Fara í efni

Brellur Björns Bjarnasonar

Í ljósi þeirra atburða sem nú eru að gerast er vert að láta hugann reika aftur í tímann – ekki mjög langt – og gaumgæfa hvað ríkisstjórnin og einstakir ráðherrar hafa sagt að undanförnu. Hvað til dæmis með þessi ummæli Björns Bjarnasonar, dómsmálaráðherra á vefsíðu hans 3. júní síðastliðinn: "Hvað sem þessum skoðunum líður ... er ljóst, að sú skylda hvílir á okkur ráðherrum að framfylgja ákvæðum stjórnarskrárinnar og efna eins fljótt og kostur er til þjóðaratkvæðagreiðslu. Ég sé, að vísu, að Sigurður Líndal, fyrrverandi prófessor, sem helst hefur lagt sig fram um að lýsa yfir persónulegu valdi forseta til að skjóta málum til þjóðarinnar, lætur nú eins og alþingi geti bara breytt lögunum og þannig komist hjá því, að þjóðin segi álit sitt á þeim. Ef slíkum brellum yrði beitt, er ég hræddur um, að einvers staðar mundi heyrast hljóð úr horni". Úr hvaða horni Björn og gætirðu tjáð þig nánar um brellurnar?