Beint á leiđarkerfi vefsins

Annađ

21. September 2018

HVER Á AĐ VERA AFLVAKINN Í HEILBRIGĐISKERFINU?

MBLBirtist í Morgunblaðinu 20.09.18.
Ég þekki mann sem reyndist heimilislækni sínum erfiður að einu leyti og það var þegar átti að senda hann  í röntgenmyndatöku. Hann tók nefnilega ekki í mál að vera sendur í fyrirtækið Domus Medica í slíka myndatöku og fór þess á leit að vera sendur á stofnun sem heyrði undir almannakerfið, Landakot eða Landspítala. Þetta er liðin tíð því nú eru allir sendir í Domus eða til sambærilegra fyrirtækja. Rök þessa manns gagnvart heimilislækninum voru þau að með ákvörðun sinni væri hann ekki einvörðungu að taka læknisfræðilega ákvörðun heldur einnig ökonómíska. Ég hef sagt þessa sönnu sögu áður en hún er sígild og til áminningar um að einmitt þetta gera læknar þegar þeir vísa sjúklingum um kerfið. Þeir eru að ráðstafa fjármunum skattgreiðenda. Um það eiga þeir ekki einir að véla eða hafa algert sjálfdæmi.

Ríkið borgar einkavæðinguna og læknar hjálpa til

Þessi dæmisaga kom upp í hugann þegar ég fyrir allnokkrum árum heimsótti helsjúkan félaga minn á Borgarspítalann. Hann var með alvarlegt höfuðmein og þurfti að taka af honum mynd í bestu tækjum sem völ væri á í landinu. Hann var því fluttur í sjúkrabíl í myndatöku af Borgarspítalnum og á Domus Medica. Þar voru bestu tækin. Og hver skyldi hafa greitt fyrir þau? Nánast hver einasta króna hafði komið úr ríkissjóði. Þarna höfðu læknar verið í lykilstöðu um mótun heilbrigðiskerfisins. Það voru nefnilega þeir sem beindu fjármagninu þangað sem það fór.
Þetta er ekkert einsdæmi og þegar saman hefur farið vilji heilbrigðisyfirvalda annars vegar og lækna hins vegar að beina fjármunum inn í farvegi einkareksturs er ekki að sökum að spyrja. Formúlan er einföld, niðurskurður hjá hinu opinbera og aukið flæði peninganna til einkarekstursins. Þannig hafa orðið til margar afrekssögurnar, til dæmis um augnsteinabyltinguna miklu.
Nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins viðra gamalkunna hægri hugmyndafræði flokks síns í heilbrigðismálum í Morgunblaðinu 15. september síðastliðinn. Yfirskrift greinarinnar er meinlaus ef ekki beinlínis hugljúf: Hagsmunir sjúklinga í forgang. Framhaldið orkar hins vegar tvímælis.

