Beint á leiđarkerfi vefsins

Annađ

9. Júní 2018

ÓLÍFUVIĐARGREININ

MBLBirtist í helgarblaði Morgunblaðsins 9/10.06.18.
Frá örófi alda hefur grein af ólífutré verið tákn um frið. Svo var með forn-Grikkjum og síðar Rómverjum. Með kristninni verður framhald á og allar götur fram á okkar dag hefur ólífuviðargreinin birst í málara- og höggmyndalist sem friðartákn. Kóngar og keisarar, sem vildu láta líta á sig sem friðflytjendur tóku sér ólífuviðargrein í hönd þegar þeir sátu fyrir hjá listamönnum, sem höfðu það hlutverk að gera minningu þeirra ódauðlega.

Varla þarf þó að minna á að misjafn sauður er í mörgu fé eins og dæmin sanna fyrr og síðar. Og eitt átakanlegasta dæmið um misnotkun á friðartákninu er hernaður Erdogans, Tyrklandsforseta, í Afrin. Heitið vísar til borgar og héraðs sem er hluti af sjálfsstjórnarsvæði Kúrda í norðanverðu Sýrlandi. Innrás tyrkneska hersins í Afrin hófst 20. janúar síðastliðinn, með tilheyrandi morðum, limlestingum, nauðgunum og pyntingum auk þess sem byggingar og minnismerki, sem ekki eru í anda hinna drottnandi ofbeldisherja, voru jöfnuð við jörðu.

Þegar seig á seinni hluta marsmánaðar var svo komið að tyrkneski herinn og „frjálsi sýrlenski herinn" höfðu náð Afrinborg og fjölmennustu byggðakjörnunum á svæðinu á sitt vald. Samstundis hófust grimmilegar þjóðernishreinsanir. Fullyrt er að mörg hundruð þúsund manns séu nú á vergangi á þessu svæði og hafi margir leitað til fjalla. Kúrdum, kristnum mönnum og gyðingum er meinað að snúa aftur til heimila sinna en í þeirra stað hefur svokölluðum jihadistum, hryðjuverkamönnum af sauðahúsi ISIS, verið fenginn samastaður á heimilum þeirra. Þetta eru félagar í „frjálsa sýrlenska hernum" sem hrakist hafa undan stjórnarher Assads á síðustu vikum en fá nú verkefni sem böðlar Erdogans í þjóðernishreinsunum hans í vestanverðum Kúrdahéruðunum, sem liggja að Tyrklandi.

Í lok síðasta mánaðar var ég viðstaddur vitnaleiðslur þegar stríðsglæpadómstóllinn í París, sem starfað hefur í anda Bertrands Russells allar götur frá sjöunda áratug síðustu aldar, rannsakaði hvort fyrir því væru óyggjandi sannanir að tyrknesk stjórnvöld væru sek um stórfellda stríðsglæpi og mannréttindabrot á hendur Kúrdum. Niðurstaðan var afgerandi og í þessa veru. Úrskurðurinn var kunngerður í salarkynnum Evrópuþingsins í Brussel en í tengslum við þann atburð átti ég viðræður við Kúrda frá Afrin sem lýstu örvæntingu sinni vegna þess sem þar væri nú að gerast: „Ef heimurinn vaknar ekki og stöðvar ofbeldið nú þegar, þá verður það of seint," sagði þetta fólk, sem fylgist með atburðarásinni frá degi til dags.

Það sagði jihadistana hafi myrt eða fangelsað alla þá sem barist höfðu undir merkjum YPG, varnarsveita Kúrda í norðanverðu Sýrlandi, jafnt konur sem karla. Konur urðu sem kunnugt er þekktar fyrir vasklega framgöngu í vörnum Kúrda í stríðinu við ISIS á síðustu árum. Hinir nýju herrar hefðu nú gert þeim að afhenda herbúninga sína og þær síðan látnar klæðast með svipuðum hætti og gerist hjá öfgafyllstu trúarofstækismönnum í Sádi-Arabíu og í fjallahéruðum Afganistans. „Og allt þetta lætur NATÓ viðgangast!"

Það er rétt hjá þessu örvæntingarfulla fólki frá Afrin að Tyrkland er í NATÓ og það er líka rétt ályktað að þar er flest gert, eða látið viðgangast, í góðum göngutakti - allra.

