Beint á leiđarkerfi vefsins

Annađ

30. Apríl 2018

AĐFÖRIN AĐ SANNGIRNINNI

VEL - AED
Í morgun gátum við fylgst með beinni útsendingu frá fundi Velferðarnefndar Alþingis um meintar ávirðingar í garð forstöðumanns Barnaverndarstofu og sömuleiðis meinta ósannsögli ráðherra.

Hvort tveggja var umræðuefni á fundinum sem boðaður hafði verið áður en nefndarmenn höfðu kynnt sér þau gögn sem til stóð að ræða.

Ráðherrann skýrði aðkomu sína að málinu þótt litlu væri við að bæta frá því sem hann hefur áður sagt, nefnilega að forstöðumaður Barnaverndarstofu, Bragi Guðbrandsson, hafi ekki brotið lög sem um embætti hans gilda en að samskiptaferlar innan kerfisns á milli hans og mismunandi stofnana og einstaklinga þurfi að skýra betur frá því sem nú er. Þar séu grá svæði og hafi það komið í ljós. Nú sé unnið að því að bæta úr þessu.

Allt þetta hefur löngu komið fram. Engu að síður er á þessu þrástagast að því er virðist til að finna eitthvað í orðlagi fyrr og nú sem kunni að orka tvímælis. Það hefur þó ekki tekist. Verð ég að segja að frá mínum sjónarhóli hefur Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra staðið sig afburða vel í erfiðri og viðkvæmri stöðu en eins og margoft hefur komið fram steig hann inn á sprengjusvæði þegar hann kom í félagsmálaráðuneytið í lok síðasta árs.

Þegar ég hlýddi á fundarmenn í morgun sannfærðist ég um að ekki er nokkur innistæða fyrir ásökunum sem forveri Ásmundar Einars í embætti, Þorsteinn Víglundsson, kyndir reglulega undir í fjölmiðlum af ábúðarmikilli dulúð. Þetta hefur hann gert frá því hann steig út úr þessu sama ráðuneyti. Smám saman er nú að koma í ljós að aðdróttanir um  "grafalvarleg" brot forstöðumanns Barnaverndarstofu og ámælisverða framgöngu núverandi ráðherra eru innistæðulausar.     

Varðandi málefni Braga Guðbrandssonar voru þung orð látin falla frammi fyrir sjónvarpsvélunum í morgun. Sagt var að rannsaka beri verk Braga "ofan í kjölinn" og síðan klykkti einn þingmaðurinn út með því að spyrja hvort sendiherrum Norðurlandanna hefði verið tilkynnt um skrif Stundarinnar um þessi mál nú fyrir helgina, þá væntanlega til að þeir fái ráðrúm til endurskoða ákvarðanir Norðurlandanna að styðja framboð Íslands í Barnaréttarnefnd SÞ!

Hvað vakir fyrir þessu fólki; að komast til botns í tilteknum kvörtunarmálum eða eyðileggja framboð Íslands? Ég hallast að hinu síðarnefnda. Það skýrir hve iðnir þingmenn eru við kolann. 

Fullyrðingar og aðdróttanir, sem varla geta talist annað en ærumeiðandi komu fram á þessum undarlega sjónvarpsfundi, án þess að forstöðumaður Barnaverndarstofu hafi fengið tækifæri til að standa fyrir máli sínu frammi fyrir nefndinni.

Hins vegar má segja að ómakið hafi verið tekið af honum þegar aðili að Hafnarfjarðarálinu svokalla, kom nú um helgina fram með yfirlýsingu um eðli þess máls en það ber hæst í ásökunum á hendur forstöðumanni Barnaverndarstofu, nefnilega að hann hafa "hlutast til" á óeðlilegan hátt í umgengnismáli.  Svo era ð skilja að "inngrip" hans hafi verið í því fólgið að hringja í fulltrúa barnaverndarnefndar Hafnarfjarðar um áramótin 2016/17 til að spyrjast fyrir um möguleika dauðvona ömmu að hitta barnabörnin sín áður en hún andaðist. Ég hvet alla til að lesa yfirlýsingu fyrrgreinds aðila og finnst mér reyndar að enginn geti tjáð sig um þetta mál án þess að þekkja þá málavöxtu sem hann greinir frá. Ef Stundinni var kunnugt um þessar hliðar málsins án þess að blaðamenn hafi hirt um að koma þeim upplýsingum á framfæri við lesendur sína þá getur það varla kallast annað en fölsun. Og hvað varðar Velferðarnefnd Alþingis þá sætir málflutningur sumra þingmanna furðu í ljósi þess að þeir þekktu þessa hlið málsins fyrir fundinn í morgun án þess að nokkur viki að henni orði.

