Stjórnmál 2004

Gildir það líka í Framsókn, Geir?

Geir H Haarde, fjármálaráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, sat undir nokkurri orrahríð eftir að hann skipaði Jón Steinar Gunnlaugsson í stöðu hæstaréttardómara. Geir sagði við það tækifæri að hann kippti sér ekki upp við þessa gagnrýni enda næðu menn ekki langt í stjórnmálum ef þeir ekki þyrðu að standa á sannfæringu sinni. Er það virkilega svo í Sjálfstæðisflokknum að vísasta leiðin til að ná frama í þeim flokki sé að segja aldrei skilið við hugsjónir og sannfæringu? Er þetta kannski líka reglan í Framsóknarflokknum? Höfðu menn þar á bæ ef til vill áhyggjur af því að hugsjónaeldurinn í Kristni H. Gunnarssyni væri að kulna og þess vegna gæti hann ekki lengur sinnt trúnaðarstörfum fyrir flokkinn? Lesa meira


Um mann og stól

Og er þá komið að því að spyrja hvort það skipti einhverju máli að þeir víxli stólum Davíð og Halldór? Í öllum höfuðdráttum skiptir þetta engu meginmáli. Ef Halldór Ásgrímsson hefði verið félagshyggjumaður eins og ýmsir fyrri formenn flokksins hefðu spennandi tímar verið í vændum. Það eina sem í raun vekur spurningar er hvernig Sjálfstæðisflokknum muni takast að nýta sér ást Halldórs á stól forsætisráðherra. Því er ekki að leyna að nokkurn óhug setur að mönnum yfir því hve  langt Halldór Ásgrímsson hefur verið reiðubúinn að ganga til að komast í stól forsætisráðherra. Yfirlýsingar hans um Evrópusambandið nú síðustu daga eru án efa ...

Lesa meira

Þyrftu póltíkusar að vera betur að sér í hagfræði?

Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra,

brást fremur önuglega við þeim ummælum Tryggva Þórs Herbertssonar, forstöðumanns Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands að skera þurfi niður ríkisútgjöld til að mæta boðuðum skattalækkunum og að rétt væri að líta þar sérstaklega til utanríkisþjónustunnar. Þetta er fullkomlega réttmætt sjónarmið hjá Tryggva Þór og ekkert við það að athuga að hann viðri þessa skoðun sína. En af þessu tilefni sagði Halldór Ásgrímsson (sjá Mbl. 11.sept): "Ég ætla að biðja hagfræðinga um eitt: að vera frekar í hagfræði en pólitík". Og utanríkisráðherra sagði að...

Lesa meira

Beðið eftir "réttu" aðilunum

Framsókn hefur jafnan haft næmt auga fyrir því að fá pólitískan ávinning út úr sölu ríkiseigna

. Alræmdust var sala bankanna hvað þetta snertir. Í stað þess að bjóða þá út á hlutabréfamarkaði krafðist flokkurinn þess að gengið yrði til samninga við svokallaða kjölfelstufjárfesta. Allir sáu hvað hékk á spýtunni eftir að fyrirtæki, sem kennd hafa verið við Framsóknarflokkinn og með marga helstu forkólfa hans innanborðs, höfðu klófest annan ríkisbankann og hagnast um milljarða á kostnað skattborgaranna. Nú er Framsókn greinlega farin að stúdera hvern pólitískan ávinning hún getur haft út úr sölu Landssímans...

Lesa meira

Jón Baldvin Hannibalsson hótar endurkomu

Fyrrverandi formaður Alþýðuflokksins og núverandi sendiherra Íslands í Helsinki í Finnlandi, mætir nú í hvert viðhafnarviðtalið á fætur öðru, nú síðast um helgina í Fréttablaðið, og hótar því að hefja að nýju þátttöku í íslenskum stjórnmálum. Reyndar er hann þegar kominn inn á fullu gasi. Og hvar skyldi Jón Baldvin Hannibalsson fyrst bera niður? Jú, það er áminningarfrumvarp Geirs H. Haarde, fjármálaráðherra, sem þessi tilvonandi alþingismaður staðnæmist fyrst við. Eins og menn rekur eflaust minni til gengur þetta frumvarp út á það að hægt verði að segja starfsfólki.upp skýringalaust. Um þetta segir þessi fyrrverandi Alþýðuflokksformaður og núverandi Samfylkingarmaður...

Lesa meira

Er það rétt hjá Morgunblaðinu að allar umbætur komi að utan?

Leiðari Morgunblaðsins í dag ber yfirskriftina Umbætur að utan. Í leiðaranum er vitnað í Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra, sem í vikunni lagði fram á ríkisstjórnarfundi ramma fyrir framhald samningaviðræðna um viðskipti á vegum Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar, svonefndra Doha-viðræðna. Í viðtali við Morgunblaðið hafði Halldór Ásgrímsson sagt...

