Beint á leiđarkerfi vefsins

Annađ

3. September 2018

MALBIKUNARVÉLARNAR Í EFSTALEITI OG Á AUSTURVELLI

MBLBirtist í helgarblaði Morgunblaðsins 01/02.09.18.
Fyrir nokkrum árum skrifaði ég blaðagrein með vangaveltum um framtíð svæðisins umhverfis byggingu Ríkisútvarpsins í Efstaleiti í Reykjavík. Útvarpið hafði fyrir löngu fengið þetta svæði til ráðstöfunar og var upphaflega gert ráð fyrir þremur byggingum. Ein þeirra átti að vera fyrir sjónvarpsstarfsemi, önnur fyrir útvarp og gott ef ein átti ekki að vera fyrir aðskiljanlega menningarstarfsemi. Þetta byggi ég á eigin minni en á þessum tíma sat ég í framkvæmdastjórn Ríkisútvarpsins sem formaður Starfsmannafélags Sjónvarps.

Síðan líður tíminn, tæknin, sem áður hafði gerst sífellt frekari til rúmsins, tók nú þveröfuga stefnu og gerðist minni umfangs auk þess sem efni var í ríkari mæli, eftir því sem tímar liðu, framleitt utan veggja stofnunarinnar. Niðurstaðan varð sú að ein bygging var látin duga fyrir alla starfsemi Ríkisútvarpsins.

En hvað sem þessari sagnfræði líður þá var mín hugmynd sú, viðruð í fyrrnefndri blaðagrein, að á Efstaleitisreitnum yrði eins konar klasi með atvinnustarfsemi sem tengdist útvarpi og sjónvarpi, svo sem kvikmyndastúdió, hljóðver, hugsanlega einhverjir angar lista- og leiklistarnáms með tilheyrandi kaffihúsum og annarri afþreyingu. Og síðan má ekki gleyma því að Borgarleikhúsið er ekki langt undan. Þetta þótti mér ríma bærilega við þá hugsun að dreifa atvinnustarfsemi sem víðast í eins konar kjörnum í borginni.

Eflaust hefur þetta ekki verið frumleg hugsun, allavega voru arkitektar og ýmsir verseraðir í skipulagsfræðum vel með á nótunum þegar ég ræddi þetta við þá, engu líkara en þeir hefðu hugleitt þennan kost vel og rækilega og væru honum alls ekki fráhverfir.

En smám saman fór mér að skiljast að þessar vangaveltur voru út í hött því allt önnur sjónarmið réðu nú orðið þróun skipulags í borginni. Nú er spurt hvað fáist mikið fyrir landið. Hvað eru verktakarnir tilbúnir að borga? Og síðan er það spurning hversu langt þeirra fingur nái svo inn í skipulagsvinnuna. Spyr sá sem ekki veit en vill vita.

Allavega voru varla önnur sjónarmið en þessi brasksjónarmið í boði fyrir stjórnendur Ríkisútvarpsins þegar stofnunin var gerð að hlutafélagi árið 2007 með langan óuppgerðan skuldahala og fjárveitingarvald múrað fyrir öll skilningarvit. Átti að selja dreifikerfið, átti að selja Útvarpshúsið eða átti að selja afnotaréttinn af lóðum sem stofnunin hafði yfirráð yfir? Síðasta kostinn völdu stjórnendir RÚV. Skrúfa ríkisins var á þumli þeirra þannig að í samráði við húrrahrópandi Reykjavíkurborg var ráðist í lóðasölu og formúlan að sjálfsögðu sú að því meira, þéttara  og hærra sem byggt yrði, þeim mun betra.
Við þessar aðstæður koma aðrir valkostir að sjálfsögðu ekki til álita!
Útvarpshúsið er nú að hverfa að baki Kínamúrum blokkarbygginga og allt svæðið orðið malbikað út í eitt.

En þetta er ekkert einsdæmi, sams konar malbikunarvélar eru að verki á Austurvelli þessa dagana. Og það í orðsins fyllstu merkingu. Það er nefnilega í alvöru byrjað að malbika inn á Austurvöll, inn í sjálft hjarta borgarinnar. Þarna, af öllum stöðum, á að rísa enn eitt hótelið með tilheyrandi malbiki undir rútur og leigubíla og enn meiri umferð.

