Til hamingju Thatcher með ríkisstjórn Íslands sem nú er að selja drjúgan hlut í einni helstu fjármálastofnun þjóðarinnar, Íslandsbanka. Allt samkvæmt þinni formúlu! Meirihluti Íslendinga er andvígur sölunni samkvæmt skoðanakönnunum en fjárfestar í Dubai eru himinlifandi. Líka 24 þúsumd smáfjárfestar ...
Fyrir fáeinum mánuðum boðaði ríkisstjórnin með Framsóknarflokkinn í broddi fylkingar nýja “samvinnustefnu” í samgöngumálum. Hún gengur út á að gefa fjárfestum kost á að græða á umferð um vegi landsins. Hornafjarðarbrú er nú að fara í útboð samkvæmt þessari formúlu sem reyndar er ekki nýrri af nálinni en svo, að víða þar sem fjárfestar hafa undirtökin í þjóðfélaginu nýta þeir pólitíska handlangara sína til að færa sér auðfenginn gróða úr vösum skattborgara. Á ensku er þetta kallað ...
Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 19/20.06.21. Í sjálfsþurftarsamfélagi fyrri tíma var stórfjölskyldan meira og minna saman í allri sinni daglegu önn, í vinnu jafnt sem frístundum. Svo kom kapítalisminn með strangri verkaskiptingu, tilteknum þörfum sinnt hér og öðrum þar. Og síðan versluðu menn sín á milli með það sem framleitt var. Þetta fyrirkomulag varð smám saman til að sundra fjölskyldunni. Fólk var nú kallað til verka í margvíslegri ...
Syndir feðranna koma niður á börnunumsegir í málshætti. “Mannréttindadómstóll” Evrópu í Strassborg hefur snúið þessu við. Því nú eru það syndir sonanna sem koma niður á feðrunum. “Mannréttindadómstóllinn” í Strassborg hefur í seinni tíð gerst iðinn við að ógilda dóma í hvítflibbamálum frá bankahruninu með hjálp formgallalögfræðinnar. Nýjasta dæminu greinir ...
Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 05/06.06.21. ... Þau ríki sem hér eru nefnd eru allt NATÓ-félagar Tyrkja og þess vegna kannski ekki við öðru að búast en að í yfirlýsingu Bidens forseta BNA frá 24. apríl síðastliðnum, um þetta aldargamla þjóðarmorð, skyldi tekið fram að í viðurkenningunni væri engin ásökun fólgin, aðeins að slíkir atburðir mættu ekki endurtaka sig. En gott og vel, þá er líka að reyna að standa við það í samtímanum. Suður í Tyrklandi var annar maður með augun á þessari dagsetningu ...
Leiðtogahjörðin á liðinni stund lyftist á tá hver einasta Hrund þær sér útvöldu sitt ágæti töldu og heimsyfirráð vildu eftir fund. Höf. Pétur Hraunfjörð.
Skýrsluna hefði mátt skrifa betur til nánari skoðunar landinn hvetur þeir vinahóp töldu og ættmenni völdu í eftir á meðferð sjáum hvað setur. ... Höf. Pétur Hraunfjörð.
... Nú hafnar eldflaug í Póllandi. Bandarísk yfirvöld eru að rannsaka hvort ekki sé öruggt að Rússar hafi skotið henni. Líklegt? Spyr sá sem ekki veit en grunar margt. Við erum í hættulegu kompaníi með stærstu auðhringum heims, þar á meðal hergagnaframleiðendum og handbendum þeirra. Ísland úr NATÓ HERINN BURT. Jóhannes Gr. Jónsson
Með glórulausari gerningum forsætisráðuneytisins er mál nr. 2/2023. Það er tillaga til þingsályktunar um aðgerðaáætlun gegn „hatursorðræðu.“ Áætlunin, í sautján liðum, var birt í „samráðsgátt“ þann 4. janúar síðastliðinn. Næsta mál gæti heitið „Varnir gegn illsku heimsins“, eða „Aðgerðaráætlun gegn ranglæti heimsins.“ Í tillögunni gegn „hatrinu“ er þó viðurkennt að ...
„Nú vinnum við ætlunarverk NATO“, segir varnarmálaráðherra Úkraínu, Oleksiy Reznikov. Í viðtali í úkraínsku sjónvarpi 5. janúar sl. talaði hann um hvernig hernaður Úkraínuhers fellur að verkefnum NATO. Nánar sagði Reznikov: „Þeir skilja þetta alveg núna. Við sögðum þeim það áður og þeir brostu. En núna segja kollegar mínir, varnarmálaráðherrarnir, skýrt í ræðum sínum ...
Kaup Elon Musk á Twitter voru frágengin í október. Þau fóru fram af hans hálfu undir merkjum tjáningarefrelsis og „afnáms ritskoðunar“. Í íslenskum fjölmiðlum var okkur sagt að eigendaskiptin boðuðu að öllum líkindum stóraukna „hatursorðræðu“. Í desember sl. gerðist það svo að af hálfu nýrra eigenda var gefin, í nokkrum skömmtum, innsýn í innri tölvuskrár Twitter, og þar birtist mikið „ritskoðunarveldi“. Um það heyrum hins vegar lítið í fjölmiðlum ...
Það er útbreidd skoðun í þjóðfélaginu að fullveldi sé gamaldags. „Deilihagkerfið“ gengur út á samnýtingu hlutanna. Þar eru fá ef nokkur takmörk. Fólk telur að hægt sé að „deila fullveldi“ ríkja [sem er ekki hægt], það deilir bílum, tækjum, leigir fötin sem það stendur í, leigir hús og íbúðir (Airbnb) og fleira í þeim dúr. Fólk deilir jafnvel mökum og sambýlisfólki. Þessi þróun er ekki að öllu leyti neikvæð ...
Útbreidd trú er það að Evrópusambandið [ESB/Sambandið] sé sérstakt friðarbandalag og afar lýðræðislegt fyrirbæri. Hvorugt á við rök að styðjast. Enda þótt friður í Evrópu hafi upphaflega legið til grundvallar forvera Evrópusambandsins, þ.e. Kola-og stálbandalaginu, eftir síðari heimsstyrjöld, er fátt sem bendir til þess í dag að sambandið sé sérstakt friðarbandalag, í raun fjarri því ...
Því miður verður ekki sagt um frumvarp um vefverslun (netverslun) með áfengi sem fimm þingmenn Sjálfstæðisflokksins lögðu fram í fyrra að því hafi ekki fylgt nein hætta á aukinni neyslu. Sama gildir að öllum líkindum um frumvarp dómsmálaráðherra um sama efni sem væntanlegt var ...