Samfélagsmál Mars 2006

ÁRNI Á HÁLUM ÍS – OG KOMINN Á HVOLF

Árni Mathiesen fjármálaráðherra tjáði sig á Alþingi í gær um láglaunafólk á hjúkrunarstofnunum. Hann sagði að það væri við þær að sakast að halda fólki á lágu kaupi. Hvaða stofnanir skyldi Árni fjármálaráðherra vera að tala um? Jú, hann er að tala um Hrafnistu, Sunnuhlíð, Grund, Skógarbæ og aðrar sjálfseignarstofnanir sem sinna sjúkum og öldruðum. Þær borgi lægst launaða fólki smánarleg laun, væntanlega af forpokuðum nánasarskap og nirfilshætti. En hvaðan skyldu þessar stofnanir fá sitt rekstrarfé? Það fá þær frá hinu opinbera. Hver skyldi nú vera fjárgæslustjóri hins opinbera og jafnframt sá sem féð skammtar? Það er fjármálaráðherra landsins, Árni nokkur Mathiesen.
Skyldu umræddar stofnanir ekki hugsa fjármálaráðherranum þegjandi þörfina? Þær eru að reyna að gera sitt besta en eru málaðar sem skratti á vegg og það af sjálfum skömmtunarstjóranum, Árna Mathiesen, sem telur sig vera lausan allra mála. Hann telur sig greinilega hafa allt sitt á hreinu, það skipti engu hvað hann segi, kjósendur Sjálfstæðisflokksins komi alltaf til með að skila honum inná þing.

Lesa meira

ENN KÆRIR ÁRNI


Árni Guðmundsson, æskulýðs- og tómstundafulltrúi og formaður Starfsmannafélags Hafnarfjarðar, hefur enn eina ferðina skrifað ríkissaksóknara bréf  til að vekja athygli á áfengisauglýsingum en þær eru sem kunnugt er bannaðar lögum samkvæmt...Ég virði sjónarmið þeirra sem vilja breyta lögunum og heimila auglýsingar. Ég er einfaldlega ósammála þeim. Hina virði ég ekki sem hafa lögin að engu...

Lesa meira

SKYLDULESNING UM VATNIÐ !

Erindi sem David Hall, prófessor við háskólann í Greenwich i Englandi, flutti hér á landi í nóvember sl. um reynslu af einkavæðingu á vatni hefur nú verið gefið út í bæklingi undir heitinu, Vatnsveitur í opinberri eigu og einkaeigu - hver er munurinn? David Hall býr yfir mjög yfirgripsmikilli þekkingu á málefninu en hann veitir forstöðu rannsóknardeild við háskólann sem kölluð er Public Services International Research Unit. Sú stofnun sérhæfir sig í rannsóknum á ýmsum þáttum almannaþjónustunnar. Sérsvið Davids er vatnið og reyndar rafmagnið einnig. Þá hefur hann rannsakað ýmislegt sem lýtur að heilbrigðiskerfinu, sorpeyðingu og öðrum grunnþáttum almannaþjónustunnar. Það er óhætt að mæla mjög eindregið með þessum bæklingi og fyrir alla þá sem láta sig vatnsveitur og rekstrarform þeirra varða, hlýtur þessi bæklingur að vera skyldulesning. David Hall kom hingað til lands á vegum BSRB og er hægt að nálgast bæklingin samkvæmt upplýsingum, sem er að finna...

Lesa meira

RAFORKUKERFI Í ALMANNAFORSJÁ TRAUSTARI EN MARKAÐSVÆDD KERFI SAMKVÆMT FITCH

Eitt helsta áhugamál ríkisstjórnarinnar er sem kunnugt er að einkavæða raforkukerfi landsmanna. Liður í þeirri viðleitni er stjórnarfrumvarp sem nú liggur fyrir Alþingi um að gera Rafmagnsveitur ríkisins að hlutafélagi. Áður hafa ráðherrar lýst þeim ásetningi sínum að selja fyrirtæki í raforkugeiranum...Nú hefur matsfyrirtækið Fitch, sem nýlega kom við sögu í íslenskri efnahagsmálaumræðu, sent frá sér skýrslu þar sem fram kemur að markaðsvæddur raforkugeiri sé óáreiðanlegri og lakari en raforkukerfi á vegum samfélagsins. Þetta kemur fram í frétt á fréttavef BSRB en að öllum ólöstuðum hafa þau samtök fingurinn betur á púlsinum þegar almannaþjónustan er annars vegar en flestir ef ekki allir aðilar hér á landi. Sjá...

