Fara í efni

Greinasafn

2003

Ræðst við á götuhorni

Maður stöðvaði mig á götuhorni í dag og kvaðst hafa hlustað á samræður okkar Péturs H. Blöndals alþingismanns í Kastljósi Sjónvarps í gær.

Vörukynninig Samlífs

Merkileg frétt var í Sjónvarpinu í gærkvöldi: Fram kom að meira en helmingur Íslendinga á aldrinum 16 til 75 ára hefur keypt líftryggingu og um 40% eru sjúkdómatryggðir.

Almannaútvarp í þágu lýðræðis

Erindi á ráðstefnu NORDFAG í MunaðarnesiÁ nýafstöðnu þingi Starfsmannasamtaka Ríkisútvarpsstöðvanna á Norðurlöndum (NORDFAG) var samþykkt ályktun þar sem áhersla var lögð á að efla útvarp í almannaeign.

Eru rökvísar konur ekki kvenlegar?

…eða á að spyrja á hinn veginn, hvort kvenlegar konur séu ekki rökvísar? Um síðustu helgi birtist í Morgunblaðinu örstutt frétt undir fyrirsögninni, Karlar kvenlægari en konur.

Það sem Svíar raunverulega meina

Birtist í Fréttabladinu 15.09.2003Svíar eru nýbúnir að hafna Evrunni í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það var í sjálfu sér athyglisvert og fellur inn í nokkuð merkilegt mynstur: Nánast allt stofnanaveldið í tilteknu landi mælir með því við þjóðina að hraða Evrópusamrunanum en meirihluti þjóðarinnar segir hins vegar nei.

Sigurvegarar í Kankún?

Hvernig á að túlka niðurstöður ráðherrafundar Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar í Kankún í Mexikó? Töpuðu allir eða eru einhverjir sigurvegarar? Samningaviðræðurnar sigldu í strand af því að Bandaríkin og Evrópusambandið voru ekki tilbúin að koma á móts við hin fátæku landbúnaðarríki heimsins með að fella niður eða draga úr niðurgreiðslum til landbúnaðar í eigin löndum og af því Evrópusambandið sérstaklega vildi halda til streitu svokölluðum Singapore-málum.

"Engir samningar eru betri en slæmir samningar "

Þetta varð mottó þróunarríkjanna í Kankún. Í grein í frjálsum pennum í dag greinir Páll H Hannesson nýafstaðinn fund Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar í Kankún.

Forstjóri Stöðvar tvö hafi það sem sannara reynist

Birtist í Fréttablaðinu 10.09.2003Sigurður G. Guðjónsson  forstjóri Stöðvar tvö bregst við greinaskrifum mínum um uppsagnir á stöðinni í Fréttablaðinu sl.

Þakklátur talsmaður ríkisstjórnar

Halldór Ásgrímsson er þakklátur maður. Hann hefur nú, væntanlega fyrir hönd ríkisstjórnarinnar, fært  ítölsku verktökunum Impregilo sérstakar þakkir enda er hann þeirrar skoðunar “að það sé mikilvægt að hið jákvæða komi fram…” Þetta segir utanríkisráðherra Íslands á sama tíma og Impregilo er sakað um að brjóta íslenska kjarasamninga og sýna verkamönnum við Kárahnjúka svívirðilega framkomu.

Veit Alþýðusamband Íslands hvert förinni er heitið?

Birtist í Morgunblaðinu 05.0.9.2003Alþýðusambandið hefur sett fram kröfu um bætt lífeyrisréttindi félagsmanna sinna.