Lesa meira

Nú reynir á anda laganna

Stjórnarandstaðan kom fram sem órofa heild í fjölmiðlamálinu og stóð sem einn maður vörð um stjórnarskrá landsins. Í umræðunni sem framundan er munu að sjálfsögðu koma fram mismunandi sjónarmið hvað þessi efni varðar og er mikilvægt að mínu mati að sú umræða verði opin og þverpólitísk. Það væri mjög óæskilegt að mínu mati, að hún færi inn í mjög flokkspólitískan farveg. Í umræðum um stjórnarskrármálið hefur komið fram áherslumunur í afstöðu einstaklinga hvort sem þeir heyra til ...

Lesa meira

Þrír þankar til umhugsunar

Í þriðja lagi

er reynt að dreifa þeirri hugmynd að allir séu orðnir þreyttir á málinu! Fólk sé búið að fá sig fullsatt á umræðu um það. Í Kastljósi á föstudag kvað nokkuð við þennan tón. Hér þurfa ábyrgir fréttamenn að gæta sín. Að sjálfsögðu mega menn aldrei þreytast á að tala um brot á stjórnarskrá landsins! Slíku verður ekki jafnað á við hvert annað dægurmál sem menn geti leyft sér að verða þreyttir á. Ef grundvallarreglur lýðræðisins er brotnar ber okkur skylda til að rísa til varnar og láta ekki deigan síga fyrr en sigur vinnst. Það er síðan allt annar handleggur, að fólk vill að þetta mál ...

Lesa meira

Stóll mikilvægari stjórnarskrá?

Birtist í Morgunblaðinu 17.07.04.
Margir urðu agndofa við fréttir útvarps- og sjónvarpsstöðvanna á fimmtudag. Ekki endilega að formenn stjórnarflokkanna kæmu á óvart. Miklu fremur þingmenn stjórnarmeirihlutans, sem sumir hverjir hafa verið með sverar yfirlýsingar í fjölmiðlum undanfarna daga. Þannig hafði Jónína Bjartmarz frá Framsóknarflokki lýst því yfir að hún væri á þeirri skoðun að það eitt stæðist stjórnarskrá að láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðlu undanbragðalaust. Þingið gæti ekki tekið málið út úr því ferli. Við þessar yfirlýsingar vöknuðum við upp einn morguninn ...

Lesa meira

Frá lesendum

,,HERINN BURT‘‘

Herinn sig hafði burt
hann er kominn aftur
Verður víst um kurt 
sá vandræða raftur.

Vinstri græn virðast nú
vera á undanhaldinu
því leiðitöm og liðleg frú
er liðhlaupi hjá Íhaldinu.

Hörmuleg er andskotans hítin

hér borga eigum íhaldsskítinn
um þetta yrki
lokunarstyrki
er ríkistjórnin eitthvað skrítin?
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.

Lesa meira

HÆGRI KRATAR VINSTRA MEGIN VIÐ VG?

Smáfrétt var nýlaga laumað út um að 21 ma mundi Pentagon verja í fyrsta áfanga stríðsundirbúnings á Vellinum. IAV strax valið í 6 ma verk- hlutann, aftur mætt í hermangið. VG er afar lúpulegt í meðvirkni sinni. Mjög er fyndin vöktun umhverfis þeirra, sem látast ekki sjá, að blásið er nú í herlúður af kjarnorkutröllum. Blástur úr beljurassi er áhyggjuefnið. Svo illa er komið fyrir eldri málefna- skrá VG að vandséð er, á hvaða grunni það appírat stendur nú. Svo langt er gengið að VG blasir við sem tannlaust viðrini, reikult sem ...
Nonni

Lesa meira

STARFSLOKAFRUMVARP VONT FYRIR VINNUSTAÐINN

Algerlega er ég sammála þér Ögmundur að með afnámi 70-ára starfslokareglu hjá ríki og sveitarfélögum er verið að gera vinnustöðum, stjórnendum þar og vinnuandanum illt með þessu frumvarpi sem þú vísar í hér á síðunni. Þetta er vanhugsað. Ég þekki þetta af eigin raun sem stjórnandi á vinnustað sem er umhugað um góðan starfsanda.
Forstöðumður 

