ÓSKAÐ EFTIR STUÐNINGI Í FJARÐARPÓSTI


Við sem skipum efstu sætin í Kraganum höfum að undanförnu komið víða við í þessu fjölmennasta kjördæmi landsins, sótt fundi, heimsótt vinnustaði og dreift upplýsingum um áherslur VG við verslunarmiðstöðvar. Kjördæmið tekur til Hafnarfjarðar, Kópavogs, Garðabæjar, Álftaness og Seltjarnarness. Nokkur blöð eru gefin út í kjördæminu og höfum sent inn greinar þar sem við hvetjum kjósendur að veita okkur brautargengi í komandi kosningum. Í Fjarðarpóstinum sem út kom í vikunni var að finna slíkar hvatningargreinar frmabjóðenda VG.
Sjá hér:   http://www.fjardarposturinn.is/images/FP-pdf/FP-2007-17-skjar.pdf

Fréttabréf