Samfélagsmál Maí 2006

FORSÆTISRÁÐHERRA OG LITLA STÚLKAN MEÐ ELDSPÝTURNAR


Í gær fjallaði ég hér á síðunni um verðlaunaveitingar Halldórs Ásgrímssonar til fyrirtækja sem veita fátæku fólki styrki og sýna þannig miskunnsemi. Umfjöllunin hefur fengið sterk viðbrögð frá fólki sem heyrt hafði í útvarpi eða lesið í blöðum um þakkarskjölin sem forsætisráðherra afhenti og fengið sömu tilfinningu fyrir framgöngu ráðherrans og ég. Einn lesandi sendi mér úrklippu úr Mogga þar sem skilja mátti að það væri Halldór sem væri að veita viðurkenningu fyrir góðgerðastarf fyrirtækja en ekki Fjölskylduhjálpin, sbr. eftirfarandi...

Lesa meira

ÖLMUSUFORSÆTISRÁÐHERRANN

Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra, og formaður Framsóknarflokksins, kom fram í fréttum í vikunni í tilefni þess að Fjölskylduhjálpin hafði fengið hann til að afhenda 50 fyrirtækjum sérstakt viðurkenningarskjal fyrir að aðstoða fátækt fólk með peninga- og matargjöfum. Þessi athöfn fór fram í Ráðherrabústaðnum í Reykjavík. Forsætisráðherra lýsti mikilli ánægju yfir þessari athöfn. Halldór Ásgrímsson sagði að í þjóðfélaginu færi skilningur nú vaxandi á því, á meðal ríka fólksins, að því beri að veita hinum snauðu ölmusu! Svona eins og í Ameríku þar sem góðu auðjöfrarnir  gefa fátæklingunum af örlæti sínu. Fjölskylduhjálpin úthlutar matvælum, fatnaði, ungbarnavörum o.fl. til þurfandi fólks, einstæðra mæðra, forsjárlausra feðra, öryrkja, eldri borgara og efnalítilla fjölskyldna. Þetta er vissulega gott framtak. En hvað með þá sem búa til fátæktina? Þar vísa ég í...

Lesa meira

RAUÐI KROSSINN FJALLAR UM FÁTÆKT - ER SAMFÉLAGSLÍMIÐ AÐ GEFA SIG?

...Nokkrir aðilar höfðu verið fengnir til að bregðast við skýrslu Rauða krossins. Þeir nálguðust viðfangsefnið frá mismunandi sjónarhólum en rauður þráður í máli þeirra var fátæktin, mismununin og einagrunin. Enn eitt. Kristján Sturluson, framkvæmdastjóri Rauða krossins, sagði einkennandi að fátækt fólk sem ætti í mestum erfiðelikum "byggi við veik félagsleg tengsl". Það væri með öðrum orðum eitt á báti. Þetta staðfestu flestir fyrirlesara. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, reið á vaðið með frábæru erindi, sem bar heitið, Sá veit gjörst hvar skórinn kreppir sem hefur hann á fæti...Bragi sagði það vera umhugsunarefni, að hér værum við með niðurstöður úr könnun mjög sambærilegar niðurstöðum fyrir rúmum áratug og ekkert hefði breyst. Þetta vekti siðferðilegar spurningar: Lítur þjóðfélagið á fátækt sem hlutskipti þessara hópa, "örlög sem ekki verði umflúin og því engin ástæða til að bregðast við?" ...Sigursteinn Másson, formaður Öryrkjabandalags Íslands, rak lestina...Hann kvað það vera daglegt brauð að hann hitti öryrkja sem brotnuðu saman yfir eymd sinni. Hann sagði að við værum að nálgast úrslitastundu: "Rotnandi burðarbitar samfélagsins eru að gefa sig." Hinir fátæku væru að gefast upp á samfélagi sínu. Búast mætti við andfélagslegri hegðun í vaxandi mæli. Þetta yrðu "ekki kurteisleg samskipti" að hætti verkalýðshreyfingar, "sem bæði um lögregluleyfi til að fá að mótmæla"...

Lesa meira

LANDSPÍTALI VINNUR TIL VERÐLAUNA OG LÝSIR SÍÐAN YFIR NEYÐARÁSTANDI

Hvað á maður eiginlega að halda eftir að Landspítalinn Háskólasjúkrahús fær lof og prís frá ríkisstjórninni fyrir afburða góða frammistöðu einn daginn en fáeinum dögum síðar er lýst yfir neyðarástandi á sömu stofnun? Enn mátti heyra óminn af hástemmdum yfirlýsingum Sivjar Friðleifsdóttur, heilbrigðisráðherra, þar sem hún lýsti því yfir að spítalinn hefði náð stórkostlegum árangri, átti vart orð til að lýsa hrifningu sinni yfir ráðdeildarsemi forsvarsmanna sjúkrahússins, þegar hún mætti að nýju í fjölmiðlana til að segja þjóðinni að sem betur fer væri til neyðaráætlun fyrir sjúkrahúsið og hafi nú verið gripið til hennar! Reksturinn væri með öðrum orðum kominn í slíkar ógöngur að grípa þyrfti til neyðarúrræða. Ekki ætla ég að gera lítið úr árangri stjórnenda sjúkrahússins í bókhaldskúnstum og hagræðingu við erfiðar aðstæður. Neyðarástandið á Landspítalanum er ...