Lesa meira

MÓÐIR REIÐIST RÍKISSTJÓRN

Í morgun hlustaði ég á forsætisráðherrann tala í útvarpi um afstöðu ríkisstjórnarinnar til sóttvarnaraðgerða. Henni fannst allt vera rétt gert. Allt bara tilmæli, ekki bönn. En það eru ekki einu sinni tilmæli til þeirra sem reka viðbjóðslega spilakassa um að loka þeim. Aðstandendur spilafíkla hafa þó grátbeðið um að “góðgerðafélögin” verði skikkuð til að loka. Nei, aldeilis ekki! Ríkisstjórnin hefur meira að segja fyrir því að breyta reglum frá í vor til að undanskilja spilakassaútgerðina timælum sínum. Ég á dóttur sem þessir kassar hafa eyðilagt. Þess vegna vil ég tala tæpitungulaust við ykkur sem stjórna hér. Í mínum augum eruð þið vesalingar.
Móðir spilafíkils

Lesa meira
Allt Frá lesendum

Fréttabréf

 

Frjálsir pennar

Egill Einarsson skrifar: ÞANKAR Í FRAMHALDI AF SKRIFUM UM KNÚNINGSVÉL KAPÍTALISMANS

Gott dæmi um það sem fram kemur í greinnni er áform um byggingu verksmiðju hér á lamdi til að fanga 10 millj. tonn af koltvísýringi úr andrúmsloftinu og framleiða úr honum 300 þús. tonn af umhverfisvænu eldsneyti. Þessi fjárfesting upp á 140 milljarða kr. á að skila arði en hvernig? Með því að selja til aðila sem fá frádrátt frá sköttum með því að nota umhverfisvænt eldsneyti. En er þetta umhverfinu í hag? Koltvísýringurinn sem er fangaður er losaður aftur út í andrúmsloftið við bruna. Sem sagt núll ávinningur. Kemur þetta í veg fyrir ...

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson skrifar: JOE BIDEN OPINSKÁR UM SÝRLANDSSTRÍÐIÐ

Nýr forseti sýnist hafa tryggt sér völd í Bandaríkjunum. Joe Biden var varaforseti BNA í stjórnartíð Baracks Obama. Af þessu tilefni er vert að rifja upp eitt atvik í afskiptum hans af utanríkismálum frá 2014. Nánar tiltekið fólust þau í greiningu á stríðinu í Sýrlandi sem ollu fjaðrafoki og móðguðu nokkra helstu bandamenn BNA í Miðausturlöndum. Joe Biden var ákafur og áhrifamikill stuðningsmaður innrásar í Írak 2003. En Íraksstríðið varð ...

Lesa meira

Kári skrifar: NOKKUR ORÐ UM AUÐLINDAMÁLIN

Í Fréttablaðinu birtist þann 29. október síðastliðinn grein eftir Þorstein Pálsson, fyrrum formann Sjálfstæðisflokksins. Greinin nefnist „Brexitáhrifin á Íslandi“. Þar ræðir hann Evrópumálin og Brexit. Greinin gleður eflaust hjörtu þeirra sem vilja afsala sér fullveldi Íslands og taka við sem flestum tilskipunum og reglugerðum frá ESB. Um það má segja að fólk hefur auðvitað frelsi til þess að hafa þá skoðun ...

Lesa meira

Grímur skrifar: BAKKABÖLIÐ VERÐUR BÆTT !

Bakkakrísan frá 2018 sem leiddi til stórstrands 2020 er mörgum áfall. En böl má bæta, enda er framkomið nýstofnað HER/ÓP hf, frumkvöðull. Ónothæft kísilver stendur ókeypis til boða á Bakka, dýrt tengt rafkerfi og mikið landrými, allt ókeypis og einkafnot af Bakkagöngum fylgja ásamt opinberum stofnstyrkjum. Afar LÍFRÆN ræktun á valmúa í 50 ha gróðurhúsum á ónýttum iðnaðarlóðum á Bakka er nýtt plan HER/ÓP HF með aðstoð séfræðinga frá Afganistan og víðar frá erlendis. HER/ÓP HF hyggst umbreyta ónýtu kísilveri í úrvinnslustöð á valmúa- afurðum. Könnun leiðir í ljós að ...

Lesa meira

Kári skrifar: HVAÐ ER ÞJÓÐAREIGN?

Meðal athugasemda sem komið hafa frá Feneyjarnefndinni, um fikt stjórnvalda við stjórnarskrána, er skilgreining á hugtakinu þjóðareign. Þar er bæði átt við skilgreiningu á hugtakinu sjálfu sem og tengsl þess við annan eignarrétt. Þetta eru réttmætar athugasemdir enda ljóst að skýr skilgreining hugtaksins er forsenda þess að þjóðareign njóti lögverndar. Reikul skilgreining býður þeirri hættu heim að dómarar beiti orðhengilshætti við túlkun hugtaksins og þykist ekki skilja það. Það er hins vegar reginvilla sumra lögfræðinga að hugtakið þjóðareign sé merkingarlaust. Árin fyrir hrunið var áberandi að fjölmiðlar og fleiri ...

Lesa meira
Allt Frjálsir pennar