Fara í efni

Greinasafn

Júní 2019

VIKA Í VÍN MEÐ ECRI

VIKA Í VÍN MEÐ ECRI

... Hvert hinna 47 aðildarríkja Evrópuráðsins eiga fulltrúa á nefndinni en á fimm ára fresti heimsækja, fyrir hennar hönd, tveir nenfndarmenn ásamt starfsmönnum Evrópuráðsins sérhvert aðildarríkja Evrópuráðsins. Hinn nefndarmaðurinn var írskur, Michael Farrell að nafni, þekktur mannréttindalögfræðingur í Írlandi en lengi vel hafði hann búið á Norður-Írlandi.  Þetta var fyrsta heimsókn mín fyrir ECRI nefndina en áður hafði ég verið svipaðra erindagjörða í Moldóvu í nokkur skipti fyrir hönd þings Evrópuráðsins ...
ÍRAN, HEIMSVALDASTEFNAN OG

ÍRAN, HEIMSVALDASTEFNAN OG "MIÐSVÆÐIÐ"

„Ef Íran langar til að berjast verður það opinber endalok Írans“, tísti Donald Trump 19. maí sl.“ Viðskiptaþvinganir, stríðshótanir, hernaður eru kjarninn í bandarískri utanríkisstefnu. Undanfarna mánuði hafa spjótin og sviðsljósið beinst að Venesúela og Íran. Bandaríkin senda herflotafylki og kjarnasprengjuberandi flugvélar austur að Persaflóa. En nú bregður svo við að fáir taka undir bandarísku stríðsöskrin ...

ORKUPAKKI 3 OG GREINING VILMUNDAR GYLFASONAR Á ÍSLENSKA VALDAKERFINU

Fáir hafa greint íslenska valdakerfið betur en hugsjónamaðurinn og eldhuginn Vilmundur Gylfason. Enn er margt í fullu gildi sem hann sagði fyrir tæpum 40 árum síðan um það. Margt af því hljómar enn í hugskotinu enda í fullu samræmi við nútímann. Vilmundur Gylfason hélt eftirminnilega þrumuræðu á Alþingi þann 23. nóvember árið 1982. Þá lýsti hann valdakerfinu þannig að lengi verður í minnum haft.  Þátturinn Vikulokin í morgun, á Rás eitt, er gott dæmi um það hvernig „varðhundar valdsins“ á Íslandi afbaka það sem raunverulega á sér stað ...