Beint á leiđarkerfi vefsins

Annađ

12. Maí 2018

„ ... segir stjórnmálafrćđingur."

MBLBirtist í helgarblaði Morgunblaðsins 12/13.05.18.
Undirritaður er stjórnmálafræðingur, með tilskilinn stimpil frá háskólanum í Edinborg. Reyndar er ég fyrst og fremst sagnfræðingur ef út í það er farið en þessa stjórnmálagráðu hef ég engu að síður líka upp á vasann.

En hvers vegna vekja máls á því?

Ástæðan er sú að mig langaði að deila með ykkur óbærilegri fráhvarfstilfinningu sem ég stundum fæ frá þessari háskólagráðu. Hún leitar á mig þegar vitnað er í þessa samferðamenn mína á menntabrautinni og þá fyrst og fremst þegar þeir eru gerðir að eins konar handhöfum sannleikans. Stundum má nefnilega skilja það sem svo að í reynd viti stjórnmálamenn afskaplega lítið um það sjálfir sem þeir eru að reyna að segja; hvað þeir raunverulega meini. Fagmenn þurfi til að greina hugsanir þeirra. Sama gildi um örlagasögu stjórnmálaflokka. Mat stjórnmálafræðingsins hljóti þar einnig að vera sjálfur sannleikurinn enda byggt á vísindalegri athugun hans.

Þess vegna fáum við fréttir á borð við þessa ímynduðu frásögn í fréttahelsti útvarpsstöðva: „Sjálfstæðisflokkurinn er að hruni kominn!" Stórfrétt að sjálfsögðu ef sönn væri, sem vel gæti verið að sjálfsögðu. Minna fer fyrir botninum, „... segir stjórnmálafræðingur". Fréttin fengi allt aðra ásýnd og vægi ef hún væri umorðuð: „Stjórnmálafræðingur telur að Sjálfstæðisflokkurinn sé að hruni kominn."

Við gætum haldið þessum leik áfram. „Það var hinn íhaldssami armur VG sem var í uppreisn gegn ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur", staðhæfir stjórnmálafræðingur í Morgunblaðinu fyrir skömmu. Og þetta er ekki skáldaður texti, heldur raunverulegur. Þetta eru hins vegar nýjar fréttir fyrir okkur sum hver. En svo rýnum við betur í textann og sjáum að stjórnmálafræðingurinn er ekki bara stjórnmálafræðingur, heldur líka fyrrverandi varaþingmaður Samfylkingarinnar.

Nú verður allt skiljanlegra. Andstaða við að undirgangast frekari miðstýringu frá Brüssel og markaðsvæðingartilskipanir þaðan er náttúrlega íhaldssöm afstaða í huga slíks manns.

Flestir á róttækari kanti stjórnmálanna myndu greina ágreininginn með þveröfugum formerkjum; að þau sem stóðu harðast gegn einkaframkvæmd og verstu tilskipunum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins verði varla skilgreind með þessum hætti. Samkvæmt formúlu varaþingmannsins fyrrverandi er Tony Blair þannig fulltrúi róttækni en Jeremy Corbyn íhald eins og Bernie Sanders en Hillary Clinton svo aftur róttæk, þrátt fyrir alla sína þræði inn í Wall Street.  

Þannig getur hjálpað að segja deili á stjórnmálafræðingnum sem talar. Stjórnmálafræðingarnir Baldur Þórhallsson og Ögmundur Jónasson komast þannig að gerólíkri niðurstöðu.

Í umræddri umfjöllun sem bar yfirskriftina  „Af villiköttum", eru vangaveltur, eflaust mjög fræðilegar, um „hegðun" þeirra sem rákust ekki eins og sauðir í eftirhruns-ríkisstjórnarsamstarfinu og hve erfitt hlutskipti það hljóti að hafa verið fyrir Jóhönnu og Steingrím, formenn stjórnarflokkanna, að hafa fólk innanborðs sem „hagaði sér" á þá lund sem við gerðum sum, villikettirnir.

Nú hef ég þá prívatkenningu að vangaveltur af þessu tagi muni verða innlegg í stjórnmálafræðikennslu í framtíðinni þegar leita þarf dæma um þá tíð þegar háskólaprófessorar skilgreindu góðan stjórnmálamann sem leiðitaman og meðfærilegan, handhægt verkfæri, en ekki einstakling með sjálfstæða dómgreind.

