Stjórnmál Apríl 2007

FRAMSÓKNARFLOKKURINN BRÝTUR BLAÐ Í AUGLÝSINGAMENNSKU


Framsóknarflokkurinn auglýsir nú ágæti sitt af miklu kappi og hvetur landsmenn til að kjósa flokkinn í komandi kosningum. Þetta gera aðrir flokkar einnig. En Framsóknarflokkurinn sker sig úr að tvennu leyti. Í fyrsta lagi ríður hann á vaðið með að innleiða auglýsingar sem hafa það að markmiði að skrumskæla andstæðinga flokksins, gera lítið úr þeim persónulega og afbaka málflutning þeirra. Þetta er þekkt úr bandarískri stjórnmálabaráttu. Vestanhafs hefur þetta sætt gagnrýni sómakærs fólks og hér á landi hefur til þessa enginn viljað leggja nafn sitt við slíka lágkúru. Þar til Framsóknarflokkurinn gerir það nú. Af  þessu tilefni vil ég votta forsvarsfólki flokksins...

Lesa meira

VILL SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN EKKI LÆRA AF REYNSLUNNI?

Birtist í Morgunblaðinu 25.04.07
...Í tímaritinu Verktækni sem samtök verkfræðinga gefa út er að finna afar athyglisverða umfjöllun um danska skýrslu sem segir markaðsvæðingu raforkugeirans hafa verið "fíaskó" fyrir notendur. Verð hafi hækkað um þriðjung, fyrirtækjum á markaði hafi fækkað með tilheyrandi fákeppni. Í tímariti verkfræðinga er rakið hvernig ...Ef það er nú svo að færa eigi heilbrigðiskerfið inn á markaðstorgið í ríkari mæli en verið hefur verða menn að svara spurningum á borð við þessar:
1)Yrði það betra fyrir notendur þjónustunnar, það er að segja alla notendur, ekki einhverja útvalda?
2) Yrði það betra fyrir greiðendur þjónustunnar, hvort sem um væri að ræða sjúklinginn sjálfan eða skattgreiðendur almennt.
3) Yrði það betra fyrir starfsmenn almennt, ekki útvalda starfsmenn, heldur alla starfsmenn?...

Lesa meira

ÓSKAÐ EFTIR STUÐNINGI Í FJARÐARPÓSTI


...Kjördæmið tekur til Hafnarfjarðar, Kópavogs, Garðabæjar, Álftaness og Seltjarnarness. Nokkur blöð eru gefin út í kjördæminu og höfum sent inn greinar þar sem við hvetjum kjósendur að veita okkur brautargengi í komandi kosningum. Í Fjarðarpóstinum sem út kom í vikunni var að finna slíkar hvatningargreinar frmabjóðenda VG...

Lesa meira

VATNIÐ, FRELSIÐ OG BARÁTTUKRAFTURINN


Í umræðuþætti á Stöð 2 í kvöld minnti Kolbrún Halldórsdóttir, oddviti okkar Vinstri grænna í Reykjavíkurkjördæmi suður, á eitt stærsta hagsmunamál þjóðarinnar þegar til framtíðar er litið: Eignarhald á vatni...Katrín Jakobsdóttir, oddviti VG í Reykjavík norður átti orð kosningabaráttunnar til þessa í umræðuþætti í Kastljósi RÚV í gær. Umræðan fjallaði um menntamál. Fram kom hve víða sýn Katrín hefur á menntamálin eins og reyndar á þjóðmálin almennt. Hún talaði fyrir fjölbreytni í menntakerfinu, nýsköpun og framförum...Ekki verður það sagt um Guðfríði Lilju Grétarsdóttur að hún sé á nokkurn hátt mótsagnakennd! Hún er gegnheil, sjálfri sér samkvæm í öllu og frábær samstarfskona. Ég heimsótti nokkra vinnustaði í dag - suma með Guðfríði Lilju en saman skipum við tvö efstu sætin í Kraganum sem svo er nefndur. Ég fann hve mjög fólk hreifst af málflutningi Guðfríðar Lilju. Fólk finnur baráttukraft hennar og heilindi. Þess vegna er ég bjartsýnn á að kjósendur í Hafnarfirði, Kópavogi, Álftanesi, Garðabæ, Mosfellsbæ og Seltjarnarnesi - það er að segja kjósendur í Kraganum...

