Fara í efni

Greinasafn

Apríl 2020

VIÐSKIPTAÞVINGANIR GERA STRÍÐSÞJÁÐUM ÞJÓÐUM ERFIÐARA AÐ BREGÐAST VIÐ KÓRÓNAVEIRU

Sæll Ögmundur.  Viðskiptabann á Sýrland nú er grimmd gagnvart fólkinu þar. Eigum við Ísl. hlut þar að? Hér er viðtal, sem endar á áskorun: 'I would like to ask European governments to lift the sanctions against Syria. They constitute a form of collective punishment of a civilian population, contrary to the Geneva conventions. They may aggravate the coronavirus   ... Gísli H. Friðgeirsson

UM VEIRUR OG TÓMAR PYNGJUR

Um kórónuveiru og kreppuna syngja kapítalisminn okkur virðist íþyngja bágt er tjónið við Bláalónið en þar virðist alveg galtóm pyngja. Ég fæddist í heiminn fátækt grey fékk ekki menntaveginn Af kórónuveiru og í kreppunni dey er svolítið niður dreginn. ... Höf. Pétur Hraunfjörð.
OPIÐ BRÉF TIL FORMANNS FRAMSÓKNARFLOKKSINS

OPIÐ BRÉF TIL FORMANNS FRAMSÓKNARFLOKKSINS

Birtist í Morgunblaðinu 09.04.20. Mér hefur stundum fundist tilefni til að gagnrýna formann Framsóknarflokksins, Sigurð Inga Jóhannsson, ráðherra. Nú langar mig hins vegar til að hrósa honum – með fyrirvara þó. Þannig er að ég hef verið að fara í gegnum tímarit og blöð sem ég hef lagt til hliðar á liðnum árum vegna þess að þau hafa haft umhugsunarverð skrif að geyma.  Í þessum bunka dúkkuðu upp  ...
AFHROÐ CORBYNS?

AFHROÐ CORBYNS?

Í útvarpsfréttum á laugardag var okkur sagt að breski Verkamannaflokkurinn hefði kosið sér nýjan formann, Keir Starmer. Hann hefði hlotið 56% atkvæða og taki hann nú við af Jeremy Corbyn  “sem sagði af sér eftir að flokkurinn galt afhroð í þingkosningunum í desember.” Þetta höfum við fengið að heyra áður. Og þetta hafa Bretar oft fengið að heyra áður. Samanburður er sjaldnast rifjaður upp  ...
KVÓTANN HEIM, SUNNUDAG KLUKKAN 12, SLÓÐIN HÉR

KVÓTANN HEIM, SUNNUDAG KLUKKAN 12, SLÓÐIN HÉR

Á sunnudag klukkan 12 verður streymt að venju þættinum  Kvótann heim   og er þetta fjórði þáttur sinnar tegundar. Að þessu sinni verður rætt við   Þórodd   Bjarnason,   prófessor í félagsfræði við Háskólann á Akureyri,   um áhrif kvótakerfisins á byggðaþróun. Þetta hefur Þóroddur rannsakað betur en flestir fræðimenn auk þess sem hann hefur átt sæti í nefndum og ráðum sem fjallað hafa um mál sem þessu tengjast. Við lítum einnig inn á fund hjá   Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi   þar sem ...

ÞÖRF UMRÆÐA UM VEIRU

Í athyglisverðu bréfi Ólínu Þorvarðardóttur og Frosta Sigurjónssonar til heilbrigðisyfirvalda, gætir margs konar misskilnings einkum og sér í lagi þess að ekki er vigtað á réttri vigt, hverjar eru afleiðingar hinna ýmsu aðferða við að bregðast við nýjustu flensunni ...
FRELSI FYRIR ÖCALAN, FRELSI FYRIR ALLA PÓLITISKA FANGA!

FRELSI FYRIR ÖCALAN, FRELSI FYRIR ALLA PÓLITISKA FANGA!

Í tilefni af 71 árs afmæli Abdullah Öcalans í dag, hinn fjórða apríl, sameinast hundruð þúsunda, ef ekki milljónir manna, í kröfu um að hann verði látinn laus úr fangelsi svo hann geti að nýju leitt samninga um frið í Tyrklandi og Sýrlandi. Sjá hér ... Abdullah Öcalan er án efa í hópi merkilegustu hugmyndasmiða okkar samtíma. Hann er óskoraður talsmaður Kúrda sem byggja suð-austur Tyrkland og norðanvert Sýrland. Hann hefur nú setið samfellt Í 21 ár í einangrunarfangelsi á eynni Imrali í Marmarahafinu, skammt ...

LÁNLAUS VERKAMNNAFLOKKUR

Þá er Verkamannaflokkurinn breski búinn að sparka Jeremy Corbyn og velja sér nýjan formann, man ekki hvað hann heitir, það á eftir að koma. Bernie Sanders er líka á leið í úreldingu vestur í BNA og í staðinn kominn einn álíka spennandi og nýi formaður Verkamnnaflokksins breska.  Sá síðarnefndi flutti tíu mínúntna ávarp sem var sjónvarpað og streymt í dag. Ég reyndi að hlusta en eftir þrjár mínúntur var ég farinn að hugsa til jólanna, hvað ætti að kaupa í jólagjafir. Lengur hélt hann ekki minni athygli. Eflaust á hann eftir að hljóta þá umsögn að vera aðgerðarlítill og þess vegna farsæll!   Þetta veit ekki á gott í heimi sem ... Jóel A.

RAUNVERULEG ÓGN

Veirunni skulum nú varpa á brott, vísindum allir því hlýði. Fólkið það ástundar afbragðsgott, ætlar að hlusta á Víði. Kári

DANSAR HEIMSVALDA-POLKA

Takk fyrir greinina um Venesúela. Og þakkir líka til þeirra annarra sem hafa verið að skrifa í þessa veru, til dæmis um framferði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem  tekur þátt í að níðast á fátækri þjóð með viðskiptaþvingunum á tímum heimsfaraldurs. Það sem stendur okkur náttúrlega næst er að horfa til ríkisstjórnar Íslands og hvernig hún dansar heimsvalda-polka.  Í ríkisstjórinni hreyfir enginn andmælum og aldrei hef ég heyrt aukatekið orð á Alþingi gegn þessum yfirgangi BNA annars vegar og undirgefni Íslands hins vegar ... Jóhannes Gr. Jónsson