En hlýtur það svo að vera? Þarf ekki að heyrast meira en ámátlegt hvísl um að Íslendingar séu ekki alls kostar sáttir? Þarf ekki að tala hátt og skýrt þegar við verðum vitni að þjóðernishreinsunum, fjöldamorðum, pyntingum og mannréttindabrotum, svo viðbjóðslegum að þau flokkast sem glæpir gegn mannkyni?

Á virkilega að láta nægja að gráta yfir þessu seinna þegar við lesum um svívirðuna í sögubókum framtíðarinnar? Þá munu þessir atburðir fá þunga dóma og eflaust líka þeir sem þögðu yfir ofbeldinu - hernaðaraðgerð sem í tyrkneska stjórnarráðinu gengur undir vinnuheitinu „Ólífuviðargreinin".


Bréf til síđunnarRSS Fréttaveita

Frá lesendum

19. Október 2018

STEFNUBREYTING?

Nú eru Bandaríkjamenn nýbúnir að vera hér á Íslandi með hundruð manna við heræfingar. Er það ekki rétt munað hjá mér, Ögmundur minn, að þegar þú sast í vinstri stjórninni þá voru aldrei neinar heræfingar? Sú stjórn sat þó í meira en fjögur ár ef allt er talið. Hefur orðið stefnubreyting hjá VG undir forystu Katrínar Jakobsdóttur?
Börkur Barkar

17. Október 2018

HVER ER SKOĐUN PÍRATA?

Ég var að lesa pistil þinn um mál/fréttaflutning um Evrópuráðið. Ég er sammála þér um að frétta/málflutningurinn fer fram úti á þekju eins og þú orðar það. Hvers vegna var Þórhildur Sunna, Pírati ekki spurð í RÚV hvað henni finnist um brottrekstur Rússa af Evrópuráðsþinginu? En við hvern er að sakast, þegar svona ...
Jóhannes Gr. Jónsson

17. Október 2018

AĐ HRUNI KOMINN

Nú er Hannes Hólmsteinn loksins að Hruni kominn - og það á tíu ára afmælinu. Eftir allan komma áróðurinn hefur hann með glöggum hætti leitt okkur í allan sannleikann um að það voru ekki nýfrjálshyggjan, ekki íslensk stjórnvöld og því síður nýríkir íslenskir kapítalistar sem leiddu hörmungarnar yfir okkur haustið 2008. Nei, það voru útlendingar með George Best forsætisráðherra Bretlands...
Fannar Freyr

14. Október 2018

LANG - LANG BEST

Allsherjar samstaða ákveðin sést
upp sultarkjörin skal hífa
Og auðvitað væri það lang-lang ...
Pétur Hraunfjörð

7. Október 2018

GUĐ BLESSI HEIMINN

Geir bað Guð að blessa landið,

gjaldþrotið og þjóðarstrandið.

Við höfum þanka

...

Pétur Hraunfjörð

 

3. Október 2018

UPPGJÖRIĐ VIĐ UPPGJÖRIĐ: ÍSLENSKIR BANKSTERAR Í AĐAL-HLUTVERKI

Uppgjör við útrás landans
ugglaust ræða má
þegar allt fór til fjandans
og fjöldinn hrunið sá.
...
Pétur Hraunfjörð

2. Október 2018

BRENNIVÍN Í BÚĐIR

Áfengið þau elska mest,
ölið kæra, sanna.
Þörfu ráðin þekkja flest, þ
etta má ei banna.
Kári

20. September 2018

HERĆFINGAR NATÓ MEĐ MEIRU

Herskipin nú hópast að
í heræfingum gellur.
Og flugvélar hér fylltu hlað
að sækja Kanamellur.
Pétur Hraunfjörð

16. September 2018

ŢARF AĐ TALA SKÝRAR UM PENINGAÖFLIN

Sæll Takk fyrir fundinn fyrr í dag (í gær). Verður hægt að nálgast glærurnar og upptöku af fundinum? ... Eitt sem mér fannst nokkuð einkennilegt var að mikið var talað um peningaöfl en samt ekki hver þau í raun væru í núverandi samfélagi. Orðin ferðaþjónustua og hótel voru lítið sem ekkert notuð. Það gæti enginn sagt að VG hefði gert neitt nema að beygja sig niður fyrir þeim öflum á kostnað íbúa borgar og lands. Líf dásamar airbnb og heldur áfram núverandi meirihluta. Katrín talar á móti skattalagabreytingum því hún vinni gegn minni félögum. SJS gerir lítið út umhverfisáhrifum ferðaþjónustunnar ...
Daníel Þór

