Greinar Mars 2021

Birtist í Morgunblaðinu 29.03.21.
... Þvert á móti fór sjálfur forseti Mannréttindadómstólsins í Strassborg til Tyrklands til að taka við sérstakri viðurkenningu, og það í sama háskóla og verst hefur orðið úti í hreinsunum og fangelsunum, lét mynda sig með valdhöfunum og til að kóróna allt þá fór hann til Kúrdaborgarinnar Mardin, skammt frá Diyarbakir, og átti þar viðræður við leppana sem settir höfðu verið til valda í stað þeirra lýðræðislega kjörnu fulltrúa sem hraktir höfðu verið úr embætti ...
Lesa meira

Þegar við Krummi, eins og við kölluðum alltaf skólafélaga okkar og vin, Hrafn Gunnlaugsson, gengum heim úr Menntaskólanum vestur í bæ þar sem við áttum heima, þá flaug hann oft hátt. Ímyndaðu þér Ömmi, að ofan úr himnunum þarna úr vestri kæmi risastór málmkúla, ferlíki, sveiflað úr krana skýjum ofar. Ófreskjan kæmi með ógnarhraða og eyðileggingarkrafti, næmi við jörð þegar hún nálgaðist mannvirki Melavallarins, húsakost og bárujárnsgirðinguna, og sópaði þessu öllu burt sem ekkert væri!
Ég varð agndofa og fannst ég ...
Lesa meira

... En ég var ekki einn um að vilja hafa auðkennisþjónustu í umsjá hins opinbera en ekki á vegum einkaaðaila. Þetta var afstaða sveitarfélaganna, alla vegar nefndar með fulltrúum þeirra sem gera átti tillögur um sitthvað sem sneri að rafrænu Íslandi. Fyrir nefndinni fór Þorleifur Gunnlaugsson, borgarfulltrúi. Hann gerði allt sem í hans valdi stóð til að fá því framgengt sem sem nú stefnir í að gerist ...
Lesa meira

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 27/28.03.21.
Ég er ekki bindindismaður. Stundum hef ég meira að segja verið óþægilega langt frá því. Þess vegna er það svolítið sérstakt að bindindishreyfingin, IOGT, skuli hafa farið þess á leit við mig nú nýlega að stýra ráðstefnu um vímuefnavarnir, hver skuli vera íslenska leiðin. Var þá til samanburðar það sem kallað hefur verið portúgalska leiðin ...
Lesa meira

Þessa mynd hér að ofan tók María Sigrún Hilmarsdóttir frá Ægisíðunni í kvöld. Yfir Skerjafjörðinn má sjá bjarmann af gosinu á Reykjanesi bera við næturmyrkvaðan himininn. Þar sem Ægisíðan er steinsnar frá heimili mínu þótti mér þessi mynd skemmtilegust úr myndasyrpu Sjónvarpsins í kvöld en flestar voru myndirnar teknar frá höfuðborgarsvæðinu. María Sigrún náði betri mynd en mér tókst og tek ég nú hennar mynd traustataki og bíð þess að ...
Lesa meira

... Hvers vegna kemur þetta á óvart? Lesendur þessarar heimasíðu, sem hafa fengið að kynnast Haraldi, þyrftu að vísu ekki að undrast afstöðu hans ... En samt kemur á óvart að fólk sem efnast tími að sjá af svo miklu sem einum einasta eyri ótilneytt ...
Lesa meira

... Er ég þá kominn að erindi þessa litla pistils. Og það er til að segja frá því hve margir hafa haft samband síðustu daga - ekki opinberlega heldur í fullkominni kyrrþey - til að segja frá illum afleiðingum spilafíknarinnar og í sumum tilvikum ættingjum eða mökum sem svipt hafa sig lífi eftir að spila frá sér og sínum öllum eignum sínum – og að því er þau töldu mannorði sínu. Í mínum huga eru það allt aðrir sem eru á góðri leið að spila frá sér mannorðinu, það eru ...
Lesa meira

Birtist í Morgunblaðinu 18.03.21.
... Þá erum við væntanlega að nálgast að geta bjargað heiðri og samvisku Alþingis, ríkisstjórnar landsins, æðstu menntastofnunar okkar, Rauða kross Íslands og Slysavarnarfélagsins Landsbjargar.
Og einmitt það er verkefnið: Að bjarga því fólki sem þarna ber ábyrgð. Hvernig væri að efna til keppni um bestu lausnina þessum aðilum til hjálpar? Verkefnið gæti heitið Björgum þeim. Ég set hér fram fyrstu tillöguna ...
Lesa meira

Birist í Fréttablaðinu 16.03.21
Ég vil ávarpa þig beint sem formann Slysavarnafélagsins Landsbjargar vegna yfirlýsinga þinna í nafni félagsins í Fréttablaðinu síðastliðinn laugardag. Þar veitist þú að fólki sem haldið er spilafíkn í því skyni að finna fyrir því réttlætingu að gera sér veikindi þess að féþúfu. Þessi ummæli valda miklum vonbrigðum svo ekki sé dýpra í árinni tekið. Því eindregnari stuðningsmenn ...
Lesa meira


Bandaríkin eru aftur mætt til leiks, segir nýr forseti Bandaríkjanna, Joe Biden, og boðar þar með íhlutunarstefnu af fullum krafti. Donald Trump, fráfarandi forseti, með öllum sínum göllum vildi fylgja einangrunarstefnu, draga heri Bandaríkjanna erlendis heim, draga úr framlagi til NATÓ, þvert á stefnu Obamas, Bush og Clintons – og nú Bidens.
Bandaríkin eru mætt aftur til leiks eru skelfileg skilaboð ...
Lesa meira
Hefjum verkföll hækkum laun
hagnaðararði má skipta
Því fátæktin er félagsleg raun
Upp grettistaki nú lyfta!
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Nú birtir upp þá batna sár
bága heilsan skánar
Með vordögum verðum klár
er sólin skín og hlánar.
Af Kristrúnu gæti Katrín lært
því komin er á toppinn
Enn íhaldið virðist Kötu kært
lærði að sitja koppinn.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Í ellinni er upphefð góð
hjá elítunnar kálfum
Fálkaorðuna fær þá stóð
úthlutað sér sjálfum.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Leiðtogahjörðin á liðinni stund
lyftist á tá hver einasta Hrund
þær sér útvöldu
sitt ágæti töldu
og heimsyfirráð vildu eftir fund.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Skýrsluna hefði mátt skrifa betur
til nánari skoðunar landinn hvetur
þeir vinahóp töldu
og ættmenni völdu
í eftir á meðferð sjáum hvað setur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Nú hafnar eldflaug í Póllandi. Bandarísk yfirvöld eru að rannsaka hvort ekki sé öruggt að Rússar hafi skotið henni. Líklegt? Spyr sá sem ekki veit en grunar margt.
Við erum í hættulegu kompaníi með stærstu auðhringum heims, þar á meðal hergagnaframleiðendum og handbendum þeirra. Ísland úr NATÓ HERINN BURT.
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Þrungin spenna þarna en
Þeir vilja báðir valdið
Gulli Þórðar og Bjarni Ben
berjast nú um íhaldið.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Á landsfundi verður líf og fjör
líka barist um valdið
því Gulli Þórðar vill verða sör
og reisa við íhaldið.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Gulli sækir að Bjarna Ben
með baráttu og læti
Segist með sérstakt gen
sem forystuna bæti.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Vanhæfni sína víst má dylja
vaxtaokrið leiðir hann
Ómenntaðir menn þó skilja
að minna en lítið kann.
Hann öfugmæla vísur virðir
um verkalýðsins auma hag
Fyrir velferðina víst nú girðir
Því vaxtaokur er hans fag.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Allt Frá lesendum