Greinar Febrúar 2021

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 27/28.02.21.
Að mörgu leyti fer heiminum fram. Við fáum lækningu meina sem áður voru ólæknandi, komumst á milli staða, nánast óháð vegalengdum, tálmunum og torfærum, höfum aðgang að upplýsingaveitum sem á sekúndubroti opna þekkingarhirslur alls heimsins upp á gátt; við fáum heilu bækurnar lesnar í eyra okkar án þess að þurfa að hafa hið minnsta fyrir því og það sem meira er, ef við viljum nýta tíma okkar til hins ítrasta, þá er hægt að auka hraðann á lestrinum þannig að við náum að fá lesnar tvær bækur í eyrað á sama tíma og ...
Lesa meira

Í dag fékk ég birta á Vísi.is grein um spilavíti sem starfa hér á landi í skjóli stjórnvalda. Ég vísa til baráttu Samtaka áhugafólks um spilafíkn og hvernig stjórnvöld fara undan í flæmingi og reyna að firra sig ábyrgð. Öll segja þau nánast einum rómi: Ekki ég!
Greinin er hér ...
Lesa meira

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 13/14.02.21.
... Og varla að undra. Alma Hafsteins, formaður samtakanna, hefur kynnt þjóðinni útreikninga sem sýna að á hverjum klukkutíma tapa spilafíklar 434.063 krónum í spilakössum, það er að frádregnum vinningum. Og þegar þetta er margfaldað með klukkustundunum í heilu ári nemur þessi upphæð 3.721.000.000 krónum, þremur milljörðum, sjö hundruð tuttugu og einni milljón króna. Það eru ...
Lesa meira

Í dag var borinn til grafar góður vinur minn og samstarfsmaður til margra ára, Jens Andrésson. Ég minntist hans í minningargrein í Morgunblaðinu í dag og einnig nokkrum orðum við útför hans en þar töluðu auk mín tveir aðrir leikmenn, náinn vinur Jens, Guðmundur Krisjánsson, hafnarstjóri á Ísafirði, fyrrum samstarfsmaður Jens á Grænhöfðaeyjum og náinn vinur svo og samstarfmaður hans í járnblendiverksmiðjunni í Hvalfirði þar sem Jens starfaði hin síðari á, Tjörvi Berndsen. Mæltist þeim báðum mjög vel ...
Lesa meira

Í sakleysi mínu leyfði ég mér í gær að dreifa ákalli Tomma, góðvini þjóðarinnr, um að loka spilakössum til frambúðar. Í ákalli sínu segir Tommi að hann sé einn af 86% þjóðarinnar sem Gallup sagði síðastliðið vor að væri þessarar skoðunar eftir ítarlega könnun meðal landsmanna. Facebook slökkti á þessari deilingu minni því hún samræmdist ekki ...
Lesa meira

... Á Bjarna fjármálaráðherra er að skilja að svo rækilega hafi kvótanum verið stolið til frambúðar að tilgangslaust sé að setja ákvæði í stjórnarskrá um eign þjóðarinnar á auðlindum. Hvað þýðir eiginlega þjóðareign, spurði hann á Alþingi í vikunni sem leið.
Já, hvað skyldi það nú þýða Bjarni og ...
Lesa meira

