Stjórnmál 2007

Hafnfirðingar hafa nú sagt að þeir vilji öðlast hlut í Orkuveitu
Reykjavíkur og ganga þar með til samstarfs við OR í orkumálum. Með
þessu eru Hafnfirðingar að leggja áherslu á að þeir vilji að
orkumál verði algerlega á hendi opinberra aðila og er það pólitísk
afstaða sem VG og Samfylking sameinast um. Þetta er að mínum dómi
mikilvæg ákvörðun og vonandi vegvísir inn í framtíðina.
Vonandi mun Samfylkingin í Hafnarfirði íhuga stuðning við tillögur
sem Guðrún Ágústa hefur borið fram fyrir hönd VG í Hafnarfirði um
umfangsmiklar úrbætur á sviði velferðar-, skipulags- og
umhverfismála. Samfylkingin í Hafnarfirði hefur nú samþykkt...
Lesa meira

...
En á meðal annarra orða, hvað er það sem Sjálfstæðisflokkurinn
hefur gert svona afskaplega vel? Er Þorgerður Katrín að tala um
sölu SR-mjöls; hneykslið sem hlaut áfellisdóm Ríkisendurskoðunar?
Eða er hún að tala um einkavinavæðingu
ríkisbankanna eða sölu Pósts og síma? Er kannski verið að tala um
nýjasta afrekið, Þróunarfélagið á Keflavíkurflugvelli, þar sem
margt bendir til að stórfelld spilling sé til staðar, jafnvel hrein
og klár lögbrot? Þar stýrir Sjálfstæðisflokkurinn vissulega
för. Hann kann þetta segir varaformaður
Sjálfstæðisflokksins! Og Samfylkingin fær klapp á kollinn,
námsfús nemandi í Stjórnarráðinu í læri hjá hinum
kunnáttusama kennara. Skyldu kjósendur Samfylkingarinnar vera
...
Lesa meira

...Ég hef sannfæringu fyrir því að kröfur um frekari samdrátt
séu sjúkrahúsinu beinlínis hættulegar, auk þess sem ég hef fært
fyrir því rök að áframhaldandi niðurskurður sé til þess fallinn að
knýja heilbrigðiskerfið út í einkarekstur. Við lok umræðunnar á
Alþingi - undir þinglokin - óskaði ég eftir því að forsætisráðherra
svaraði fyrir stefnu stjórnarinnar í þessum efnum. Lítið var
á svörum hans að græða. Hann sakaði mig um útúrsnúninga og
kvað ummæli mín um störf framkvæmdastjóra SA á
Landsspítalanum vera einkar ósmekkleg án þess þó að færa
fyrir því málefnaleg rök. Röksemdum mínum svaraði hann ekki .
Lét nægja að beina að mér ásökunum.
Hvað Vilhjálm Egilsson áhrærir, kvaðst ég þekkja hann sem...
Lesa meira

Þinglokin voru söguleg að því leyti að í fyrsta sinn frá því ég
kom á Alþingi um miðjan tíunda áratuginn neitar
stjórnarmeirihlutinn að taka nokkuð tillit til stjórnarandstöðu.
Þannig hafði VG beint þeim tilmælum til oddvita
ríkisstjórnarflokkanna - og þá fyrst og fremst til
forsætisráðherrans - að til endurskoðunar yrði sú ákvörðun að
heimila heilbrigðisráðherra að ráða til starfa
forstjóra nýrrar söluskrifstofu heilbrigðismála á grundvelli
bráðabirgðaákvæðis í lögum um almannatryggingar...
Lesa meira

Fáheyrt er að reynt sé að gera viðamiklar breytingar á
þingskapalögum gegn mótmælum stærsta stjórnarandstöðuflokksins. VG
hefur margítrekað lýst vilja til breytinga á þingskapalögum og lagt
fram hugmyndir þess efnis, en jafnframt óskað eftir því að þingið
gefi sér rúman tíma til að ná niðurstöðu... Á þetta hefur hinn nýi
þingskapameirihluti ríkisstjórnarflokkanna, Framsóknarflokks og
Frjálslyndra ekki fallist og tekið höndum saman um að þvinga málið
í gegn með hraði. Öllum frekari viðræðum um útfærslur á frumvarpinu
var afdráttarlaust hafnað á fundi allsherjarnefndar í kvöld...
Lesa meira

