Stjórnmál Janúar 2007

BÆJARSTJÓRNARMEIRIHLUTINN Í HAFNARFIRÐI FELLUR Á STÓRIÐJUPRÓFI !


...Athygli vekur að tilkynning um niðurstöður skoðanakönnunar, sem er óþægileg fyrir Alcan, er gerð opinber í tengslum við meinta nýtilkomna "þverpólitíska samstöðu" um málefnið! Skyldi þetta vera tilviljun? ...Gæti verið að meirihlutinn í Hafnarfirði sé ekki eins óhlutdrægur í þessu máli og hann stundum vill vera láta? Hér á heimasíðunni birtist nýlega  lesendabréf þar sem minnt er á að sami meirihluti í Hafnarfirði og nú talar um "þverpólitíska samstöðu"  gekk frá landsölu til Alcan á árinu 2003. Til hvers keypti Alcan land? Jú, til að stækka álverið. Og hvers vegna var landið selt? Til að Alcan gæti stækkað álverið...En hvað hefur þá breyst? Ég veit ekki til þess að nokkuð hafi breyst í afstöðu meirihlutans í Hafnarfirði. Það sem hefur hins vegar breyst er að landið er að rísa gegn stóriðjustefnunni ...Það er mikið vatn runnið til sjávar - þótt ekki sé liðinn langur tíma - frá því VG bar fram tillögu á Alþingi um að fram færi þjóðaratkvæðagreiðsla um Kárahnjúkavirkjun. Enginn þingmaður - ég endurtek, enginn þingmaður - utan þingflokks VG studdi þá tillögu á þingi! Þetta mun vonandi aldrei endurtaka sig. En nú loksins þegar kjósa á...

Lesa meira

AÐ ÞESSU SINNI SAMMÁLA DAVÍÐ

Nokkuð hefur verið talað um málþóf á Alþingi í tengslum við stjórnarfrumvarpið um RÚV ohf. Þeir sem raunverulega hafa fylgst með framvindunni vita að þetta er ósanngjörn ásökun. Í fyrsta lagi er það ríkisstjórnin og stjórnarmeirihlutinn sem stendur í vegi fyrir því að samkomulag náist um framtíð Ríkisútvarpsins. Í öðru lagi er rétt að minna á að stjórnarandstöðunni hefur í tvígang tekist einmitt með langri umræðu að koma í veg fyrir vanhugsuð og stórskaðleg stjórnarfrumvörp um Ríkisútvarpið.
Stjórnarandstöðunni tókst einnig að fresta gildistöku Vatnalaganna með langri umræðu. Það þýðir að þjóðin fær nú í vor tækifæri til að kjósa um þann umdeilda lagabálk. Enda þótt þingmenn VG leggðu sig alla fram um að...

Lesa meira

FORSÆTISRÁÐHERRA OG FORMENN STJÓRNMÁLAFLOKKANNA Í BOÐI ALCAN!!!

Getur einn fjölmiðill komist lengra í vesælmennsku en að efna til umræðu um liðið ár og það sem framundan er, með formönnum allra stjórnmálaflokka og þar með forsætisráðherra landsins, í boði álrisans Alcan! Þetta gerði Stöð 2 í gær í svokallaðri Kryddsíld. Þar voru áhorfendur minntir á það með reglubundnum hætti í hléum sem stjórnmálaforingjarnir voru látnir gera á umræðu sinni, að þeir væru þarna frammi fyrir þjóð sinni í boði Alcan. Þetta í kjölfar álinnpakkaðrar mútugjafar til Hafnfirðinga rétt fyrir hátíðar hlýtur að slá  met í óskammfeilni og smekkleysu.
Hvað skyldi svo bíða íbúa hreppanna á virkjunarsvæðunum upp með Þjórsá? Að sjálfsögðu munu þeir krefjast sinnar ...

Lesa meira

Frá lesendum

SAKLAUSA SÍMTALIÐ

Greiðan hún vildi gjalda
gekk því bent til varna
Hann kom henni til valda
hún á allt undir Bjarna.

Bankasölu nú Bjarni þráir
Þó bæti lítið okkar hag
Engeyingarnir hér eru fáir
en græðgi þeirra fag.

Honum liggur lífið á
ljóta hefur þanka
Sviksemina allir sjá
selur Íslandsbanka.  
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.

Lesa meira

VIÐ MUNUM HRUNIÐ

Nú eignast elítan bankana senn
enda kaldrifjaðir kaupsýlumenn
áfallið munið
þjóðarhrunið
öll alþýðan hérna man þetta enn.

Aumur gerist Andrés minn
allir heim rata
Verður því þarna um sinn
þingmaður pírata?
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.

Lesa meira

GRÍMUBALLIÐ Á ENDA

Grímulaust í gegnum árin
gróðans ennþá njóta
í samfélaginu blæða sárin
undan sjálfseignarkvóta.

Bankasölu nú Bjarni þráir
Þó bæti lítið okkar hag
Engeyingarnir hér eru fáir
en græðgi þeirra fag.
...

Höf. Pétur Hraunfjörð.

Lesa meira

HVÍSLAÐ TIL AÐ SÝNAST?

