Stjórnmál 2005
Gleðileg tíðindi fyrir Vinstrihreyfinguna grænt framboð voru
kynnt í fjölmiðlum í dag því fram kom í könnun sem Fréttablaðið
birti í dag að VG er í stórsókn. Nokkuð djúpt var á þessum fréttum
í frásögnum Ríkisútvarpsins í dag. RÚV sló því upp að
Sjálfstæðisflokkurinn bætti við sig fylgi en Samfylkingin tapaði
fylgi samkvæmt umræddri könnun. Kallaður var til
stjórnmálafræðingur frá háskólanum á Akureyri, Birgir Guðmundsson,
til að útskýra það fyrir hlustendum Ríkisútvarpsins hvort þetta
væri vegna formannaskipta í viðkomandi flokkum eða kannski alls
ekki vegna formannaskipta, sem Birgir hallaðist nú heldur að. Og
fréttastofan tók síðan kjarnan úr fréttinni saman og staðhæfði
eftir stjórnmálafræðingnum...
Lesa meira
Í umræðum á Alþingi sl. miðvikudag um lagafrumvarp sem heimilar ríkisstjórninni að kaupa eignarhlut sveitarfélaga í Landsvirkjun sagði Jón Bjarnason, þingmaður VG m.a.: “Nú hefur það komið fram m.a. hjá hæstv. iðnaðarráðherra Framsóknarflokksins og einnig líka núverandi formanni Sjálfstæðisflokksins að til stendur að einkavæða og selja orkufyrirtækin og þar með Landsvirkjun...." Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðarráðherra brást hin versta við og saðgist vilja koma því á framfæri “að það stendur ekki til að einkavæða orkufyrirtækin í landinu...Svo einfalt er það mál.”
Ja, skyldi þeta vera alveg svona einfalt mál? Sama Valgerður Sverrisdóttir tjáði sig nefnilega í Katljósþætti hinn 17. febrúar sl. um nákvænlega sama mál en komst að allt annarri niðurstöðu. Eða finnst lesendum þetta ekki nokkuð skýrt sbr. eftirfarandi...?
Lesa meira
...Fulltrúar Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs hafa ekki
tekið þátt í þessu leiðindasífri í garð borgarstjórans. Í VG höfum
við á að skipa úrvalssveit á lista fyrir komandi
borgarstjórnarkosningar. Það sem meira er, okkar frambjóðendur koma
til með að bera uppi málefni sem eru mikilvæg samfélaginu og eiga
erindi inn í samtíð og framtíð. Við skulum ræða við Steinunni
Valdísi og aðra félaga hennar í Samfylkingunni á grundvelli málefna
eins og við höfum reynt að gera hingað til. Gildir þá einu hverja
Samfylkingin kemur til með að velja á framboðslista sinn...
Lesa meira
Birtist í Morgunblaðinu 06.11.05.
Fimmtudaginn 3. nóvember skrifar Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, grein í Morgunblaðið undir fyrirsögninni Neyðaróp frá RÚV. Ég fæ ekki betur séð en Hjálmar Árnason sé með þessari grein að undirbúa svik Framsóknarflokksins við eigin samþykktir um að Ríkisútvarpið verði ekki gert að hlutafélagi...Á stjórnkerfi Ríkisútvarpsins þarf að gera ýmsar breytingar til úrbóta. Fram hafa komið sannfærandi tillögur í því efni án þess að orðið verði við kröfu markaðssinna um að færa Ríkisútvarpið upp á færiband til einkavæðingar. Væri ekki rétt að skoða þær...?
Lesa meira
Birtist í Morgunblaðinu 21.10.05
...Vel má vera að Samfylkingin telji það vera til vinsælda fallið á
21. öldinni, að gerast eins hægri sinnaður og hægri vængur
Sjálfstæðisflokksins. Þá hættir flokkurinn hins vegar að vera
félagshyggjuflokkur. Og fyrir okkur, sem horft höfum til
Samfylkingarinnar sem vænlegs samstarfsflokks í stjórnmálum, vakna
áleitnar spurningar.
Stjórnmálaflokkar verða að tala skýrt. Það gengur ekki fyrir
Samfylkinguna að láta sem flokkurinn sé þenkjandi á jafnaðarvísu um
leið og boðuð er grundvallarbreyting á samfélaginu í anda stækustu
peningafrjálshyggju. Slíkt kallast að bera kápuna á báðum öxlum.
Kemur fólki, sem stendur utan Samfylkingarinnar, það við hvernig
hún hugsar og talar? Í tvennum skilningi er svo...
Lesa meira
..Nú var úr vöndu að ráða fyrir ríkisstjórn sem staðráðin var í
því að hunsa þjóðarviljann. Eftir nokkra yfirlegu var brugðið á það
ráð að búa til sérstök Einkavæðingarfjárlög um ráðstöfun
símasilfursins. Í Einkavæðingarfjárlögunum skyldi aðeins vera að
finna vinsæl mál, engin kaup á sæti í öryggisráði SÞ þar, umdeildar
fjárveitingar til NATÓ eða annarra mála sem lítt eru til vinsælda
fallin. Slíkt skyldi vera í hinum hefðbundnu fjárlögum. Í
Einkavæðingarfjárlögunum ætti aðeins að vera sólskin og gleði.
