Stjórnmál Mars 2007

HVERNIG Á AÐ BORGA FYRIR HEILBRIGÐISÞJÓNUSTUNA?

Birtist í Fréttablaðinu 28.03.07.
Á Íslandi er víðtæk sátt um að hafa góða heilbrigðisþjónustu. Stjórnmálamenn greinir hins vegar á um hvernig eigi að greiða fyrir hana. Sumir vilja láta borga með almennum sköttum, aðrir vilja að notandinn borgi beint og milliliðalaust. Hvað heilbrigðisþjónustuna áhrærir myndu milliliðalausar greiðslur þýða að við greiddum læknum og heilbrigðisstofnunum þegar við verðum veik. Þetta hefur verið að færast í vöxt hér á landi. Að vísu er til millileið. Fólk gæti keypt sér tryggingu fyrir sjúkdómum og áföllum. Einnig þetta er að færast í vöxt. Sá galli er á slíku kerfi að...

Lesa meira

HVERS KONAR UPPBYGGINGU Á HÚSAVÍK?


...Birkir Jón Jónsson, Framsóknarfokki vildi álver á Húsavík, Arnbjörg Sveinsdóttir, Sjálfstæðisflokki einnig, fulltrúi Frjálslyndra (en nafn hans veit ég því miður ekki) vildi álver á Húsavík og Kristján Möller, fulltrúi Samfylkingar vildi einnig álver á Húsavík. Aðeins sá sem þetta ritar, fulltrúi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs vildi aðra atvinnukosti en stóriðju. Á Húsavík hefur verið að þróast mjög framsækin atvinnustarfsemi í verslun og þjónustu og þá einnig í matvælaframleiðslu, ferðaiðnaði og hitti ég að máli menn sem voru fullir bjartsýni á framtíðina. Nýsköpunarmöguleikar væru miklir og bentu á fjölmörg dæmi þar um. Þessir menn kváðust vilja fjöbreytni í atvinnulífi í stað einhæfrar stóriðju. Þetta  tvennt færi einfaldlega ekki saman. Undir það...

Lesa meira

5 STAÐHÆFINGAR VG GEGN 5 STAÐHÆFINGUM FRAMSÓKNAR

Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins, skrifar grein í Morgunblaðið um helgina og lýsir þungum áhyggjum sínum yfir því að Vinstri græn kunni að komast til áhrifa í Stjórnarráði Íslands. Hætt sé við því að Ísland yrði þá hreinlega stöðvað!
Guðni gerir lesendum Morgunblaðsins grein fyrir áhyggjum sínum í fimm liðum ...Við viljum hlífa atvinnulífi landsins við frekari ruðningsáhrifum stóriðjunnar. Þennsla og háa vexti má beinlínis rekja til stóriðjustefnu Framsóknarflokksins. Sá flokkur hótar nú áframhaldandi áherslu á stóriðju og styður næstum þreföldun í Straumsvík, nýtt álver á Húsavík og í Helguvík auk Reyðarálsverksmiðjunnar. Þetta styður Framsóknarflokkurinn og kallar þá öfgamenn sem gagnrýna þessa stefnu. Hvor flokkurinn skyldi fylgja hófsamari,  ábyrgari og réttlátari stefnu, Framsóknarflokkurinn eða Vinstrihreyfingin grænt framboð? Svari hver...

Lesa meira

SAMGÖNGURÁÐHERRA Á FÖRUM VAKNAR TIL LÍFSINS !

Birtist í Morgunpósti VG 20.03.07.
...Þessi ummæli Sturlu Böðvarssonar koma mér ekki sérlega á óvart. Enda þótt skýrsla Ríkisendurskoðunar frá í sumar hafi sýnt að einkaframkvæmd í vegagerð væri óhagkvæmur kostur fyrir greiðendur vegaframkvæmda lætur Sturla Böðvarsson sér það í léttu rúmi liggja. Hann er búinn að ákveða með sjálfum sér að einkaframkvæmdin sé besti kosturinn. Við skulum ekki gleyma því að útboð er eitt, einkaframkvæmd annað. Flestar vegaframkvæmdir Vegagerðar ríkisins eru boðnar út og hefur enginn neitt við slíkt að athuga. Einkaframkvæmd gengur hins vegar út á að einkaaðila er afhentur vegur - þess vegna þjóðvegur - til rekstrar og honum veitt heimild til að innheimta vegatolla! Fjárfestar ráðast ekki í slíkar framkvæmdir nema til þess að hafa góðan arð af fjárfestingu sinni. Arðurinn kemur að sjálfsögðu upp úr vösum vegfarenda, upp úr okkar vösum. Vegagerðin er...

