Stjórnmál 2006
Vinstrihreyfingin grænt framboð mun nú fyrir áramótin skýra frá
tillögum kjörnefndar til uppstillingar á lista flokksins í komandi
alþingiskosningum. Efnt var til forvals í byrjun desember og á
grundvelli þess er síðan raðað upp á lista á kjördæmunum þremur á
höfuðborgarsvæðinu: Reykjavík suður, Reykjavík norður og í
Suðvestur kjördæmi, Kraganum sem svo er oft nefndur...Breytt
kjördæmaskipan kallar á nýja hugsun og vísar það skref sem Vinstri
græn á höfuðborgarsvæðinu hafa stigið með því að líta á
höfuðborgarsvæðið heildstætt inn í nýja framtíð...
Lesa meira
...Reglurnar skipta vissulega máli en hvað um sjálfan leikinn?
Er hann í lagi? Er í lagi að gera Landssíma Íslands að
fjárfestingarfyrirtæki sem þjónustar landsmenn í samræmi við þann
arð sem hvert viðvik gefur? Er í lagi að umbreyta þjóðfélagi
okkar og gefa það markaði og græðgi á hönd? Skiptir engu máli að í
landinu skuli nú stefna í átt til aukins misréttis, meðal annars
vegna einkavæðingarfársins? Skyldu fátækir landsmenn orna sér við
þá tilhugsun að milljarðamæringar maka nú krókinn sem aldrei fyrr?
Gæti verið að auk þess að tala um leikreglur ættu
fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Samfylkingar að
fara að dæmi okkar í Vinstrihreyfingunni grænu framboði og tala
líka um...
Lesa meira
...Þannig hefur Samfylkingin lýst vilja til að hafa umhverfis-
og náttúruverndarsjónarmið meira í hávegum og hefur þar verið vísað
í stefnumótunarplagg flokksins frá því í haust.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður
Samfylkingarinnar segir í viðtali sem birtist í Fréttablaðinu sl.
laugardag, undir fyrirsögninni, Nú skynja ég
erindið, að flokkur sinn sé "eini flokkurinn sem
hefur lagt fram skýrar tillögur til framtíðar um hvernig á að
takast á við umhverfismálin." Þetta eru undarleg ummæli þegar
horft er til þeirrar miklu vinnu og geysilegu áherslu sem
Vinstrihreyfingin grænt framboð hefur alla tíð lagt á umhverfismál.
VG hefur lagt fram kröfur, hugmyndir, stefnumótun á þessu sviði og
skoðað umhverfismálin frá öllum sjónarhornum: náttúrunni í nánd og
einnig í stærra samhengi, efnahagslífinu og byggða- og
samfélagsmálum. Látum vera að formaður Samfylkingarinnar lýsi
ánægju með stefnu síns flokks en slík sending til okkar í
Vinstrihreyfingunni grænu framboði þykir mér ekki beinlínis
vera í anda þeirrar víðsýni og þess
umburðarlyndis sem Ingibjörg Sólrún segist bera mjög fyrir
brjósti í umræddu viðtali. Auðvitað vilja allir
stjórnarandstöðuþingflokkarnir að þeir ...
Lesa meira
Birtist í Blaðinu 01.12.06.
...Íslendingar gleðjast jafnan þegar landinn gerir " það
gott". Það er út af fyrir sig prýðilegt. En við megum aldrei
gleyma því að það skiptir máli hvernig - það er að segja á hvern
hátt - við gerum það gott. Þetta snýst ekki um það eitt að maka
krókinn. Enda þótt tónn Birgis Ármannssoar sé oft tiltöllega mildur
og þýður - þá er það nú ekki alltaf svo. Hann þyrfti að taka sig á;
leggja eyrun niður við grasvörðinn og gerast eitt með því landi og
því samfélagi sem skóp hann. Þá mun hann skilja að hagsmunir okkar
sem þjóðar, sem samfélags, fara ekki endilega saman við hagsmni
auðmanna. Fjallræður peningamannsins eru ekki bestu vegvísar í
þessu...
Lesa meira
Í dag, laugardag, fer fram forval hjá Vinstrihreyfingunni Grænu
framboði á höfuðborgarsvæðinu. Ég hvet alla félaga í VG á
þessu svæði að nýta sér atkvæðisrétt sinn og taka þátt í að velja
frambjóðendur fyrir alþingiskosningarnar næsta vor.
Kjörstaðir eru opnir frá 10 til 22.