Sjálfstæðismenn vilja heilabilaða í útboð

Gefum þeim Jóni Gunnarssyni, Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur og Brynjari Níelssyni, þingmönnum Sjálfstæðisflokksins orðið: „Okkar skoðun er sú að það ... eigi að bjóða út verkefni sem sjálfstætt starfandi fyrirtæki á heilbrigðissviði og starfsfólk þeirra geta leyst. Í þessu sambandi má nefna liðskiptaaðgerðir, vistun heilabilaðra og dagvistarúrræði fyrir eldri borgara og sjúklinga."
Gott og vel. Þannig mætti eflaust ná niður verði. En hvað með gæðin og eftirlitið ef „fyrirtæki" þeirra Jóns, Áslaugar Örnu og Brynjars eru í eigu fjárfesta sem heimta hámarksarð af starfseminni? Það skiptir nefnilega máli hvort starfsemi er þjónustudrifin eða hagnaðardrifin.
Þetta mætti vissulega leysa með stífu eftirlitskerfi kynni einhver að segja. Ég leyfi mér hins vegar að halda því fram að slíkt eftirlit standist aldrei gróðakröfunni snúning.
Fyrir tuttugu árum vildi Sjálfstæðisflokkurinn leysa þennan þátt með aðhaldi notandans. Í bæklingi sem fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins gaf út í júní árið 1998 um kosti einkareksturs  í opinberri þjónustu segir: „Leggja ber áherslu á að sem stærstur hluti tekna rekstraraðila sé fenginn með notendagjöldum sem aftur er háð frammistöðu þess sem veitir þjónustu með tilliti til gæða og verðs."
Í kjölfar ítrekaðra skoðanakannana sem leiddu í ljós að landsmenn væru algerlega andvígir gjaldtöku í heilbrigðiskerfinu var horfið frá þessari stefnu og hin síðari ár er hamrað á því að ríkissjóður en ekki notendur skuli borga helst allan kostnaðinn!
Annað veifið skýtur gamla frjálshyggjan að vísu upp kollinum og tillögur birtast um að fyrirtækjum á heilbrigðissviði verði heimilað að auglýsa og keppa sín í milli á grundvelli verðlags.
Ein tilraun til að hefja samkeppni í heilbrigðiskerfinu til vegs var sett í forgang á síðasta kjörtímabili. Sú tilraun gengur út á að hvetja til þess að sjúklingar fari á milli hverfa í leit að „bestu" heilsugæslustöðinni sem völ væri á. Þetta kann að hljóma skynsamlega í eyrum einhverra á sama hátt og frjálshyggjumenn margir hrifust af hugmyndum Miltons Friedmans og skoðanasystkina hans um að peningar fylgi sjúklingum, námsmönnum eða öðrum notendum opinberrar þjónustu. Þeir ráfi síðan um skóla- og heilbrigðiskerfið í leit að bestu og eftir atvikum ódýrustu þjónustunni, allt eftir efnahag viðkomandi.

Fjárfestar vilja einkavætt kerfi

Þetta þarf hins vegar að hugsa til enda og þá bæði í læknisfræðilegu tilliti en einnig hvað varðar skipulag þjónustunnar, hagkvæma stýringu fjármuna skattgreiðenda og síðan að sjálfsögðu samfélagslegra gilda.
Fyrir dyrum stendur fjárlagagerð á Alþingi. Augljóst er að veita þarf stórauknu fjármagni til heilbrigðismála. Biðraðir í kerfinu eru víða langar og höfum við að undanförnu heyrt ákall fjölmargra um bráða lausn á sínum vanda. Þann vanda þarf að leysa og það þegar í stað. Ég ætla hins vegar að frábiðja að skattpeningar okkar verði látnir renna til fjárfesta sem róa nú að því öllum árum að nýta sér neyð fólks til að knýja fram kerfisbreytingar sér til hagsbóta. Fjárfestarnir eru mættir til leiks til að umturna heilbrigðisþjónustunni í eins konar iðnað sem megi hagnast á.
Ég hef margoft sagt að blanda af opinberum rekstri og einkapraxis sé ásættanleg og jafnvel eftirsóknarverð ef hún er í réttum hlutföllum. Nú er hins vegar tvennt að gerast. Í stað einstaklingsbundins einkapraxis þar sem heilbrigðisstarfsmenn leita eftir samlegð í rekstri, svo sem í símaþjónustu og húsnæði, eru einkarekin sjúkrahús að koma til sögunnar. Síðan gerist hitt að krafa er sett fram um að sérfræðingum beri sjálftaka úr ríkissjóði óháð vilja og getu handhafa rikissjóðs. Slíkt getur aldrei gengið til frambúðar.
Fyrirsögn sjálfstæðismannanna þriggja um að þeirra kerfi þjóni sjúklingum fyrst og fremst stenst ekki. Þeirra kerfi myndi hins vegar þjóna fjárfestum í heilbrigðisiðnaði alveg prýðilega. Gegn slíku kerfi ber að berjast af alefli því aflvaki slíks kerfis er hvorki í þágu sjúklinga né skattgreiðenda.