Lesa meira

MISVÍSANDI UMMÆLI RÍKISSTJÓRNARINNAR UM GEÐHEILBRIGÐISMÁL


Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem lýst er fullri ábyrgð á hendur ríkisstjórninni vegna þess alvarlega ástands sem skapast hefur í málefnum geðfatlaðra barna og unglinga. Hátt í tvö hundruð börn og unglingar eru á biðlistum hjá Barna- og unglingageðdeild Landspítalans og segja forsvarsmenn deildarinnar að ástandið hafi aldrei verið verra. Foreldrar segja að ástandinu megi líkja við að vera haldið í gíslingu. Staðhæfingar ríkisstjórnarinnar um að þegar hafi verið gripið til aðgerða til að bæta ástandið er ekkert annað en kattaþvottur og eru yfirlýsingar Geirs H. Haarde, forsætisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins, í útvarpsviðtali í morgun  misvísandi og afvegaleiðandi . Forsætisráðherra segir að Barna- og geðdeild Landspítalans verði stækkuð...

Lesa meira

20 ÁRA ÓSLITIN VALDASETA – ÞAÐ MÁ EKKI VERÐA


... Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú setið að völdum í 16 ár samfleytt. Framsóknarflokkurinn hefur setið við kjötkatlana - þannig er stjórnarsetu þess flokks best lýst - í 12 ár. Vill þjóðin meira? Vilja menn enn eitt kjörtímabilið? Vilja menn 20 ára valdasetu Sjálfstæðisflokksins? Væri það hollt fyrir lýðræðið í landinu? Væri það hollt fyrir íslenskt samfélag? Skoðanakannanir að undanförnu gefa þær hrikalegu vísbendingar að ríkisstjórnin kunni að halda velli. Með enn sterkari Sjálfstæðisflokki en veikari Framsókn - nánast komin í göngugrindina svo gripið sé til orðfæris lesenda hér á síðunni. Hvers konar ríkisstjórn yrði þetta? Enn grimmara Íhald ...

Lesa meira

TRYGGJUM GUÐFRÍÐI LILJU GRÉTARSDÓTTUR ÞINGSÆTI !

Í dag var birt á Stöð 2 skoðanakönnum úr Suðvestur-kjördæmi, Kraganum svokallaða. Samkvæmt könnuninni fengi Vinstrihreyfingin grænt framboð 17,4% atkvæða og tvö þingsæti í kjördæminu. Þetta væri þreföldun á fylgi frá kosningunum 2003!  Annar þingmaður VG á framboðslistanum stæði engu að síður naumt sem kjördæmakjörinn þingmaður. Minna mætti fylgið ekki vera til að hin galvaska skákdrottning Íslands, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, næði kjöri. Hún yrði að mínu mati einhver öflugasti nýliðinn á Alþingi - og ekki aðeins nýliði, einhver öflugasti þingmaðurinn - ef svo færi að hún næði kjöri. Guðfríður Lilja yrði kröftugur merkisberi velferðar, jafnaðar og kvenfrelsistefnu, sjálfbærrar atvinnu- og umhverfisstefnu auk þess sem hún er einstaklega vel að sér í alþjóðamálum. Þess vegna segi ég af ...