Lesa meira

ÞINGMENN GANGA ÚT Á ÍSINN – HINN BROTHÆTTA ÍS


...Látum vera ef við gætum fengið þó ekki væri nema ofurlitla umræðu um þá tugi frumvarpa sem stjórnarmeirihlutinn hefur kæft til dauða. Frumvarp um að taka Ísland af hinum svívirðilega lista um undirgefnar stríðsþjóðir Bush í Íraksinnrásinni er dæmi um þingmál sem aldrei kom úr nefnd. Ekki heldur frumvarp um að gera táknmál heyrnarlausra að viðurkenndu máli heyrnarlausra. Það er þó mannréttindamál langt umfram Johny Walker og félaga sem tendra hugsjónaeldana hjá Sigurði Kára, Guðlaugi Þórðarsyni, Pétri Blöndal og öðrum sem eiga þá heitasta ósk að fólk geti keypt sér áfengi á bensínstöðinni. Þessir menn ganga...

Lesa meira

FRAMSÓKNARFLOKKURINN RÆSIR SPUNAVÉLINA

Framsóknarflokkurinn er nú að fara í gang með kosningabaráttuna með hefðbundnum hætti. Ljóst er að Björn Ingi Hrafnsson, borgarfulltrúi flokksins, ætlar ekki að láta sitt eftir liggja í þessari kosningabaráttu. Hann vakti sérstaka athygli í síðustu borgarstjórnarkosningum fyrir að virða ekki umferðareglur stjórnmálanna og virtist sem honum þætti að kosningajeppi Framsóknar ætti alltaf að hafa forgang. Björn Ingi skrifar á heimasíðu sína um það sérstaka hugðarefni sitt að koma bjór og léttvíni í almennar matvöruverslanir og er greinilegt að honum þykja þeir vera heldur betur forpokaðir sem slíku eru andvígir. Sérstaklega á það við um Vinstrihreyfinguna grænt framboð. Björn Ingi "upplýsir" að ...

Lesa meira

UM HUGTAKANOTKUN OG AUÐMANNAÓTTA Í ELDHÚSI ALÞINGIS


Í gær fóru fram á Alþingi Eldhúsdagsumræður eins og venja er í lok þings. Ég birti hér ræðu mína við þetta tilefni. Í ræðunni var víða komið við, meðal annars fjallað um hugtakanotkun stjórnmálamanna:
"...Nú í aðdraganda kosninga er mörgum mikið niðri fyrir. Verið er að endurskilgreina hugtök einsog frjálslyndi og íhaldssemi, öfgar og hófsemi. Mér hefur sýnst að það sé tilhneiging til að snúa hefðbundinni merkingu þessara orða á hvolf. Vinstri Græn hafa staðfastlega talað fyrir hófsemi og gætni í efnhagsmálum. En - og eru það sérstaklega Framsóknarmenn sem kalla einmitt þetta öfgar. Þeir sem ekki vilja leggja allt undir strax og undireins og fara hratt í fjárfestingar, hvort sem er í stóriðju eða á fjármálamarkaði eru kallaðir íhaldsmenn. Áhættufíklarnir eru hins vegar kallaðir raunsæismenn! Þetta er slæm þróun. Allt of mikið af þeirri áhættu sem íslenskt þjóðfélag er að taka alltof hratt er á ábyrgð ríkisins og þjóðarinnar allrar. Þetta gildir um virkjanir og stóriðju og þetta gildir líka um banka og fjármálastarfsemi. Vinstri Græn eru að því leyti íhaldssöm að ...  

