Greinar Mars 2022


Umræðan um innrásina í Úkraínu er smám saman að taka breytingum þótt enn séu þeir sem leyfa sér að setja málin í sögulegt samhengi, leita skýringa og lausna annarra en að stigmagna stríðsátök, sakaðir um meðvirkni með rússneska innrásarliðinu. Ágætt innlegg í umræðuna var Silfrið á Ríkisútvarpinu sunnudaginn 20. mars þar sem rætt var um viðskiptaþvinganir, auðlindir og síðan botnað með ...
Lesa meira

Síðastliðinn fimmtudag fór fram útför gamals vinar míns, Þorsteins J. Óskarssonar. Því miður gat ég ekki verið viðstaddur útförina því ég var þá og er enn staddur utan lands. Ég fékk hins vegar birta minningargrein í Morgunblaðinu og birti ég hana hér: ...
Lesa meira

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 26/7.03.22.
Íslendingar stæra sig iðulega af því að vera herlaus þjóð – og friðsöm er gjarnan bætt við. Herlaus þjóð sem sendir annarra þjóða ungmenni á vígvöll er varla til að bera virðingu fyrir. Reyndar erum við að færast nær því að vera hvorki friðsöm þjóð né herlaus því áralöng þátttaka Íslendinga í hernámi Afganistans, sem skildi það land eftir í fullkominni rúst, var bein þátttaka í hernaðarsamvinnu og aukin hernaðarumsvif á Keflvíkurflugvelli eru að sjálfsögðu af sama toga. Fundir á vettvangi NATÓ og yfirlýsingar ...
Lesa meira

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 12/13.03.22.
Charles Darwin, höfundur þróunarkenningarinnar átti börn, sem aftur áttu börn og koll af kolli. Þannig varð til Felix John Padel, langa- langafabarn Darwins. Það sem þeir áttu sameiginlegt langa- langafinn og langa- langafabarnið var að þeir ...
Lesa meira

Birtist í Fréttablaðinu 09.03.22.
Farið er að ræða það í alvöru að því er best verður skilið að Ísland verði tengt hernaðarbandalaginu NATÓ enn sterkari böndum en verið hefur og að í landinu verði jafnvel her með fasta viðveru. Þótti mörgum nóg um þá hernaðaruppbyggingu sem þegar hafði verið heimiluð af hálfu íslenskra stjórnvalda en nú skal enn bætt í svo um munar. Og sem táknrænan gjörning ...
Lesa meira

Ég trúi ekki öðru en að bókakaffi þýði bæði bækur og kaffi. Nema hvað Bjarni Harðarson hjá bókaútgáfunni Sæmundi býður í bókakaffi í Ármúlanum eins og lesa má í auglýsingunni hér að ofan. Þar verð ég líka að spjalla við þá sem spjalla vilja um bók mína Rauða þráðinn. Saman fáum ...
Lesa meira

Síðastliðinn laugardag var efnt til fundar á Hótel Borg um vinstri stefnu í samræmi við það sem áður var boðað hér á síðunni, hvenig megi snúa vörn í sókn. Því miður brást að streyma fundinum eins til stóð að gera og upptakan einnig – og er það leitt en slys gerast. En þeir Trausti Breiðfjörð Magnússon og Karl Héðinn Kristjánsson buðu mér í þátt sinn á Samstöðinni, Rauðan raunveruleika ...
Lesa meira
... Enginn virðist tala fyrir friði heldur beinist orðræðan að því að kynda undir ófriðnum í Úkraínu og heimta meiri drápstól og blóð. Meira að segja viðist forysta Vinstri grænna fylkja sér í lið með mestu stríðshaukunum. Et ekki kominn tími til að mynda nýja friðarhreyfingu og standa fyrir framan alþingishúsið með kröfuspjöld og krefjast þess að ríkisstjórn beiti sér fyrir friðaviðræðum og hætti þessu stríðstali? Ef þessu heldur áfram eins og er gæti það ...
Stefán Karlsson
Lesa meira
Hefjum verkföll hækkum laun
hagnaðararði má skipta
Því fátæktin er félagsleg raun
Upp grettistaki nú lyfta!
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Nú birtir upp þá batna sár
bága heilsan skánar
Með vordögum verðum klár
er sólin skín og hlánar.
Af Kristrúnu gæti Katrín lært
því komin er á toppinn
Enn íhaldið virðist Kötu kært
lærði að sitja koppinn.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Í ellinni er upphefð góð
hjá elítunnar kálfum
Fálkaorðuna fær þá stóð
úthlutað sér sjálfum.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Leiðtogahjörðin á liðinni stund
lyftist á tá hver einasta Hrund
þær sér útvöldu
sitt ágæti töldu
og heimsyfirráð vildu eftir fund.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Skýrsluna hefði mátt skrifa betur
til nánari skoðunar landinn hvetur
þeir vinahóp töldu
og ættmenni völdu
í eftir á meðferð sjáum hvað setur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Nú hafnar eldflaug í Póllandi. Bandarísk yfirvöld eru að rannsaka hvort ekki sé öruggt að Rússar hafi skotið henni. Líklegt? Spyr sá sem ekki veit en grunar margt.
Við erum í hættulegu kompaníi með stærstu auðhringum heims, þar á meðal hergagnaframleiðendum og handbendum þeirra. Ísland úr NATÓ HERINN BURT.
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Þrungin spenna þarna en
Þeir vilja báðir valdið
Gulli Þórðar og Bjarni Ben
berjast nú um íhaldið.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Á landsfundi verður líf og fjör
líka barist um valdið
því Gulli Þórðar vill verða sör
og reisa við íhaldið.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Gulli sækir að Bjarna Ben
með baráttu og læti
Segist með sérstakt gen
sem forystuna bæti.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Allt Frá lesendum