Lesa meira

UM TRÚVERÐUGLEIKA STJÓRNMÁLAFRÆÐINGA

Nú reynir heldur betur á stjórnmálafræðingana og félagsfræðingana í háskólum landsins. Þeim verður tíðrætt um trúverðugleika stjórnmálamanna. Stjórnmálamönnum verður hins vegar tíðrætt um trúverðugleika stjórnmálafræðinga.  ... Í RÚV skilgreindi Baldur Þórhallsson, kennari í HÍ, vinstri kantinn í stjórnmálum. VG stendur sig vel að hans mati vegna þess að Samfylkingin léði flokknum trúverðugleika. Þetta reyndi hann að styðja sögulegum skýringum frá síðustu öld. ... söguskýring hans kolröng ... Hlutverk stjórnmálafræðinga hlýtur að vera að skoða það sem nú er og þá ekki síður það sem framundan er. Eitt lítið atriði til viðbótar. Baldur Þórhallsson virtist óskaplega kátur yfir því að formaður Samfylkingarinnar skyldi hafa agnúast út í VG. Þetta var að hans mati stefnubreyting sem gæti haft mikilvæga pólitíska ... Síðan mætti halda áfram með aðra spekúlanta úr stjórnmálafræðinni. Grétar Þór Eyþórsson, prófessor á Bifröst vildi gifta Sjálfstæðisflokk og ...

Lesa meira

SÉRRÉTTINDALÖGIN Á LEIÐINNI ÚT?


Það gladdi mig að heyra að Samfylkingin vill nú afnema hið alræmda lífeyrisfrumvarp þeirra Davíðs og Halldórs um sérréttindakjör alþingismönnum og þingmönnum til hagsbóta. Í vetur voru uppi tilburðir um að láta frumvarpið ganga undir lýtaaðgerð. Á  það vildi ég ekki fallast og sagði einfaldlega BURT MEÐ LÖGIN.
Eftirfarandi er úr ræðu minni um þetta frumvarp þegar það kom fyrir Alþingi til afgeiðslu: …"Það er vissulega mikilvægt verkefni að taka lífeyrisréttindi alþingismanna og ráðherra til endurskoðunar og á þeim tímapunkti stöndum við. Nú er spurningin í hvaða átt menn vilja halda, áfram eða aftur á bak. Í því frv. sem hér liggur fyrir felst yfirlýsing um það að í stað þess að halda inn í framtíðina er stefnan tekin í afturhaldsátt. Þetta frv. er tímaskekkja, minjar um kerfi misskiptingar og sérréttinda. Í ríkjum austan tjalds birtust forréttindi valdastéttanna m.a. í svokölluðum dollarabúðum. Þar versluðu menn á sérkjörum. Þetta frv. er dollarabúð íslenska lífeyriskerfisins.
Það er alveg rétt sem sagt hefur verið að ...

Lesa meira

SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN HEYKIST Á AÐ TALA SKÝRT OG MÁLEFNALEGA

...Er ekki kominn tími til að stjórnmálamenn tali skýrar. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins á ekki að komast upp með klisjukennda alhæfingarsleggjudóma eins og heyra mátti hjá Sigurði Kára Kristjánssyni á RÚV í dag. Nú verða allir að tala skýrt og beita rökum í málflutningi sínum. Síðan standi menn eða falli með skoðunum sínum. Það erum við í VG reiðubúin að gera. Við gerum hins vegar þá kröfu að við séum látin njóta sannmælis. Við viljum alvöru dóma. Ekki sleggjudóma, hvorki frá þingmönnum Sjálfstæðisflokksins né annars staðar frá. Sjálfstæðisflokkurinn verður að þora að tala skýrt - og málefnalega. Er til of mikils... Lesa meira

Frá lesendum

HÆGRI KRATAR VINSTRA MEGIN VIÐ VG?

