Stjórnmál Mars 2007

HVERNIG Á AÐ BORGA FYRIR HEILBRIGÐISÞJÓNUSTUNA?

Birtist í Fréttablaðinu 28.03.07.
Á Íslandi er víðtæk sátt um að hafa góða heilbrigðisþjónustu. Stjórnmálamenn greinir hins vegar á um hvernig eigi að greiða fyrir hana. Sumir vilja láta borga með almennum sköttum, aðrir vilja að notandinn borgi beint og milliliðalaust. Hvað heilbrigðisþjónustuna áhrærir myndu milliliðalausar greiðslur þýða að við greiddum læknum og heilbrigðisstofnunum þegar við verðum veik. Þetta hefur verið að færast í vöxt hér á landi. Að vísu er til millileið. Fólk gæti keypt sér tryggingu fyrir sjúkdómum og áföllum. Einnig þetta er að færast í vöxt. Sá galli er á slíku kerfi að...

Lesa meira

HVERS KONAR UPPBYGGINGU Á HÚSAVÍK?


...Birkir Jón Jónsson, Framsóknarfokki vildi álver á Húsavík, Arnbjörg Sveinsdóttir, Sjálfstæðisflokki einnig, fulltrúi Frjálslyndra (en nafn hans veit ég því miður ekki) vildi álver á Húsavík og Kristján Möller, fulltrúi Samfylkingar vildi einnig álver á Húsavík. Aðeins sá sem þetta ritar, fulltrúi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs vildi aðra atvinnukosti en stóriðju. Á Húsavík hefur verið að þróast mjög framsækin atvinnustarfsemi í verslun og þjónustu og þá einnig í matvælaframleiðslu, ferðaiðnaði og hitti ég að máli menn sem voru fullir bjartsýni á framtíðina. Nýsköpunarmöguleikar væru miklir og bentu á fjölmörg dæmi þar um. Þessir menn kváðust vilja fjöbreytni í atvinnulífi í stað einhæfrar stóriðju. Þetta  tvennt færi einfaldlega ekki saman. Undir það...

Lesa meira

5 STAÐHÆFINGAR VG GEGN 5 STAÐHÆFINGUM FRAMSÓKNAR

Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins, skrifar grein í Morgunblaðið um helgina og lýsir þungum áhyggjum sínum yfir því að Vinstri græn kunni að komast til áhrifa í Stjórnarráði Íslands. Hætt sé við því að Ísland yrði þá hreinlega stöðvað!
Guðni gerir lesendum Morgunblaðsins grein fyrir áhyggjum sínum í fimm liðum ...Við viljum hlífa atvinnulífi landsins við frekari ruðningsáhrifum stóriðjunnar. Þennsla og háa vexti má beinlínis rekja til stóriðjustefnu Framsóknarflokksins. Sá flokkur hótar nú áframhaldandi áherslu á stóriðju og styður næstum þreföldun í Straumsvík, nýtt álver á Húsavík og í Helguvík auk Reyðarálsverksmiðjunnar. Þetta styður Framsóknarflokkurinn og kallar þá öfgamenn sem gagnrýna þessa stefnu. Hvor flokkurinn skyldi fylgja hófsamari,  ábyrgari og réttlátari stefnu, Framsóknarflokkurinn eða Vinstrihreyfingin grænt framboð? Svari hver...

Lesa meira

SAMGÖNGURÁÐHERRA Á FÖRUM VAKNAR TIL LÍFSINS !

Birtist í Morgunpósti VG 20.03.07.
...Þessi ummæli Sturlu Böðvarssonar koma mér ekki sérlega á óvart. Enda þótt skýrsla Ríkisendurskoðunar frá í sumar hafi sýnt að einkaframkvæmd í vegagerð væri óhagkvæmur kostur fyrir greiðendur vegaframkvæmda lætur Sturla Böðvarsson sér það í léttu rúmi liggja. Hann er búinn að ákveða með sjálfum sér að einkaframkvæmdin sé besti kosturinn. Við skulum ekki gleyma því að útboð er eitt, einkaframkvæmd annað. Flestar vegaframkvæmdir Vegagerðar ríkisins eru boðnar út og hefur enginn neitt við slíkt að athuga. Einkaframkvæmd gengur hins vegar út á að einkaaðila er afhentur vegur - þess vegna þjóðvegur - til rekstrar og honum veitt heimild til að innheimta vegatolla! Fjárfestar ráðast ekki í slíkar framkvæmdir nema til þess að hafa góðan arð af fjárfestingu sinni. Arðurinn kemur að sjálfsögðu upp úr vösum vegfarenda, upp úr okkar vösum. Vegagerðin er...

