Stjórnmál Júní 2004

Er ríkisstjórnin að fara á taugum eða er hún bara á móti lýðræði?

Davíð

er löngu hættur að koma á óvart. Líka Halldór. Þeir tveir eru eins útreiknanlegir og Baldur og Konni voru á sinni á tíð; mjög samrýmdir og töluðu alltaf einum rómi. Geir H. Haarde, fjármálaráðherra hefur hins vegar óneitanlega komið ögn á óvart. Fram til þessa hefur hann nefnilega yfirleitt komið fram af yfirvegun. Nú talar hann af offorsi fyrir takmörkun á rétti þjóðarinnar til að útkljá mál í þjóðaratkvæðagreiðslu. Geir kom fram í sjónvarpi í kvöld, miðaði og skaut - sjálfan sig beint í fótinn. Geir H Haarde sagði að...

Lesa meira

Hvað er framundan?

Það vekur óneitanlega athygli hve samdóma álit það er manna á meðal að núverandi ríkisstjórn sé komin að fótum fram. Það er óalgengt um rúmlega ársgamla stjórn að á hana sé litið sem háaldraða. Í dag skrifar Steingrímur Ólafsson athyglisverðar vangaveltur í frjálsum pennum um hvað hann telji æskilegt að taki við að afloknum næstu kosningum. Steimgrímur er fyrrverandi formaður VG í Reykjavík og talar án efa fyrir munn mjög margra. Væru stjórnarandstöðuflokkarnir tilbúnir að mynda kosningabandalag í komandi kosningum spyr Streingrímur. Sjálfur er hann þeirrar skoðunar og spyr hann mig um afstöðu mína til þessa. Þessu er auðsvarað af minni hálfu. Allar götur frá því ég...

Lesa meira

Að gera einfalda hluti flókna

Birtist í Morgunblaðinu 12.06.04.
Á margumtöluðum fundi fulltrúa stjórnarandstöðuflokkanna sl. þriðjudag með oddvitum ríkisstjórnarflokkanna var fyrirhuguð þjóðaratkvæðagreiðsla á dagskrá. Fyrir stjórnarandstöðunni vakti það fyrst og fremst að tryggja breiða samstöðu um framkvæmd atkvæðagreiðslunnar. Umræður hófust um málið, rætt um það hvenær þing kæmi saman og hvort hægt væri að ná samkomulagi um hversu lengi það skyldi standa. Í framhaldinu var á það bent að það hlyti að vera ...

Lesa meira

Ógnar þjóðin þingræðinu?

Lýðræði getur haft ýmsar takmarkanir. Enski heimspekingurinn og stjórnmálamaðurinn John Stuart Mill varaði okkur við því í frægri bók sinni Frelsinu að misbeita almannavaldi gegn minnihlutahópum. Þetta er rétt grundvallarregla en að mínu mati ekki algild. Það er nú að sannast fyrir augunum á okkur.  Hér á landi er sprottinn fram minnihlutahópur, sem telur sig eiga í vök að verjast. Þetta eru sjálfskipaðir verjendur þingræðis. Þeir telja að nú sé vegið að skjólstæðingi sínum, Alþingi. Og hver skyldi vega að þinginu? Það er...

Lesa meira

Sögulaus formaður?

Yfirlýsingar Halldórs Ásgrímssonar formanns Framsóknarflokksins um málsskotsréttinn hafa vakið furðu. Í grein sem Ólína sendir síðunni í dag og ætti að vera öllum sem áhuga hafa á pólitík og þjóðmálum, skyldulesefni eru málin reifuð í sögulegu samhengi. Þar segir m.a.: "Þú rifjar upp Ögmundur áskorun tugþúsunda Íslendinga sem báðu Vigdísi Finnbogadóttur að synja EES lögunum staðfestingar. Það er líka rétt að rifja upp fyrir lesendum ogmundur.is, fyrir Halldóri Ásgrímssyni og sérstaklega fyrir þeim sem búa til rökstuðning fyrir hann í þessu máli og öðrum að vissan um málskotsrétt forseta lýðveldisins er snar þáttur í pólitískri hefð Framsóknarflokksins. Þekktur er rökstuðningur ...

