Fara í efni

VERBÚÐIN OG VERKFALL BSRB 1984

Ég hafði mikla ánægju af því að ræða við útvarpsmanninn Atla Má Steinarsson um þáttaröðina Verbúðina sem þessar vikurnar er sýnd í Sjónvarpinu. Ég var fenginn í viðtalið til að fjalla um verkfall BSRB 1984 og almennt um átök á vinnumarkaði á níunda áratug síðustu aldar.
Grundvallarspurning Atla Más var hversu trúverðug Verbúðin væri að mínu mati hvað varðar  þjóðfélagsátök á þessum tíma.
Við spjölluðum saman í rúman hálftíma og hefðum getað haft hálftímana nokkuð marga áður en umræðuefninu hefðu verið gerð full skil.
Þess má geta að inn á þessi mál kem ég talsvert í nýútkominni bók minni Rauða þræðinum.

Hér er samtalið, bæði stuttur úrdráttur og í heild sinni:
 https://www.ruv.is/frett/2022/01/04/thad-lek-allt-a-reidiskjalfi
reiðuskjálfi.JPG