Greinar Desember 2021

Fréttir af mótmælum við breska sendiráðið 21.,22, og 23. desember sl. gegn framsali Julian Assange, stofnanda fréttaveitunnar Wikileaks, til Bandaríkjanna hafa vakið mikla athygli. Þessi mótmæli falla sem mósaík inn í mótmælaöldu víða um heim og hafa fréttir af þeim ratað víða. Viðvera Kristins Hrafnssonar, núverandi aðalritstjóra Wikileaks, við mótmælastöðuna léðu henni aukið vægi. Bar hann fundinum sérstaka kveðju Julian Assange en bréfið til sendiherra Bretlands á Íslandi hafði verið lesið fyrir hann. Fréttablaðið og Morgunblaðið gerðu mótmælastöðunni góð skil og Stöð 2 var með ítarlega fréttaskýringu. Á vefsíðu Ríkisútvarpsins var einnig fjallað ítarlega um málið ...
Lesa meira

Birtist í Fréttablaðinu 21.12.21.
... Við lásum fréttir af leynilegum alþjóðasamningum um markaðsvæðingu almannaþjónustunnar. Áfram mætti telja upplýsingar sem valdahafar heimsins vildu að leynt færu en voru settar fram í dagsljósið. Gerandinn var Wikileaks sem lengi vel starfaði undir forystu Julian Assange. Hann átti ríkan þátt í að afhjúpa stríðsglæpi, pyntingar og siðleysi í alþjóðasamningum. Að uppistöðu til eru ekki véfengdar þær upplýsingar sem Wikileaks færði fram í dagsljósið. Aðeins hitt er gagnrýnt ...
Lesa meira

... Við vitum hins vegar sannleikann. Refsa á Julian Assange fyrir að upplýsa um stríðsglæpi, pyntingar og siðlausa alþjóðasamninga sem áttu að fara leynt; samninga sem gengu út á að markaðsvæða almannaþjónustu samfélaganna. Þetta mátti almeningur hins vegar ekki vita um. Reyndin varð önnur, þökk sé Wikileaks.
Nú verðum við, almenningur í heiminum, að standa okkar pligt og verja fralsið og mannréttindin. Mótmælastaðan við sendiráð Breta þessa dagana gengur út á það.
Sem sagt, 12:00 til 12:30 við breska sendiráðið við Laufásveg, miðvikudaginn 22. desember ....
Lesa meira

Líklegt má heita að bresk yfirvöld fallist á að framselja stofnanda Wikileaks, Julian Assange, til Bandaríkjanna þar sem hann á yfir höfði sér margfaldan lífstíðardóm fyrir njósnir. Þær áttu að hafa falist í því að koma á framfæri upplýsingum um stríðsglæpi Bandaríkjamanna og bandamanna þeirra, þar á meðal Breta, í Írak, Agfganistan, Líbíu og víðar. Sjónvarpsstöðvar birtu myndskeið þessu til staðfestingar svo og úr skýrslum og bréfaskriftum ráðamanna. Þannig má heita að helstu fjölmiðlar heimsins séu ...
Lesa meira

Birtist i helgarblaði Morgunblaðsins 18/19.12.21.
... Fram kom í fréttum í aðdraganda alþingiskosninganna í haust að enginn ríkisstjórnarflokkanna virtist hafa sama skilning á vandanum og meirihluti þjóðarinnar hefur. Aðspurðir um hvað flokkarnir vildu gera í þessum málum þá er skemmst frá því að segja að Sjálfstæðisflokkurinn svaraði Samtökum áhugafólks um spilafíkn á þá lund að til greina kæmi „að löggjafinn setji reglur um forvarnarstarf og ábyrgan rekstur fyrirtækjanna i þessari atvinnugrein”, Vinstri græn vildu betri geðheilbrigðisþjónustu en Framsókn sagðist ekki hafa mótað „opinbera afstöðu til þess að banna rekstur spilakassa.”...
Lesa meira

Það var vel til fundið hjá Breiðfirðingakórnum að hefja jólatónleika sína í Fella- og hólakirkju í gærkvöldi á því að syngja Hátíð fer að höndum ein sem er allt í senn þjóðvísa, sálmur og kveðskapur byltingarskáldsins Jóhannesar úr Kötlum. Þar komi lágstemmdur tónn íhugunar, sem Jóhannes hafi búið yfir, vel fram skrifar Hjalti Hugason, prófessor í kirkjusögu ... Sem betur fer lét Breiðfirðingakórinn ekki undan...
Lesa meira

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 04./05.12.21.
... Þetta er þó ósköp saklaust miðað við það sem fylgdi í pakkanum. Á bak við tjöld var Stjórnarráðið nefnilega tekið í holskurð, ráðuneytum sundrað og síðan einstakir þættir sameinaðir öðrum. Við höfum séð þetta áður gerast og er varla til eftirbreytni. En nú var gengið lengra leyfi ég mér að segja en nokkru sinni hefur verið gert og er ég þá að vísa til vinnubragðanna. Þannig er ...
Lesa meira
Hefjum verkföll hækkum laun
hagnaðararði má skipta
Því fátæktin er félagsleg raun
Upp grettistaki nú lyfta!
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Nú birtir upp þá batna sár
bága heilsan skánar
Með vordögum verðum klár
er sólin skín og hlánar.
Af Kristrúnu gæti Katrín lært
því komin er á toppinn
Enn íhaldið virðist Kötu kært
lærði að sitja koppinn.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Í ellinni er upphefð góð
hjá elítunnar kálfum
Fálkaorðuna fær þá stóð
úthlutað sér sjálfum.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Leiðtogahjörðin á liðinni stund
lyftist á tá hver einasta Hrund
þær sér útvöldu
sitt ágæti töldu
og heimsyfirráð vildu eftir fund.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Skýrsluna hefði mátt skrifa betur
til nánari skoðunar landinn hvetur
þeir vinahóp töldu
og ættmenni völdu
í eftir á meðferð sjáum hvað setur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Nú hafnar eldflaug í Póllandi. Bandarísk yfirvöld eru að rannsaka hvort ekki sé öruggt að Rússar hafi skotið henni. Líklegt? Spyr sá sem ekki veit en grunar margt.
Við erum í hættulegu kompaníi með stærstu auðhringum heims, þar á meðal hergagnaframleiðendum og handbendum þeirra. Ísland úr NATÓ HERINN BURT.
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Þrungin spenna þarna en
Þeir vilja báðir valdið
Gulli Þórðar og Bjarni Ben
berjast nú um íhaldið.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Á landsfundi verður líf og fjör
líka barist um valdið
því Gulli Þórðar vill verða sör
og reisa við íhaldið.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Gulli sækir að Bjarna Ben
með baráttu og læti
Segist með sérstakt gen
sem forystuna bæti.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Vanhæfni sína víst má dylja
vaxtaokrið leiðir hann
Ómenntaðir menn þó skilja
að minna en lítið kann.
Hann öfugmæla vísur virðir
um verkalýðsins auma hag
Fyrir velferðina víst nú girðir
Því vaxtaokur er hans fag.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Allt Frá lesendum