Smáfrétt var nýlaga laumað út um að 21 ma mundi Pentagon verja í fyrsta áfanga stríðsundirbúnings á Vellinum. IAV strax valið í 6 ma verk- hlutann, aftur mætt í hermangið. VG er afar lúpulegt í meðvirkni sinni. Mjög er fyndin vöktun umhverfis þeirra, sem látast ekki sjá, að blásið er nú í herlúður af kjarnorkutröllum. Blástur úr beljurassi er áhyggjuefnið. Svo illa er komið fyrir eldri málefna- skrá VG að vandséð er, á hvaða grunni það appírat stendur nú. Svo langt er gengið að VG blasir við sem tannlaust viðrini, reikult sem ...
Nonni

Lesa meira

STARFSLOKAFRUMVARP VONT FYRIR VINNUSTAÐINN

Algerlega er ég sammála þér Ögmundur að með afnámi 70-ára starfslokareglu hjá ríki og sveitarfélögum er verið að gera vinnustöðum, stjórnendum þar og vinnuandanum illt með þessu frumvarpi sem þú vísar í hér á síðunni. Þetta er vanhugsað. Ég þekki þetta af eigin raun sem stjórnandi á vinnustað sem er umhugað um góðan starfsanda.
Forstöðumður 

Lesa meira

MÓÐIR REIÐIST RÍKISSTJÓRN

Í morgun hlustaði ég á forsætisráðherrann tala í útvarpi um afstöðu ríkisstjórnarinnar til sóttvarnaraðgerða. Henni fannst allt vera rétt gert. Allt bara tilmæli, ekki bönn. En það eru ekki einu sinni tilmæli til þeirra sem reka viðbjóðslega spilakassa um að loka þeim. Aðstandendur spilafíkla hafa þó grátbeðið um að “góðgerðafélögin” verði skikkuð til að loka. Nei, aldeilis ekki! Ríkisstjórnin hefur meira að segja fyrir því að breyta reglum frá í vor til að undanskilja spilakassaútgerðina timælum sínum. Ég á dóttur sem þessir kassar hafa eyðilagt. Þess vegna vil ég tala tæpitungulaust við ykkur sem stjórna hér. Í mínum augum eruð þið vesalingar.
Móðir spilafíkils

Lesa meira

SA RÆÐUR RÍKJUM

Miljörðum Bjarni mokar út
og meðhjálparinn KATA
Á alþýðunni herða hnút
heim munu svikin rata.

Með fimmþúsundin ferðaðist landinn
og flæktist hér um vítt og breitt
Enn nú er atvinnurekenda vandinn
 - og SA fær greitt fyrir ekki neitt.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.

Lesa meira

DÝRMÆTARI EN BRAGGASTRÁIN

Þú nefnir færeyskan hundaskít í Moggagrein. Nýlega varð deila milli nágranna á Arnarnesi um hvort hrísla a lóð annars mætti standa - eða ekki. Úr varð lögfræðingaleikur og eigandi hríslu fékk sigur. Andstæðingur hríslueiganda sá af gifurupphæð til eigin lögfræðings, dæmdur til að borga hinum 800.000 kr. Samtals græddu hlæjandi lögfræðingar 1.5 milljónir á kjánaleik sínum um hríslu, sem þeir æstu nágranna til að ...
Nonni

Lesa meira

FÉLAG SMÁFYRIRTÆKJA

Takk fyrir að vekja athygli á grein Björns Jónassonar um krónurnar átta. Þtta er góð dæmisaga úr kerfinu og ætti að verða skyldulesning fyrir þá sem stjórna i stjórnarráði, skattinum og öðrum stofnunum sem sagðar eru vera að bjarga efnahagslífinu. Ástæða þess að ég skrifaþér Ögmundur er þó ekki þessi heldur til þess að fagna því að til séu að verða samtök smáfyrirtækja. Einokunarfyrirtækin stóru eru bæði of stór og of frek og oft til óþurftar á markaði sem oftar en ekki er enginn ...
Jóhannes Gr. Jónasson

Lesa meira
Allt Frá lesendum

Fréttabréf

 

Frjálsir pennar

Grímur skrifar: BAKKABÖLIÐ VERÐUR BÆTT !