Ég hef ekki hitt einn einasta mann sem er þessu hliðhollur. Vel að merkja þá hef ég ekki rætt við fjárfestana. Hef hins vegar lesið andmæli gegn áformum þeirra um að malbika og byggja yfir gamla kirkjugarðinn, sem veit að Aðalstræti.

En ef það er nú svo að Alþingi og Reykjavíkurborg hafa undirgengist vald verktaka og fjárfesta í skipulagsmálum og þá þvert á almannahagsmuni og almannavilja, hefur þá ekki eitthvað farið alvarlega úrskeiðis? Ég hef trú á að þetta hafi ekki alltaf verið svona, eða hvað? Þarf ekki að leiða hið sanna í ljós og reyna síðan að rétta kúrsinn?
Hvernig væri að taka þetta til róttækrar skoðunar?

Mammon við stýrið á malbikunarvél kann ekki góðri lukku að stýra.


Bréf til síđunnarRSS Fréttaveita

Frá lesendum

19. Október 2018

STEFNUBREYTING?

Nú eru Bandaríkjamenn nýbúnir að vera hér á Íslandi með hundruð manna við heræfingar. Er það ekki rétt munað hjá mér, Ögmundur minn, að þegar þú sast í vinstri stjórninni þá voru aldrei neinar heræfingar? Sú stjórn sat þó í meira en fjögur ár ef allt er talið. Hefur orðið stefnubreyting hjá VG undir forystu Katrínar Jakobsdóttur?
Börkur Barkar

17. Október 2018

HVER ER SKOĐUN PÍRATA?

Ég var að lesa pistil þinn um mál/fréttaflutning um Evrópuráðið. Ég er sammála þér um að frétta/málflutningurinn fer fram úti á þekju eins og þú orðar það. Hvers vegna var Þórhildur Sunna, Pírati ekki spurð í RÚV hvað henni finnist um brottrekstur Rússa af Evrópuráðsþinginu? En við hvern er að sakast, þegar svona ...
Jóhannes Gr. Jónsson

17. Október 2018

AĐ HRUNI KOMINN

Nú er Hannes Hólmsteinn loksins að Hruni kominn - og það á tíu ára afmælinu. Eftir allan komma áróðurinn hefur hann með glöggum hætti leitt okkur í allan sannleikann um að það voru ekki nýfrjálshyggjan, ekki íslensk stjórnvöld og því síður nýríkir íslenskir kapítalistar sem leiddu hörmungarnar yfir okkur haustið 2008. Nei, það voru útlendingar með George Best forsætisráðherra Bretlands...
Fannar Freyr

14. Október 2018

LANG - LANG BEST

Allsherjar samstaða ákveðin sést
upp sultarkjörin skal hífa
Og auðvitað væri það lang-lang ...
Pétur Hraunfjörð

7. Október 2018

GUĐ BLESSI HEIMINN

Geir bað Guð að blessa landið,

gjaldþrotið og þjóðarstrandið.

Við höfum þanka

...

Pétur Hraunfjörð

 

3. Október 2018

UPPGJÖRIĐ VIĐ UPPGJÖRIĐ: ÍSLENSKIR BANKSTERAR Í AĐAL-HLUTVERKI

Uppgjör við útrás landans
ugglaust ræða má
þegar allt fór til fjandans
og fjöldinn hrunið sá.
...
Pétur Hraunfjörð

2. Október 2018

BRENNIVÍN Í BÚĐIR

Áfengið þau elska mest,
ölið kæra, sanna.
Þörfu ráðin þekkja flest, þ
etta má ei banna.
Kári

20. September 2018

HERĆFINGAR NATÓ MEĐ MEIRU

Herskipin nú hópast að
í heræfingum gellur.
Og flugvélar hér fylltu hlað
að sækja Kanamellur.
Pétur Hraunfjörð