Fram kom hjá ráðherra að hann væri að kanna hvort hægt væri og rétt að gera aðgengileg öll málsgögn í þeim tveimur kærumálum sem liggja til grundvallar þessari makalausu umræðu, annars vegar kvörtun barnaverndar Reykjavíkurborgar (mál sem fjallað var um í sjóvarpsþættinum Kveik þar sem síst hallaði á aðkomu Barnaverndarstofu!) og hins vegar samsvarandi nefndar í Hafnarfirði sem áður er vikið að og varðar fyrrnefnt "inngrip".

Ég fagna því ef allar upplýsingar verða gerðar aðgengilegar. Þá mun ég fyrir mitt leyti strax leita eftir því hvað það er sem talið er að hafi verið á gráu svæði í samskiptum Barnverndarstofu við téðar barnaverndarnefndir sem ráðherra hefur iðulega vísað til. Ef það er þetta umrædda símtal, sem fyrrnefndur aðili vísar til, þá spyr ég hvar skýrslugerðarfólk sé eiginlega statt sem telji slíkt hafa verið á gráu svæði. Hvort það sé á vegferð einhvers staðar inni í skáldsögu eftir Kafka, sagnameistara bókmenntanna um sálarlaust kerfi skrifræðis.

Þingmenn velferðarnefndar vildu í morgun ræða minnisblöð og formreglur, algerlega slitin úr samhengi við veruleikann. Sumir þingmenn segjast hafa velt því fyrir sér hvort þeir ættu yfirleitt að kynna sér innihald gagna, með öðrum orðum, hvort ekki væri rétt af þeirra hálfu að einskorða aðkomu sína að formi og hugsanlegum formgöllum. Hin mannlega hlið kæmi þeim ekki við!

Með þessari nálgun verður símtal forstöðumanns Barnaverndarstofu við starfsmann barnaverndarnefndar skoðað sálarlaust og með afmarkandi reglustiku. Skýringalaust símtal verður þannig að umræðuefni hjá þingnefnd og á endanum að tilefni til að fella svo þunga dóma að æra manna er í húfi - og hvort sendiráð grannríkja hafi verið vöruð við!

Eftir að hafa lesið yfirlýsingu þess aðila, sem áður er vikið að, hefði mér fundist ámælisvert og vanræksla ef forstöðumaður Barnaverndarstofu hefði ekki gert nákvæmlega það sem hann gerði, kannað stöðu málsins og ráðlagt um málsmeðferð í samræmi við lög og reglur. Fram hefur komið að annað gerði hann ekki.

Þetta símtal vilja menn nú láta sérfróða menn, helst erlenda sérfræðinga, rannsaka, "því okkar þjóðfélag sé svo lítið" að við ráðum ekki við að rýna málið, svo vitnað sé í einn þingmann frá í morgun!  

Pistilinn kalla ég aðförina að sanngirninni. Velti ég því fyrir mér hvort hugtakið ég ætti að styðjast við, sanngirnina eða skynsemina. Það kemur út á eitt hvort notað er, en sanngirnina valdi ég vegna þess hve yfirgengilega ósanngjörn mér finnst framganga þingmanna sumra vera í þessu máli og læt ég þá hatrömmustu fjölmiðlamenn liggja á milli hluta - að sinni.