... Ég las grein þína um kjarnorkuvopnin og fór á slóðina sem þú gafst inn á ræðu þína í þinginu um NATÓ og “öryggisstefnu” Íslands. Mikið vildi ég að þó ekki væri nema ein rödd á Alþingi sem talaði eins og þú gerðir en það er ENGINN þingmaður sem það gerir. Er að undra að fólk missi trúna á þinginu og þeim sem þar sitja í umboði vinstri stefnu! Ef gagnrýni er hreyft á NATÓ þá er það lágvært hvísl til að sýnast!
Runólfur

Lesa meira

STAÐREYNDIN ER ...

Kosningaárið er komið með stæl
kysumst föðmumst verum indæl
staðreyndin er
að Íhaldið fer
auðvitað verðum ánægð og sæl

Líklega er kreppan kominn á ról
keimlík um heimsins byggðu ból
þá sér hver raftur
gjaldþrotin aftur
og endist víst framyfir næstu jól.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.

Lesa meira
Allt Frá lesendum

Fréttabréf

 

Frjálsir pennar

Kári skrifar: LEIÐA ORKUPAKKAR ESB TIL EINKAVÆÐINGAR?

Í þessum skrifum verður könnuð eftirfarandi staðhæfing þingmanns Pírata, Björns Levís Gunnarssonar og kemur fram á heimasíðu Orkunnar okkar: Það þarf að vera aðskilnaður. Það þarf ekki að einkavæða. Ef það er tekin ákvörðun um að einkavæða þá er það ákvörðun sem er óháð öllum tilskipunum úr orkupakkanum. Ef það væri í alvörunni háð orkupakkanum þá væru engin opinber orkufyrirtæki í Evrópu. Það er enn fullt af þeim hins vegar. Það sem þarna kemur fram er að auðvitað bæði rangt og algerlega fráleitt en það þarf hins vegar að rökstyðja hvernig og hvers vegna ...

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson skrifar: NATO OG WASHINGTON VÍGBÚAST GEGN "GULU HÆTTUNNI"

"... Greiningin sem Biden gerir, um baráttu milli lýðræðisafla og einræðisafla heimsins, er fölsk þó ekki væri nema í ljósi mikilvægustu bandamanna Bandaríkjanna í Miðausturlöndum. Ekki nóg með það: Bandaríkin ásamt með bandamönnum í NATO sem skreyta sig mikið með lýðræðismerkimiðum er EINI AÐILI SEM HERNAÐARÓGN STAFAR AF á alþjóðavettvangi nú um stundir. Ekki nóg með það: Af langri sögu hefur okkur lærst að því meira sem bandarísk stjórnvöld tala um að tryggja „lýðræði“ (Sýrland eða Úkraína), mannúð og mannréttindi (Írak, Júgóslavía, Líbía) eða kvenréttindi (Afganistan) í öðrum löndum þeim mun meiri dauði og eyðilegging eru í vændum. Bandarískt „lýðræði“ er banvænn útflutningur ..."

Lesa meira

Kári skrifar: ENN UM BRASK- OG MAFÍUVÆÐINGU - UNDIRLÆGJA GAGNVART PENINGAVALDI -

Undirlægja og virðing fyrir peningavaldi eru útbreidd vandamál á Íslandi. Um er að ræða anga af sama meiði og hvort tveggja byggt á „misskilningi“ ef svo má segja. Til þess að skilja undirlægjuna þarf fyrst að greina hina misskildu virðingu fyrir peningum. Flestir tengja peninga við „efnisleg gæði“; skort eða jafnvel ofgnótt. Mikilvægt er að gera sér ljóst að öflun efnislegra gæða er bundin við þá plánetu okkar sólkerfis sem nefnist jörð. Öflunin er enn fremur bundin við jarðlífið sem slíkt. Ekki hefur verð sýnt fram á gagnsemi

Lesa meira

Kári skrifar: LYKILLINN AÐ LAUSNUNUM ER AÐ KJÓSA RÉTT

Það er gott að hugsa í lausnum, sérstaklega ef lausnirnar gagnast þjóðinni sem heild. Allmörg dæmi má þó finna um að „lausnir“ á Alþingi séu sniðnar sérstaklega að hagsmunum braskara og fjárglæframanna. Þetta gerist vegna þess að fólk sem fengið hefur umboð kjósenda („látið kjósa sig“) misfer með umboð sitt og missir öll tengsl við umbjóðendur sína. Segist að vísu í viðtölum oft vera í „góðu sambandi“ við kjósendur sína. En eitt er að þiggja kaffibolla í kjördæmi sínu og annað að gæta hagsmuna almennings á þingi ...

Lesa meira

Kári skrifar: ORKUSTEFNA EVRÓPUSAMBANDSINS

... Hugmyndin um „fullkominn samkeppnismarkað“ felur þannig í sér marga seljendur og kaupendur, samleitni „vöru“ sem um ræðir, góðar upplýsingar fyrir seljendur og kaupendur og hindrunarlausan aðgang eða útgöngu á markaði. Með öðrum orðum, menn geta hafið samkeppni á markaðnum eða hætt þegar þeim sjálfum hentar ...

Lesa meira
Allt Frjálsir pennar