...Svo var að skilja að helsti vandi íslenskra stjórnmála væri
hve Vinstrihreyfingunni grænu framboði væru mislagðar hendur. Öðru
máli gegndi um ríkisstjórnina. Þar væri alveg sérstaklega gott
andrúmsloft enda hefði tekist náið samband með formönnum
Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar. Agnesi þótti það krúttlegt
að sjá þau hvíslast á Geir og Ingibjörgu Sólrúnu á Morgunblaðsmynd
í vikunni sem leið... Agnes Bragadóttir og Egill Helgason vilja að
Jón Bjarnason þegi... En skyldu þau sem eiga allt sitt undir góðu
heilbrigðiskerfi vilja þögn? Skyldi heilbrigðisstarfsfólk vilja
láta þagga niður í Jóni Bjarnasyni og öðrum sem setja fram
rökstudda gagnrýni og krefjast úrbóta...
Lesa meira
Birtist í Fréttablaðinu 3. des. 2007
"Hér er mikill ys og þys út af litlu tilefni," sagði Kristinn H.
Gunnarsson, formaður þingflokks Frjálslynda flokksins við umræður á
Alþingi um ný þingskaparlög sem gera ráð fyrir því að horfið verði
frá ótakmarkaðri umræðu við aðra og þriðju umræðu um lagafrumvörp.
Fyrir sitt leyti hafði þingflokkur VG minnt á að á undanförnum
tveimur áratugum hefði einvörðungu orðið verulega löng umræða um
EES samninginn, sem ýmsir töldu að stæðist ekki stjórnarskrá
Íslands, Kárahnjúkavirkjun, vatnalögin, einkarekinn upplýsingagrunn
um heilsufarsupplýsingar, einkavæðingu Landsímans og
hlutafélagavæðingu Ríkisútvarpsins...
Lesa meira

Ekki hefur það gerst í langan tíma að reynt sé að knýja fram
breytingar á þingskaparlögum í blóra við þingflokk á Alþingi...
Stjórnarmeirihlutinn hefur í ræðum á þingi um hið nýja frumvarp
haft á orði að það sé stjórnarandstöðunni fyrir bestu að kyngja
skertu málfrelsi og minna athagfnafrelsi í þinginu. "Umhyggja" af
þessu tagi kallast forræðishyggja og er ekki til eftirbreytni, ekki
síst þegar um er að ræða reglur sem gilda eiga um lýðræðið... Í dag
efndi þingflokkur VG til fundar með fréttamönnum til þess að koma
sjónarmiðum sínum á framfæri...
Lesa meira