Lesa meira

Frá lesendum

AFVEGALEIDD UMRÆÐA

Hvað er varaflugvöllur?  Flugvélar á leið til Íslands, Keflavíkur eða Reykjavíkur, þurfa að hafa varaflugvöll ef veður breytist á leiðinni og ekki hægt að lenda við komu til landsins. Sá varaflugvöllur þarf eðli málsins samkvæmt að vera á öðru veðursvæoi svo tryggt sé. Varaflugvellir Keflavíkur- og Reykjavíkurflugvalla eru og hafa verið um áratugi, Akureyri, Egilsstaðir og Glasgow. Umræða um ...
Grétar H. Óskarsson,
flugvélaverkfræðingur

Lesa meira
Allt Frá lesendum

Fréttabréf

 

Frjálsir pennar

Sveinn Rúnar Hauksson skrifar: VIÐSNÚNINGUR ÍSLANDS GAGNVART PALESTÍNU?

Allt frá 18. maí 1989 er Alþingi mótaði samhljóða stefnu í Palestínumálinu hefur Ísland tekið afstöðu með mannréttindum og sjálfsákvörðunarrétti palestínsku þjóðarinnar. Sú afstaða var staðfest samhljóða af Alþingi hinn 29. nóvember 2011 þegar samþykkt var mótatkvæðalaust að viðurkenna Palestínu sem fullvalda sjálfstætt ríki. Þessi grundvallarafstaða hefur meðal annars birst í afstöðu í atkvæðagreiðslum innan Sameinuðu þjóðanna.
Nýverið varð viðsnúningur ...

Lesa meira

Kári skrifar: DÓPNEYSLA Á EKKI ERINDI HJÁ ÞEIM SEM HAFNA DÓPINU

Illa áttað fólk á Alþingi og utan þess sér lausn í því að afglæpavæða eiturlyf og vill jafnvel gera þau lögleg. Þar eru menn augljóslega á rangri braut. Það er merkilegt að á sama tíma og tóbaki er víða úthýst[i], m.a. vegna áherslna innan Evrópusambandsins og Sameinuðu þjóðanna, virðast sumir telja að eitthvað allt annað eigi að gilda um eiturlyf. Þar vilja sumir ganga í þveröfuga átt ...

Lesa meira

Kári skrifar: ER ÚRELTUR EVRÓPURÉTTUR ÁFRAM GILDANDI RÉTTUR INNAN EFTA?

Það er bæði gömul og gild spurning hver sé gildandi réttur [lex applicabilis]. Ágætir menn hafa á það bent að gerðir orkupakka þrjú séu ekki ekki lengur gildandi réttur innan Evrópusambandsins, heldur gerðir orkupakka fjögur. Þetta eru mjög áhugaverðar hugleiðingar og eiga að sjálfsögðu fullan rétt á sér. Það er ekkert í lögfræði sem er hafið yfir gagnrýni.
Þarna er lagalegt álitaefni sem ekki verður afgreitt burt með því að fá „keypt álit“...

Lesa meira

Kári skrifar: Lækkar samkeppni á raforkumarkaði verð til notenda?

...  Enn fremur þarf að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um það [þar sem þingið skuldbindur sig til að hlíta niðurstöðunni] hvort þjóðin er samþykk því að reistir verið vindorkugarðar á Íslandi og þá hvar. Það gengur ekki að stjórnmálamenn, braskarar og fjárglæframenn, vaði yfir lönd og jarðir, á „skítugum skónum“, og spyrji þjóðina ekki álits. Það er algerlega ótækt ...

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson skrifar: FASISMINN 100 ÁRA - HAR ER HANN NÚ?

Í þessum mánuði eru 100 ár liðin frá því ítalskir fasistar fóru „Gönguna til Rómar“ sem endaði á því að konungur Ítalíu skipaði Mússólíni forsætisráðherra 29. október 1922. Árin 1919-1921 á Ítalíu voru eftir á nefnd Bennio Rosso „Tvö árin rauðu“. Þau einkenndust af efnahagslegri og pólitískri kreppu, upplausn og mjög róttækri verkalýðshreyfingu sem skoraði kapítalismann á hólm. Víðtæk ...

Lesa meira
Allt Frjálsir pennar