Lesa meira

ÞINGMENN GANGA ÚT Á ÍSINN – HINN BROTHÆTTA ÍS


...Látum vera ef við gætum fengið þó ekki væri nema ofurlitla umræðu um þá tugi frumvarpa sem stjórnarmeirihlutinn hefur kæft til dauða. Frumvarp um að taka Ísland af hinum svívirðilega lista um undirgefnar stríðsþjóðir Bush í Íraksinnrásinni er dæmi um þingmál sem aldrei kom úr nefnd. Ekki heldur frumvarp um að gera táknmál heyrnarlausra að viðurkenndu máli heyrnarlausra. Það er þó mannréttindamál langt umfram Johny Walker og félaga sem tendra hugsjónaeldana hjá Sigurði Kára, Guðlaugi Þórðarsyni, Pétri Blöndal og öðrum sem eiga þá heitasta ósk að fólk geti keypt sér áfengi á bensínstöðinni. Þessir menn ganga...

Lesa meira

FRAMSÓKNARFLOKKURINN RÆSIR SPUNAVÉLINA

Framsóknarflokkurinn er nú að fara í gang með kosningabaráttuna með hefðbundnum hætti. Ljóst er að Björn Ingi Hrafnsson, borgarfulltrúi flokksins, ætlar ekki að láta sitt eftir liggja í þessari kosningabaráttu. Hann vakti sérstaka athygli í síðustu borgarstjórnarkosningum fyrir að virða ekki umferðareglur stjórnmálanna og virtist sem honum þætti að kosningajeppi Framsóknar ætti alltaf að hafa forgang. Björn Ingi skrifar á heimasíðu sína um það sérstaka hugðarefni sitt að koma bjór og léttvíni í almennar matvöruverslanir og er greinilegt að honum þykja þeir vera heldur betur forpokaðir sem slíku eru andvígir. Sérstaklega á það við um Vinstrihreyfinguna grænt framboð. Björn Ingi "upplýsir" að ...

Lesa meira

UM HUGTAKANOTKUN OG AUÐMANNAÓTTA Í ELDHÚSI ALÞINGIS


Í gær fóru fram á Alþingi Eldhúsdagsumræður eins og venja er í lok þings. Ég birti hér ræðu mína við þetta tilefni. Í ræðunni var víða komið við, meðal annars fjallað um hugtakanotkun stjórnmálamanna:
"...Nú í aðdraganda kosninga er mörgum mikið niðri fyrir. Verið er að endurskilgreina hugtök einsog frjálslyndi og íhaldssemi, öfgar og hófsemi. Mér hefur sýnst að það sé tilhneiging til að snúa hefðbundinni merkingu þessara orða á hvolf. Vinstri Græn hafa staðfastlega talað fyrir hófsemi og gætni í efnhagsmálum. En - og eru það sérstaklega Framsóknarmenn sem kalla einmitt þetta öfgar. Þeir sem ekki vilja leggja allt undir strax og undireins og fara hratt í fjárfestingar, hvort sem er í stóriðju eða á fjármálamarkaði eru kallaðir íhaldsmenn. Áhættufíklarnir eru hins vegar kallaðir raunsæismenn! Þetta er slæm þróun. Allt of mikið af þeirri áhættu sem íslenskt þjóðfélag er að taka alltof hratt er á ábyrgð ríkisins og þjóðarinnar allrar. Þetta gildir um virkjanir og stóriðju og þetta gildir líka um banka og fjármálastarfsemi. Vinstri Græn eru að því leyti íhaldssöm að ...  

Lesa meira

ÞINGMANNAFRUMVARP LÍTUR DAGSINS LJÓS

...Í dag kynntu tveir alþingsmenn slíkt frumvarp. Það voru þeir Geir H. Haarde, Sjálfstæðisflokki og Jón Sigurðsson, Framsóknarflokki. Tvennt óvenjulegt var við frumvarpið. Í fyrsta lagi varðaði það breytingu á stjórnarskrá íslenska lýðveldisins, sjálfa stjórnskipun landsins, og í öðru lagi gegnir annar þessara þingmanna stöðu forsætisráðherra og hinn stöðu iðnaðarráðherra. Þeir gegna og formennsku í stjórnarflokkunum. Það sem gerir málið enn sérkennilegra er að á vegum þessara aðila hefur verið starfandi sérstök stjórnarskrárnefnd sem undanfarin ár hefur haft það verkefni með höndum að ná breiðri samstöðu um breytingar á stjórnarskránni. Þykir það skjóta nokkuð skökku við að ráðherrarnir tveir, oddvitar stjórnarmeirihlutans skuli nú... Lesa meira