Seltirningar og Reykvíkingar, aðrir en þeir
sem búa í Árbæ, Grafarvogi og Grafarholti kjósi í Suðurgötu 3,
Reykjavík.
Kópavogsbúar, Garðbæingar, Álftanesbúar og
Hafnfirðingar, kjósi á Strandgötu 11 í Hafnarfirði.
Reykvíkingar sem búa í Árbæ, Grafarvogi og
Grafarholti, Mosfellsbæingar og Kjalnesingar kjósi í
Mosfellsbæ.
Vel kann að vera að einhver þátttakandi í
forvalinu óski eftir að kjósa á öðrum kjörstað en þeim sem hér er
tilgreindur. Sé svo skal...
Lesa meira
Birtist í Fréttablaðinu 30.12.06.
Hannes Hólmsteinn Gissurarson spyr í Fréttablaðsgrein 10. nóvember
síðastliðinn hvort Rousseau sé kominn í stað Marx í stjórnmál
samtímans, rómantíkerinn í stað efnishyggjumannsins. Báðir fá þeir
Rousseau og Marx slæma einkunn hjá háskólaprófessornum þótt hann
virðist kunna betur á bókhaldið en tilfinningarnar og eigi þar af
leiðandi auðveldara með að skilja efnishyggjumanninn Marx.
Hannesi Hólmsteini er nokkur vorkunn. Við lifum á tíma græðginnar.
Öll andmæli heita öfund, öll gagnrýni heitir að vera á móti! Annnað
hvort sem kommúnisti eða sem rómantíker. Þess vegna vísan í
Rousseau og Marx. Sá hópur fólks sem vill andæfa lífi í græðgi
hefur í dag "rangt fyrir sér". Þetta er samkvæmt boðendum
fagnaðarerindis óheftrar frjálshyggju "röng lífsskoðun". Getur
lífsskoðun nokkurn tímann verið "röng"? Þegar allt kemur til alls
snýst málið um hvernig...
Lesa meira
Laugardaginn 2. desember næstkomandi fer fram forval hjá
Vinstrihreyfingunni grænu framboði í Reykjavíkurkjördæmunum báðum
og Kraganum ( þ.e. Álftanesi, Garðabæ, Hafnarfirði, Kópavogi,
Mosfellsbæ og Seltjarnarnesi). Atkvæðagreiðslan fer fram
sameiginlega enda náðist samkomulag um að frambjóðendur yrðu allir
reiðubúnir að fara fram í því kjördæmi sem kjörstjórnin telur
heppilegast að viðkomandi fari fram. Reglur í prófkjörinu er þær
að allir sem hafa skráð sig í VG í þessum kjördæmum fram
til kl. 17:00 þann 25.nóvember, þ.e. næstkomandi laugardag, geta
tekið þátt í forvalinu. Hægt er að skrá sig á heimasíðu
flokksins, vg.is eða með því að smella á þetta netfang: http://www.vg.is/default.asp?page_id=6177
Þeir sem búa erlendis verða að óska eftir því að
fá sendan kjörseðil fyrir 24. nóvember. Það geta
þeir gert með því að senda tölvupóst á netfangið vg@vg.is.
Ég hvet stuðningsfólk VG til þess að ganga í flokkinn
fyrir þennan tíma - fyrir vikulokin - og taka þátt í því að
velja...
Lesa meira
Birtist í Morgunblaðinu 7.11.2006
Nokkrir listamenn hafa tekið undir með Þorgerði Katrínu
Gunnarsdóttur menntamálaráðherra og Páli Magnússyni útvarpsstjóra
um að nauðsyn beri til að gera Ríkisútvarpið að hlutafélagi. Þeir
telja að það geri stjórnun stofnunarinnar sveigjanlegri og megi með
því móti nýta fjármuni hennar betur. Þeir sem talað hafa þessu máli
telja sumir hverjir einnig vel koma til greina að Ríkisútvarpið
dragi sig út af auglýsingamarkaði. Allt á að vera hægt eftir að RÚV
er orðið hlutafélag...
Lesa meira
Birtist í Morgunblaðinu 1.11. 2006
Umræðan um hleranir á Íslandi á kaldastríðstímanum er fróðleg og
áhugaverð fyrir margra hluta sakir. Þannig er komið í ljós að símar
starfandi stjórnmálamanna voru hleraðir m.a. í tengslum við
Þorskastríðin og símar forystumanna í verkalýðshreyfingunni voru
hleraðir í tengslum við vinnudeilur! Það er ekki að undra að þeir
sem skipuðu sér í flokk með þeim sem sátu handan hlerunartækjanna
gerist nú sakbitnir og rói sumir lífróður til að finna sögulega
réttlætingu fyrir þessum mannréttindabrotum.
