Stjórnmál 2007

Hafnfirðingar hafa nú sagt að þeir vilji öðlast hlut í Orkuveitu
Reykjavíkur og ganga þar með til samstarfs við OR í orkumálum. Með
þessu eru Hafnfirðingar að leggja áherslu á að þeir vilji að
orkumál verði algerlega á hendi opinberra aðila og er það pólitísk
afstaða sem VG og Samfylking sameinast um. Þetta er að mínum dómi
mikilvæg ákvörðun og vonandi vegvísir inn í framtíðina.
Vonandi mun Samfylkingin í Hafnarfirði íhuga stuðning við tillögur
sem Guðrún Ágústa hefur borið fram fyrir hönd VG í Hafnarfirði um
umfangsmiklar úrbætur á sviði velferðar-, skipulags- og
umhverfismála. Samfylkingin í Hafnarfirði hefur nú samþykkt...
Lesa meira

...
En á meðal annarra orða, hvað er það sem Sjálfstæðisflokkurinn
hefur gert svona afskaplega vel? Er Þorgerður Katrín að tala um
sölu SR-mjöls; hneykslið sem hlaut áfellisdóm Ríkisendurskoðunar?
Eða er hún að tala um einkavinavæðingu
ríkisbankanna eða sölu Pósts og síma? Er kannski verið að tala um
nýjasta afrekið, Þróunarfélagið á Keflavíkurflugvelli, þar sem
margt bendir til að stórfelld spilling sé til staðar, jafnvel hrein
og klár lögbrot? Þar stýrir Sjálfstæðisflokkurinn vissulega
för. Hann kann þetta segir varaformaður
Sjálfstæðisflokksins! Og Samfylkingin fær klapp á kollinn,
námsfús nemandi í Stjórnarráðinu í læri hjá hinum
kunnáttusama kennara. Skyldu kjósendur Samfylkingarinnar vera
...
Lesa meira

...Ég hef sannfæringu fyrir því að kröfur um frekari samdrátt
séu sjúkrahúsinu beinlínis hættulegar, auk þess sem ég hef fært
fyrir því rök að áframhaldandi niðurskurður sé til þess fallinn að
knýja heilbrigðiskerfið út í einkarekstur. Við lok umræðunnar á
Alþingi - undir þinglokin - óskaði ég eftir því að forsætisráðherra
svaraði fyrir stefnu stjórnarinnar í þessum efnum. Lítið var
á svörum hans að græða. Hann sakaði mig um útúrsnúninga og
kvað ummæli mín um störf framkvæmdastjóra SA á
Landsspítalanum vera einkar ósmekkleg án þess þó að færa
fyrir því málefnaleg rök. Röksemdum mínum svaraði hann ekki .
Lét nægja að beina að mér ásökunum.
Hvað Vilhjálm Egilsson áhrærir, kvaðst ég þekkja hann sem...
Lesa meira

Þinglokin voru söguleg að því leyti að í fyrsta sinn frá því ég
kom á Alþingi um miðjan tíunda áratuginn neitar
stjórnarmeirihlutinn að taka nokkuð tillit til stjórnarandstöðu.
Þannig hafði VG beint þeim tilmælum til oddvita
ríkisstjórnarflokkanna - og þá fyrst og fremst til
forsætisráðherrans - að til endurskoðunar yrði sú ákvörðun að
heimila heilbrigðisráðherra að ráða til starfa
forstjóra nýrrar söluskrifstofu heilbrigðismála á grundvelli
bráðabirgðaákvæðis í lögum um almannatryggingar...
Lesa meira

