Greinar Apríl 2021

... Síðan tóku þau saman Kristó og Valgerður Bjarnadóttir, skólasystir mín og vinur úr Menntaskóla. Þar með bættist við félagslegur þráður sem batt okkur enn saman. Kristó bjó yfir lunknum húmor og var félagsskapur við hann alltaf skemmtilegur. Stundum þarf svaðilfarir til að sjá inn í menn. Að vísu flokkast það varla undir svaðilför þegar við félagar sem sinnt höfðum störfum á Úlfljótsvatni stóðum frammi fyrir því haust eitt að ...
Lesa meira

Í október 2014 hvatti HDP flokkur Kúrda í Tyrklandi til samstöðu með Kúrdum í Kobani í norðanverðu Sýrlandi í barárttu þeirra gegn ISIS hryðjuverkasamtökunum. Á þeim tíma, og reyndar eibnnig síðar, naut ISIS stuðnings tyrkneskra stjórnvalda þótt leynt hafi farið ...
Lesa meira

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 24/25.04.21.
Það er ekkert lítið sem við eigum honum Árna Björnssyni þjóðháttafræðingi að þakka. Þeir eru fleiri þjóðháttafræðingarnir sem hafa unnið gott starf og eiga lof skilið, en að öðrum ólöstuðum hefur Árni verið ötulastur að koma rannsóknum sínum á framfæri og þá einnig í búningi sem gerir efnið skiljanlegt og skemmtilegt. Saga daganna, Merkisdagar á mannsævinni og fleiri rit hans hafa afstýrt söguleysi á sögueyju. Og að sjálfsögðu er ...
Lesa meira

Að undanförnu hef ég tekið þátt í nokkuð mörgum vef-ráðstefnum um málefni Kúrda og hafa þær verið skipulagðar frá Þýskalandi, Bretlandi, Suður-Afríku og í morgun var ég á ráðstefnu sem skipulögð var frá Sidney í Ástralíu ... Stundum eru það persónulegu sögunar sem hreyfa mest við manni. Einn ræðumanna var Kúrdi frá Írak, giftur íranskri konu, einnig hún var Kúrdi. Þau höfðu verið gift í þrjátíu ár ...
Lesa meira

Um síðustu mánaðamót skrifaði ég opið bréf til aðalritara Evrópuráðsins þar sem ég vakti athygli á þögn heimsbyggðarinnar gagnvart brotum á mannréttindum Kúrda í Tyrklandi. Þessi þögn væri þrúgandi og yrði að rjúfa hana. Því miður tæki þögnin einnig til stofnana Evrópuráðsins sem lítið hefðu beitt sér og því litla sem gert hefði verið væri ekki fylgt eftir. Þetta rakti ég í bréfi mínu sem fylgir hér ...
Lesa meira

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 10/11.08.21.
... En öllum getur orðið á. Líka stjórnvöldum. Þegar það nú gerist að ráðist er í aðgerðir sem ósætti er um eins og þessar þá ríður á að yfirvaldið forðist að sýna þann hroka og þá dómhörku sem nú skyndilega hefur gert vart við sig. Sjálfum finnst mér það langt frá því að vera hafið yfir gagnrýni að smala aðkomufólki saman eins og gert var, reka það inn í rútur án nálægðartakmarkana, skapa þannig meiri smithættu en ella hefði orðið og síðast en ekki síst, og reyndar framar öllu öðru, meina þeim sem áttu öruggt athvarf fyrir sóttkví á heimilum sínum, að nýta sér það ...
Lesa meira

Hljómsveitin Hatari var aldrei allra. Og enn er hún ekki allra. Alla vega ekki Ísraelsstjórnar eftir að hljómsveitin tók þátt í Eurovision í Tel Aviv. Sumum fannst hún ætti ekki að taka þátt vegna hernáms Ísraraelsstjórnar á herteknu svæðum Palestínumanna og ofbeldis í þeirra garð. En Hatari fór og mótmælti. Og nú hefir Ríkisútvarpið sýnt mynd af þessari atburðarás allri. Það er þakkarvert. En þakkarverðast af öllu var ...
Lesa meira