... Haukur hafði skýra samfélagssýn, hafði trú á ágæti hennar og bjó auk þess yfir prýðilegu sjálfstrausti. Þess vegna var auðvelt að skiptast á skoðunum við hann og þá einnig að vera honum ósammála ef því var að skipta. Hann gat tekið öllu, fullviss um ágæti eigin skoðana og eigin sýnar á lífið.
En það var ekki bara ...
Lesa meira
Þeir fengu fyrst auðlindir okkar
framsókn og sjálfstæðisflokkar
í fátækt oss hnepptu
svo bankana hrepptu
í auðmennina Bjarni nú kokkar.
Á bláþræði hún hangir víst
með heldur lítið traustið
Um heiðar-leika lífið snýst
hún lafir fram á haustið.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ég hef staðið í þeirri trú að stefna VG væri sú að Ísland stæði utan hernaðarbandalaga, með öðrum orðum, gengi úr NATÓ. Nú er talað allt öðru máli. Annað hvort á VG þá að breyta gjörðum sínum til samræmis við gefin loforð til kjósenda eða lofa þeim öðru, annarri stefnu og þá væntanlega þeirri að Ísland verði áfram NATÓ-þjóð og tali ...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Af fréttavakt Vísis 3. maí: “Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, heiðraði í dag starfsmenn vopnaverksmiðju í Bandaríkjunum þar sem svokallaðar Javelin-eldflaugar eru framleiddar. Hann sagði Úkraínumenn nota þær til að gera Rússa að fíflum." Víða finnast fíflin eða er málið alvarlegra en svo að þetta sé bara auli að aulast?
Nei, þetta er forseti Bandaríkjanna að gleðjast yfir mætti drápstóla. Eflaust hefur verið klappað í ...
Jóel A.
Lesa meira
Verkalýðsdegi að vanda hér fögnum
en samstöðuna nú almennt mögnum
sjáum erfiða tíma
við verðlag glíma
og kaupmáttarskerðingum höfnum.
Spillingin leikur enn lausum hala
líka hjá stjórnarliðinu
Þeir eignir okkar undir sig mala
og eru með í spilinu.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Hér vandræða tíma og mikla vá
vonbráðar fáum að horfa upp á
stjórnin þá fallin
og Bjarni kallinn
og langflestir vilja kosningar fá.
Já ef ég ætti banka bréf
bráðlega yrði ríkur
Engin fátækt ekkert þref
eymdinni allri líkur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ef vantar fé í villta neyslu,
velgjörðirnar munum.
Bananasýslan bauð í veislu,
bankaræningjunum.
Gráðugir sýnast sumir menn,
sækja pund og franka.
Mafíustarfsemi magnast enn,
margir rændu banka.
...
Kári
Lesa meira
Ég er hjartanlega sammála þér um Íslandsbankamálið. Menn láta sem hneykslið sé hverjir keyptu. Auðvitað kaupa þau sem eiga pening og vilja enn meiri pening, liggur það ekki í augum uppi? Jú, það gerir það þegar á það er bent. Og það var gert og varð þá mikið fár. Þess vegna var salan “misheppnuð”. En hneyklsið var ekki þetta, heldur ...
Sunna Sara
Lesa meira
Ég var ánægð að sjá afdráttarlausa afstöðu oddvita Sósíalistaflokksins, Sönnu Magdalenu Mörtudóttur, til spilakassa í borginni: Hún vill þá burt. Nú bíðum við eftir öðrum flokkum. Ég hef ekki kosið Sósíalistaflokkinn til þessa en það gæti breyst. Nú bíð ég eftir afstöðu annarra flokka.
Ein sem þekkir spilavandann úr sinni fjölskyldu
Lesa meira
Sigurður Ingi formaður Framsóknarflokksins og ráðherra virðist vera sloppinn fyrir horn eftir rasísk ummæli sín. Þökk sé Íslandsbankahneykslinu. Og Boris Johnson forsætisráðherra Breta sem var við það að missa embætti sitt eftir að hafa logið að þingi og þjóð um samkvæmi þvert á kovídreglur í embættisbústað ráðherrans virðist líka sloppinn. Nú fundar hann í Úkraínu og um Úkraínu og tvídar í Rússlandi um hve góður kall hann sé. Þannig er hann ...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Hér veröld ríkra virða má
víst er ágætt djobbið
En upp fyrir enni nefin ná
og ekki vantar snobbið.
Allir virðast vera með skrekk
viðvörunar bjöllur klingja
Að selja bankana trekk í trek
til útvaldra uppvakninga.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Allt Frá lesendum