Hér má nálgast yfirlýsingu aðila að Hafnarfjarðarmálinu: https://www.mbl.is/frettir/innlent/2018/04/28/er_ekki_kunningi_braga/

Hér er yfirlýsing Braga Guðbrandssonar frá í gær:  https://www.mbl.is/frettir/innlent/2018/04/29/bragi_leitar_til_umbodsmanns_althingis/

Umfjöllun sem spannst af pistli mínum frá í gær:

http://eyjan.dv.is/eyjan/2018/04/29/ogmundur-segir-ad-halldora-aetti-frekar-ad-segja-af-ser-en-felagsmalaradherra/  https://www.mbl.is/frettir/innlent/2018/04/29/telur_rettara_ad_halldora_segi_af_ser/


Bréf til síđunnarRSS Fréttaveita

Frá lesendum

19. Október 2018

STEFNUBREYTING?

Nú eru Bandaríkjamenn nýbúnir að vera hér á Íslandi með hundruð manna við heræfingar. Er það ekki rétt munað hjá mér, Ögmundur minn, að þegar þú sast í vinstri stjórninni þá voru aldrei neinar heræfingar? Sú stjórn sat þó í meira en fjögur ár ef allt er talið. Hefur orðið stefnubreyting hjá VG undir forystu Katrínar Jakobsdóttur?
Börkur Barkar

17. Október 2018

HVER ER SKOĐUN PÍRATA?

Ég var að lesa pistil þinn um mál/fréttaflutning um Evrópuráðið. Ég er sammála þér um að frétta/málflutningurinn fer fram úti á þekju eins og þú orðar það. Hvers vegna var Þórhildur Sunna, Pírati ekki spurð í RÚV hvað henni finnist um brottrekstur Rússa af Evrópuráðsþinginu? En við hvern er að sakast, þegar svona ...
Jóhannes Gr. Jónsson

17. Október 2018

AĐ HRUNI KOMINN

Nú er Hannes Hólmsteinn loksins að Hruni kominn - og það á tíu ára afmælinu. Eftir allan komma áróðurinn hefur hann með glöggum hætti leitt okkur í allan sannleikann um að það voru ekki nýfrjálshyggjan, ekki íslensk stjórnvöld og því síður nýríkir íslenskir kapítalistar sem leiddu hörmungarnar yfir okkur haustið 2008. Nei, það voru útlendingar með George Best forsætisráðherra Bretlands...
Fannar Freyr

14. Október 2018

LANG - LANG BEST

Allsherjar samstaða ákveðin sést
upp sultarkjörin skal hífa
Og auðvitað væri það lang-lang ...
Pétur Hraunfjörð

7. Október 2018

GUĐ BLESSI HEIMINN

Geir bað Guð að blessa landið,

gjaldþrotið og þjóðarstrandið.

Við höfum þanka

...

Pétur Hraunfjörð

 

3. Október 2018

UPPGJÖRIĐ VIĐ UPPGJÖRIĐ: ÍSLENSKIR BANKSTERAR Í AĐAL-HLUTVERKI

Uppgjör við útrás landans
ugglaust ræða má
þegar allt fór til fjandans
og fjöldinn hrunið sá.
...
Pétur Hraunfjörð

2. Október 2018

BRENNIVÍN Í BÚĐIR

Áfengið þau elska mest,
ölið kæra, sanna.
Þörfu ráðin þekkja flest, þ
etta má ei banna.
Kári

20. September 2018

HERĆFINGAR NATÓ MEĐ MEIRU

Herskipin nú hópast að
í heræfingum gellur.
Og flugvélar hér fylltu hlað
að sækja Kanamellur.
Pétur Hraunfjörð

16. September 2018

ŢARF AĐ TALA SKÝRAR UM PENINGAÖFLIN

Sæll Takk fyrir fundinn fyrr í dag (í gær). Verður hægt að nálgast glærurnar og upptöku af fundinum? ... Eitt sem mér fannst nokkuð einkennilegt var að mikið var talað um peningaöfl en samt ekki hver þau í raun væru í núverandi samfélagi. Orðin ferðaþjónustua og hótel voru lítið sem ekkert notuð. Það gæti enginn sagt að VG hefði gert neitt nema að beygja sig niður fyrir þeim öflum á kostnað íbúa borgar og lands. Líf dásamar airbnb og heldur áfram núverandi meirihluta. Katrín talar á móti skattalagabreytingum því hún vinni gegn minni félögum. SJS gerir lítið út umhverfisáhrifum ferðaþjónustunnar ...
Daníel Þór

