Beint á leiđarkerfi vefsins

Annađ

9. Júní 2018

ÓLÍFUVIĐARGREININ

MBLBirtist í helgarblaði Morgunblaðsins 9/10.06.18.
Frá örófi alda hefur grein af ólífutré verið tákn um frið. Svo var með forn-Grikkjum og síðar Rómverjum. Með kristninni verður framhald á og allar götur fram á okkar dag hefur ólífuviðargreinin birst í málara- og höggmyndalist sem friðartákn. Kóngar og keisarar, sem vildu láta líta á sig sem friðflytjendur tóku sér ólífuviðargrein í hönd þegar þeir sátu fyrir hjá listamönnum, sem höfðu það hlutverk að gera minningu þeirra ódauðlega.

Varla þarf þó að minna á að misjafn sauður er í mörgu fé eins og dæmin sanna fyrr og síðar. Og eitt átakanlegasta dæmið um misnotkun á friðartákninu er hernaður Erdogans, Tyrklandsforseta, í Afrin. Heitið vísar til borgar og héraðs sem er hluti af sjálfsstjórnarsvæði Kúrda í norðanverðu Sýrlandi. Innrás tyrkneska hersins í Afrin hófst 20. janúar síðastliðinn, með tilheyrandi morðum, limlestingum, nauðgunum og pyntingum auk þess sem byggingar og minnismerki, sem ekki eru í anda hinna drottnandi ofbeldisherja, voru jöfnuð við jörðu.

Þegar seig á seinni hluta marsmánaðar var svo komið að tyrkneski herinn og „frjálsi sýrlenski herinn" höfðu náð Afrinborg og fjölmennustu byggðakjörnunum á svæðinu á sitt vald. Samstundis hófust grimmilegar þjóðernishreinsanir. Fullyrt er að mörg hundruð þúsund manns séu nú á vergangi á þessu svæði og hafi margir leitað til fjalla. Kúrdum, kristnum mönnum og gyðingum er meinað að snúa aftur til heimila sinna en í þeirra stað hefur svokölluðum jihadistum, hryðjuverkamönnum af sauðahúsi ISIS, verið fenginn samastaður á heimilum þeirra. Þetta eru félagar í „frjálsa sýrlenska hernum" sem hrakist hafa undan stjórnarher Assads á síðustu vikum en fá nú verkefni sem böðlar Erdogans í þjóðernishreinsunum hans í vestanverðum Kúrdahéruðunum, sem liggja að Tyrklandi.

Í lok síðasta mánaðar var ég viðstaddur vitnaleiðslur þegar stríðsglæpadómstóllinn í París, sem starfað hefur í anda Bertrands Russells allar götur frá sjöunda áratug síðustu aldar, rannsakaði hvort fyrir því væru óyggjandi sannanir að tyrknesk stjórnvöld væru sek um stórfellda stríðsglæpi og mannréttindabrot á hendur Kúrdum. Niðurstaðan var afgerandi og í þessa veru. Úrskurðurinn var kunngerður í salarkynnum Evrópuþingsins í Brussel en í tengslum við þann atburð átti ég viðræður við Kúrda frá Afrin sem lýstu örvæntingu sinni vegna þess sem þar væri nú að gerast: „Ef heimurinn vaknar ekki og stöðvar ofbeldið nú þegar, þá verður það of seint," sagði þetta fólk, sem fylgist með atburðarásinni frá degi til dags.

Það sagði jihadistana hafi myrt eða fangelsað alla þá sem barist höfðu undir merkjum YPG, varnarsveita Kúrda í norðanverðu Sýrlandi, jafnt konur sem karla. Konur urðu sem kunnugt er þekktar fyrir vasklega framgöngu í vörnum Kúrda í stríðinu við ISIS á síðustu árum. Hinir nýju herrar hefðu nú gert þeim að afhenda herbúninga sína og þær síðan látnar klæðast með svipuðum hætti og gerist hjá öfgafyllstu trúarofstækismönnum í Sádi-Arabíu og í fjallahéruðum Afganistans. „Og allt þetta lætur NATÓ viðgangast!"

Það er rétt hjá þessu örvæntingarfulla fólki frá Afrin að Tyrkland er í NATÓ og það er líka rétt ályktað að þar er flest gert, eða látið viðgangast, í góðum göngutakti - allra.

En hlýtur það svo að vera? Þarf ekki að heyrast meira en ámátlegt hvísl um að Íslendingar séu ekki alls kostar sáttir? Þarf ekki að tala hátt og skýrt þegar við verðum vitni að þjóðernishreinsunum, fjöldamorðum, pyntingum og mannréttindabrotum, svo viðbjóðslegum að þau flokkast sem glæpir gegn mannkyni?

