HÆKKUN ÍBÚÐALÁNA FAGNAÐ
...Árni Mathiesen, fjármálaráðherra, sagði einnig í fréttum í
kvöld að þessi hækkun skipti fyrst og fremst máli í þeim
byggðarlögum þar sem bankarnir væru tregir að lána fé til
íbúðakaupa, væntanlega vegna þess að veð væru þar ótrygg. Sagði
fjármálaráðherra að vart væri á þau byggðarlög leggjandi að meina
fólki þar um lánsfjármagn til íbúðakaupa. Undir þetta skal
heilshugar tekið. Skyldi þetta vera vísbending um að
fjármálaráðherra ætli ekki að láta undan þrýstingi frá bönkum og
fjármálafyrirtækjum um að leggja Íbúðalánasjóð niður eða nokkuð sem
ekki er betra að gera hann að svokölluðum heildsölubanka, sem
fjármálastofnanir geta síðan makað krókinn á? Ef slíkt væri uppi á
teningnum væri það endanleg sönnun þess að ríkisstjórnin horfði
fyrst til hagsmuna fjármálafyrirtækja og síðan til hagsmuna
almennings.
Úrtöluhagfræðingarnir, sem nú streyma fram á
sjónvarpsskjáinn, eftir að skýrt var frá hækkun hámarkslána
Íbúðalánasjóðs verða að svara því hvort ...