Stjórnmál 2004

Á hvaða vegferð er Morgunblaðið?

Birtist í Morgunblaðinu 14.07.04.
Það er rétt hjá Morgunblaðinu, að endanlega eru það kosningar sem skipta máli fyrir gengi stjórnmálaflokka. Í aðdraganda kosninga er hins vegar háð kosningabarátta þar sem fjármunir ráða miklu og er frægt að endemum þegar auglýsingastofan sem hafði Framsóknarflokkinn til meðferðar fyrir síðustu kosningar fékk sérstök verðlaun fyrir það afrek að pranga flokknum inn á kjósendur. Auglýsingahönnuðir þóttu hafa unnið sérstakt afrek og sýnt ótrúlega hugmyndaauðgi við að skapa flokknum ímynd sem gengi í kjósendur. Spyrja má hvort það hafi verið ímynd Framsóknar sem var kosin eða sjálfur flokkurinn af holdi og blóði ...

Lesa meira

Er lýðræðið til trafala?

Menn ræða nú mikið um stjórnarskrána og rétt kjósenda til að kjósa. Guðlaugur Þór Þórðarson, alþingismaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn sagði í sjónvarpsviðtali í kvöld að með því að nýta stjórnarskrárákvæði um málskotsrétt væri forseti Íslands að gera landið óstjórnhæft. Hvað er hér átt við? Gengur málskotsrétturinn ekki út á að skjóta umdeildum málum til úrskurðar hjá þjóðinni í þjóðaratkvæðagreiðslu? Verður landið óstjórnhæft ef þjóðin kemur meira að ákvörðunum stórra mála? Á þingmaður Sjálfstæðisflokksins ef til vill við það að skapa þurfi ...

Lesa meira

Hver vægir og hvar er vitið?

Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson komu saman fram í fjölmiðlum sunnudagskvöldið 4. júlí til að (reyna að) skýra fyrir þjóðinni síðustu uppákomu hjá þeim tvímenningum, að þessu sinni fjölmiðlafrumvarpið í nýjum umbúðum en nánast sama frumvarp. HÁ vitnaði í gamla íslenska málsháttinn af þessu tilefni og sagði: "Sá vægir sem vitið hefur meira". Síðan hefur það verið viðfangsefni þjóðarinnar að reyna að átta sig á hver er að vægja og ekki er það mönnum síður ráðgáta að grafast fyrir um hvar vitið sé að finna í Stjórnarráði Íslands. Auðvitað þarf að...

Lesa meira

Seinheppinn Hjálmar eða illa upplýstur?

Á heimasíðu Framsóknarflokksins birtist í dag einkar athyglisverðar hugleiðingar formanns þingflokks Framsóknar, Hjálmars Árnasonar. Þar er fullyrt að aðeins eitt mál verði á dagskrá þingsins, lagasetning um þjóðaratkvæðagreiðslu. Gleymdi Halldór að upplýsa Hjálmar um nýja útspilið? Hjálmar segir orðrétt:  ,,Aðeins eitt mál er á dagskrá: Lagasetning um þjóðaratkvæðagreiðslu. Af orðræðum ýmsum má ætla

Lesa meira

Brellur Björns Bjarnasonar

Í ljósi þeirra atburða sem nú eru að gerast er vert að láta hugann reika aftur í tímann - ekki mjög langt - og gaumgæfa hvað ríkisstjórnin og einstakir ráðherrar hafa sagt að undanförnu. Hvað til dæmis með þessi ummæli Björns Bjarnasonar, dómsmálaráðherra á vefsíðu hans 3. júní síðastliðinn: "Hvað sem þessum skoðunum líður ... er ljóst, að sú skylda hvílir á okkur ráðherrum að framfylgja ákvæðum stjórnarskrárinnar og efna eins fljótt og kostur er til þjóðaratkvæðagreiðslu. Ég sé, að vísu, að Sigurður Líndal, fyrrverandi prófessor, sem helst hefur lagt sig fram um að lýsa yfir persónulegu valdi forseta til að skjóta málum til þjóðarinnar, lætur nú eins og alþingi geti bara breytt lögunum og þannig komist hjá því, að þjóðin segi álit sitt á þeim. Ef slíkum brellum yrði beitt, er ég hræddur um, að einvers staðar mundi heyrast hljóð úr horni". Úr hvaða horni Björn og gætirðu tjáð þig nánar um brellurnar?