12. September 2018

ŢEGAR JÓAKIM VON AND FĆR VÖLDIN

Þakka þér fyrir að standa fyrir fundi um braskavæðingu borgarinnar. Ég hvet sem flesta að leggja leið sína í Efstaleitið og verða vitni að því sem þar er að gerast. Í stað opins fallegs svæðis þar sem Útvarpshúsið naut sín vel er nú komin mini-Manhattan nema að á Manhattan hefði þetta aldrei verið leyft! Vísa ég þar í Central Park sem ...
Jóel A.  


BSRBVGAlţingi

Póstlisti

Hér ađ neđan geturđu skráđ ţig á póstlista Ögmundar. Skráđir ađilar fá reglulega sent fréttabréf í tölvupósti.
Afskrá | Breyta skráningu

Frjálsir pennar

8. Október 2018

Gunnar Örn Gunnarsson skrifar: MANNAUĐS-STJÓRNUN EĐA „ŢRĆLAHALD".

Það er sorglegt að átta sig á því að alþjóðlegir auðhringar, eigendur allrar stóriðju á Íslandi, sem hugsa fyrst og fremst um hagnað og gróðavon, fari miklu betur með sinn mannauð en opinberar stofnanir sem reknar eru að meirihluta til af almannafé. Mikil umræða hefur verið um styttingu vinnuvikunnar og sitt sýnist hverjum og veltur það aðallega á „hagsmunum" þeirra sem um fjalla eða á misskilinni hagsmunagæslu ákveðinna aðila. Það skal tekið fram að eftirfarandi samanburður er ekki gerður til að öfundast út í þá sem vinna í stóriðju eða til að grafa undan þeim réttindum og kjörum sem þar hafa náðst ...

27. September 2018

Ţórarinn Hjartarson skrifar: HĆGRI-POPÚLISMINN - HELSTA ÓGN VIĐ LÝĐRĆĐIĐ?

RÚV, popúlisminn og hnattvæðingin; Hvaðan kemur hægri-pópulisminn, hvert er samband hans við hnattvæðinguna og ríkjandi stjórnmálastefnur á vesturlöndum, hvað vantar í greiningu/umfjöllun fjölmiðla og meginstraums-stjórnmálaflokka á honum? Ef hlustað er á RÚV fæst sú mynd að mesta vandamál í stjórnmálum Vesturlanda og jafnvel heimsins alls sé hægripopúlismi/ þjóðernispopúlismi. Sem er ekki rétt, en stafar af því að RÚV er málgagn markaðsfrjálslyndrar, hnattvæddrar, kapítalískrar heimsvaldastefnu (vestrænnar). Sem stafar aftur af því að ...

3. Júlí 2018

Kári skrifar: ŢJÓĐAREIGN OG KVÓTAKERFI Í LJÓSI SAMKEPPNIS-RÉTTAR

... Löggjafinn, Alþingi, er hins vegar rígbundinn margskonar hagsmunaöflum sem í raun stjórna ferðinni og því ekki við miklu að búast úr þeirri áttinni. Umræða um „hag­ræðingu" kemur fyrir lítið, eigi menn ekki það sem hagræðingin snertir. Með öðrum orðum; eignarréttur íslensku þjóðarinnar var hafður að engu. Þjóðareign varð að „þjófaeign". Það er kjarni málsins. Hið svokallaða „framsal" er því lögleysa frá upphafi þegar af þeirri ástæðu. Þar að auki hefur íslenska þjóðin notið í litlu meintrar hag­ræðingar sem hefur að stærstum hluta endað í vösum braskara og hluthafa útgerðarfyrirtækja ...

Slóđin mín:

Allar greinar

Stjórnborđ

Forsíđa vefsins Stćkka letur Minnka letur Senda ţessa síđu Prenta ţessa síđu Veftré Hamur fyrir sjónskerta