Bréf til síđunnarRSS Fréttaveita

Frá lesendum

19. Október 2018

STEFNUBREYTING?

Nú eru Bandaríkjamenn nýbúnir að vera hér á Íslandi með hundruð manna við heræfingar. Er það ekki rétt munað hjá mér, Ögmundur minn, að þegar þú sast í vinstri stjórninni þá voru aldrei neinar heræfingar? Sú stjórn sat þó í meira en fjögur ár ef allt er talið. Hefur orðið stefnubreyting hjá VG undir forystu Katrínar Jakobsdóttur?
Börkur Barkar

17. Október 2018

HVER ER SKOĐUN PÍRATA?

Ég var að lesa pistil þinn um mál/fréttaflutning um Evrópuráðið. Ég er sammála þér um að frétta/málflutningurinn fer fram úti á þekju eins og þú orðar það. Hvers vegna var Þórhildur Sunna, Pírati ekki spurð í RÚV hvað henni finnist um brottrekstur Rússa af Evrópuráðsþinginu? En við hvern er að sakast, þegar svona ...
Jóhannes Gr. Jónsson

17. Október 2018

AĐ HRUNI KOMINN

Nú er Hannes Hólmsteinn loksins að Hruni kominn - og það á tíu ára afmælinu. Eftir allan komma áróðurinn hefur hann með glöggum hætti leitt okkur í allan sannleikann um að það voru ekki nýfrjálshyggjan, ekki íslensk stjórnvöld og því síður nýríkir íslenskir kapítalistar sem leiddu hörmungarnar yfir okkur haustið 2008. Nei, það voru útlendingar með George Best forsætisráðherra Bretlands...
Fannar Freyr

14. Október 2018

LANG - LANG BEST

Allsherjar samstaða ákveðin sést
upp sultarkjörin skal hífa
Og auðvitað væri það lang-lang ...
Pétur Hraunfjörð

7. Október 2018

GUĐ BLESSI HEIMINN

Geir bað Guð að blessa landið,

gjaldþrotið og þjóðarstrandið.

Við höfum þanka

...

Pétur Hraunfjörð

 

3. Október 2018

UPPGJÖRIĐ VIĐ UPPGJÖRIĐ: ÍSLENSKIR BANKSTERAR Í AĐAL-HLUTVERKI

Uppgjör við útrás landans
ugglaust ræða má
þegar allt fór til fjandans
og fjöldinn hrunið sá.
...
Pétur Hraunfjörð

2. Október 2018

BRENNIVÍN Í BÚĐIR

Áfengið þau elska mest,
ölið kæra, sanna.
Þörfu ráðin þekkja flest, þ
etta má ei banna.
Kári

20. September 2018

HERĆFINGAR NATÓ MEĐ MEIRU

Herskipin nú hópast að
í heræfingum gellur.
Og flugvélar hér fylltu hlað
að sækja Kanamellur.
Pétur Hraunfjörð

16. September 2018

ŢARF AĐ TALA SKÝRAR UM PENINGAÖFLIN

Sæll Takk fyrir fundinn fyrr í dag (í gær). Verður hægt að nálgast glærurnar og upptöku af fundinum? ... Eitt sem mér fannst nokkuð einkennilegt var að mikið var talað um peningaöfl en samt ekki hver þau í raun væru í núverandi samfélagi. Orðin ferðaþjónustua og hótel voru lítið sem ekkert notuð. Það gæti enginn sagt að VG hefði gert neitt nema að beygja sig niður fyrir þeim öflum á kostnað íbúa borgar og lands. Líf dásamar airbnb og heldur áfram núverandi meirihluta. Katrín talar á móti skattalagabreytingum því hún vinni gegn minni félögum. SJS gerir lítið út umhverfisáhrifum ferðaþjónustunnar ...
Daníel Þór