Lesa meira

ÞINGMANNAFRUMVARP LÍTUR DAGSINS LJÓS

...Í dag kynntu tveir alþingsmenn slíkt frumvarp. Það voru þeir Geir H. Haarde, Sjálfstæðisflokki og Jón Sigurðsson, Framsóknarflokki. Tvennt óvenjulegt var við frumvarpið. Í fyrsta lagi varðaði það breytingu á stjórnarskrá íslenska lýðveldisins, sjálfa stjórnskipun landsins, og í öðru lagi gegnir annar þessara þingmanna stöðu forsætisráðherra og hinn stöðu iðnaðarráðherra. Þeir gegna og formennsku í stjórnarflokkunum. Það sem gerir málið enn sérkennilegra er að á vegum þessara aðila hefur verið starfandi sérstök stjórnarskrárnefnd sem undanfarin ár hefur haft það verkefni með höndum að ná breiðri samstöðu um breytingar á stjórnarskránni. Þykir það skjóta nokkuð skökku við að ráðherrarnir tveir, oddvitar stjórnarmeirihlutans skuli nú... Lesa meira

LEIKSÝNING FRAMSÓKNAR


Framsókn átti helgina. Í rauninni var það ekkert undarlegt því flokkurinn hélt landsþing og blés í lúðra af því tilefni með mikilli opnunarhátíð í Borgarleikhúsinu.
Það er sem við manninn mælt að þegar kosningar nálgast umpólast Framsókn. Stjórnmálaflokkur sem setið hefur að völdum í tólf ár, haldið sig þétt upp að kjötkötlunum og nýtt sér aðstöðu sína til hins ítrasta, er skyndilega orðinn róttækur stjórnarandstöðuflokkur sem má ekki vamm sitt vita hvorki í stóru né smáu, heima eða heiman. Kárahnjúkaflokkurinn, Íraksflokkurinn, einkavinavæðingarflokkurinn, flokkurinn sem hrakti framkvæmdastýru Jafnréttisstofu úr embætti, flokkurinn sem kom á kvótakerfinu, flokkurinn sem sveik samninginn við Öryrkjabandalagið; Framsóknarflokkurinn má nú ekki hugsa til þess að svo mikið sem agnarsmár blettur falli á alhreint mannorðið. Að eigin sögn er Framsókn nú svo misboðið að ef ...

Lesa meira

Frá lesendum

SAKLAUSA SÍMTALIÐ

Greiðan hún vildi gjalda
gekk því bent til varna
Hann kom henni til valda
hún á allt undir Bjarna.

Bankasölu nú Bjarni þráir
Þó bæti lítið okkar hag
Engeyingarnir hér eru fáir
en græðgi þeirra fag.

Honum liggur lífið á
ljóta hefur þanka
Sviksemina allir sjá
selur Íslandsbanka.  
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.

Lesa meira

VIÐ MUNUM HRUNIÐ

Nú eignast elítan bankana senn
enda kaldrifjaðir kaupsýlumenn
áfallið munið
þjóðarhrunið
öll alþýðan hérna man þetta enn.

Aumur gerist Andrés minn
allir heim rata
Verður því þarna um sinn
þingmaður pírata?
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.

Lesa meira

GRÍMUBALLIÐ Á ENDA

Grímulaust í gegnum árin
gróðans ennþá njóta
í samfélaginu blæða sárin
undan sjálfseignarkvóta.

Bankasölu nú Bjarni þráir
Þó bæti lítið okkar hag
Engeyingarnir hér eru fáir
en græðgi þeirra fag.
...

Höf. Pétur Hraunfjörð.

Lesa meira

HVÍSLAÐ TIL AÐ SÝNAST?

... Ég las grein þína um kjarnorkuvopnin og fór á slóðina sem þú gafst inn á ræðu þína í þinginu um NATÓ og “öryggisstefnu” Íslands. Mikið vildi ég að þó ekki væri nema ein rödd á Alþingi sem talaði eins og þú gerðir en það er ENGINN þingmaður sem það gerir. Er að undra að fólk missi trúna á þinginu og þeim sem þar sitja í umboði vinstri stefnu! Ef gagnrýni er hreyft á NATÓ þá er það lágvært hvísl til að sýnast!
Runólfur

Lesa meira

STAÐREYNDIN ER ...

Kosningaárið er komið með stæl
kysumst föðmumst verum indæl
staðreyndin er
að Íhaldið fer
auðvitað verðum ánægð og sæl

Líklega er kreppan kominn á ról
keimlík um heimsins byggðu ból
þá sér hver raftur
gjaldþrotin aftur
og endist víst framyfir næstu jól.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.