... Látum vera að setja aðkomumenn í sóttkví hafi þeir verið upplýstir um slík skilyrði fyrir komu til landsins en varla þá sem geta gengið beint inn í eigin sóttkví á heimili sínu!
Er ekki eitthvert smápláss fyrir það sem kalla mætti heilbrigða skynsemi?
Ég átti alltaf erfitt með að skilja öskurauglýsingarnar sem ferðamálaráðherrann hreifst svo mjög af.
Í fyrsta lagi var óneitanlega undarlegt að setja milljarða í auglýsingstofur – í gjaldeyri í þokkabót– úr galtómum ríkissjóði. Með öðrum orðum þjóðin var látin taka lán fyrir óhljóðunum.
Í öðru lagi ...
Lesa meira
Þeir fengu fyrst auðlindir okkar
framsókn og sjálfstæðisflokkar
í fátækt oss hnepptu
svo bankana hrepptu
í auðmennina Bjarni nú kokkar.
Á bláþræði hún hangir víst
með heldur lítið traustið
Um heiðar-leika lífið snýst
hún lafir fram á haustið.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ég hef staðið í þeirri trú að stefna VG væri sú að Ísland stæði utan hernaðarbandalaga, með öðrum orðum, gengi úr NATÓ. Nú er talað allt öðru máli. Annað hvort á VG þá að breyta gjörðum sínum til samræmis við gefin loforð til kjósenda eða lofa þeim öðru, annarri stefnu og þá væntanlega þeirri að Ísland verði áfram NATÓ-þjóð og tali ...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Af fréttavakt Vísis 3. maí: “Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, heiðraði í dag starfsmenn vopnaverksmiðju í Bandaríkjunum þar sem svokallaðar Javelin-eldflaugar eru framleiddar. Hann sagði Úkraínumenn nota þær til að gera Rússa að fíflum." Víða finnast fíflin eða er málið alvarlegra en svo að þetta sé bara auli að aulast?
Nei, þetta er forseti Bandaríkjanna að gleðjast yfir mætti drápstóla. Eflaust hefur verið klappað í ...
Jóel A.
Lesa meira
Verkalýðsdegi að vanda hér fögnum
en samstöðuna nú almennt mögnum
sjáum erfiða tíma
við verðlag glíma
og kaupmáttarskerðingum höfnum.
Spillingin leikur enn lausum hala
líka hjá stjórnarliðinu
Þeir eignir okkar undir sig mala
og eru með í spilinu.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Hér vandræða tíma og mikla vá
vonbráðar fáum að horfa upp á
stjórnin þá fallin
og Bjarni kallinn
og langflestir vilja kosningar fá.
Já ef ég ætti banka bréf
bráðlega yrði ríkur
Engin fátækt ekkert þref
eymdinni allri líkur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ef vantar fé í villta neyslu,
velgjörðirnar munum.
Bananasýslan bauð í veislu,
bankaræningjunum.
Gráðugir sýnast sumir menn,
sækja pund og franka.
Mafíustarfsemi magnast enn,
margir rændu banka.
...
Kári
Lesa meira
Ég er hjartanlega sammála þér um Íslandsbankamálið. Menn láta sem hneykslið sé hverjir keyptu. Auðvitað kaupa þau sem eiga pening og vilja enn meiri pening, liggur það ekki í augum uppi? Jú, það gerir það þegar á það er bent. Og það var gert og varð þá mikið fár. Þess vegna var salan “misheppnuð”. En hneyklsið var ekki þetta, heldur ...
Sunna Sara
Lesa meira
Ég var ánægð að sjá afdráttarlausa afstöðu oddvita Sósíalistaflokksins, Sönnu Magdalenu Mörtudóttur, til spilakassa í borginni: Hún vill þá burt. Nú bíðum við eftir öðrum flokkum. Ég hef ekki kosið Sósíalistaflokkinn til þessa en það gæti breyst. Nú bíð ég eftir afstöðu annarra flokka.
Ein sem þekkir spilavandann úr sinni fjölskyldu
Lesa meira
Sigurður Ingi formaður Framsóknarflokksins og ráðherra virðist vera sloppinn fyrir horn eftir rasísk ummæli sín. Þökk sé Íslandsbankahneykslinu. Og Boris Johnson forsætisráðherra Breta sem var við það að missa embætti sitt eftir að hafa logið að þingi og þjóð um samkvæmi þvert á kovídreglur í embættisbústað ráðherrans virðist líka sloppinn. Nú fundar hann í Úkraínu og um Úkraínu og tvídar í Rússlandi um hve góður kall hann sé. Þannig er hann ...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Hér veröld ríkra virða má
víst er ágætt djobbið
En upp fyrir enni nefin ná
og ekki vantar snobbið.
Allir virðast vera með skrekk
viðvörunar bjöllur klingja
Að selja bankana trekk í trek
til útvaldra uppvakninga.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Allt Frá lesendum