Lesa meira

Eru fjölmiðlalögin stjórnarskrárbrots virði?

Birtist í Morgunblaðinu 01.07.04.
Nú spyr ég. Er þetta mál ekki útkljáð? Starfshópur sem skipaður er af hlutdrægum málsaðila, þeim sem vill setja atkvæðagreiðslunni skorður, kemst að þeirri niðurstöðu, að jafnvel þótt hann telji "rík efnisleg rök" fyrir slíku, þá sé það vafa undirorpið, "ekki vafalaust",  að slíkt stæðist stjórnarskrá. Hitt er augljóst að almennar kosningareglur, þar sem gildir einfaldur meirihluti, stæðist ótvírætt stjórnarskrána. Um það deilir enginn. Er ekki augljóst að við veljum þann kostinn? Ef menn síðan ...

Lesa meira

Söguskýring Halldórs Ásgrímssonar: "Það vildu allir fara á þingvöll 17. júní."

Formaður Framsóknarflokksins hlýtur að hafa slegið einhver met í söguskýringum í fréttaviðtölum í gær. Fernt  stendur upp úr. Í fyrsta lagi sú stórfenglega söguskýring að ekki hafi gefist tóm til að ganga frá stjórnarskrá því mönnum hafi legið svo á að komast á Þingvöll árið 1944! Þetta eru makalaus ummæli. Stjórnarskrárdrögin höfðu verið til ítarlegrar umfjöllunar í milliþinganefndum og á Alþingi áður en frá þeim var gengið. Í öðru lagi segir að vegna þess að enginn þingmaður hafi flutt tillögu um framkvæmd kosninga "sannar það" samkvæmt fullyrðingu Halldórs...

Lesa meira

Er ríkisstjórnin að fara á taugum eða er hún bara á móti lýðræði?

Davíð

er löngu hættur að koma á óvart. Líka Halldór. Þeir tveir eru eins útreiknanlegir og Baldur og Konni voru á sinni á tíð; mjög samrýmdir og töluðu alltaf einum rómi. Geir H. Haarde, fjármálaráðherra hefur hins vegar óneitanlega komið ögn á óvart. Fram til þessa hefur hann nefnilega yfirleitt komið fram af yfirvegun. Nú talar hann af offorsi fyrir takmörkun á rétti þjóðarinnar til að útkljá mál í þjóðaratkvæðagreiðslu. Geir kom fram í sjónvarpi í kvöld, miðaði og skaut - sjálfan sig beint í fótinn. Geir H Haarde sagði að...

Lesa meira

Hvað er framundan?

Það vekur óneitanlega athygli hve samdóma álit það er manna á meðal að núverandi ríkisstjórn sé komin að fótum fram. Það er óalgengt um rúmlega ársgamla stjórn að á hana sé litið sem háaldraða. Í dag skrifar Steingrímur Ólafsson athyglisverðar vangaveltur í frjálsum pennum um hvað hann telji æskilegt að taki við að afloknum næstu kosningum. Steimgrímur er fyrrverandi formaður VG í Reykjavík og talar án efa fyrir munn mjög margra. Væru stjórnarandstöðuflokkarnir tilbúnir að mynda kosningabandalag í komandi kosningum spyr Streingrímur. Sjálfur er hann þeirrar skoðunar og spyr hann mig um afstöðu mína til þessa. Þessu er auðsvarað af minni hálfu. Allar götur frá því ég...