Lesa meira
... Jafnframt þótti augljóslega nauðsynlegt að reyna að drepa á
dreif gagnrýni sem fram hefur komið á tregðu Sjálfstæðisflokksins
við að upplýsa um njósnastarfsemi og mannréttindabrot sem framin
voru hér á landi á Kaldastríðstímanum.
Allt gekk eftir: Boðað var til fundar í Valhöll. Fjölmiðlar með RÚV
í broddi fylkingar mættu og síðan var messað um eldgömlu
málin og hina lúalegu aðför að Birni Bjarnasyni! Allt
síðan kórónað með frásögn fréttastofu Sjónvarps sem sagði okkur að
eins og glögglega mætti sjá á fundinum væri allt í lukkunnar
velstandi á milli þeIrra Geirs og Björns. En er allt í lukkunnar
velstandi á ...
Lesa meira
Talskona Pírata, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, sagði í útvarpsfréttum að vonandi yrði komandi þing gott og að menn færu ekki sð karpa um smámál og tók síðan andköf til að frábiðja “málþóf” og mátti skilja að þar vísaði hún í málflutning Miðflokksins um orkupakkann.
Mér þótt sá málflutningur góður en hinn slakur, svo ekki sé meira sagt, frá hendi Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar. Flokkur fólksins var í lagi framan af en lyppaðist síðan niður. Stjórnarflokkana...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Uppruni raforku á Íslandi er 57% jarðefnaeldsneyti, 34% kjarnorka og endurnýtanleg raforka einungis 9%. Þessi tilhögun og brask hjálpar umhverfissóðum að sýna hreinna bókhald.
Það sem ég velti fyrir mér, hver er ábyrgð íslenskra fyrirtækja sem selt hafa kjarnorkuveri upprunaábyrgð sem verður svo fyrir stórslysi, s.b. Tjernobil, er ekki eigandi upprunans sökudólgurinn eða ...
Rúnar Sveinjörnsson
Lesa meira
Þennan gamla þekkjum veg,
þreyttan sýna vanga.
Þú færð banka, þjóðgarð ég,
þannig skiptin ganga.
Ýmsa galla á því sé,
ætla að fylla á tanka.
Þegar vilja þvætta fé,
þá menn nota banka.
...
Kári
Lesa meira
Þegar græðir þjóðarbú,
þá við heimtum lykla.
Rán á banka ræðum nú,
reynsluna höfum mikla.
Tíminn þessi táknræni,
tækifæri í búskap.
Frelsi ásta og fjölkvæni,
fleiri en tveir í hjúskap.
...
Kári
Lesa meira
Bjarni selur bankann fljótt
bætir við fjölskyldu eignir
þó Engeyingarnir eigi gnótt
eflaust verða fegnir.
SA hagnaðist um fúlgur fjár
fljótlega kaupa því banka
En alþýðan sveltur og er sár
sé Drífu með þunga þanka.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ef að drýpur eitthvað smér,
öllu vill hún sanka.
Íslenska mafían ætlar sér,
eignarhald á banka.
Kári
Lesa meira
Trump er auðvitað skíthæll. Hlaut þó næstum helming atkvæða í kosningum. Lafir enn í embætti. “ Ákvörðun” netmiðla að loka fyrir munnræpu þessa forseta á vettvangi sinum er vel tekið af mörgum. Eftir stendur að lokunin er í raun pólitisk valdbeiting, sem nýta má í hvaða tilviki sem er. Hvaða raddir sem er má þannig þagga, falli þær ekki í kram ráðandi netmiðla. Þar er hætta búin ...
Nonni
Lesa meira
Aldnir upphefð alla þrá
ágætið sjálfir meta
Og fálkaorðuna vilja fá
allir þeir sem geta.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Landsmenn fagna nú lokast sárið
því loksins kláraðist ótuktar árið
sprautu víst fáum
bættan hag sjáum
og fljótlega líður frá Cóvíd fárið.
Ég óska öllum árið gott
eftir óþverra pestina
Kófinu nú komum á brott
og kjósum svo í restina.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Bönkum ræna bannsettu,
bófum auðinn fólu.
Ráðherra festa á rakettu,
reikna braut um sólu.
...
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum