TÍMAMÓT SEM VERÐSKULDA UMRÆÐU

VEGAMÁLSTJÓRI.pngVEGAMÁLSTJÓRI.png
Bergþóra Þorkelsdóttir forstjóri Vegagerðarinnar og Karl Andreassen framkvæmdastjóri Ístaks hafa nú undirritað fyrir hönd skattgreiðenda og tilvonoandi vegatollsgreiðenda annars vegar og Ístaks hins vegar nýjan „tímamótasamning“ um vegaframkvæmdir. Hann er í anda Nýju samvinnustefnunnar sem Sigurður Ingi innviðaráðherra kynnti á dögunum í nafni ríkisstjórnarinnar og hefur hingað til gengið undir heitinu einkaframkvæmd, Private Finance Initiative, PFI.

(Eftir að almenningur áttaði sig á svikamyllu einkaframkvæmdar einkum í Bretlandi en einnig víðar var farið að tala um samstarf ríkis og einkaaðila, Public Private Partnership, PPP. Enginn munur er hins vegar á PFI og PPP, bara önnur áferð. En með nafngiftinni, samvinnuverkefni, má náttúrlega reyna að telja fólki trú um að hér sé um að ræða framkvæmd gömlu samvinnuhugsjónarinnar sem er náttúrlega eins mikil sögufölsun og hugsast getur.)  

Í frumvarpi ráðherrans sem allur þingheimur samþykkti, að undantekinni Oddnýju Harðardóttur þingmanni Samfylkingarinnar, segir:
Samvinnuverkefni: Verkefni þar sem einkaaðili annast fjármögnun í heild eða að hluta eða tekur með öðrum hætti áhættu af gerð og rekstri opinbers mannvirkis, eftir atvikum með heimild til gjaldtöku fyrir notkun mannvirkisins á rekstrartíma. Samvinnuverkefni felur að jafnaði í sér samvinnu um eftirtalið: fjármögnun, áætlanagerð, hönnun, uppbyggingu mannvirkja, viðhald, rekstur og annað sem nauðsynlegt er til að ljúka megi framkvæmd og reka mannvirki í tiltekinn tíma  … Heimilt er að fjármagna samvinnuverkefni að hluta eða öllu leyti með gjaldtöku af umferð um mannvirki sem samvinnuverkefnið nær til. Veggjöld geta í heild eða að hluta staðið straum af byggingarkostnaði, viðhaldi, rekstri, þróun og eðlilegum afrakstri af fjárfestingu mannvirkis.”

Nú er farið að vinna í anda Nýju samvinnustefnunnar og við undirskrift hins nýja samnings lýsti Bergþóra forstjóri mikilli ánægju með þessi „tímamót“. Undir það tók að sjálfsögðu framkvæmdastjóri Ístaks. Á vefsíðu Vegagerðarinnar segir: „Bergþóra var ánægð við undirskriftina. „Þetta eru stór tímamót fyrir Vegagerðina enda í fyrsta sinn gengið til samninga um svokallað samvinnuverkefni, sem snýst um að einkaaðili annast fjármögnun opinbers mannvirkis í heild eða að hluta.““

https://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/samid-um-fyrsta-samvinnuverkefnid-hringveg-um-hornafjardarfljot?fbclid=IwAR2zA39exI1xYoMGMRmkFO0U7mG4jW_nPnEF52En_w1TxP7Ae_tn82J8G6Y

Hér að neðan eru slóðir í nokkra pistla sem birtir voru á þessari heimasíðu í þeirri von að vekja mætti umræðu um málið og þá ýta við þeim sem heitið höfðu kjósendum því að þessi leið yrði aldrei farin. Lofsverð þótti mér gagnrýnin afstaða Félags íslenskra bifreiðaeigenda.

http://ogmundur.is/greinar/2020/04/samvinnufrumvarpid-i-kastjosi

http://ogmundur.is/greinar/2020/06/althingi-a-hradferd-til-haegri-a-vegunum

http://ogmundur.is/greinar/2020/06/fib-leggst-gegn-ny-samvinnustefnunni

http://ogmundur.is/greinar/2020/07/hjartnaemar-thakkir-fyrir-adstod-vid-kosningasvikin

http://ogmundur.is/greinar/2020/07/oddny-ein-a-vinstri-vaktinni

http://ogmundur.is/greinar/2020/03/framsokn-kynnir-nyja-tegund-af-samvinnuhugsjon

Fréttabréf