Fáheyrt er að reynt sé að gera viðamiklar breytingar á
þingskapalögum gegn mótmælum stærsta stjórnarandstöðuflokksins. VG
hefur margítrekað lýst vilja til breytinga á þingskapalögum og lagt
fram hugmyndir þess efnis, en jafnframt óskað eftir því að þingið
gefi sér rúman tíma til að ná niðurstöðu... Á þetta hefur hinn nýi
þingskapameirihluti ríkisstjórnarflokkanna, Framsóknarflokks og
Frjálslyndra ekki fallist og tekið höndum saman um að þvinga málið
í gegn með hraði. Öllum frekari viðræðum um útfærslur á frumvarpinu
var afdráttarlaust hafnað á fundi allsherjarnefndar í kvöld...
Lesa meira

...Svo var að skilja að helsti vandi íslenskra stjórnmála væri
hve Vinstrihreyfingunni grænu framboði væru mislagðar hendur. Öðru
máli gegndi um ríkisstjórnina. Þar væri alveg sérstaklega gott
andrúmsloft enda hefði tekist náið samband með formönnum
Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar. Agnesi þótti það krúttlegt
að sjá þau hvíslast á Geir og Ingibjörgu Sólrúnu á Morgunblaðsmynd
í vikunni sem leið... Agnes Bragadóttir og Egill Helgason vilja að
Jón Bjarnason þegi... En skyldu þau sem eiga allt sitt undir góðu
heilbrigðiskerfi vilja þögn? Skyldi heilbrigðisstarfsfólk vilja
láta þagga niður í Jóni Bjarnasyni og öðrum sem setja fram
rökstudda gagnrýni og krefjast úrbóta...
Lesa meira
Birtist í Fréttablaðinu 3. des. 2007
"Hér er mikill ys og þys út af litlu tilefni," sagði Kristinn H.
Gunnarsson, formaður þingflokks Frjálslynda flokksins við umræður á
Alþingi um ný þingskaparlög sem gera ráð fyrir því að horfið verði
frá ótakmarkaðri umræðu við aðra og þriðju umræðu um lagafrumvörp.
Fyrir sitt leyti hafði þingflokkur VG minnt á að á undanförnum
tveimur áratugum hefði einvörðungu orðið verulega löng umræða um
EES samninginn, sem ýmsir töldu að stæðist ekki stjórnarskrá
Íslands, Kárahnjúkavirkjun, vatnalögin, einkarekinn upplýsingagrunn
um heilsufarsupplýsingar, einkavæðingu Landsímans og
hlutafélagavæðingu Ríkisútvarpsins...
Lesa meira

Ekki hefur það gerst í langan tíma að reynt sé að knýja fram
breytingar á þingskaparlögum í blóra við þingflokk á Alþingi...
Stjórnarmeirihlutinn hefur í ræðum á þingi um hið nýja frumvarp
haft á orði að það sé stjórnarandstöðunni fyrir bestu að kyngja
skertu málfrelsi og minna athagfnafrelsi í þinginu. "Umhyggja" af
þessu tagi kallast forræðishyggja og er ekki til eftirbreytni, ekki
síst þegar um er að ræða reglur sem gilda eiga um lýðræðið... Í dag
efndi þingflokkur VG til fundar með fréttamönnum til þess að koma
sjónarmiðum sínum á framfæri...
Lesa meira