12. September 2018

ŢEGAR JÓAKIM VON AND FĆR VÖLDIN

Þakka þér fyrir að standa fyrir fundi um braskavæðingu borgarinnar. Ég hvet sem flesta að leggja leið sína í Efstaleitið og verða vitni að því sem þar er að gerast. Í stað opins fallegs svæðis þar sem Útvarpshúsið naut sín vel er nú komin mini-Manhattan nema að á Manhattan hefði þetta aldrei verið leyft! Vísa ég þar í Central Park sem ...
Jóel A.  


BSRBVGAlţingi

Póstlisti

Hér ađ neđan geturđu skráđ ţig á póstlista Ögmundar. Skráđir ađilar fá reglulega sent fréttabréf í tölvupósti.
Afskrá | Breyta skráningu

Frjálsir pennar

8. Október 2018

Gunnar Örn Gunnarsson skrifar: MANNAUĐS-STJÓRNUN EĐA „ŢRĆLAHALD".

Það er sorglegt að átta sig á því að alþjóðlegir auðhringar, eigendur allrar stóriðju á Íslandi, sem hugsa fyrst og fremst um hagnað og gróðavon, fari miklu betur með sinn mannauð en opinberar stofnanir sem reknar eru að meirihluta til af almannafé. Mikil umræða hefur verið um styttingu vinnuvikunnar og sitt sýnist hverjum og veltur það aðallega á „hagsmunum" þeirra sem um fjalla eða á misskilinni hagsmunagæslu ákveðinna aðila. Það skal tekið fram að eftirfarandi samanburður er ekki gerður til að öfundast út í þá sem vinna í stóriðju eða til að grafa undan þeim réttindum og kjörum sem þar hafa náðst ...

27. September 2018

Ţórarinn Hjartarson skrifar: HĆGRI-POPÚLISMINN - HELSTA ÓGN VIĐ LÝĐRĆĐIĐ?

RÚV, popúlisminn og hnattvæðingin; Hvaðan kemur hægri-pópulisminn, hvert er samband hans við hnattvæðinguna og ríkjandi stjórnmálastefnur á vesturlöndum, hvað vantar í greiningu/umfjöllun fjölmiðla og meginstraums-stjórnmálaflokka á honum? Ef hlustað er á RÚV fæst sú mynd að mesta vandamál í stjórnmálum Vesturlanda og jafnvel heimsins alls sé hægripopúlismi/ þjóðernispopúlismi. Sem er ekki rétt, en stafar af því að RÚV er málgagn markaðsfrjálslyndrar, hnattvæddrar, kapítalískrar heimsvaldastefnu (vestrænnar). Sem stafar aftur af því að ...

3. Júlí 2018

Kári skrifar: ŢJÓĐAREIGN OG KVÓTAKERFI Í LJÓSI SAMKEPPNIS-RÉTTAR

... Löggjafinn, Alþingi, er hins vegar rígbundinn margskonar hagsmunaöflum sem í raun stjórna ferðinni og því ekki við miklu að búast úr þeirri áttinni. Umræða um „hag­ræðingu" kemur fyrir lítið, eigi menn ekki það sem hagræðingin snertir. Með öðrum orðum; eignarréttur íslensku þjóðarinnar var hafður að engu. Þjóðareign varð að „þjófaeign". Það er kjarni málsins. Hið svokallaða „framsal" er því lögleysa frá upphafi þegar af þeirri ástæðu. Þar að auki hefur íslenska þjóðin notið í litlu meintrar hag­ræðingar sem hefur að stærstum hluta endað í vösum braskara og hluthafa útgerðarfyrirtækja ...

Slóđin mín:

Allar greinar

Stjórnborđ

Forsíđa vefsins Stćkka letur Minnka letur Senda ţessa síđu Prenta ţessa síđu Veftré Hamur fyrir sjónskerta