Fara í efni

FORVAL Í DAG !!!


Í dag, laugardag, fer fram forval hjá Vinstrihreyfingunni Grænu framboði á höfuðborgarsvæðinu. Ég hvet alla félaga í VG á þessu svæði að nýta sér atkvæðisrétt sinn og taka þátt í að velja frambjóðendur fyrir alþingiskosningarnar næsta vor.
Kjörstaðir eru opnir frá 10 til 22.
Seltirningar og Reykvíkingar, aðrir en þeir sem búa í Árbæ, Grafarvogi og Grafarholti kjósi í Suðurgötu 3, Reykjavík.
Kópavogsbúar, Garðbæingar, Álftanesbúar og Hafnfirðingar, kjósi á Strandgötu 11 í Hafnarfirði.
Reykvíkingar sem búa í Árbæ, Grafarvogi og Grafarholti, Mosfellsbæingar og Kjalnesingar kjósi í Mosfellsbæ.
Vel kann að vera að einhver þátttakandi í forvalinu óski eftir að kjósa á öðrum kjörstað en þeim sem hér er tilgreindur. Sé svo skal atkvæði hans sett í umslag og kjósandinn látinn merkja yfir flipa umslagsins með nafni sínu og kennitölu. Litið verður á slíkt atkvæði sem utankjörfundaratkvæði.
Kosningavakan verður haldin í Iðnaðarmannasalnum, Skipholti 70, annað kvöld og opnar húsið klukkan hálf tíu.
Nánari upplýsingar eru á vefsíðu Vinstrihreyfingarinnar Græns framboðs:  http://www.vg.is/