Á virkilega að láta nægja að gráta yfir þessu seinna þegar við lesum um svívirðuna í sögubókum framtíðarinnar? Þá munu þessir atburðir fá þunga dóma og eflaust líka þeir sem þögðu yfir ofbeldinu - hernaðaraðgerð sem í tyrkneska stjórnarráðinu gengur undir vinnuheitinu „Ólífuviðargreinin".


Bréf til síđunnarRSS Fréttaveita

Frá lesendum

21. Júlí 2018

TIL HAMINGJU!

Nú sjötugur ´ann segist vera
og sennilega er rétt
En ellina mega ýmsir bera
Ögmundur gerir það létt.
...
Pétur Hraunfjörð

19. Júlí 2018

Á AFMĆLISDEGI ÖGMUNDAR

Árin jarðnesk aldrei tel,
endar víst með tapi.
Innri maður yngist vel,
oft að sama skapi.
Kári

15. Júlí 2018

HUGSAĐ TIL VINAR

Brátt áratugina sérðu sjö
samt gefurðu lítið eftir
Ævikvöld eignist eflaust tvö
Þar ekkert ykkur heftir!!
...
Pétur Hraunfjörð

21. Júní 2018

NÚ ÁHUGI MINN ALLUR FÓR

Nú áhugi minn allur fór
er af leið var haldið
Katrín valdi auðvalds-kór
og kaus Íhaldið.
...
Pétur Hraunfjörð

17. Júní 2018

Í FRAMHALDI AF OLÍFUVIĐAR-GREIN

Í framhaldi af grein þinni um Ólífuviðargrein þá er vert að rifja upp ferð Apolli 11 til tunglsins í júlí 1969. Merki ferðarinnar (Mission Emblem) var hannað af geimförunum sjálfum. Þeir komu upp með þá hugmynd að nota ameríska örninn og tunglferjan sjálf var kölluð "Eagle". Í lokafasa hönnunarferlisinu þótti geimförunum útlit arnarins vera of ...
Sveinn V. Ólafsson

7. Júní 2018

„SKILAR SÉR MEST TIL ŢEIRRA STĆRSTU"

Við sjáum lekinn ljótan
Þar lítið var um þref
gjaldlítinn gaf ´ún kvótann
ei Lilju fyrirgef.
Pétur Hraunfjörð

28. Maí 2018

LÍTIĐ MAĐUR SEGJA MÁ

Lítið maður segja má
orðin margir bera
sannleika að segja frá
sjaldan aðrir gera.
Málavexti þá muna skalt
ef margir á þig hlýða
Og ekki bæta í sárið salt
sem aðrir fyrir líða.
Pétur Hraunfjörð

19. Maí 2018

SVO ER ÖNNUR TEGUND FROĐUFRÉTTA

... Þakka pistilinn um daginn um hvernig fjölmiðlamenn forheimska opinbera umræðu um stjórnmál með að slá upp fyrirsögn um ýmis mál og með viðbótinni "segir stjórnmálafræðingur" í meginmáli. Í aðdraganda kosninga halda þeir sínu striki með þetta en bæta við annarri tegund froðufrétta sem felst í því að skrifa fyrirsögn hvern dag um hvort meirihlutar standi eða falli. Í meginmáli er síðan vísað til skoðanakannana. Sífelldar fréttir af skoðanakönnunum er sennilega einföld leið til að fylla síður blaða og framkalla uppgerða spennu í stað þess að taka til umfjöllunar viðfangsefni stjórnmála og mikilvægi almannaþjónustu fyrir lífskjör. Aukið vægi ...
Sigfinnur

18. Maí 2018

BARNAVERNDAR-MÁL EIGA BETRA SKILIĐ EN AĐ RÁĐIST SÉ GEGN EFTIRLITS-AĐILUM

Sæll Ögmundur. Takk fyrir góða og tímabæra grein þína um fréttaflutning af barnaverndarmálum. Ég var rétt í þessu að lesa einkar einkennilega grein eftir Auði Jónsdóttur á vef Kjarnans, en hún virðist ímynda sér að ábending þín í lok greinarinnar um möguleg tengsl blaðamanns Kjarnans og aðila sem barnaverndarmálum - að þarna sé að finna tengsl ekkert síður en annars staðar - sé megininntakið í umfjöllun þinni. Það er afskaplega undarlegur málflutningur, órökvís og óheiðarlegur, og mér finnst þessi mikilvægi málaflokkur eiga betra skilið en slíka útúrsnúninga. Maður veltir fyrir sér ...
Þorsteinn Siglaugsson 

