Fara í efni

Greinasafn

Október 2023

SJÁUMST Á AUSTURVELLI

SJÁUMST Á AUSTURVELLI

Útifundur gegn ofbeldinu á GAZA verður haldinn klukkan þrjú í dag, sunnudag. Það minnsta sem við getum gert er að koma saman og krefjast þess að blóðbaðinu linni. Á fundinum flytjum við Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, ávörp en mikilvægast er að sem flestir mæti og sýni þannig hug sinn.
RÉTTLÆTI EN EKKI HEFND

RÉTTLÆTI EN EKKI HEFND

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 14/15.10.23. ... Þetta er umræða sem er hollt að taka. Í mínum huga má hvorki horfa framhjá ábyrgð hvers og eins né kerfislægu ranglæti ... En kúgun veitir hinum kúgaða aldrei rétt til ofbeldisverka á saklausu fólki og réttlætir aldrei grimmdarverk á borð við þau sem við höfum nú orðið vitni að ...

Bókun 35 við EES-samninginn

… Sumir halda því fram að Evrópusambandið sé samband fullvalda ríkja. Það er eins mikið öfugmæli … Evrópusambandið er einmitt bandalag ríkja með stórlega skert fullveldi … Bókun 35 við EES-samninginn er ein af mörgum hliðum fullveldisafsals og snertir Ísland. Að leiða hana í lög væri jafnframt merki um endanlega uppgjöf íslenskra stjórnvalda …