Fara í efni

Greinasafn

Desember 2021

ERUÐ ÞIÐ Á LYFJUM?

Sæll, það er sorglegt að sjá að þú og aðrir haldið að það leysi vandann að banna spilakassana, fólkið sem notar þá mun þá bara færa sína fíkn inn á netið og peningarnir renna bara úr landinu. Nær væri að skylda þá sem reka þá til að láta 75% af hagnaði renna í forvarna og meðferðarstarf. En nei eins og þið núverandi og fyrrverandi þingmenn virðist sjá einhverja töfralausn í banni þó að raunveruleikinn sýni allt annað, eru einhver spes vímuefni sem þið fáið ... Einar

EIGNATILFÆRSLUSTJÓRNIN

Þetta gengur allt út á "eignatilfærslur", að ræna þjóðina (þjóðirnar) auðlindum og eigum. Alvöru kapitalisti er sá sem byggir upp sjálfur, helst frá rótum, en rænir ekki eigum almennings til þess að auðgast sjálfur. Á því tvennu er    grundvallarmunur. Bankana færum við Björgólfum sterkum, blásum að rótum glóðar. Stefnum að miklum og stórum verkum, stelumst í eigur þjóðar. Kári
SPILAFÍKLAR KAUPA BÆNDAHÖLLINA EN HVER SKRIFAR UNDIR?

SPILAFÍKLAR KAUPA BÆNDAHÖLLINA EN HVER SKRIFAR UNDIR?

Birtist i helgarblaði Morgunblaðsins 18/19.12.21. ...  Fram kom í fréttum í aðdraganda alþingiskosninganna í haust að enginn ríkisstjórnarflokkanna virtist hafa sama skilning á vandanum og meirihluti þjóðarinnar hefur. Aðspurðir um hvað flokkarnir vildu gera í þessum málum þá er skemmst frá því að segja að Sjálfstæðisflokkurinn svaraði Samtökum áhugafólks um spilafíkn á þá lund að til greina kæmi „að löggjafinn setji reglur um forvarnarstarf og ábyrgan rekstur fyrirtækjanna i þessari atvinnugrein”, Vinstri græn vildu betri geðheilbrigðisþjónustu en Framsókn sagðist ekki hafa mótað „opinbera afstöðu til þess að banna rekstur spilakassa.”...
HÁTÍÐ FER AÐ HÖNDUM EIN

HÁTÍÐ FER AÐ HÖNDUM EIN

Það var vel til fundið hjá Breiðfirðingakórnum að hefja jólatónleika sína í Fella- og hólakirkju í gærkvöldi á því að syngja   Hátíð fer að höndum ein   sem er allt í senn þjóðvísa, sálmur og kveðskapur byltingarskáldsins Jóhannesar úr Kötlum. Þar komi   lágstemmdur tónn íhugunar,   sem Jóhannes hafi búið yfir, vel fram skrifar Hjalti Hugason, prófessor í kirkjusögu ...  Sem betur fer lét Breiðfirðingakórinn ekki undan...

ALLT Á NIÐURSETTU VERÐI

Afslætti bjóða út um allt í allri Reykjavíkinni þar virðist nú allt vera falt og líka í pólitíkinni. Bleiku skýin bjóða nú Bjarni Siggi og Kata Baslið lagast bíddu þú Bráðum jól og skata. ... Höf. Pétur Hraunfjörð.
NÚ VERÐUR ALÞJÓÐAGJALDEYRISSJÓÐURINN GLAÐUR

NÚ VERÐUR ALÞJÓÐAGJALDEYRISSJÓÐURINN GLAÐUR

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 04./05.12.21. ... Þetta er þó ósköp saklaust miðað við það sem fylgdi í pakkanum. Á bak við tjöld var Stjórnarráðið nefnilega tekið í holskurð, ráðuneytum sundrað og síðan einstakir þættir sameinaðir öðrum. Við höfum séð þetta áður gerast og er varla til eftirbreytni. En nú var gengið lengra leyfi ég mér að segja en nokkru sinni hefur verið gert og er ég þá að vísa til vinnubragðanna. Þannig er ...