Stjórnmál Febrúar 2007

EF LISTANUM Í KRAGANUM VÆRI SNÚIÐ VIÐ VÆRU ÞAU EFST


...Stundum hefur verið haft á orði að mælikvarði á styrkleika framboðslista sé sá, að skipta megi út einum í annars stað, stokka listann upp, án þess að draga úr styrkleika framboðsins, jafnvel eigi að vera hægt að snúa listanum við!
Hvað Kragann áhrærir væri þetta óhætt. Þá væri kominn í fyrsta sætið Benedikt Davíðsson, fyrrverandi forseti Alþýðusambands Íslands, einn kröftugasti baráttumaður verkalýðsins á Íslandi um áratugaskeið og í seinni tíð einnig forsvarsmaður í samtökum aldraðra... Annað sætið myndi skipa Kristín Halldórsdóttir, fyrrverandi alþingiskona Kvennalistans og síðar framkvæmdastýra Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs...Þriðja sætið á viðsnúnum lista VG í Kraganum myndi skipa Höskuldur Þráinsson, prófessor...Fjórða sætið myndi síðan skipa Anna Þorsteinsdóttir, húsmóðir og kennari, róttæk baráttukona allt sitt líf. Til gaman má geta þess að ...

Lesa meira

"AUKA FJÁRFRAMLÖGIN...Á NÆSTU ÁRUM"


...Í fyrrgreindum umræðum á dögunum um þetta efni sagði ég að vel kæmi til greina að mínu mati að sett yrðu ákvæði í lög sem meinuðu ráðherrum að gefa á síðustu metrum kjörtímabils yfirlýsingar um fjárhagslegar skuldbindingar ríkissjóðs fram í tímann, fram á næsta - jafnvel næstu - kjörtímabil. Það á ekki að líðast að nota ríkissjóð til að kaupa sér atkvæði. Þetta er verra fyrir þá sök að ríkisstjórnarflokkarnir hafa ítrekað leikið þennan leik áður og síðan svikið fyrirheit sín að kosningum loknum.
Í dag lögðu þær saman menntamálaráðherran og utanríkisráðherrann. Þær Þorgerður Katrín og Valgerður sendu á alla fjölmiðla mynd af sjálfum sér ásamt meðfylgjandi texta...

Lesa meira

FRÁLEITAR FULLYRÐINGAR FRÁ SA, ALCAN OG BÆJARYFIRVÖLDUM Í HAFNARFIRÐI UM STÓRIÐJU


...Ástæðan fyrir því að mér finnst ekki ámælisvert að bæjarstjórnarmeirihlutinn í Hafnarfirði skuli koma fram á fundi ásamt fulltrúum SA og Alcans að tala fyrir stækkun álverksmiðjunnar í Straumsvík er ekki sú að ég sé sammála því sem sagt var á þessum fundi heldur vegna hins að mér finnst það gott og meira að segja hrósvert þegar fólk kemur hreint til dyranna. Ef oddvita Samfylkingarinnar í Hafnarfirði finnst hann helst eiga samleið með SA og Alcan þá er ekkert við það að athuga að hann mæti á sameiginlegum áróðursfundi þessara aðila.
Það sem ég vil hins vegar gagnrýna eru þær röksemdir sem á borð voru bornar á þessum fundi en ég ...

Lesa meira

Frá lesendum

SAKLAUSA SÍMTALIÐ

Greiðan hún vildi gjalda
gekk því bent til varna
Hann kom henni til valda
hún á allt undir Bjarna.

Bankasölu nú Bjarni þráir
Þó bæti lítið okkar hag
Engeyingarnir hér eru fáir
en græðgi þeirra fag.

Honum liggur lífið á
ljóta hefur þanka
Sviksemina allir sjá
selur Íslandsbanka.  
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.

Lesa meira

VIÐ MUNUM HRUNIÐ

Nú eignast elítan bankana senn
enda kaldrifjaðir kaupsýlumenn
áfallið munið
þjóðarhrunið
öll alþýðan hérna man þetta enn.

Aumur gerist Andrés minn
allir heim rata
Verður því þarna um sinn
þingmaður pírata?
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.

Lesa meira

GRÍMUBALLIÐ Á ENDA

Grímulaust í gegnum árin
gróðans ennþá njóta
í samfélaginu blæða sárin
undan sjálfseignarkvóta.

Bankasölu nú Bjarni þráir
Þó bæti lítið okkar hag
Engeyingarnir hér eru fáir
en græðgi þeirra fag.
...

Höf. Pétur Hraunfjörð.

Lesa meira

HVÍSLAÐ TIL AÐ SÝNAST?