16. Maí 2018

GETUR EKKI ORĐA BUNDIST

Var að lesa það sem félagi Einar Ólafsson ritar. Eg get ekki orða bundist: Að jafna einni skelfilegustu harðstjórn sem mannkynið hefur nokkru sinni upplifað við Evrópusambandið botna eg ekkert í. Evrópusambandið hefur verið byggt á grundvallarmannréttindum og að útfæra lýðræði á kannski eitthvað öðruvísi hátt en íhaldinu á Íslandi hugnast. Í mínum augum er fáni Evrópusambandisin tákn um betra lýðræði og aukin mannréttindi. Og að ala á tortryggni gagnvart því sem vel hefur verið gert skil eg ekki. Vilja menn þessa endalausu vitleysu með þennan efnahagsleik með ...
Guðjón Jensson


BSRBVGAlţingi

Póstlisti

Hér ađ neđan geturđu skráđ ţig á póstlista Ögmundar. Skráđir ađilar fá reglulega sent fréttabréf í tölvupósti.
Afskrá | Breyta skráningu

Frjálsir pennar

3. Júlí 2018

Kári skrifar: ŢJÓĐAREIGN OG KVÓTAKERFI Í LJÓSI SAMKEPPNIS-RÉTTAR

... Löggjafinn, Alþingi, er hins vegar rígbundinn margskonar hagsmunaöflum sem í raun stjórna ferðinni og því ekki við miklu að búast úr þeirri áttinni. Umræða um „hag­ræðingu" kemur fyrir lítið, eigi menn ekki það sem hagræðingin snertir. Með öðrum orðum; eignarréttur íslensku þjóðarinnar var hafður að engu. Þjóðareign varð að „þjófaeign". Það er kjarni málsins. Hið svokallaða „framsal" er því lögleysa frá upphafi þegar af þeirri ástæðu. Þar að auki hefur íslenska þjóðin notið í litlu meintrar hag­ræðingar sem hefur að stærstum hluta endað í vösum braskara og hluthafa útgerðarfyrirtækja ...

10. Apríl 2018

Hrafn Magnússon skrifar: LEIFTURSÓKN FRÁ HĆGRI

Fyrir nokkru las ég bók Þorleifs Óskarssonar, sagnfræðings, um SFR, stéttarfélag í almannaþjónustu. Félagið hét reyndar SFR, starfsmannafélag ríkisstofnana, þegar ég gegndi framkvæmdastjórastörfum fyrir félagið á árunum 1973 til 1975. Bókin kom út í apríl á liðnu ári og er heiti hennar  „Saga baráttu og sigra í sjötíu ár". Bók Þorleifs er afar fróðleg og prýdd mörgum myndum. Ég hefði talið ákjósanlegt að nafnalisti væri aftast í bókinni, en tilvísanir, heimildir og myndaskrá eru hins vegar til fyrirmyndar.  Þá eru viðtölin við ýmsa fyrrverandi og núverandi forystumenn félagsins upplýsandi og gefa fyllri mynd af starfsemi SFR. Við lestur bókarinnar sakna ég þó þess að ekki sé getið um ...

13. Mars 2018

Jón Karl Stefánsson skrifar: VARĐANDI NEIKVĆĐA UMFJÖLLUN UM VANESSU BEELEY OG TIM ANDERSON

Eins og við mátti búast vakti fyrirlestur Vanessu Beeley ásamt útgáfu bókar Tim Andersons, Stríðið gegn Sýrlandi, sterk viðbrögð, bæði jákvæð og neikvæð. Einnig var viðbúið að viðbrögðin í neikvæðu áttina væru ekki efnisleg, heldur beint gegn persónum höfundar og þeirra sem buðu Vanessu til Íslands. Það er rétt að svara bæði þeirri gagnrýni sem komið hefur upp og einnig að lýsa stuttlega því sem kemur fram í bók Tims Andersons og einnig því sem ekki kemur fram þar, um tilgang útgáfunnar og þætti þýðenda í þessu öll saman. Bók Tims Andersons er mjög ítarleg, hvað heimildavinnu varðar. Þeir sem vilja ...

Slóđin mín:

Allar greinar

Stjórnborđ

Forsíđa vefsins Stćkka letur Minnka letur Senda ţessa síđu Prenta ţessa síđu Veftré Hamur fyrir sjónskerta