16. September 2018

ŢARF AĐ TALA SKÝRAR UM PENINGAÖFLIN

Sæll Takk fyrir fundinn fyrr í dag (í gær). Verður hægt að nálgast glærurnar og upptöku af fundinum? ... Eitt sem mér fannst nokkuð einkennilegt var að mikið var talað um peningaöfl en samt ekki hver þau í raun væru í núverandi samfélagi. Orðin ferðaþjónustua og hótel voru lítið sem ekkert notuð. Það gæti enginn sagt að VG hefði gert neitt nema að beygja sig niður fyrir þeim öflum á kostnað íbúa borgar og lands. Líf dásamar airbnb og heldur áfram núverandi meirihluta. Katrín talar á móti skattalagabreytingum því hún vinni gegn minni félögum. SJS gerir lítið út umhverfisáhrifum ferðaþjónustunnar ...
Daníel Þór

12. September 2018

ŢEGAR JÓAKIM VON AND FĆR VÖLDIN

Þakka þér fyrir að standa fyrir fundi um braskavæðingu borgarinnar. Ég hvet sem flesta að leggja leið sína í Efstaleitið og verða vitni að því sem þar er að gerast. Í stað opins fallegs svæðis þar sem Útvarpshúsið naut sín vel er nú komin mini-Manhattan nema að á Manhattan hefði þetta aldrei verið leyft! Vísa ég þar í Central Park sem ...
Jóel A.  


BSRBVGAlţingi

Póstlisti

Hér ađ neđan geturđu skráđ ţig á póstlista Ögmundar. Skráđir ađilar fá reglulega sent fréttabréf í tölvupósti.
Afskrá | Breyta skráningu

Frjálsir pennar

8. Október 2018

Gunnar Örn Gunnarsson skrifar: MANNAUĐS-STJÓRNUN EĐA „ŢRĆLAHALD".

Það er sorglegt að átta sig á því að alþjóðlegir auðhringar, eigendur allrar stóriðju á Íslandi, sem hugsa fyrst og fremst um hagnað og gróðavon, fari miklu betur með sinn mannauð en opinberar stofnanir sem reknar eru að meirihluta til af almannafé. Mikil umræða hefur verið um styttingu vinnuvikunnar og sitt sýnist hverjum og veltur það aðallega á „hagsmunum" þeirra sem um fjalla eða á misskilinni hagsmunagæslu ákveðinna aðila. Það skal tekið fram að eftirfarandi samanburður er ekki gerður til að öfundast út í þá sem vinna í stóriðju eða til að grafa undan þeim réttindum og kjörum sem þar hafa náðst ...

27. September 2018

Ţórarinn Hjartarson skrifar: HĆGRI-POPÚLISMINN - HELSTA ÓGN VIĐ LÝĐRĆĐIĐ?

RÚV, popúlisminn og hnattvæðingin; Hvaðan kemur hægri-pópulisminn, hvert er samband hans við hnattvæðinguna og ríkjandi stjórnmálastefnur á vesturlöndum, hvað vantar í greiningu/umfjöllun fjölmiðla og meginstraums-stjórnmálaflokka á honum? Ef hlustað er á RÚV fæst sú mynd að mesta vandamál í stjórnmálum Vesturlanda og jafnvel heimsins alls sé hægripopúlismi/ þjóðernispopúlismi. Sem er ekki rétt, en stafar af því að RÚV er málgagn markaðsfrjálslyndrar, hnattvæddrar, kapítalískrar heimsvaldastefnu (vestrænnar). Sem stafar aftur af því að ...

3. Júlí 2018

Kári skrifar: ŢJÓĐAREIGN OG KVÓTAKERFI Í LJÓSI SAMKEPPNIS-RÉTTAR

... Löggjafinn, Alþingi, er hins vegar rígbundinn margskonar hagsmunaöflum sem í raun stjórna ferðinni og því ekki við miklu að búast úr þeirri áttinni. Umræða um „hag­ræðingu" kemur fyrir lítið, eigi menn ekki það sem hagræðingin snertir. Með öðrum orðum; eignarréttur íslensku þjóðarinnar var hafður að engu. Þjóðareign varð að „þjófaeign". Það er kjarni málsins. Hið svokallaða „framsal" er því lögleysa frá upphafi þegar af þeirri ástæðu. Þar að auki hefur íslenska þjóðin notið í litlu meintrar hag­ræðingar sem hefur að stærstum hluta endað í vösum braskara og hluthafa útgerðarfyrirtækja ...

Slóđin mín:

Annađ

Stjórnborđ

Forsíđa vefsins Stćkka letur Minnka letur Senda ţessa síđu Prenta ţessa síđu Veftré Hamur fyrir sjónskerta