Greinar Apríl 2021

... Síðan tóku þau saman Kristó og Valgerður Bjarnadóttir, skólasystir mín og vinur úr Menntaskóla. Þar með bættist við félagslegur þráður sem batt okkur enn saman. Kristó bjó yfir lunknum húmor og var félagsskapur við hann alltaf skemmtilegur. Stundum þarf svaðilfarir til að sjá inn í menn. Að vísu flokkast það varla undir svaðilför þegar við félagar sem sinnt höfðum störfum á Úlfljótsvatni stóðum frammi fyrir því haust eitt að ...
Lesa meira

Í október 2014 hvatti HDP flokkur Kúrda í Tyrklandi til samstöðu með Kúrdum í Kobani í norðanverðu Sýrlandi í barárttu þeirra gegn ISIS hryðjuverkasamtökunum. Á þeim tíma, og reyndar eibnnig síðar, naut ISIS stuðnings tyrkneskra stjórnvalda þótt leynt hafi farið ...
Lesa meira

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 24/25.04.21.
Það er ekkert lítið sem við eigum honum Árna Björnssyni þjóðháttafræðingi að þakka. Þeir eru fleiri þjóðháttafræðingarnir sem hafa unnið gott starf og eiga lof skilið, en að öðrum ólöstuðum hefur Árni verið ötulastur að koma rannsóknum sínum á framfæri og þá einnig í búningi sem gerir efnið skiljanlegt og skemmtilegt. Saga daganna, Merkisdagar á mannsævinni og fleiri rit hans hafa afstýrt söguleysi á sögueyju. Og að sjálfsögðu er ...
Lesa meira

Að undanförnu hef ég tekið þátt í nokkuð mörgum vef-ráðstefnum um málefni Kúrda og hafa þær verið skipulagðar frá Þýskalandi, Bretlandi, Suður-Afríku og í morgun var ég á ráðstefnu sem skipulögð var frá Sidney í Ástralíu ... Stundum eru það persónulegu sögunar sem hreyfa mest við manni. Einn ræðumanna var Kúrdi frá Írak, giftur íranskri konu, einnig hún var Kúrdi. Þau höfðu verið gift í þrjátíu ár ...
Lesa meira

Um síðustu mánaðamót skrifaði ég opið bréf til aðalritara Evrópuráðsins þar sem ég vakti athygli á þögn heimsbyggðarinnar gagnvart brotum á mannréttindum Kúrda í Tyrklandi. Þessi þögn væri þrúgandi og yrði að rjúfa hana. Því miður tæki þögnin einnig til stofnana Evrópuráðsins sem lítið hefðu beitt sér og því litla sem gert hefði verið væri ekki fylgt eftir. Þetta rakti ég í bréfi mínu sem fylgir hér ...
Lesa meira

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 10/11.08.21.
... En öllum getur orðið á. Líka stjórnvöldum. Þegar það nú gerist að ráðist er í aðgerðir sem ósætti er um eins og þessar þá ríður á að yfirvaldið forðist að sýna þann hroka og þá dómhörku sem nú skyndilega hefur gert vart við sig. Sjálfum finnst mér það langt frá því að vera hafið yfir gagnrýni að smala aðkomufólki saman eins og gert var, reka það inn í rútur án nálægðartakmarkana, skapa þannig meiri smithættu en ella hefði orðið og síðast en ekki síst, og reyndar framar öllu öðru, meina þeim sem áttu öruggt athvarf fyrir sóttkví á heimilum sínum, að nýta sér það ...
Lesa meira

Hljómsveitin Hatari var aldrei allra. Og enn er hún ekki allra. Alla vega ekki Ísraelsstjórnar eftir að hljómsveitin tók þátt í Eurovision í Tel Aviv. Sumum fannst hún ætti ekki að taka þátt vegna hernáms Ísraraelsstjórnar á herteknu svæðum Palestínumanna og ofbeldis í þeirra garð. En Hatari fór og mótmælti. Og nú hefir Ríkisútvarpið sýnt mynd af þessari atburðarás allri. Það er þakkarvert. En þakkarverðast af öllu var ...
Lesa meira

... Látum vera að setja aðkomumenn í sóttkví hafi þeir verið upplýstir um slík skilyrði fyrir komu til landsins en varla þá sem geta gengið beint inn í eigin sóttkví á heimili sínu!
Er ekki eitthvert smápláss fyrir það sem kalla mætti heilbrigða skynsemi?
Ég átti alltaf erfitt með að skilja öskurauglýsingarnar sem ferðamálaráðherrann hreifst svo mjög af.
Í fyrsta lagi var óneitanlega undarlegt að setja milljarða í auglýsingstofur – í gjaldeyri í þokkabót– úr galtómum ríkissjóði. Með öðrum orðum þjóðin var látin taka lán fyrir óhljóðunum.
Í öðru lagi ...
Lesa meira
Hefjum verkföll hækkum laun
hagnaðararði má skipta
Því fátæktin er félagsleg raun
Upp grettistaki nú lyfta!
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Nú birtir upp þá batna sár
bága heilsan skánar
Með vordögum verðum klár
er sólin skín og hlánar.
Af Kristrúnu gæti Katrín lært
því komin er á toppinn
Enn íhaldið virðist Kötu kært
lærði að sitja koppinn.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Í ellinni er upphefð góð
hjá elítunnar kálfum
Fálkaorðuna fær þá stóð
úthlutað sér sjálfum.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Leiðtogahjörðin á liðinni stund
lyftist á tá hver einasta Hrund
þær sér útvöldu
sitt ágæti töldu
og heimsyfirráð vildu eftir fund.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Skýrsluna hefði mátt skrifa betur
til nánari skoðunar landinn hvetur
þeir vinahóp töldu
og ættmenni völdu
í eftir á meðferð sjáum hvað setur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Nú hafnar eldflaug í Póllandi. Bandarísk yfirvöld eru að rannsaka hvort ekki sé öruggt að Rússar hafi skotið henni. Líklegt? Spyr sá sem ekki veit en grunar margt.
Við erum í hættulegu kompaníi með stærstu auðhringum heims, þar á meðal hergagnaframleiðendum og handbendum þeirra. Ísland úr NATÓ HERINN BURT.
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Þrungin spenna þarna en
Þeir vilja báðir valdið
Gulli Þórðar og Bjarni Ben
berjast nú um íhaldið.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Á landsfundi verður líf og fjör
líka barist um valdið
því Gulli Þórðar vill verða sör
og reisa við íhaldið.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Gulli sækir að Bjarna Ben
með baráttu og læti
Segist með sérstakt gen
sem forystuna bæti.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Vanhæfni sína víst má dylja
vaxtaokrið leiðir hann
Ómenntaðir menn þó skilja
að minna en lítið kann.
Hann öfugmæla vísur virðir
um verkalýðsins auma hag
Fyrir velferðina víst nú girðir
Því vaxtaokur er hans fag.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Allt Frá lesendum