Greinar Ágúst 2021

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 28/29.08.21.
Stórlega efast ég um að nokkur maður beri þetta nafn í hinum enskumælandi heimi. Sú var þó tíðin að maður nokkur á Englandi bar þetta nafn, herra Ýsa. Í huga Íslendinga sem komnir eru til ára sinna var þetta þó enginn einhver, heldur sjálfur Austin Mitchell þingmaður Verkamannaflokksins í Grimsby í áratugi og svo mikill Íslandsvinur að ástæða þótti til að ...
Lesa meira

Alþingi samþykkti í vor þingsályktun þar sem umhverfis- og auðlindaráðherra var falið að gangast fyrir rannsókn á umfangi mengunar í jarðvegi og grunnvatni á Heiðarfjalli á Langanesi og gera tímasetta áætlun um hreinsun á úrgangs- og spilliefnum á svæðinu. Í frétt frá ráðuneytinu í gær kemur fram að þessi vinna sé hafin eða í þann veginn að hefjast og er það vel. Bandarísk herstöð var á Heiðarfjalli á árunum ...
Lesa meira

... Eru fiskeldisfyrirtækin sem starfa á Vestfjörðum og Austfjörðum vestfirsk og austfirsk eða eru þau norsk? Meirihlutaeign er í eigu Noðrmanna, fyrirtækin eru skráð í kauphöllinni í Osló en kvíar og sláturhús eru á Íslandi.
Morgunblaðið segir að þau séu vestfirsk og austfirsk. Er Chicquita bananar þá guatemalskt fyrirtæki? Þetta er varla verra en hvað annað til umhugsunar með ...
Lesa meira

Í dag fór fram í Dómkirkjunni í Reykjavík útför Ingibjargar Björnsdóttur frænku minnar. Fjöldi minningargreina biritst um Ingbjörgu í Morgunblaðinu í dag frá fjölskyldu hennar og samferðafólki og séra Hjálmar Jónsson flutti falleg minningarorð í kirkjunni. Eftirmælin báru öll vott um væntumþykju og eftirsjá og þótti mér þau vera góður spegill á mikla mannkostamanneskju. Frá 17.júlí árið 1998 hefur myndin hér að ofan staðið á litlu myndaborði á heimili mínu. Þess vegna er hún orðin svolítið upplituð af sólarljósinu sem á hana hefur skinið í tæpan aldarfjórðung.
Þann dag ...
Lesa meira

Vefsíðan Lifðu núna hvetur okkur sem erum komin af barnsaldri að gera einmitt þetta, lifa lífinu núna. Á síðunni, sem er bráðgóð, koma ellismellir fram og segja frá því sem á daga þeirra drífur og hvað það er sem einkum heilli þá. Í vikunni var ég spurður hver væri minn uppáhaldsstaður á Íslandi og nefndi ég Þingvelli og reyndi að færa fyrir því rök. Brá mér síðan til Þingvalla til að fá staðfestingu á því innra með mér að valið væri rétt. Félagsskapurinn gat ekki verið betri, tvær dætradætur ...
Lesa meira

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 14/15.08.21.
Gunnar heitinn Birgisson kom víða við á allt of stuttum lífsferli sínum. Hann var bæjarstjóri, alþingismaður og verktaki og fleiri störfum gegndi hann um dagana. Hann var atkvæðamikill hvar sem hann fór. Þegar verktakinn GB lagði í framkvæmd allan sinn þunga, sem var talsverður, þá máttu menn vita að undan honum gengi. Á vettvangi stjórnmálanna tók hann ...
Lesa meira
Þeir fengu fyrst auðlindir okkar
framsókn og sjálfstæðisflokkar
í fátækt oss hnepptu
svo bankana hrepptu
í auðmennina Bjarni nú kokkar.
Á bláþræði hún hangir víst
með heldur lítið traustið
Um heiðar-leika lífið snýst
hún lafir fram á haustið.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ég hef staðið í þeirri trú að stefna VG væri sú að Ísland stæði utan hernaðarbandalaga, með öðrum orðum, gengi úr NATÓ. Nú er talað allt öðru máli. Annað hvort á VG þá að breyta gjörðum sínum til samræmis við gefin loforð til kjósenda eða lofa þeim öðru, annarri stefnu og þá væntanlega þeirri að Ísland verði áfram NATÓ-þjóð og tali ...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Af fréttavakt Vísis 3. maí: “Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, heiðraði í dag starfsmenn vopnaverksmiðju í Bandaríkjunum þar sem svokallaðar Javelin-eldflaugar eru framleiddar. Hann sagði Úkraínumenn nota þær til að gera Rússa að fíflum." Víða finnast fíflin eða er málið alvarlegra en svo að þetta sé bara auli að aulast?
Nei, þetta er forseti Bandaríkjanna að gleðjast yfir mætti drápstóla. Eflaust hefur verið klappað í ...
Jóel A.
Lesa meira
Verkalýðsdegi að vanda hér fögnum
en samstöðuna nú almennt mögnum
sjáum erfiða tíma
við verðlag glíma
og kaupmáttarskerðingum höfnum.
Spillingin leikur enn lausum hala
líka hjá stjórnarliðinu
Þeir eignir okkar undir sig mala
og eru með í spilinu.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Hér vandræða tíma og mikla vá
vonbráðar fáum að horfa upp á
stjórnin þá fallin
og Bjarni kallinn
og langflestir vilja kosningar fá.
Já ef ég ætti banka bréf
bráðlega yrði ríkur
Engin fátækt ekkert þref
eymdinni allri líkur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ef vantar fé í villta neyslu,
velgjörðirnar munum.
Bananasýslan bauð í veislu,
bankaræningjunum.
Gráðugir sýnast sumir menn,
sækja pund og franka.
Mafíustarfsemi magnast enn,
margir rændu banka.
...
Kári
Lesa meira
Ég er hjartanlega sammála þér um Íslandsbankamálið. Menn láta sem hneykslið sé hverjir keyptu. Auðvitað kaupa þau sem eiga pening og vilja enn meiri pening, liggur það ekki í augum uppi? Jú, það gerir það þegar á það er bent. Og það var gert og varð þá mikið fár. Þess vegna var salan “misheppnuð”. En hneyklsið var ekki þetta, heldur ...
Sunna Sara
Lesa meira
Ég var ánægð að sjá afdráttarlausa afstöðu oddvita Sósíalistaflokksins, Sönnu Magdalenu Mörtudóttur, til spilakassa í borginni: Hún vill þá burt. Nú bíðum við eftir öðrum flokkum. Ég hef ekki kosið Sósíalistaflokkinn til þessa en það gæti breyst. Nú bíð ég eftir afstöðu annarra flokka.
Ein sem þekkir spilavandann úr sinni fjölskyldu
Lesa meira
Sigurður Ingi formaður Framsóknarflokksins og ráðherra virðist vera sloppinn fyrir horn eftir rasísk ummæli sín. Þökk sé Íslandsbankahneykslinu. Og Boris Johnson forsætisráðherra Breta sem var við það að missa embætti sitt eftir að hafa logið að þingi og þjóð um samkvæmi þvert á kovídreglur í embættisbústað ráðherrans virðist líka sloppinn. Nú fundar hann í Úkraínu og um Úkraínu og tvídar í Rússlandi um hve góður kall hann sé. Þannig er hann ...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Hér veröld ríkra virða má
víst er ágætt djobbið
En upp fyrir enni nefin ná
og ekki vantar snobbið.
Allir virðast vera með skrekk
viðvörunar bjöllur klingja
Að selja bankana trekk í trek
til útvaldra uppvakninga.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Allt Frá lesendum