Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 28/29.08.21. Stórlega efast ég um að nokkur maður beri þetta nafn í hinum enskumælandi heimi. Sú var þó tíðin að maður nokkur á Englandi bar þetta nafn, herra Ýsa. Í huga Íslendinga sem komnir eru til ára sinna var þetta þó enginn einhver, heldur sjálfur Austin Mitchell þingmaður Verkamannaflokksins í Grimsby í áratugi og svo mikill Íslandsvinur að ástæða þótti til að ...
Alþingi samþykkti í vor þingsályktun þar sem umhverfis- og auðlindaráðherra var falið að gangast fyrir rannsókn á umfangi mengunar í jarðvegi og grunnvatni á Heiðarfjalli á Langanesi og gera tímasetta áætlun um hreinsun á úrgangs- og spilliefnum á svæðinu. Í frétt frá ráðuneytinu í gær kemur fram að þessi vinna sé hafin eða í þann veginn að hefjast og er það vel. Bandarísk herstöð var á Heiðarfjalli á árunum ...
... Eru fiskeldisfyrirtækin sem starfa á Vestfjörðum og Austfjörðum vestfirsk og austfirsk eða eru þau norsk? Meirihlutaeign er í eigu Noðrmanna, fyrirtækin eru skráð í kauphöllinni í Osló en kvíar og sláturhús eru á Íslandi. Morgunblaðið segir að þau séu vestfirsk og austfirsk. Er Chicquita bananar þá guatemalskt fyrirtæki? Þetta er varla verra en hvað annað til umhugsunar með ...
Í dag fór fram í Dómkirkjunni í Reykjavík útför Ingibjargar Björnsdóttur frænku minnar. Fjöldi minningargreina biritst um Ingbjörgu í Morgunblaðinu í dag frá fjölskyldu hennar og samferðafólki og séra Hjálmar Jónsson flutti falleg minningarorð í kirkjunni. Eftirmælin báru öll vott um væntumþykju og eftirsjá og þótti mér þau vera góður spegill á mikla mannkostamanneskju. Frá 17.júlí árið 1998 hefur myndin hér að ofan staðið á litlu myndaborði á heimili mínu. Þess vegna er hún orðin svolítið upplituð af sólarljósinu sem á hana hefur skinið í tæpan aldarfjórðung. Þann dag ...
Vefsíðan Lifðu núnahvetur okkur sem erum komin af barnsaldri að gera einmitt þetta, lifa lífinu núna. Á síðunni, sem er bráðgóð, koma ellismellir fram og segja frá því sem á daga þeirra drífur og hvað það er sem einkum heilli þá. Í vikunni var ég spurður hver væri minn uppáhaldsstaður á Íslandi og nefndi ég Þingvelli og reyndi að færa fyrir því rök. Brá mér síðan til Þingvalla til að fá staðfestingu á því innra með mér að valið væri rétt. Félagsskapurinn gat ekki verið betri, tvær dætradætur ...
Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 14/15.08.21. Gunnar heitinn Birgisson kom víða við á allt of stuttum lífsferli sínum. Hann var bæjarstjóri, alþingismaður og verktaki og fleiri störfum gegndi hann um dagana. Hann var atkvæðamikill hvar sem hann fór. Þegar verktakinn GB lagði í framkvæmd allan sinn þunga, sem var talsverður, þá máttu menn vita að undan honum gengi. Á vettvangi stjórnmálanna tók hann ...
Leiðtogahjörðin á liðinni stund lyftist á tá hver einasta Hrund þær sér útvöldu sitt ágæti töldu og heimsyfirráð vildu eftir fund. Höf. Pétur Hraunfjörð.
Skýrsluna hefði mátt skrifa betur til nánari skoðunar landinn hvetur þeir vinahóp töldu og ættmenni völdu í eftir á meðferð sjáum hvað setur. ... Höf. Pétur Hraunfjörð.
... Nú hafnar eldflaug í Póllandi. Bandarísk yfirvöld eru að rannsaka hvort ekki sé öruggt að Rússar hafi skotið henni. Líklegt? Spyr sá sem ekki veit en grunar margt. Við erum í hættulegu kompaníi með stærstu auðhringum heims, þar á meðal hergagnaframleiðendum og handbendum þeirra. Ísland úr NATÓ HERINN BURT. Jóhannes Gr. Jónsson
Með glórulausari gerningum forsætisráðuneytisins er mál nr. 2/2023. Það er tillaga til þingsályktunar um aðgerðaáætlun gegn „hatursorðræðu.“ Áætlunin, í sautján liðum, var birt í „samráðsgátt“ þann 4. janúar síðastliðinn. Næsta mál gæti heitið „Varnir gegn illsku heimsins“, eða „Aðgerðaráætlun gegn ranglæti heimsins.“ Í tillögunni gegn „hatrinu“ er þó viðurkennt að ...
„Nú vinnum við ætlunarverk NATO“, segir varnarmálaráðherra Úkraínu, Oleksiy Reznikov. Í viðtali í úkraínsku sjónvarpi 5. janúar sl. talaði hann um hvernig hernaður Úkraínuhers fellur að verkefnum NATO. Nánar sagði Reznikov: „Þeir skilja þetta alveg núna. Við sögðum þeim það áður og þeir brostu. En núna segja kollegar mínir, varnarmálaráðherrarnir, skýrt í ræðum sínum ...
Kaup Elon Musk á Twitter voru frágengin í október. Þau fóru fram af hans hálfu undir merkjum tjáningarefrelsis og „afnáms ritskoðunar“. Í íslenskum fjölmiðlum var okkur sagt að eigendaskiptin boðuðu að öllum líkindum stóraukna „hatursorðræðu“. Í desember sl. gerðist það svo að af hálfu nýrra eigenda var gefin, í nokkrum skömmtum, innsýn í innri tölvuskrár Twitter, og þar birtist mikið „ritskoðunarveldi“. Um það heyrum hins vegar lítið í fjölmiðlum ...
Það er útbreidd skoðun í þjóðfélaginu að fullveldi sé gamaldags. „Deilihagkerfið“ gengur út á samnýtingu hlutanna. Þar eru fá ef nokkur takmörk. Fólk telur að hægt sé að „deila fullveldi“ ríkja [sem er ekki hægt], það deilir bílum, tækjum, leigir fötin sem það stendur í, leigir hús og íbúðir (Airbnb) og fleira í þeim dúr. Fólk deilir jafnvel mökum og sambýlisfólki. Þessi þróun er ekki að öllu leyti neikvæð ...
Útbreidd trú er það að Evrópusambandið [ESB/Sambandið] sé sérstakt friðarbandalag og afar lýðræðislegt fyrirbæri. Hvorugt á við rök að styðjast. Enda þótt friður í Evrópu hafi upphaflega legið til grundvallar forvera Evrópusambandsins, þ.e. Kola-og stálbandalaginu, eftir síðari heimsstyrjöld, er fátt sem bendir til þess í dag að sambandið sé sérstakt friðarbandalag, í raun fjarri því ...
Því miður verður ekki sagt um frumvarp um vefverslun (netverslun) með áfengi sem fimm þingmenn Sjálfstæðisflokksins lögðu fram í fyrra að því hafi ekki fylgt nein hætta á aukinni neyslu. Sama gildir að öllum líkindum um frumvarp dómsmálaráðherra um sama efni sem væntanlegt var ...