Stjórnarmeirihlutinn tók að sjálfsögðu bakföll af hrifningu og
einskærri ánægju yfir gjafmildi ríkisstjórnarinnar. Margir
stjórnarandstöðumenn bitu einnig á agnið og fóru að ræða einstaka
efnisþætti fumvarpsins, þar á meðal fjárveitingar þingsins á
þarnæsta kjörtímabili! Þannig var ástandið innan veggja Alþingis í
gær...
Lesa meira
Birtist í Morgunblaðinu 13.09.05.
...Veltufé frá rekstri var 6.800 millj. kr. Þarna er því geysileg fjármunamyndun á ferðinni og hrikalegt til þess að hugsa að ríkisstjórnin skuli hafa tekið frá þjóðinni slíka gullkú...Ég efast um að nokkur maður trúi því að kaupendur Símans séu í góðgerðarstarfsemi; þeir hafi einfaldlega ekkert haft við 66,7 milljarða að gera og hafi viljað setja þá í uppbyggingu í þágu samfélagsins? Nei, þeir ætla að græða á Símanum. Auðvitað ætla þeir að ná hverri einustu krónu til baka frá notendum þjónustunnar og gott betur. Við munum borga ...
Lesa meira
Birtist í Blaðinu 07.09.05
Hvað skyldi Björgvin G. Guðmundsson nú segja um flokksfélaga sinn
Stefán J. Hafstein og yfirlýsingar hans um hugsanlegt samstarf við
Sjálfstæðisflokkinn en í viðtali við Blaðið viðraði hann
sjónarmið sín nýlega undir fyrirsögninni, "Sé
samstarfsmöguleika við Sjálfstæðismenn". Þar er Stefán Jón,
sem gjarnan vill verða borgarstjóri, spurður hvort hann sjái fyrir
sér samstarf við "sjálfstæðismenn, jafnvel
minnihlutastjórn?". Stefán Jón kveður vera flöt á slíku
og að... Mér sýnist hið pólitíska landakort vera að teiknast nokkuð
skýrt upp. Mér sýnist margt benda til þess að valkostir kjósenda
muni verða nokkuð skýrir í komandi borgarstjórnarkosningum. Þar
þarf enginn að velkjast í vafa um vilja VG til að efla
samfélagsþjónustuna, einvörðungu með hagsmuni borgarbúa í
huga. En ég er hræddur um að ...
Lesa meira
...Svo lengi sem stjórnmálaflokkar telja sig eiga sameiginlegan
samnefnara í almennri pólitík, vilja t.d. leggja áherslu á
félagslega þætti, gagnstætt sjónarmiðum, sem byggja á
módeli peningafrjálshyggju, eiga þeir tvímælalaust að lýsa því yfir
að þeir ætli að starfa saman að loknum kosningum...Um þetta fjallar
Helgi Guðmundsson í Frjálsum pennum hér á
síðunni í dag. Hann vísar m.a. í það sem hann kallar norsku
leiðina, og hvetur til þess að menn íhugi hana fyrir komandi
kosningar í Reykjavík. Helgi segir m.a. : "Vitlegt
upphaf kosningabaráttunnar fyrir R-listaflokkana
væri að fara norsku leiðina, lýsa því yfir að þeir hyggðu á
áframhaldandi samstarf þó þeir bjóði ekki fram saman eins og
síðustu ár. Þær ættu að koma sér saman um ákveðin megin málefni sem
þeir legðu áherslu á að vinna saman að. Kjósendur skilja vel að
flokkarnir vilji spreyta sig einir - sjá hvernig þeir standa og
semja svo á grundvelli þess styrks sem þeir fá í kosningunum.
Umfram allt eiga flokkarnir að ganga hreint til verks við
kjósendur, segja þeim að ekki standi til að taka upp sama makkið í
borgarstjórn og gert er við myndun ríkisstjórna heldur þvert á
móti...
Lesa meira
Ísland bráðvantar vinstri stjórn; ríkisstjórn sem af alefli
beitir sér fyrir því að koma á jöfnuði í landinu og útrýma því
misrétti sem fylgt hefur ríkisstjórnum Sjálfstæðisflokksins frá því
hann komst til valda árið 1991. Það er rétt sem Hrafnkell
A. Jónsson, héraðsskjalavörður á Egilsstöðum og fyrrum
verkalýðsforkólfur með meiru, segir í grein í
Blaðinu 11. júlí sl., að "þær kynslóðir sem
eru að vaxa úr grasi í dag hafa aldrei búið undir vinstri
stjórn..." Eftirfarandi er líka eflaust rétt eftir haft hjá
Björgvin Guðmundssyni, sem segir í upphafsorðum
greinar á vísir.is, sem einnig birtist sem leiðari
Fréttablaðsins 25. júlí sl...