... Ég las grein þína um kjarnorkuvopnin og fór á slóðina sem þú gafst inn á ræðu þína í þinginu um NATÓ og “öryggisstefnu” Íslands. Mikið vildi ég að þó ekki væri nema ein rödd á Alþingi sem talaði eins og þú gerðir en það er ENGINN þingmaður sem það gerir. Er að undra að fólk missi trúna á þinginu og þeim sem þar sitja í umboði vinstri stefnu! Ef gagnrýni er hreyft á NATÓ þá er það lágvært hvísl til að sýnast!
Runólfur

Lesa meira

STAÐREYNDIN ER ...

Kosningaárið er komið með stæl
kysumst föðmumst verum indæl
staðreyndin er
að Íhaldið fer
auðvitað verðum ánægð og sæl

Líklega er kreppan kominn á ról
keimlík um heimsins byggðu ból
þá sér hver raftur
gjaldþrotin aftur
og endist víst framyfir næstu jól.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.

Lesa meira
Allt Frá lesendum

Fréttabréf

 

Frjálsir pennar

Kári skrifar: LEIÐA ORKUPAKKAR ESB TIL EINKAVÆÐINGAR?

Í þessum skrifum verður könnuð eftirfarandi staðhæfing þingmanns Pírata, Björns Levís Gunnarssonar og kemur fram á heimasíðu Orkunnar okkar: Það þarf að vera aðskilnaður. Það þarf ekki að einkavæða. Ef það er tekin ákvörðun um að einkavæða þá er það ákvörðun sem er óháð öllum tilskipunum úr orkupakkanum. Ef það væri í alvörunni háð orkupakkanum þá væru engin opinber orkufyrirtæki í Evrópu. Það er enn fullt af þeim hins vegar. Það sem þarna kemur fram er að auðvitað bæði rangt og algerlega fráleitt en það þarf hins vegar að rökstyðja hvernig og hvers vegna ...

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson skrifar: NATO OG WASHINGTON VÍGBÚAST GEGN "GULU HÆTTUNNI"

"... Greiningin sem Biden gerir, um baráttu milli lýðræðisafla og einræðisafla heimsins, er fölsk þó ekki væri nema í ljósi mikilvægustu bandamanna Bandaríkjanna í Miðausturlöndum. Ekki nóg með það: Bandaríkin ásamt með bandamönnum í NATO sem skreyta sig mikið með lýðræðismerkimiðum er EINI AÐILI SEM HERNAÐARÓGN STAFAR AF á alþjóðavettvangi nú um stundir. Ekki nóg með það: Af langri sögu hefur okkur lærst að því meira sem bandarísk stjórnvöld tala um að tryggja „lýðræði“ (Sýrland eða Úkraína), mannúð og mannréttindi (Írak, Júgóslavía, Líbía) eða kvenréttindi (Afganistan) í öðrum löndum þeim mun meiri dauði og eyðilegging eru í vændum. Bandarískt „lýðræði“ er banvænn útflutningur ..."

Lesa meira

Kári skrifar: ENN UM BRASK- OG MAFÍUVÆÐINGU - UNDIRLÆGJA GAGNVART PENINGAVALDI -

Undirlægja og virðing fyrir peningavaldi eru útbreidd vandamál á Íslandi. Um er að ræða anga af sama meiði og hvort tveggja byggt á „misskilningi“ ef svo má segja. Til þess að skilja undirlægjuna þarf fyrst að greina hina misskildu virðingu fyrir peningum. Flestir tengja peninga við „efnisleg gæði“; skort eða jafnvel ofgnótt. Mikilvægt er að gera sér ljóst að öflun efnislegra gæða er bundin við þá plánetu okkar sólkerfis sem nefnist jörð. Öflunin er enn fremur bundin við jarðlífið sem slíkt. Ekki hefur verð sýnt fram á gagnsemi

Lesa meira

Kári skrifar: LYKILLINN AÐ LAUSNUNUM ER AÐ KJÓSA RÉTT

Það er gott að hugsa í lausnum, sérstaklega ef lausnirnar gagnast þjóðinni sem heild. Allmörg dæmi má þó finna um að „lausnir“ á Alþingi séu sniðnar sérstaklega að hagsmunum braskara og fjárglæframanna. Þetta gerist vegna þess að fólk sem fengið hefur umboð kjósenda („látið kjósa sig“) misfer með umboð sitt og missir öll tengsl við umbjóðendur sína. Segist að vísu í viðtölum oft vera í „góðu sambandi“ við kjósendur sína. En eitt er að þiggja kaffibolla í kjördæmi sínu og annað að gæta hagsmuna almennings á þingi ...

Lesa meira

Kári skrifar: ORKUSTEFNA EVRÓPUSAMBANDSINS

... Hugmyndin um „fullkominn samkeppnismarkað“ felur þannig í sér marga seljendur og kaupendur, samleitni „vöru“ sem um ræðir, góðar upplýsingar fyrir seljendur og kaupendur og hindrunarlausan aðgang eða útgöngu á markaði. Með öðrum orðum, menn geta hafið samkeppni á markaðnum eða hætt þegar þeim sjálfum hentar ...

Lesa meira
Allt Frjálsir pennar