12. September 2018

ŢEGAR JÓAKIM VON AND FĆR VÖLDIN

Þakka þér fyrir að standa fyrir fundi um braskavæðingu borgarinnar. Ég hvet sem flesta að leggja leið sína í Efstaleitið og verða vitni að því sem þar er að gerast. Í stað opins fallegs svæðis þar sem Útvarpshúsið naut sín vel er nú komin mini-Manhattan nema að á Manhattan hefði þetta aldrei verið leyft! Vísa ég þar í Central Park sem ...
Jóel A.  


BSRBVGAlţingi

Póstlisti

Hér ađ neđan geturđu skráđ ţig á póstlista Ögmundar. Skráđir ađilar fá reglulega sent fréttabréf í tölvupósti.
Afskrá | Breyta skráningu

Frjálsir pennar

8. Október 2018

Gunnar Örn Gunnarsson skrifar: MANNAUĐS-STJÓRNUN EĐA „ŢRĆLAHALD".

Það er sorglegt að átta sig á því að alþjóðlegir auðhringar, eigendur allrar stóriðju á Íslandi, sem hugsa fyrst og fremst um hagnað og gróðavon, fari miklu betur með sinn mannauð en opinberar stofnanir sem reknar eru að meirihluta til af almannafé. Mikil umræða hefur verið um styttingu vinnuvikunnar og sitt sýnist hverjum og veltur það aðallega á „hagsmunum" þeirra sem um fjalla eða á misskilinni hagsmunagæslu ákveðinna aðila. Það skal tekið fram að eftirfarandi samanburður er ekki gerður til að öfundast út í þá sem vinna í stóriðju eða til að grafa undan þeim réttindum og kjörum sem þar hafa náðst ...

27. September 2018

Ţórarinn Hjartarson skrifar: HĆGRI-POPÚLISMINN - HELSTA ÓGN VIĐ LÝĐRĆĐIĐ?

RÚV, popúlisminn og hnattvæðingin; Hvaðan kemur hægri-pópulisminn, hvert er samband hans við hnattvæðinguna og ríkjandi stjórnmálastefnur á vesturlöndum, hvað vantar í greiningu/umfjöllun fjölmiðla og meginstraums-stjórnmálaflokka á honum? Ef hlustað er á RÚV fæst sú mynd að mesta vandamál í stjórnmálum Vesturlanda og jafnvel heimsins alls sé hægripopúlismi/ þjóðernispopúlismi. Sem er ekki rétt, en stafar af því að RÚV er málgagn markaðsfrjálslyndrar, hnattvæddrar, kapítalískrar heimsvaldastefnu (vestrænnar). Sem stafar aftur af því að ...

3. Júlí 2018

Kári skrifar: ŢJÓĐAREIGN OG KVÓTAKERFI Í LJÓSI SAMKEPPNIS-RÉTTAR

... Löggjafinn, Alþingi, er hins vegar rígbundinn margskonar hagsmunaöflum sem í raun stjórna ferðinni og því ekki við miklu að búast úr þeirri áttinni. Umræða um „hag­ræðingu" kemur fyrir lítið, eigi menn ekki það sem hagræðingin snertir. Með öðrum orðum; eignarréttur íslensku þjóðarinnar var hafður að engu. Þjóðareign varð að „þjófaeign". Það er kjarni málsins. Hið svokallaða „framsal" er því lögleysa frá upphafi þegar af þeirri ástæðu. Þar að auki hefur íslenska þjóðin notið í litlu meintrar hag­ræðingar sem hefur að stærstum hluta endað í vösum braskara og hluthafa útgerðarfyrirtækja ...

Slóđin mín:

Allar greinar

Stjórnborđ

Forsíđa vefsins Stćkka letur Minnka letur Senda ţessa síđu Prenta ţessa síđu Veftré Hamur fyrir sjónskerta