Greinar Nóvember 2022

Minningarstundin í Garðakirkju á Álftanesi þriðjudaginn tuttugasta og annan nóvember síðastliðinn var í fullkomnu samræmi við þann mann sem þar var minnst. Þetta var Hörður Vilhjálmsson, fyrrum fjármálastjóri Ríkisútvarpsins með meiru. Reyndar mörgu meiru því hann átti ...
Lesa meira

Fáir held ég að hafi fagnað stofnun Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs árið 1999 jafn innilega og fölskvalaust og Jónatan Stefánsson. Margoft hafði hann á orði hvílík frelsun það væri að þurfa ekki að ganga með sínum gamla flokki, Alþýðubandalaginu, inn í eitthvert kratasamsull. Það hefði aldrei verið hægt að treysta ...
Lesa meira

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 19/20.11.22.
... Leiðtogahyggjan hefur heldur verið að styrkjast á undanförnum árum og þá á kostnað þess lýðræðis sem við viljum held ég flest sjá, nefnilega frelsi til skoðana og tjáningar, að almannavilji sé virtur, að stjórnmálamenn geri það sem þeir gefa sig út fyrir að vilja fyrir kosningar, að engum sé gert að vera sauður í hjörð.
Nýlokið er enn einni ráðstefnu kvenleiðtoga í Reykjavík. Þessar ráðstefnur ákváðu ríkisstjórn og Alþingi fyrir okkar hönd að ...
Lesa meira

Fréttir herma að Rússar hafi skotið skotið eldflaug á Pólland. Bandarískur (!) embættismaður staðfestir að tveir Pólverjar hafi látist í árásinni. Pentogon í Washington segist vera að rannsaka málið. Neyðarfundur í NATÓ í uppsiglingu væntanlega að ræða hvað gera skuli á grundvelli samþykkta hernaðarbandalagsins: Árás á eitt jafngildi árás á önnur NATÓ ríki. Íslenska utanríkisráðuneytið er sagt vera í viðbragðsstöðu.Til að gera hvað? Á þessari stundu er bara eitt að gera ...
Lesa meira

Útför Jóhannesar Tómassonar fyrrum samstarfsmanns míns og vinar fór fram síðastliðinn föstudag. Margir hafa minnst Jóhannesr enda vinsæll maður, hlýr og hjálpsamur. Eftirfarandi eru minningarorð mín sem ...
Lesa meira

... Þess vegna má aldrei sofna á vaktinni eins og segir í millifyrirsögn áhrifaríkrar blaðagreinar eftir Kolbrúnu Baldursdóttur, sálfræðing og fulltrúa Flokks fólksins í Reykjavík. Hún birtir í dag af tilefni dagsins tvær verulega góðar greinar, annars vegar í Morgunblaðinu og hins vegar í Fréttablaðinu. Ég hvet alla til að lesa þessar greinar ...
Lesa meira

Eftirfarandi er hugvekja sem ég flutti um einelti í Seltjarnarneskirkju í dag:
Hvorki illska heimsins né
heimska illskunnar er ný af nálinni.
Við komum öll auga á illskuna – jafnvel þótt við sjáum hana ekki alltaf sjálf af eigin rammleik þá gerum við það þegar á það er bent.
Eins er það með heimsku illskunnar að hana skiljum við þegar öll kurl eru komin til grafar ...
Lesa meira

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 05/06.11.22.
... Og nú er öld liðin frá stofnun Grundarheimilanna. Óskandi væri að sú öld hefði öll verið fram á við. Það var hún lengi vel og afturhaldið ekki forsvarsfólki Grundar að kenna.
Nú þarf að berjast á ný fyrir bjartri framtíð eins og hugsjónafólkið gerði fyrir hundrað árum. Grundarfólki sendi ég hamingjuóskir á stórafmælinu og þakkir fyrir mikilvægt framlag til samfélagsins í hundrað ár ...
Lesa meira

... Útgefandinn, bókaútgáfan Sæmundur, býður til bókamessu í Safnaðarheimili Grensáskirkju (Háaleitisbraut 66 í Rv.) laugardaginn 5. nóvember næstkomandi kl. 14-17.
Þar hefur mér verið boðið að lesa úr Rauða þræðinum. Ég hef að sjálfsögðu þegið það boð og býð ykkur sem þetta lesið að líta við. Ég les upp um klukkan þrjú en þarna ...
Lesa meira
... Enginn virðist tala fyrir friði heldur beinist orðræðan að því að kynda undir ófriðnum í Úkraínu og heimta meiri drápstól og blóð. Meira að segja viðist forysta Vinstri grænna fylkja sér í lið með mestu stríðshaukunum. Et ekki kominn tími til að mynda nýja friðarhreyfingu og standa fyrir framan alþingishúsið með kröfuspjöld og krefjast þess að ríkisstjórn beiti sér fyrir friðaviðræðum og hætti þessu stríðstali? Ef þessu heldur áfram eins og er gæti það ...
Stefán Karlsson
Lesa meira
Hefjum verkföll hækkum laun
hagnaðararði má skipta
Því fátæktin er félagsleg raun
Upp grettistaki nú lyfta!
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Nú birtir upp þá batna sár
bága heilsan skánar
Með vordögum verðum klár
er sólin skín og hlánar.
Af Kristrúnu gæti Katrín lært
því komin er á toppinn
Enn íhaldið virðist Kötu kært
lærði að sitja koppinn.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Í ellinni er upphefð góð
hjá elítunnar kálfum
Fálkaorðuna fær þá stóð
úthlutað sér sjálfum.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Leiðtogahjörðin á liðinni stund
lyftist á tá hver einasta Hrund
þær sér útvöldu
sitt ágæti töldu
og heimsyfirráð vildu eftir fund.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Skýrsluna hefði mátt skrifa betur
til nánari skoðunar landinn hvetur
þeir vinahóp töldu
og ættmenni völdu
í eftir á meðferð sjáum hvað setur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Nú hafnar eldflaug í Póllandi. Bandarísk yfirvöld eru að rannsaka hvort ekki sé öruggt að Rússar hafi skotið henni. Líklegt? Spyr sá sem ekki veit en grunar margt.
Við erum í hættulegu kompaníi með stærstu auðhringum heims, þar á meðal hergagnaframleiðendum og handbendum þeirra. Ísland úr NATÓ HERINN BURT.
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Þrungin spenna þarna en
Þeir vilja báðir valdið
Gulli Þórðar og Bjarni Ben
berjast nú um íhaldið.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Á landsfundi verður líf og fjör
líka barist um valdið
því Gulli Þórðar vill verða sör
og reisa við íhaldið.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Gulli sækir að Bjarna Ben
með baráttu og læti
Segist með sérstakt gen
sem forystuna bæti.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Allt Frá lesendum