Vandinn er sá að báðir reynast þessir ágætu menn, Hrafnkell og
Björgvin, vafasamir sagnfræðingar og báðir komast þeir að mínu mati
að röngum niðurstöðum...
Lesa meira
Á fátæktinni fékk að kenna
og faðirinn snortin sari
Þá alvaran fór upp að renna
úr varð Gunnar Smári.
Þá sósíalisminn í sálina rann
er samhjálp kynntist drengur
Við kapítalisma ei kunni hann
enda kallaður alþýðu fengur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Engar vangaveltur voru um málið og þá hvort ekki hefði verið rétt að leyfa fólkinu að fara til síns heima eins og við hin gerum ef við smitumst af veirunni! Er það þá líka forréttindafrekja? Ferðamennirnir sem hingað komu vitandi um sóttkvíarskylduna færu síðan á hótel og greiddu þar að sjálfsögðu fyrir sig. Í fréttatíma Sjónvarps var ekki boðið upp á slíka málefnalega umfjöllun.
Fréttastofa sem setur málin svona fram í viðkvæmu deilumáli veldur ekki hlutverki sínu um að vera upplýsandi og málefnalegur miðill heldur kemur fram eins og dómgreindarlaus áróðursvél fyrir sjónarmið valdhafa.
Í þessum viðkæmu málum er beinlínis óábyrgt að ...
Sunna Sara
Lesa meira
Það var illa til fundið af Kára Stefánssyni í Kastljósi Sjónvarpsins að sveija á Brynjar Níelsson, alþingismann, og uppnefna hann fyrir að hafa vogað sér að fara til útlanda. Ef Brynjar Níelsson hlítir sóttvarnareglum á hann ekki að þurfa að sitja undir svívirðingum, hvorki af hálfu Kára Stefánssonar né annarra. Hvert stefnir þetta þjóðfélag okkar?
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Brynjar Trump brögðin kann
fátt bítur á guttann
Á sólarströnd nú situr hann
og sendir okkur puttann.
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Að standa í þessu er stöðugt puð,
styðjum við Frakka og Belga.
Við trúum á okkar evrópska guð,
inngöngu í sambandið helga.
Að sitja á þingi og sulla með leir,
sannleikann móta ég hálfan.
Þruglið úr höfðinu þoli ekki meir,
þess vegna kæri mig sjálfan.
Evrópu selja áfram völd,
engar leiðir góðar.
Braska þau á bakvið tjöld,
beygja stoðir þjóðar.
...
Kári
Lesa meira
Hælið fyrir ríka öskurapa: Öskur og hvæs taugatrekktra og ríkra í hátalarakerfi, gegn óþolandi kyrrð öræfa landsins og gegn kyrrlæti valdra náttúrudásemda, varð stofn að ríkiskynningu til erl.ferðamanna nýlega.”Þeir ríku gráta mest” er sagt, þeir búa oftast við sálarkvalir. Slíkt mannval er einmitt æskilegast gesta til landsins, peningar þeirra í boði. “ Komið og öskrið á kyrrðina” (gegn greiðslu), er því tilboð íslenskra stjórnvalda til ríkisfólks heimsins, þess sem oftast grætur í hjarta sér þótt úr gulli sé gert. Þekkingu á bágu sálarlífi auðmanna er vel til að dreifa á Íslandi, hana má fénýta alþjóðlega. “ Komið til Islands, grátið, gólið, hvæsið, öskrið að vild” og græjurnar eru til reiðu. Vonin er ...
Grímur
Lesa meira
Nú fer páska helgin í hönd
hér margir láta sig dreyma
Vandamál sjáum víða um lönd
verum öll dugleg heima.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Ég er sammála þér varðandi skynsemina, hún hlýtur að þurfa að fá að vera með. Ferðamálaráðherrann sem fór í partí með vinkonum sínum í miðju kófinu lætur nú loka annað fólk inni í hótelfangelsi og ríkisstjórn sem lætur milljarða í að auglýsa að fólk eigi að drífa sig til Íslands, lokar svo gestina inni í fangabúðum sem skattgreiðendur þurfa að borga fyrir. Eru engin takmörk? Var verið að tala um skynsemi eða kannski skort á henni? Auðvitað átti ekkert að auglýsa að fólk ætti að koma við þessar aðstæður! Og þarf ekki að ræða við ferðafyrirtækin sem auglýsa helgarferðir til að sjá eldgos? Hvernig væri að slá í einn fund í þjóðaröryggisráðinu þar sem þau sem í því sitja gætu tekið púls hvert á öðru? Það er orðið eitthvert skammhlaup í heilabúunum sýnist mér.
Sunna Sara
Lesa meira
Stjórnvöldin undir stórútgerð hlaða,
stórlega margt er fúið.
Fjárglæframenn valda feikna skaða,
færist á þjóðarbúið.
...
Kári
Lesa meira
Nú vorið nálgast bjart og hlýtt
Nú kemst ég brátt á sjóinn
Nú verður hér fleyi úr fjöru ýtt
Nú farinn er allur snjórinn.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Allt Frá lesendum