Lesa meira

Að gera einfalda hluti flókna

Birtist í Morgunblaðinu 12.06.04.
Á margumtöluðum fundi fulltrúa stjórnarandstöðuflokkanna sl. þriðjudag með oddvitum ríkisstjórnarflokkanna var fyrirhuguð þjóðaratkvæðagreiðsla á dagskrá. Fyrir stjórnarandstöðunni vakti það fyrst og fremst að tryggja breiða samstöðu um framkvæmd atkvæðagreiðslunnar. Umræður hófust um málið, rætt um það hvenær þing kæmi saman og hvort hægt væri að ná samkomulagi um hversu lengi það skyldi standa. Í framhaldinu var á það bent að það hlyti að vera ...

Lesa meira

Frá lesendum

,,HERINN BURT‘‘

Herinn sig hafði burt
hann er kominn aftur
Verður víst um kurt 
sá vandræða raftur.

Vinstri græn virðast nú
vera á undanhaldinu
því leiðitöm og liðleg frú
er liðhlaupi hjá Íhaldinu.

Hörmuleg er andskotans hítin

hér borga eigum íhaldsskítinn
um þetta yrki
lokunarstyrki
er ríkistjórnin eitthvað skrítin?
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.

Lesa meira

HÆGRI KRATAR VINSTRA MEGIN VIÐ VG?

Smáfrétt var nýlaga laumað út um að 21 ma mundi Pentagon verja í fyrsta áfanga stríðsundirbúnings á Vellinum. IAV strax valið í 6 ma verk- hlutann, aftur mætt í hermangið. VG er afar lúpulegt í meðvirkni sinni. Mjög er fyndin vöktun umhverfis þeirra, sem látast ekki sjá, að blásið er nú í herlúður af kjarnorkutröllum. Blástur úr beljurassi er áhyggjuefnið. Svo illa er komið fyrir eldri málefna- skrá VG að vandséð er, á hvaða grunni það appírat stendur nú. Svo langt er gengið að VG blasir við sem tannlaust viðrini, reikult sem ...
Nonni

Lesa meira

STARFSLOKAFRUMVARP VONT FYRIR VINNUSTAÐINN

Algerlega er ég sammála þér Ögmundur að með afnámi 70-ára starfslokareglu hjá ríki og sveitarfélögum er verið að gera vinnustöðum, stjórnendum þar og vinnuandanum illt með þessu frumvarpi sem þú vísar í hér á síðunni. Þetta er vanhugsað. Ég þekki þetta af eigin raun sem stjórnandi á vinnustað sem er umhugað um góðan starfsanda.
Forstöðumður 

Lesa meira

MÓÐIR REIÐIST RÍKISSTJÓRN

Í morgun hlustaði ég á forsætisráðherrann tala í útvarpi um afstöðu ríkisstjórnarinnar til sóttvarnaraðgerða. Henni fannst allt vera rétt gert. Allt bara tilmæli, ekki bönn. En það eru ekki einu sinni tilmæli til þeirra sem reka viðbjóðslega spilakassa um að loka þeim. Aðstandendur spilafíkla hafa þó grátbeðið um að “góðgerðafélögin” verði skikkuð til að loka. Nei, aldeilis ekki! Ríkisstjórnin hefur meira að segja fyrir því að breyta reglum frá í vor til að undanskilja spilakassaútgerðina timælum sínum. Ég á dóttur sem þessir kassar hafa eyðilagt. Þess vegna vil ég tala tæpitungulaust við ykkur sem stjórna hér. Í mínum augum eruð þið vesalingar.
Móðir spilafíkils

Lesa meira
Allt Frá lesendum

Fréttabréf

 

Frjálsir pennar

Egill Einarsson skrifar: ÞANKAR Í FRAMHALDI AF SKRIFUM UM KNÚNINGSVÉL KAPÍTALISMANS