Lesa meira

Hvað þýðir "enginn" Halldór?

Hitt finnst mér alvarlegra, hvernig Halldór Ásgrímsson leyfir sér að tala til þjóðarinnar. Það má fyrirgefa honum mannlegan breyskleikann en ekki valdhrokann og einræðistilburðina sem komu fram í yfirlýsingum hans. Helsta viðfangsefni þeirra Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar virðist nú vera að ...

Lesa meira

Skert sjálfsmat og "valinkunnir lögfræðingar"

Davíð Oddsson, forsætisráðherra, lét svo lítið að koma í Kastljós Ríkissjónvarpsins í gærkvöld - einn. Að sjálfsögðu, annað hefði verið stílbrot. Umræðuefnið var fyrirhuguð þjóðaratkvæðagreiðsla. Ekki þorir Sjálfstæðisflokkurinn lengur að standa gegn því að hún fari fram. Merkilegt hve stjórnarmeirihlutinn er banginn við þá þjóð sem kaus hann til valda. Það er engu líkara en ráðamenn verði skelfingu lostnir ef þjóðin á að fá að segja sína meiningu, beint og milliliðalaust. Nú er þetta ...

Lesa meira


Frá lesendum

,,HERINN BURT‘‘

Herinn sig hafði burt
hann er kominn aftur
Verður víst um kurt 
sá vandræða raftur.

Vinstri græn virðast nú
vera á undanhaldinu
því leiðitöm og liðleg frú
er liðhlaupi hjá Íhaldinu.

Hörmuleg er andskotans hítin

hér borga eigum íhaldsskítinn
um þetta yrki
lokunarstyrki
er ríkistjórnin eitthvað skrítin?
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.

Lesa meira

HÆGRI KRATAR VINSTRA MEGIN VIÐ VG?

Smáfrétt var nýlaga laumað út um að 21 ma mundi Pentagon verja í fyrsta áfanga stríðsundirbúnings á Vellinum. IAV strax valið í 6 ma verk- hlutann, aftur mætt í hermangið. VG er afar lúpulegt í meðvirkni sinni. Mjög er fyndin vöktun umhverfis þeirra, sem látast ekki sjá, að blásið er nú í herlúður af kjarnorkutröllum. Blástur úr beljurassi er áhyggjuefnið. Svo illa er komið fyrir eldri málefna- skrá VG að vandséð er, á hvaða grunni það appírat stendur nú. Svo langt er gengið að VG blasir við sem tannlaust viðrini, reikult sem ...
Nonni

Lesa meira

STARFSLOKAFRUMVARP VONT FYRIR VINNUSTAÐINN

Algerlega er ég sammála þér Ögmundur að með afnámi 70-ára starfslokareglu hjá ríki og sveitarfélögum er verið að gera vinnustöðum, stjórnendum þar og vinnuandanum illt með þessu frumvarpi sem þú vísar í hér á síðunni. Þetta er vanhugsað. Ég þekki þetta af eigin raun sem stjórnandi á vinnustað sem er umhugað um góðan starfsanda.
Forstöðumður 

Lesa meira

MÓÐIR REIÐIST RÍKISSTJÓRN

Í morgun hlustaði ég á forsætisráðherrann tala í útvarpi um afstöðu ríkisstjórnarinnar til sóttvarnaraðgerða. Henni fannst allt vera rétt gert. Allt bara tilmæli, ekki bönn. En það eru ekki einu sinni tilmæli til þeirra sem reka viðbjóðslega spilakassa um að loka þeim. Aðstandendur spilafíkla hafa þó grátbeðið um að “góðgerðafélögin” verði skikkuð til að loka. Nei, aldeilis ekki! Ríkisstjórnin hefur meira að segja fyrir því að breyta reglum frá í vor til að undanskilja spilakassaútgerðina timælum sínum. Ég á dóttur sem þessir kassar hafa eyðilagt. Þess vegna vil ég tala tæpitungulaust við ykkur sem stjórna hér. Í mínum augum eruð þið vesalingar.
Móðir spilafíkils

Lesa meira
Allt Frá lesendum

Fréttabréf

 