Í þeirri framtíð sem ég er að hugsa til munu foringjar stöðugt þurfa að standa frammi fyrir því að máta gjörðir sínar við gefin fyrirheit og stefnu - gerólíkt viðfangsefni hins pólitíska sauðahirðis á 20. öldinni og öndverðri hinni 21.

Trúverðugleikinn verður þá það sem máli skiptir og sömuleiðis sú tegund lýðræðis sem byggir á því að virða rétt hvers og eins til að fylgja samvisku sinni. Við gætum byrjað að hugsa á þennan veg þegar í stað. Það er meira að segja bráðnauðsynlegt, leyfi ég mér að fullyrða.  Og þar höfum við það: „Að vanrækja þessa hugsun er ekki bara íhaldssemi heldur skaðlegt afturhald .... segir stjórnmálafræðingur."  


Bréf til síđunnarRSS Fréttaveita

Frá lesendum

19. Október 2018

STEFNUBREYTING?

Nú eru Bandaríkjamenn nýbúnir að vera hér á Íslandi með hundruð manna við heræfingar. Er það ekki rétt munað hjá mér, Ögmundur minn, að þegar þú sast í vinstri stjórninni þá voru aldrei neinar heræfingar? Sú stjórn sat þó í meira en fjögur ár ef allt er talið. Hefur orðið stefnubreyting hjá VG undir forystu Katrínar Jakobsdóttur?
Börkur Barkar

17. Október 2018

HVER ER SKOĐUN PÍRATA?

Ég var að lesa pistil þinn um mál/fréttaflutning um Evrópuráðið. Ég er sammála þér um að frétta/málflutningurinn fer fram úti á þekju eins og þú orðar það. Hvers vegna var Þórhildur Sunna, Pírati ekki spurð í RÚV hvað henni finnist um brottrekstur Rússa af Evrópuráðsþinginu? En við hvern er að sakast, þegar svona ...
Jóhannes Gr. Jónsson

17. Október 2018

AĐ HRUNI KOMINN

Nú er Hannes Hólmsteinn loksins að Hruni kominn - og það á tíu ára afmælinu. Eftir allan komma áróðurinn hefur hann með glöggum hætti leitt okkur í allan sannleikann um að það voru ekki nýfrjálshyggjan, ekki íslensk stjórnvöld og því síður nýríkir íslenskir kapítalistar sem leiddu hörmungarnar yfir okkur haustið 2008. Nei, það voru útlendingar með George Best forsætisráðherra Bretlands...
Fannar Freyr

14. Október 2018

LANG - LANG BEST

Allsherjar samstaða ákveðin sést
upp sultarkjörin skal hífa
Og auðvitað væri það lang-lang ...
Pétur Hraunfjörð

7. Október 2018

GUĐ BLESSI HEIMINN

Geir bað Guð að blessa landið,

gjaldþrotið og þjóðarstrandið.

Við höfum þanka

...

Pétur Hraunfjörð

 

3. Október 2018

UPPGJÖRIĐ VIĐ UPPGJÖRIĐ: ÍSLENSKIR BANKSTERAR Í AĐAL-HLUTVERKI

Uppgjör við útrás landans
ugglaust ræða má
þegar allt fór til fjandans
og fjöldinn hrunið sá.
...
Pétur Hraunfjörð

2. Október 2018

BRENNIVÍN Í BÚĐIR

Áfengið þau elska mest,
ölið kæra, sanna.
Þörfu ráðin þekkja flest, þ
etta má ei banna.
Kári

20. September 2018

HERĆFINGAR NATÓ MEĐ MEIRU

Herskipin nú hópast að
í heræfingum gellur.
Og flugvélar hér fylltu hlað
að sækja Kanamellur.
Pétur Hraunfjörð

