Fara í efni

HÁTÍÐ FER AÐ HÖNDUM EIN

Það var vel til fundið hjá Breiðfirðingakórnum að hefja jólatónleika sína í Fella- og hólakirkju í gærkvöldi á því að syngja Hátíð fer að höndum ein sem er allt í senn þjóðvísa, sálmur og kveðskapur byltingarskáldsins Jóhannesar úr Kötlum. Þar komi lágstemmdur tónn íhugunar, sem Jóhannes hafi búið yfir, vel fram skrifar Hjalti Hugason, prófessor í kirkjusögu: http://johannes.is/hatid-fer-ad-hondum-ein/

Heimsins þagna harmakvein,
hörðum er linnir stríðum.
Læknast og þá hin leyndu mein,
líður að tíðum,
líður að helgum tíðum.

Sem betur fer lét Breiðfirðingakórinn ekki undan veirunni sem herjar og söng jólahátíðina fallega beina leið í hjörtu okkar sem sóttum tónleika kórisns.

Þarna hófst í mínum huga eins og stundum áður jólahaldið, fallegur söngur Breiðfirðinganna í bland við íhugun og velvilja.

Kórinn, undirleikarinn Julian M. Hewlet og stjórnandinn, Kristín R. Sigurðardóttir, eiga þakkir skildar.