Stjórnmál 2004

Kannast menn við Berlusconi ástandið?

Munið eftir Berslusconi veldinu spurði Hjálmar og hvessti sig mjög. Samlíkingin átti væntanlega að vera við eigendur Baugs hér á Íslandi. En samlíkingin hlýtur að ganga lengra því Berlusconi er ekki aðeins auðjöfur heldur einnig forsætisráðherra Ítalíu. Á þinginu hefur hann beitt sér fyrir lagasetningu sem tryggir honum margvísleg sérréttindi í ítölsku samfélagi, þar með ítölskum fjölmiðlum þar sem ...

Lesa meira

Frjálshyggjan: kenning og framkvæmd

Þorsteinn Siglaugsson

skrifar mér athyglisvert bréf,  sem birtist hér á lesendasíðunni í dag. Það er ekki að ástæðulausu að ég hef áður vísað í Þorstein Siglaugsson, sem á meðal hinna  "rökvísustu forsvarsmanna frjálshygjunnar og Sjálfstæðisflokksins". Þorsteinn er að bregðast við blaðagrein, sem ég skrifaði í Morgunblaðið fyrir skömmu og er einnig að finna hér á síðunni. ( Verslunarráðið brillerar aftur - og aftur). Ég hvet menn til þess að lesa greiningu Þorsteins...

Lesa meira

Er Fréttablaðið ósátt við tyggigúmmíkenninguna?

Í dag birtist grein eftir mig í Fréttablaðinu. Að mér forspurðum var greinin stytt, bæði fyrirsögn og sjálfur textinn. Greinin var vel innan þeirra lengdarmarka sem yfirleitt er á greinum af þessu tagi. Það vakti athygli mína að sá hluti textans sem var fjarlægður lýtur að Framsóknarflokknum og vilja hans til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn. Hef ég sett fram þá kenningu að Sjálfstæðisflokkurinn gæti ekki losnað úr samstarfinu við Framsókn jafnvel þótt vilji stæði til þess. Þessi kenning hefur verið kennd við tyggigúmmií. Hún kann að vera röng að mati Fréttablaðsins. En jafnvel þótt svo sé er óþarfi að fjarlægja hana... Lesa meira

Rætt um árangur í Reykjavík

Það var lofsvert framtak af Reykjavíkurfélagi VG að efna til þessa fundar. Það er ljóst að mörg verkefni bíða R-listans og vissulega fannst mörgum fundarmönnum of hægt ganga í ýmsum efnum. En jafnframt urðu þeir margs vísari um það mikla og lofsverða starf sem fulltrúar VG vinna í borginni og þann árangur sem þeir hafa náð í starfi sínu. Þegar...

Lesa meira

Hver má tala um SPRON?

Nú er komið á daginn að ekki verður hægt að ná saman fundi í Efnahags- og viðskiptanefnd þingsins um málefni sparisjóðanna  fyrir þingbyrjun vegna deilna um hver sé hæfur og hver vanhæfur til að fjalla um málið. Í hnotskurn snýst málið um að formaður nefndarinnar Pétur H. Blöndal er sjálfur...

Lesa meira

Frá lesendum

,,HERINN BURT‘‘

Herinn sig hafði burt
hann er kominn aftur
Verður víst um kurt 
sá vandræða raftur.

Vinstri græn virðast nú
vera á undanhaldinu
því leiðitöm og liðleg frú
er liðhlaupi hjá Íhaldinu.

Hörmuleg er andskotans hítin

hér borga eigum íhaldsskítinn
um þetta yrki
lokunarstyrki
er ríkistjórnin eitthvað skrítin?
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.

Lesa meira

HÆGRI KRATAR VINSTRA MEGIN VIÐ VG?

Smáfrétt var nýlaga laumað út um að 21 ma mundi Pentagon verja í fyrsta áfanga stríðsundirbúnings á Vellinum. IAV strax valið í 6 ma verk- hlutann, aftur mætt í hermangið. VG er afar lúpulegt í meðvirkni sinni. Mjög er fyndin vöktun umhverfis þeirra, sem látast ekki sjá, að blásið er nú í herlúður af kjarnorkutröllum. Blástur úr beljurassi er áhyggjuefnið. Svo illa er komið fyrir eldri málefna- skrá VG að vandséð er, á hvaða grunni það appírat stendur nú. Svo langt er gengið að VG blasir við sem tannlaust viðrini, reikult sem ...
Nonni

Lesa meira

STARFSLOKAFRUMVARP VONT FYRIR VINNUSTAÐINN

Algerlega er ég sammála þér Ögmundur að með afnámi 70-ára starfslokareglu hjá ríki og sveitarfélögum er verið að gera vinnustöðum, stjórnendum þar og vinnuandanum illt með þessu frumvarpi sem þú vísar í hér á síðunni. Þetta er vanhugsað. Ég þekki þetta af eigin raun sem stjórnandi á vinnustað sem er umhugað um góðan starfsanda.
Forstöðumður 

Lesa meira

MÓÐIR REIÐIST RÍKISSTJÓRN

Í morgun hlustaði ég á forsætisráðherrann tala í útvarpi um afstöðu ríkisstjórnarinnar til sóttvarnaraðgerða. Henni fannst allt vera rétt gert. Allt bara tilmæli, ekki bönn. En það eru ekki einu sinni tilmæli til þeirra sem reka viðbjóðslega spilakassa um að loka þeim. Aðstandendur spilafíkla hafa þó grátbeðið um að “góðgerðafélögin” verði skikkuð til að loka. Nei, aldeilis ekki! Ríkisstjórnin hefur meira að segja fyrir því að breyta reglum frá í vor til að undanskilja spilakassaútgerðina timælum sínum. Ég á dóttur sem þessir kassar hafa eyðilagt. Þess vegna vil ég tala tæpitungulaust við ykkur sem stjórna hér. Í mínum augum eruð þið vesalingar.
Móðir spilafíkils

Lesa meira
Allt Frá lesendum

Fréttabréf

 

Frjálsir pennar

Egill Einarsson skrifar: ÞANKAR Í FRAMHALDI AF SKRIFUM UM KNÚNINGSVÉL KAPÍTALISMANS

Gott dæmi um það sem fram kemur í greinnni er áform um byggingu verksmiðju hér á lamdi til að fanga 10 millj. tonn af koltvísýringi úr andrúmsloftinu og framleiða úr honum 300 þús. tonn af umhverfisvænu eldsneyti. Þessi fjárfesting upp á 140 milljarða kr. á að skila arði en hvernig? Með því að selja til aðila sem fá frádrátt frá sköttum með því að nota umhverfisvænt eldsneyti. En er þetta umhverfinu í hag? Koltvísýringurinn sem er fangaður er losaður aftur út í andrúmsloftið við bruna. Sem sagt núll ávinningur. Kemur þetta í veg fyrir ...

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson skrifar: JOE BIDEN OPINSKÁR UM SÝRLANDSSTRÍÐIÐ

Nýr forseti sýnist hafa tryggt sér völd í Bandaríkjunum. Joe Biden var varaforseti BNA í stjórnartíð Baracks Obama. Af þessu tilefni er vert að rifja upp eitt atvik í afskiptum hans af utanríkismálum frá 2014. Nánar tiltekið fólust þau í greiningu á stríðinu í Sýrlandi sem ollu fjaðrafoki og móðguðu nokkra helstu bandamenn BNA í Miðausturlöndum. Joe Biden var ákafur og áhrifamikill stuðningsmaður innrásar í Írak 2003. En Íraksstríðið varð ...

Lesa meira

Kári skrifar: NOKKUR ORÐ UM AUÐLINDAMÁLIN

Í Fréttablaðinu birtist þann 29. október síðastliðinn grein eftir Þorstein Pálsson, fyrrum formann Sjálfstæðisflokksins. Greinin nefnist „Brexitáhrifin á Íslandi“. Þar ræðir hann Evrópumálin og Brexit. Greinin gleður eflaust hjörtu þeirra sem vilja afsala sér fullveldi Íslands og taka við sem flestum tilskipunum og reglugerðum frá ESB. Um það má segja að fólk hefur auðvitað frelsi til þess að hafa þá skoðun ...

Lesa meira

Grímur skrifar: BAKKABÖLIÐ VERÐUR BÆTT !

Bakkakrísan frá 2018 sem leiddi til stórstrands 2020 er mörgum áfall. En böl má bæta, enda er framkomið nýstofnað HER/ÓP hf, frumkvöðull. Ónothæft kísilver stendur ókeypis til boða á Bakka, dýrt tengt rafkerfi og mikið landrými, allt ókeypis og einkafnot af Bakkagöngum fylgja ásamt opinberum stofnstyrkjum. Afar LÍFRÆN ræktun á valmúa í 50 ha gróðurhúsum á ónýttum iðnaðarlóðum á Bakka er nýtt plan HER/ÓP HF með aðstoð séfræðinga frá Afganistan og víðar frá erlendis. HER/ÓP HF hyggst umbreyta ónýtu kísilveri í úrvinnslustöð á valmúa- afurðum. Könnun leiðir í ljós að ...

Lesa meira

Kári skrifar: HVAÐ ER ÞJÓÐAREIGN?

Meðal athugasemda sem komið hafa frá Feneyjarnefndinni, um fikt stjórnvalda við stjórnarskrána, er skilgreining á hugtakinu þjóðareign. Þar er bæði átt við skilgreiningu á hugtakinu sjálfu sem og tengsl þess við annan eignarrétt. Þetta eru réttmætar athugasemdir enda ljóst að skýr skilgreining hugtaksins er forsenda þess að þjóðareign njóti lögverndar. Reikul skilgreining býður þeirri hættu heim að dómarar beiti orðhengilshætti við túlkun hugtaksins og þykist ekki skilja það. Það er hins vegar reginvilla sumra lögfræðinga að hugtakið þjóðareign sé merkingarlaust. Árin fyrir hrunið var áberandi að fjölmiðlar og fleiri ...

Lesa meira
Allt Frjálsir pennar