Gott dæmi um það sem fram kemur í greinnni er áform um byggingu verksmiðju hér á lamdi til að fanga 10 millj. tonn af koltvísýringi úr andrúmsloftinu og framleiða úr honum 300 þús. tonn af umhverfisvænu eldsneyti. Þessi fjárfesting upp á 140 milljarða kr. á að skila arði en hvernig? Með því að selja til aðila sem fá frádrátt frá sköttum með því að nota umhverfisvænt eldsneyti. En er þetta umhverfinu í hag? Koltvísýringurinn sem er fangaður er losaður aftur út í andrúmsloftið við bruna. Sem sagt núll ávinningur. Kemur þetta í veg fyrir ...

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson skrifar: JOE BIDEN OPINSKÁR UM SÝRLANDSSTRÍÐIÐ

Nýr forseti sýnist hafa tryggt sér völd í Bandaríkjunum. Joe Biden var varaforseti BNA í stjórnartíð Baracks Obama. Af þessu tilefni er vert að rifja upp eitt atvik í afskiptum hans af utanríkismálum frá 2014. Nánar tiltekið fólust þau í greiningu á stríðinu í Sýrlandi sem ollu fjaðrafoki og móðguðu nokkra helstu bandamenn BNA í Miðausturlöndum. Joe Biden var ákafur og áhrifamikill stuðningsmaður innrásar í Írak 2003. En Íraksstríðið varð ...

Lesa meira

Kári skrifar: NOKKUR ORÐ UM AUÐLINDAMÁLIN

Í Fréttablaðinu birtist þann 29. október síðastliðinn grein eftir Þorstein Pálsson, fyrrum formann Sjálfstæðisflokksins. Greinin nefnist „Brexitáhrifin á Íslandi“. Þar ræðir hann Evrópumálin og Brexit. Greinin gleður eflaust hjörtu þeirra sem vilja afsala sér fullveldi Íslands og taka við sem flestum tilskipunum og reglugerðum frá ESB. Um það má segja að fólk hefur auðvitað frelsi til þess að hafa þá skoðun ...

Lesa meira

Grímur skrifar: BAKKABÖLIÐ VERÐUR BÆTT !

Bakkakrísan frá 2018 sem leiddi til stórstrands 2020 er mörgum áfall. En böl má bæta, enda er framkomið nýstofnað HER/ÓP hf, frumkvöðull. Ónothæft kísilver stendur ókeypis til boða á Bakka, dýrt tengt rafkerfi og mikið landrými, allt ókeypis og einkafnot af Bakkagöngum fylgja ásamt opinberum stofnstyrkjum. Afar LÍFRÆN ræktun á valmúa í 50 ha gróðurhúsum á ónýttum iðnaðarlóðum á Bakka er nýtt plan HER/ÓP HF með aðstoð séfræðinga frá Afganistan og víðar frá erlendis. HER/ÓP HF hyggst umbreyta ónýtu kísilveri í úrvinnslustöð á valmúa- afurðum. Könnun leiðir í ljós að ...

Lesa meira

Kári skrifar: HVAÐ ER ÞJÓÐAREIGN?

Meðal athugasemda sem komið hafa frá Feneyjarnefndinni, um fikt stjórnvalda við stjórnarskrána, er skilgreining á hugtakinu þjóðareign. Þar er bæði átt við skilgreiningu á hugtakinu sjálfu sem og tengsl þess við annan eignarrétt. Þetta eru réttmætar athugasemdir enda ljóst að skýr skilgreining hugtaksins er forsenda þess að þjóðareign njóti lögverndar. Reikul skilgreining býður þeirri hættu heim að dómarar beiti orðhengilshætti við túlkun hugtaksins og þykist ekki skilja það. Það er hins vegar reginvilla sumra lögfræðinga að hugtakið þjóðareign sé merkingarlaust. Árin fyrir hrunið var áberandi að fjölmiðlar og fleiri ...

Lesa meira
Allt Frjálsir pennar