Lesa meira
Allt Frá lesendum

Fréttabréf

 

Frjálsir pennar

Kári skrifar: LEIÐA ORKUPAKKAR ESB TIL EINKAVÆÐINGAR?

Í þessum skrifum verður könnuð eftirfarandi staðhæfing þingmanns Pírata, Björns Levís Gunnarssonar og kemur fram á heimasíðu Orkunnar okkar: Það þarf að vera aðskilnaður. Það þarf ekki að einkavæða. Ef það er tekin ákvörðun um að einkavæða þá er það ákvörðun sem er óháð öllum tilskipunum úr orkupakkanum. Ef það væri í alvörunni háð orkupakkanum þá væru engin opinber orkufyrirtæki í Evrópu. Það er enn fullt af þeim hins vegar. Það sem þarna kemur fram er að auðvitað bæði rangt og algerlega fráleitt en það þarf hins vegar að rökstyðja hvernig og hvers vegna ...

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson skrifar: NATO OG WASHINGTON VÍGBÚAST GEGN "GULU HÆTTUNNI"

"... Greiningin sem Biden gerir, um baráttu milli lýðræðisafla og einræðisafla heimsins, er fölsk þó ekki væri nema í ljósi mikilvægustu bandamanna Bandaríkjanna í Miðausturlöndum. Ekki nóg með það: Bandaríkin ásamt með bandamönnum í NATO sem skreyta sig mikið með lýðræðismerkimiðum er EINI AÐILI SEM HERNAÐARÓGN STAFAR AF á alþjóðavettvangi nú um stundir. Ekki nóg með það: Af langri sögu hefur okkur lærst að því meira sem bandarísk stjórnvöld tala um að tryggja „lýðræði“ (Sýrland eða Úkraína), mannúð og mannréttindi (Írak, Júgóslavía, Líbía) eða kvenréttindi (Afganistan) í öðrum löndum þeim mun meiri dauði og eyðilegging eru í vændum. Bandarískt „lýðræði“ er banvænn útflutningur ..."

Lesa meira

Kári skrifar: ENN UM BRASK- OG MAFÍUVÆÐINGU - UNDIRLÆGJA GAGNVART PENINGAVALDI -

Undirlægja og virðing fyrir peningavaldi eru útbreidd vandamál á Íslandi. Um er að ræða anga af sama meiði og hvort tveggja byggt á „misskilningi“ ef svo má segja. Til þess að skilja undirlægjuna þarf fyrst að greina hina misskildu virðingu fyrir peningum. Flestir tengja peninga við „efnisleg gæði“; skort eða jafnvel ofgnótt. Mikilvægt er að gera sér ljóst að öflun efnislegra gæða er bundin við þá plánetu okkar sólkerfis sem nefnist jörð. Öflunin er enn fremur bundin við jarðlífið sem slíkt. Ekki hefur verð sýnt fram á gagnsemi

Lesa meira

Kári skrifar: LYKILLINN AÐ LAUSNUNUM ER AÐ KJÓSA RÉTT

Það er gott að hugsa í lausnum, sérstaklega ef lausnirnar gagnast þjóðinni sem heild. Allmörg dæmi má þó finna um að „lausnir“ á Alþingi séu sniðnar sérstaklega að hagsmunum braskara og fjárglæframanna. Þetta gerist vegna þess að fólk sem fengið hefur umboð kjósenda („látið kjósa sig“) misfer með umboð sitt og missir öll tengsl við umbjóðendur sína. Segist að vísu í viðtölum oft vera í „góðu sambandi“ við kjósendur sína. En eitt er að þiggja kaffibolla í kjördæmi sínu og annað að gæta hagsmuna almennings á þingi ...

Lesa meira

Kári skrifar: ORKUSTEFNA EVRÓPUSAMBANDSINS

... Hugmyndin um „fullkominn samkeppnismarkað“ felur þannig í sér marga seljendur og kaupendur, samleitni „vöru“ sem um ræðir, góðar upplýsingar fyrir seljendur og kaupendur og hindrunarlausan aðgang eða útgöngu á markaði. Með öðrum orðum, menn geta hafið samkeppni á markaðnum eða hætt þegar þeim sjálfum hentar ...

Lesa meira
Allt Frjálsir pennar