Mest undrast ég þó hvað þessi flokkur er undarlega fljótur að
söðla um í skoðunum og afstöðu. Virðist alls ekki hafa átt erfitt
með að fylgja Íhaldinu inn á braut einkavæðingarinnar. Jafnvel í
heilbrigðiskerfinu! Ef til vill var þetta alltaf huganum kærast...
Þannig flögrar hin lífsglaða Samfylking frá einni sannfæringu til
annarrar. Allt eftir því hvað passar hverju sinni. Þetta má kalla
að vera léttur á hinum pólitíska fæti, að eiga auðvelt með að söðla
um. Sennilega er enginn vandi að gera það, ef menn eru smáir í sér,
fisléttir...
Lesa meira
Birtist í Fréttablaðinu 2.11.07
Valgerður Bjarnadóttir er komin inn á Alþingi sem varaþingmaður
fyrir Samfylkinguna. Hún er ein þeirra sem gagnrýnt hafa
Eftirlaunafrumvarpið illræmda sem skammtaði æðstu
embættismönnum ríkisins, alþingismönnum og síðast en ekki síst
ráðherrum lífeyrisréttindi langt umfram það sem almenningur í
landinu býr við. Þessi lög voru gagnrýnd harðlega á sínum tíma og á
Alþingi fékk frumvarpið þá einkunn af hálfu undirritaðs, að verið
væri að búa til "dollarabúð lífeyrisréttinda" og var þar
skírskotað til aðstæðna, sem sovéskur forréttindaaðall bjó við með
aðgangi að sérstökum dollarabúðum...
Lesa meira
Talskona Pírata, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, sagði í útvarpsfréttum að vonandi yrði komandi þing gott og að menn færu ekki sð karpa um smámál og tók síðan andköf til að frábiðja “málþóf” og mátti skilja að þar vísaði hún í málflutning Miðflokksins um orkupakkann.
Mér þótt sá málflutningur góður en hinn slakur, svo ekki sé meira sagt, frá hendi Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar. Flokkur fólksins var í lagi framan af en lyppaðist síðan niður. Stjórnarflokkana...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Uppruni raforku á Íslandi er 57% jarðefnaeldsneyti, 34% kjarnorka og endurnýtanleg raforka einungis 9%. Þessi tilhögun og brask hjálpar umhverfissóðum að sýna hreinna bókhald.
Það sem ég velti fyrir mér, hver er ábyrgð íslenskra fyrirtækja sem selt hafa kjarnorkuveri upprunaábyrgð sem verður svo fyrir stórslysi, s.b. Tjernobil, er ekki eigandi upprunans sökudólgurinn eða ...
Rúnar Sveinjörnsson
Lesa meira
Þennan gamla þekkjum veg,
þreyttan sýna vanga.
Þú færð banka, þjóðgarð ég,
þannig skiptin ganga.
Ýmsa galla á því sé,
ætla að fylla á tanka.
Þegar vilja þvætta fé,
þá menn nota banka.
...
Kári
Lesa meira
Þegar græðir þjóðarbú,
þá við heimtum lykla.
Rán á banka ræðum nú,
reynsluna höfum mikla.
Tíminn þessi táknræni,
tækifæri í búskap.
Frelsi ásta og fjölkvæni,
fleiri en tveir í hjúskap.
...
Kári
Lesa meira
Bjarni selur bankann fljótt
bætir við fjölskyldu eignir
þó Engeyingarnir eigi gnótt
eflaust verða fegnir.
SA hagnaðist um fúlgur fjár
fljótlega kaupa því banka
En alþýðan sveltur og er sár
sé Drífu með þunga þanka.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ef að drýpur eitthvað smér,
öllu vill hún sanka.
Íslenska mafían ætlar sér,
eignarhald á banka.
Kári
Lesa meira
Trump er auðvitað skíthæll. Hlaut þó næstum helming atkvæða í kosningum. Lafir enn í embætti. “ Ákvörðun” netmiðla að loka fyrir munnræpu þessa forseta á vettvangi sinum er vel tekið af mörgum. Eftir stendur að lokunin er í raun pólitisk valdbeiting, sem nýta má í hvaða tilviki sem er. Hvaða raddir sem er má þannig þagga, falli þær ekki í kram ráðandi netmiðla. Þar er hætta búin ...
Nonni
Lesa meira
Aldnir upphefð alla þrá
ágætið sjálfir meta
Og fálkaorðuna vilja fá
allir þeir sem geta.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Landsmenn fagna nú lokast sárið
því loksins kláraðist ótuktar árið
sprautu víst fáum
bættan hag sjáum
og fljótlega líður frá Cóvíd fárið.
Ég óska öllum árið gott
eftir óþverra pestina
Kófinu nú komum á brott
og kjósum svo í restina.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Bönkum ræna bannsettu,
bófum auðinn fólu.
Ráðherra festa á rakettu,
reikna braut um sólu.
...
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum