HVERS VEGNA KEMUR HARALDUR Á ÓVART?

Haraldur Þorleifsson.JPG

Nýlega kom fram í fjölmiðlum að Haraldur Þorleifsson, tölvurisi, hefði selt fyrirtæki sitt vestan hafs fyrir mikla peninga, væri kominn með þá peninga heim til Íslands, vildi borga hér skatta og láta gott af sér leiða og væri byrjaður á því! Fyrsta verkefnið væri að gera veitingastaði og vinnustaði aðgengilega fyrir hreyfihamlað fólk.

Hvers vegna kemur þetta á óvart? Lesendur þessarar heimasíðu, sem hafa fengið að kynnast Haraldi, þyrftu að vísu ekki að undrast afstöðu hans: http://ogmundur.is/greinar/2019/10/af-honum-ma-margt-laera

En samt kemur á óvart að fólk sem efnast tími að sjá af svo miklu sem einum einasta eyri ótilneytt. Hlustið á þetta viðtal við Harald Þorleifsson í Kastljósi Sjónvarps, það er gott fyrir margra hluta sakir: https://www.ruv.is/frett/2021/03/11/aetlar-aldrei-ad-verda-forstjori-aftur?fbclid=IwAR28J9mu6V5Aon9Ig_cSB6sEL9PvBo9s0-kcH0VKww55S-y5gnKi9o7wkxE

Fréttabréf