LEIKSÝNING FRAMSÓKNAR


Framsókn átti helgina. Í rauninni var það ekkert undarlegt því flokkurinn hélt landsþing og blés í lúðra af því tilefni með mikilli opnunarhátíð í Borgarleikhúsinu.
Það er sem við manninn mælt að þegar kosningar nálgast umpólast Framsókn. Stjórnmálaflokkur sem setið hefur að völdum í tólf ár, haldið sig þétt upp að kjötkötlunum og nýtt sér aðstöðu sína til hins ítrasta, er skyndilega orðinn róttækur stjórnarandstöðuflokkur sem má ekki vamm sitt vita hvorki í stóru né smáu, heima eða heiman. Kárahnjúkaflokkurinn, Íraksflokkurinn, einkavinavæðingarflokkurinn, flokkurinn sem hrakti framkvæmdastýru Jafnréttisstofu úr embætti, flokkurinn sem kom á kvótakerfinu, flokkurinn sem sveik samninginn við Öryrkjabandalagið; Framsóknarflokkurinn má nú ekki hugsa til þess að svo mikið sem agnarsmár blettur falli á alhreint mannorðið. Að eigin sögn er Framsókn nú svo misboðið að ef ...

Lesa meira

Frá lesendum

HÆGRI KRATAR VINSTRA MEGIN VIÐ VG?

Smáfrétt var nýlaga laumað út um að 21 ma mundi Pentagon verja í fyrsta áfanga stríðsundirbúnings á Vellinum. IAV strax valið í 6 ma verk- hlutann, aftur mætt í hermangið. VG er afar lúpulegt í meðvirkni sinni. Mjög er fyndin vöktun umhverfis þeirra, sem látast ekki sjá, að blásið er nú í herlúður af kjarnorkutröllum. Blástur úr beljurassi er áhyggjuefnið. Svo illa er komið fyrir eldri málefna- skrá VG að vandséð er, á hvaða grunni það appírat stendur nú. Svo langt er gengið að VG blasir við sem tannlaust viðrini, reikult sem ...
Nonni

Lesa meira

STARFSLOKAFRUMVARP VONT FYRIR VINNUSTAÐINN

Algerlega er ég sammála þér Ögmundur að með afnámi 70-ára starfslokareglu hjá ríki og sveitarfélögum er verið að gera vinnustöðum, stjórnendum þar og vinnuandanum illt með þessu frumvarpi sem þú vísar í hér á síðunni. Þetta er vanhugsað. Ég þekki þetta af eigin raun sem stjórnandi á vinnustað sem er umhugað um góðan starfsanda.
Forstöðumður 

Lesa meira

MÓÐIR REIÐIST RÍKISSTJÓRN

Í morgun hlustaði ég á forsætisráðherrann tala í útvarpi um afstöðu ríkisstjórnarinnar til sóttvarnaraðgerða. Henni fannst allt vera rétt gert. Allt bara tilmæli, ekki bönn. En það eru ekki einu sinni tilmæli til þeirra sem reka viðbjóðslega spilakassa um að loka þeim. Aðstandendur spilafíkla hafa þó grátbeðið um að “góðgerðafélögin” verði skikkuð til að loka. Nei, aldeilis ekki! Ríkisstjórnin hefur meira að segja fyrir því að breyta reglum frá í vor til að undanskilja spilakassaútgerðina timælum sínum. Ég á dóttur sem þessir kassar hafa eyðilagt. Þess vegna vil ég tala tæpitungulaust við ykkur sem stjórna hér. Í mínum augum eruð þið vesalingar.
Móðir spilafíkils

Lesa meira

SA RÆÐUR RÍKJUM

Miljörðum Bjarni mokar út
og meðhjálparinn KATA
Á alþýðunni herða hnút
heim munu svikin rata.

Með fimmþúsundin ferðaðist landinn
og flæktist hér um vítt og breitt
Enn nú er atvinnurekenda vandinn
 - og SA fær greitt fyrir ekki neitt.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.

Lesa meira

DÝRMÆTARI EN BRAGGASTRÁIN

Þú nefnir færeyskan hundaskít í Moggagrein. Nýlega varð deila milli nágranna á Arnarnesi um hvort hrísla a lóð annars mætti standa - eða ekki. Úr varð lögfræðingaleikur og eigandi hríslu fékk sigur. Andstæðingur hríslueiganda sá af gifurupphæð til eigin lögfræðings, dæmdur til að borga hinum 800.000 kr. Samtals græddu hlæjandi lögfræðingar 1.5 milljónir á kjánaleik sínum um hríslu, sem þeir æstu nágranna til að ...
Nonni