Frjálsir pennar

Egill Einarsson skrifar: ÞANKAR Í FRAMHALDI AF SKRIFUM UM KNÚNINGSVÉL KAPÍTALISMANS

Gott dæmi um það sem fram kemur í greinnni er áform um byggingu verksmiðju hér á lamdi til að fanga 10 millj. tonn af koltvísýringi úr andrúmsloftinu og framleiða úr honum 300 þús. tonn af umhverfisvænu eldsneyti. Þessi fjárfesting upp á 140 milljarða kr. á að skila arði en hvernig? Með því að selja til aðila sem fá frádrátt frá sköttum með því að nota umhverfisvænt eldsneyti. En er þetta umhverfinu í hag? Koltvísýringurinn sem er fangaður er losaður aftur út í andrúmsloftið við bruna. Sem sagt núll ávinningur. Kemur þetta í veg fyrir ...

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson skrifar: JOE BIDEN OPINSKÁR UM SÝRLANDSSTRÍÐIÐ

Nýr forseti sýnist hafa tryggt sér völd í Bandaríkjunum. Joe Biden var varaforseti BNA í stjórnartíð Baracks Obama. Af þessu tilefni er vert að rifja upp eitt atvik í afskiptum hans af utanríkismálum frá 2014. Nánar tiltekið fólust þau í greiningu á stríðinu í Sýrlandi sem ollu fjaðrafoki og móðguðu nokkra helstu bandamenn BNA í Miðausturlöndum. Joe Biden var ákafur og áhrifamikill stuðningsmaður innrásar í Írak 2003. En Íraksstríðið varð ...

Lesa meira

Kári skrifar: NOKKUR ORÐ UM AUÐLINDAMÁLIN

Í Fréttablaðinu birtist þann 29. október síðastliðinn grein eftir Þorstein Pálsson, fyrrum formann Sjálfstæðisflokksins. Greinin nefnist „Brexitáhrifin á Íslandi“. Þar ræðir hann Evrópumálin og Brexit. Greinin gleður eflaust hjörtu þeirra sem vilja afsala sér fullveldi Íslands og taka við sem flestum tilskipunum og reglugerðum frá ESB. Um það má segja að fólk hefur auðvitað frelsi til þess að hafa þá skoðun ...

Lesa meira

Grímur skrifar: BAKKABÖLIÐ VERÐUR BÆTT !

Bakkakrísan frá 2018 sem leiddi til stórstrands 2020 er mörgum áfall. En böl má bæta, enda er framkomið nýstofnað HER/ÓP hf, frumkvöðull. Ónothæft kísilver stendur ókeypis til boða á Bakka, dýrt tengt rafkerfi og mikið landrými, allt ókeypis og einkafnot af Bakkagöngum fylgja ásamt opinberum stofnstyrkjum. Afar LÍFRÆN ræktun á valmúa í 50 ha gróðurhúsum á ónýttum iðnaðarlóðum á Bakka er nýtt plan HER/ÓP HF með aðstoð séfræðinga frá Afganistan og víðar frá erlendis. HER/ÓP HF hyggst umbreyta ónýtu kísilveri í úrvinnslustöð á valmúa- afurðum. Könnun leiðir í ljós að ...

Lesa meira

Kári skrifar: HVAÐ ER ÞJÓÐAREIGN?

Meðal athugasemda sem komið hafa frá Feneyjarnefndinni, um fikt stjórnvalda við stjórnarskrána, er skilgreining á hugtakinu þjóðareign. Þar er bæði átt við skilgreiningu á hugtakinu sjálfu sem og tengsl þess við annan eignarrétt. Þetta eru réttmætar athugasemdir enda ljóst að skýr skilgreining hugtaksins er forsenda þess að þjóðareign njóti lögverndar. Reikul skilgreining býður þeirri hættu heim að dómarar beiti orðhengilshætti við túlkun hugtaksins og þykist ekki skilja það. Það er hins vegar reginvilla sumra lögfræðinga að hugtakið þjóðareign sé merkingarlaust. Árin fyrir hrunið var áberandi að fjölmiðlar og fleiri ...

Lesa meira
Allt Frjálsir pennar