Bakkakrísan frá 2018 sem leiddi til stórstrands 2020 er mörgum áfall. En böl má bæta, enda er framkomið nýstofnað HER/ÓP hf, frumkvöðull. Ónothæft kísilver stendur ókeypis til boða á Bakka, dýrt tengt rafkerfi og mikið landrými, allt ókeypis og einkafnot af Bakkagöngum fylgja ásamt opinberum stofnstyrkjum. Afar LÍFRÆN ræktun á valmúa í 50 ha gróðurhúsum á ónýttum iðnaðarlóðum á Bakka er nýtt plan HER/ÓP HF með aðstoð séfræðinga frá Afganistan og víðar frá erlendis. HER/ÓP HF hyggst umbreyta ónýtu kísilveri í úrvinnslustöð á valmúa- afurðum. Könnun leiðir í ljós að ...

Lesa meira

Kári skrifar: HVAÐ ER ÞJÓÐAREIGN?

Meðal athugasemda sem komið hafa frá Feneyjarnefndinni, um fikt stjórnvalda við stjórnarskrána, er skilgreining á hugtakinu þjóðareign. Þar er bæði átt við skilgreiningu á hugtakinu sjálfu sem og tengsl þess við annan eignarrétt. Þetta eru réttmætar athugasemdir enda ljóst að skýr skilgreining hugtaksins er forsenda þess að þjóðareign njóti lögverndar. Reikul skilgreining býður þeirri hættu heim að dómarar beiti orðhengilshætti við túlkun hugtaksins og þykist ekki skilja það. Það er hins vegar reginvilla sumra lögfræðinga að hugtakið þjóðareign sé merkingarlaust. Árin fyrir hrunið var áberandi að fjölmiðlar og fleiri ...

Lesa meira

Jón Karl Stefánsson skrifar: SÓTTVARNARAÐGERÐIR VERNDA EKKI ÁHÆTTUHÓPA

Sú ástæða sem oftast er gefin fyrir þeim sóttvarnaraðgerðum sem gripið hefur verið til er að með þeim sé verið að vernda áhættuhópa frá smiti. Helstu kennivöld sóttvarnarstefnunnar hafa gengið svo langt að lýsa því yfir að séu ekki settar strangar skorður á alla landsmenn sé ómögulegt að koma í veg fyrir að smit komist í viðkvæma hópa.
Fyrir þá sem eru í áhættuhópum eða sinna þjónustu við þá, hljómar röksemdafærslan um að aðgerðirnar miði að verndun áhættuhópa undarlega af tveimur ástæðum. Sú fyrsta er sú að ...

 

Lesa meira

Kári skrifar: MUN „FJÖLSKYLDUSTEMNING“ LEYSA VANDAMÁL STJÓRNVALDA?

... Nokkrar hæpnar skýringar eru uppi um eðli og virkni Evrópuréttarins. Ein er sú að Evrópuréttur sé í raun landsréttur, einungis með „evrópskum bragðbæti“ þar sem íslenskir dómstólar hafi það á valdi sínu hvaða gildi honum er veitt. Með því að líta svo á málin horfa menn algerlega framhjá þeirri staðreynd að Evrópuréttur er yfirþjóðlegur réttur (supranational) og þar að auki sérstakrar gerðar (sui generis) eins og komið hefur fram í dómum Evrópudómstólsins...

Lesa meira

Grímur skrifar: UM KLÓSTERKA KAUPAHÉÐNA

Prússin Preussner og efnariddarinn Ratcliffe eiga báðir sess sem Íslandsvinir í hjörtum margra. Saman eiga þeir, að hafa auðgast nokkuð á efnaiðnaði, þ.á.m. á eiturspúandi fabrikkum víða um lönd og tiltækjum sem ógna umhverfi smá, lífríki í þágu eigin hugðarefna. Hjartagóðir þó, eru þeir að eigin sögn, afar miklir ástvinir umhverfis, mynd, sem okkur er sýnd  ...

Lesa meira
Allt Frjálsir pennar