Mest undrast ég þó hvað þessi flokkur er undarlega fljótur að
söðla um í skoðunum og afstöðu. Virðist alls ekki hafa átt erfitt
með að fylgja Íhaldinu inn á braut einkavæðingarinnar. Jafnvel í
heilbrigðiskerfinu! Ef til vill var þetta alltaf huganum kærast...
Þannig flögrar hin lífsglaða Samfylking frá einni sannfæringu til
annarrar. Allt eftir því hvað passar hverju sinni. Þetta má kalla
að vera léttur á hinum pólitíska fæti, að eiga auðvelt með að söðla
um. Sennilega er enginn vandi að gera það, ef menn eru smáir í sér,
fisléttir...
Lesa meira
Birtist í Fréttablaðinu 2.11.07
Valgerður Bjarnadóttir er komin inn á Alþingi sem varaþingmaður
fyrir Samfylkinguna. Hún er ein þeirra sem gagnrýnt hafa
Eftirlaunafrumvarpið illræmda sem skammtaði æðstu
embættismönnum ríkisins, alþingismönnum og síðast en ekki síst
ráðherrum lífeyrisréttindi langt umfram það sem almenningur í
landinu býr við. Þessi lög voru gagnrýnd harðlega á sínum tíma og á
Alþingi fékk frumvarpið þá einkunn af hálfu undirritaðs, að verið
væri að búa til "dollarabúð lífeyrisréttinda" og var þar
skírskotað til aðstæðna, sem sovéskur forréttindaaðall bjó við með
aðgangi að sérstökum dollarabúðum...
Lesa meira
Á fátæktinni fékk að kenna
og faðirinn snortin sari
Þá alvaran fór upp að renna
úr varð Gunnar Smári.
Þá sósíalisminn í sálina rann
er samhjálp kynntist drengur
Við kapítalisma ei kunni hann
enda kallaður alþýðu fengur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Engar vangaveltur voru um málið og þá hvort ekki hefði verið rétt að leyfa fólkinu að fara til síns heima eins og við hin gerum ef við smitumst af veirunni! Er það þá líka forréttindafrekja? Ferðamennirnir sem hingað komu vitandi um sóttkvíarskylduna færu síðan á hótel og greiddu þar að sjálfsögðu fyrir sig. Í fréttatíma Sjónvarps var ekki boðið upp á slíka málefnalega umfjöllun.
Fréttastofa sem setur málin svona fram í viðkvæmu deilumáli veldur ekki hlutverki sínu um að vera upplýsandi og málefnalegur miðill heldur kemur fram eins og dómgreindarlaus áróðursvél fyrir sjónarmið valdhafa.
Í þessum viðkæmu málum er beinlínis óábyrgt að ...
Sunna Sara
Lesa meira
Það var illa til fundið af Kára Stefánssyni í Kastljósi Sjónvarpsins að sveija á Brynjar Níelsson, alþingismann, og uppnefna hann fyrir að hafa vogað sér að fara til útlanda. Ef Brynjar Níelsson hlítir sóttvarnareglum á hann ekki að þurfa að sitja undir svívirðingum, hvorki af hálfu Kára Stefánssonar né annarra. Hvert stefnir þetta þjóðfélag okkar?
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Brynjar Trump brögðin kann
fátt bítur á guttann
Á sólarströnd nú situr hann
og sendir okkur puttann.
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Að standa í þessu er stöðugt puð,
styðjum við Frakka og Belga.
Við trúum á okkar evrópska guð,
inngöngu í sambandið helga.
Að sitja á þingi og sulla með leir,
sannleikann móta ég hálfan.
Þruglið úr höfðinu þoli ekki meir,
þess vegna kæri mig sjálfan.
Evrópu selja áfram völd,
engar leiðir góðar.
Braska þau á bakvið tjöld,
beygja stoðir þjóðar.
...
Kári
Lesa meira
Hælið fyrir ríka öskurapa: Öskur og hvæs taugatrekktra og ríkra í hátalarakerfi, gegn óþolandi kyrrð öræfa landsins og gegn kyrrlæti valdra náttúrudásemda, varð stofn að ríkiskynningu til erl.ferðamanna nýlega.”Þeir ríku gráta mest” er sagt, þeir búa oftast við sálarkvalir. Slíkt mannval er einmitt æskilegast gesta til landsins, peningar þeirra í boði. “ Komið og öskrið á kyrrðina” (gegn greiðslu), er því tilboð íslenskra stjórnvalda til ríkisfólks heimsins, þess sem oftast grætur í hjarta sér þótt úr gulli sé gert. Þekkingu á bágu sálarlífi auðmanna er vel til að dreifa á Íslandi, hana má fénýta alþjóðlega. “ Komið til Islands, grátið, gólið, hvæsið, öskrið að vild” og græjurnar eru til reiðu. Vonin er ...
Grímur
Lesa meira
Nú fer páska helgin í hönd
hér margir láta sig dreyma
Vandamál sjáum víða um lönd
verum öll dugleg heima.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Ég er sammála þér varðandi skynsemina, hún hlýtur að þurfa að fá að vera með. Ferðamálaráðherrann sem fór í partí með vinkonum sínum í miðju kófinu lætur nú loka annað fólk inni í hótelfangelsi og ríkisstjórn sem lætur milljarða í að auglýsa að fólk eigi að drífa sig til Íslands, lokar svo gestina inni í fangabúðum sem skattgreiðendur þurfa að borga fyrir. Eru engin takmörk? Var verið að tala um skynsemi eða kannski skort á henni? Auðvitað átti ekkert að auglýsa að fólk ætti að koma við þessar aðstæður! Og þarf ekki að ræða við ferðafyrirtækin sem auglýsa helgarferðir til að sjá eldgos? Hvernig væri að slá í einn fund í þjóðaröryggisráðinu þar sem þau sem í því sitja gætu tekið púls hvert á öðru? Það er orðið eitthvert skammhlaup í heilabúunum sýnist mér.
Sunna Sara
Lesa meira
Stjórnvöldin undir stórútgerð hlaða,
stórlega margt er fúið.
Fjárglæframenn valda feikna skaða,
færist á þjóðarbúið.
...
Kári
Lesa meira
Nú vorið nálgast bjart og hlýtt
Nú kemst ég brátt á sjóinn
Nú verður hér fleyi úr fjöru ýtt
Nú farinn er allur snjórinn.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Allt Frá lesendum