRIR - SIG SJÁLFAN

Að standa í þessu er stöðugt puð,
styðjum við Frakka og Belga.
Við trúum á okkar evrópska guð,
inngöngu í sambandið helga.

Að sitja á þingi og sulla með leir,
sannleikann móta ég hálfan.
Þruglið úr höfðinu þoli ekki meir,
þess vegna kæri mig sjálfan.

Evrópu selja áfram völd,
engar leiðir góðar.
Braska þau á bakvið tjöld,
beygja stoðir þjóðar.
...
Kári

Lesa meira

HÆLIÐ FYRIR ÖSKURAPA:

Hælið fyrir ríka öskurapa: Öskur og hvæs taugatrekktra og ríkra í hátalarakerfi, gegn óþolandi kyrrð öræfa landsins og gegn kyrrlæti valdra náttúrudásemda, varð stofn að ríkiskynningu til erl.ferðamanna nýlega.”Þeir ríku gráta mest” er sagt, þeir búa oftast við sálarkvalir. Slíkt mannval er einmitt æskilegast gesta til landsins, peningar þeirra í boði. “ Komið og öskrið á kyrrðina” (gegn greiðslu), er því tilboð íslenskra stjórnvalda til ríkisfólks heimsins, þess sem oftast grætur í hjarta sér þótt úr gulli sé gert. Þekkingu á bágu sálarlífi auðmanna er vel til að dreifa á Íslandi, hana má fénýta alþjóðlega. “ Komið til Islands, grátið, gólið, hvæsið, öskrið að vild” og græjurnar eru til reiðu. Vonin er ...
Grímur

Lesa meira

SKAMMHLAUP Í HEILABÚI STJÓRNVALDA?

Ég er sammála þér varðandi skynsemina, hún hlýtur að þurfa að fá að vera með. Ferðamálaráðherrann sem fór í partí með vinkonum sínum í miðju kófinu lætur nú loka annað fólk inni í hótelfangelsi og ríkisstjórn sem lætur milljarða í að auglýsa að fólk eigi að drífa sig til Íslands, lokar svo gestina inni í fangabúðum sem skattgreiðendur þurfa að borga fyrir. Eru engin takmörk? Var verið að tala um skynsemi eða kannski skort á henni?  Auðvitað átti ekkert að auglýsa að fólk ætti að koma við þessar aðstæður! Og þarf ekki að ræða við ferðafyrirtækin sem auglýsa helgarferðir til að sjá eldgos? Hvernig væri að slá í einn fund í þjóðaröryggisráðinu þar sem þau sem í því sitja gætu tekið púls hvert á öðru? Það er orðið eitthvert skammhlaup í heilabúunum sýnist mér.
Sunna Sara

Lesa meira
Allt Frá lesendum

Fréttabréf

 

Frjálsir pennar

Þórarinn Hjartarson skrifar: YS OG ÞYS ÚT AF NATO

Keflavík, Finnafjörður, Noregur, Úkraína. Jens Stoltenberg segir að Rússar verði að „hætta óréttlætanlegri hernaðaruppbyggingu í og við Úkraínu. NATO stendur með Úkraínu“. En NATO-myndin af yfirgangsstefnu Pútíns sem kjarna vandans er fölsk mynd. Nýtt stjórnarfrumvarp er flutt af Guðlaugi Þór utanríkisráðherra ... Í greinargerðinni segir ...  Á Alþingi Íslendinga er engin sjáanleg andstaða í öryggis og utanríkismálum. Eitt sinn var andheimsvaldastefna stór þáttur vinstristefnu og sósíalisma en sýnist nú vera gleymd ...

Lesa meira

Kári skrifar: ÁHRIF MARKAÐSVÆÐINGAR ORKUMÁLANNA Í BRETLANDI - INNRI ORKUMARKAÐUR EVRÓPUSAMBANDSINS - SÍÐARI GREIN

... Eins og áður er komið fram gagnast svokallaðir snjallmælar [smart meters] vel í braskkerfi með raforku þar sem hægt er að mæla notkun í rauntíma. Ef hins vegar slíkir mælar ættu að gagnast neytendum í alvöru þyrftu þeir að vera þannig útbúnir að þeir leiti líka að lægsta verði og skipti um rafveitu (sjálfvirkt) samkvæmt því. Neytandinn gæti þá treyst því að hann greiði ætíð lægsta verð í boði. Það væru snjallmælar sem snúa að neytendahliðinni ...

Lesa meira

Baldur Andrésson skrifar: UM VANDASAMT VEGABRASK

... Vaðlaheiðargöng, braskdæmið í skötulíki, eru nú kölluð hluti af þjóðvegakerfi, sem að öðru leyti er i sameign þjóðar. Áfram er þó vegabrask kappsmál. Megináherslan er því á að skuggsetja Vaðlaklúðrið, göng skráð sem séreign hlutafélags með eignaraðild stórfyrirtækja, en kostuð með almannafé. Vegabrask er ennþá pólitískt kappsmál. Síst er að vænta andstöðu SF eða VG við þann draum nýfrjálshyggjuafla. Vaðlaheiðargöng eru í raun ríkiseign, en þó ennþá skráð sem séeign ábyrgðarlauss skúffufélags, VHG hf. Pínlegan ruglandann skal þagga sem kostur er, þótt ...

Lesa meira

Kári skrifar: ÁHRIF MARKAÐSVÆÐINGAR ORKUMÁLANNA Í BRETLANDI - INNRI ORKUMARKAÐUR EVRÓPUSAMBANDSINS -

Glöggir menn hafa réttilega bent á það undanfarið hvernig Landsvirkjun virðist reka sjálfstæða „orkustefnu“. Á sama tíma vinna stjórnvöld markvisst að því að innleiða orkustefnu Evrópusambandsins en hafa enga sjálfstæða stefnu. Er Ísland þó ekki aðili að sambandinu. Lausnin á vandanum er hins vegar ekki sú að búta Landsvirkjun niður og afhenda fjárglæframönnum bútana. Það mun einungis leiða til miklu hærra raforkuverðs, ofurskuldsetningar og síðan gjaldþrota [„bankaformúlan“]. Þá er það skelfileg tilhugsun að dreifikerfið (Landsnet) lendi í höndum braskara og ...

Lesa meira

Grímur skrifar: TÝNDUR Í TVÖ ÁR. ÓFUNDINN ENNÞÁ

...Almenningur er því varaður við þáttöku í leitinni, en engum fundarlaunum er heitið, nema þá helst ómerkilegum blaðamanna verðlaunum, mjög varasömum. Stökkbreytti týndi Vaðlaverðmiðinn var óásjálegur við fyrstu sýn 2012, en óx og dafnaði vel í kjölfarið, enda vel fóðraður. Glataða niðurstaðan frá í mars 2019 finnst þó síðar verði er hald margra, nema ef leit verði stöðvuð, vegna sprengjuhættu eða ...

Lesa meira
Allt Frjálsir pennar