Lesa meira

Frá lesendum

AFVEGALEIDD UMRÆÐA

Hvað er varaflugvöllur?  Flugvélar á leið til Íslands, Keflavíkur eða Reykjavíkur, þurfa að hafa varaflugvöll ef veður breytist á leiðinni og ekki hægt að lenda við komu til landsins. Sá varaflugvöllur þarf eðli málsins samkvæmt að vera á öðru veðursvæoi svo tryggt sé. Varaflugvellir Keflavíkur- og Reykjavíkurflugvalla eru og hafa verið um áratugi, Akureyri, Egilsstaðir og Glasgow. Umræða um ...
Grétar H. Óskarsson,
flugvélaverkfræðingur

Lesa meira
Allt Frá lesendum

Fréttabréf

 

Frjálsir pennar

Sveinn Rúnar Hauksson skrifar: VIÐSNÚNINGUR ÍSLANDS GAGNVART PALESTÍNU?

Allt frá 18. maí 1989 er Alþingi mótaði samhljóða stefnu í Palestínumálinu hefur Ísland tekið afstöðu með mannréttindum og sjálfsákvörðunarrétti palestínsku þjóðarinnar. Sú afstaða var staðfest samhljóða af Alþingi hinn 29. nóvember 2011 þegar samþykkt var mótatkvæðalaust að viðurkenna Palestínu sem fullvalda sjálfstætt ríki. Þessi grundvallarafstaða hefur meðal annars birst í afstöðu í atkvæðagreiðslum innan Sameinuðu þjóðanna.
Nýverið varð viðsnúningur ...

Lesa meira

Kári skrifar: DÓPNEYSLA Á EKKI ERINDI HJÁ ÞEIM SEM HAFNA DÓPINU

Illa áttað fólk á Alþingi og utan þess sér lausn í því að afglæpavæða eiturlyf og vill jafnvel gera þau lögleg. Þar eru menn augljóslega á rangri braut. Það er merkilegt að á sama tíma og tóbaki er víða úthýst[i], m.a. vegna áherslna innan Evrópusambandsins og Sameinuðu þjóðanna, virðast sumir telja að eitthvað allt annað eigi að gilda um eiturlyf. Þar vilja sumir ganga í þveröfuga átt ...

Lesa meira

Kári skrifar: ER ÚRELTUR EVRÓPURÉTTUR ÁFRAM GILDANDI RÉTTUR INNAN EFTA?

Það er bæði gömul og gild spurning hver sé gildandi réttur [lex applicabilis]. Ágætir menn hafa á það bent að gerðir orkupakka þrjú séu ekki ekki lengur gildandi réttur innan Evrópusambandsins, heldur gerðir orkupakka fjögur. Þetta eru mjög áhugaverðar hugleiðingar og eiga að sjálfsögðu fullan rétt á sér. Það er ekkert í lögfræði sem er hafið yfir gagnrýni.
Þarna er lagalegt álitaefni sem ekki verður afgreitt burt með því að fá „keypt álit“...

Lesa meira

Kári skrifar: Lækkar samkeppni á raforkumarkaði verð til notenda?

...  Enn fremur þarf að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um það [þar sem þingið skuldbindur sig til að hlíta niðurstöðunni] hvort þjóðin er samþykk því að reistir verið vindorkugarðar á Íslandi og þá hvar. Það gengur ekki að stjórnmálamenn, braskarar og fjárglæframenn, vaði yfir lönd og jarðir, á „skítugum skónum“, og spyrji þjóðina ekki álits. Það er algerlega ótækt ...

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson skrifar: FASISMINN 100 ÁRA - HAR ER HANN NÚ?

Í þessum mánuði eru 100 ár liðin frá því ítalskir fasistar fóru „Gönguna til Rómar“ sem endaði á því að konungur Ítalíu skipaði Mússólíni forsætisráðherra 29. október 1922. Árin 1919-1921 á Ítalíu voru eftir á nefnd Bennio Rosso „Tvö árin rauðu“. Þau einkenndust af efnahagslegri og pólitískri kreppu, upplausn og mjög róttækri verkalýðshreyfingu sem skoraði kapítalismann á hólm. Víðtæk ...

Lesa meira
Allt Frjálsir pennar