Lesa meira

FÉLAG SMÁFYRIRTÆKJA

Takk fyrir að vekja athygli á grein Björns Jónassonar um krónurnar átta. Þtta er góð dæmisaga úr kerfinu og ætti að verða skyldulesning fyrir þá sem stjórna i stjórnarráði, skattinum og öðrum stofnunum sem sagðar eru vera að bjarga efnahagslífinu. Ástæða þess að ég skrifaþér Ögmundur er þó ekki þessi heldur til þess að fagna því að til séu að verða samtök smáfyrirtækja. Einokunarfyrirtækin stóru eru bæði of stór og of frek og oft til óþurftar á markaði sem oftar en ekki er enginn ...
Jóhannes Gr. Jónasson

Lesa meira
Allt Frá lesendum

Fréttabréf

 

Frjálsir pennar

Grímur skrifar: BAKKABÖLIÐ VERÐUR BÆTT !

Bakkakrísan frá 2018 sem leiddi til stórstrands 2020 er mörgum áfall. En böl má bæta, enda er framkomið nýstofnað HER/ÓP hf, frumkvöðull. Ónothæft kísilver stendur ókeypis til boða á Bakka, dýrt tengt rafkerfi og mikið landrými, allt ókeypis og einkafnot af Bakkagöngum fylgja ásamt opinberum stofnstyrkjum. Afar LÍFRÆN ræktun á valmúa í 50 ha gróðurhúsum á ónýttum iðnaðarlóðum á Bakka er nýtt plan HER/ÓP HF með aðstoð séfræðinga frá Afganistan og víðar frá erlendis. HER/ÓP HF hyggst umbreyta ónýtu kísilveri í úrvinnslustöð á valmúa- afurðum. Könnun leiðir í ljós að ...

Lesa meira

Kári skrifar: HVAÐ ER ÞJÓÐAREIGN?

Meðal athugasemda sem komið hafa frá Feneyjarnefndinni, um fikt stjórnvalda við stjórnarskrána, er skilgreining á hugtakinu þjóðareign. Þar er bæði átt við skilgreiningu á hugtakinu sjálfu sem og tengsl þess við annan eignarrétt. Þetta eru réttmætar athugasemdir enda ljóst að skýr skilgreining hugtaksins er forsenda þess að þjóðareign njóti lögverndar. Reikul skilgreining býður þeirri hættu heim að dómarar beiti orðhengilshætti við túlkun hugtaksins og þykist ekki skilja það. Það er hins vegar reginvilla sumra lögfræðinga að hugtakið þjóðareign sé merkingarlaust. Árin fyrir hrunið var áberandi að fjölmiðlar og fleiri ...

Lesa meira

Jón Karl Stefánsson skrifar: SÓTTVARNARAÐGERÐIR VERNDA EKKI ÁHÆTTUHÓPA

Sú ástæða sem oftast er gefin fyrir þeim sóttvarnaraðgerðum sem gripið hefur verið til er að með þeim sé verið að vernda áhættuhópa frá smiti. Helstu kennivöld sóttvarnarstefnunnar hafa gengið svo langt að lýsa því yfir að séu ekki settar strangar skorður á alla landsmenn sé ómögulegt að koma í veg fyrir að smit komist í viðkvæma hópa.
Fyrir þá sem eru í áhættuhópum eða sinna þjónustu við þá, hljómar röksemdafærslan um að aðgerðirnar miði að verndun áhættuhópa undarlega af tveimur ástæðum. Sú fyrsta er sú að ...

 

Lesa meira

Kári skrifar: MUN „FJÖLSKYLDUSTEMNING“ LEYSA VANDAMÁL STJÓRNVALDA?

... Nokkrar hæpnar skýringar eru uppi um eðli og virkni Evrópuréttarins. Ein er sú að Evrópuréttur sé í raun landsréttur, einungis með „evrópskum bragðbæti“ þar sem íslenskir dómstólar hafi það á valdi sínu hvaða gildi honum er veitt. Með því að líta svo á málin horfa menn algerlega framhjá þeirri staðreynd að Evrópuréttur er yfirþjóðlegur réttur (supranational) og þar að auki sérstakrar gerðar (sui generis) eins og komið hefur fram í dómum Evrópudómstólsins...

Lesa meira

Grímur skrifar: UM KLÓSTERKA KAUPAHÉÐNA

Prússin Preussner og efnariddarinn Ratcliffe eiga báðir sess sem Íslandsvinir í hjörtum margra. Saman eiga þeir, að hafa auðgast nokkuð á efnaiðnaði, þ.á.m. á eiturspúandi fabrikkum víða um lönd og tiltækjum sem ógna umhverfi smá, lífríki í þágu eigin hugðarefna. Hjartagóðir þó, eru þeir að eigin sögn, afar miklir ástvinir umhverfis, mynd, sem okkur er sýnd  ...

Lesa meira
Allt Frjálsir pennar