16. September 2018

ŢARF AĐ TALA SKÝRAR UM PENINGAÖFLIN

Sæll Takk fyrir fundinn fyrr í dag (í gær). Verður hægt að nálgast glærurnar og upptöku af fundinum? ... Eitt sem mér fannst nokkuð einkennilegt var að mikið var talað um peningaöfl en samt ekki hver þau í raun væru í núverandi samfélagi. Orðin ferðaþjónustua og hótel voru lítið sem ekkert notuð. Það gæti enginn sagt að VG hefði gert neitt nema að beygja sig niður fyrir þeim öflum á kostnað íbúa borgar og lands. Líf dásamar airbnb og heldur áfram núverandi meirihluta. Katrín talar á móti skattalagabreytingum því hún vinni gegn minni félögum. SJS gerir lítið út umhverfisáhrifum ferðaþjónustunnar ...
Daníel Þór

12. September 2018

ŢEGAR JÓAKIM VON AND FĆR VÖLDIN

Þakka þér fyrir að standa fyrir fundi um braskavæðingu borgarinnar. Ég hvet sem flesta að leggja leið sína í Efstaleitið og verða vitni að því sem þar er að gerast. Í stað opins fallegs svæðis þar sem Útvarpshúsið naut sín vel er nú komin mini-Manhattan nema að á Manhattan hefði þetta aldrei verið leyft! Vísa ég þar í Central Park sem ...
Jóel A.  


BSRBVGAlţingi

Póstlisti

Hér ađ neđan geturđu skráđ ţig á póstlista Ögmundar. Skráđir ađilar fá reglulega sent fréttabréf í tölvupósti.
Afskrá | Breyta skráningu

Frjálsir pennar

8. Október 2018

Gunnar Örn Gunnarsson skrifar: MANNAUĐS-STJÓRNUN EĐA „ŢRĆLAHALD".

Það er sorglegt að átta sig á því að alþjóðlegir auðhringar, eigendur allrar stóriðju á Íslandi, sem hugsa fyrst og fremst um hagnað og gróðavon, fari miklu betur með sinn mannauð en opinberar stofnanir sem reknar eru að meirihluta til af almannafé. Mikil umræða hefur verið um styttingu vinnuvikunnar og sitt sýnist hverjum og veltur það aðallega á „hagsmunum" þeirra sem um fjalla eða á misskilinni hagsmunagæslu ákveðinna aðila. Það skal tekið fram að eftirfarandi samanburður er ekki gerður til að öfundast út í þá sem vinna í stóriðju eða til að grafa undan þeim réttindum og kjörum sem þar hafa náðst ...

27. September 2018

Ţórarinn Hjartarson skrifar: HĆGRI-POPÚLISMINN - HELSTA ÓGN VIĐ LÝĐRĆĐIĐ?

RÚV, popúlisminn og hnattvæðingin; Hvaðan kemur hægri-pópulisminn, hvert er samband hans við hnattvæðinguna og ríkjandi stjórnmálastefnur á vesturlöndum, hvað vantar í greiningu/umfjöllun fjölmiðla og meginstraums-stjórnmálaflokka á honum? Ef hlustað er á RÚV fæst sú mynd að mesta vandamál í stjórnmálum Vesturlanda og jafnvel heimsins alls sé hægripopúlismi/ þjóðernispopúlismi. Sem er ekki rétt, en stafar af því að RÚV er málgagn markaðsfrjálslyndrar, hnattvæddrar, kapítalískrar heimsvaldastefnu (vestrænnar). Sem stafar aftur af því að ...

3. Júlí 2018

Kári skrifar: ŢJÓĐAREIGN OG KVÓTAKERFI Í LJÓSI SAMKEPPNIS-RÉTTAR

... Löggjafinn, Alþingi, er hins vegar rígbundinn margskonar hagsmunaöflum sem í raun stjórna ferðinni og því ekki við miklu að búast úr þeirri áttinni. Umræða um „hag­ræðingu" kemur fyrir lítið, eigi menn ekki það sem hagræðingin snertir. Með öðrum orðum; eignarréttur íslensku þjóðarinnar var hafður að engu. Þjóðareign varð að „þjófaeign". Það er kjarni málsins. Hið svokallaða „framsal" er því lögleysa frá upphafi þegar af þeirri ástæðu. Þar að auki hefur íslenska þjóðin notið í litlu meintrar hag­ræðingar sem hefur að stærstum hluta endað í vösum braskara og hluthafa útgerðarfyrirtækja ...

Slóđin mín:

Allar greinar

Stjórnborđ

Forsíđa vefsins Stćkka letur Minnka letur Senda ţessa síđu Prenta ţessa síđu Veftré Hamur fyrir sjónskerta