Greinar 2021

Fréttir af mótmælum við breska sendiráðið 21.,22, og 23. desember sl. gegn framsali Julian Assange, stofnanda fréttaveitunnar Wikileaks, til Bandaríkjanna hafa vakið mikla athygli. Þessi mótmæli falla sem mósaík inn í mótmælaöldu víða um heim og hafa fréttir af þeim ratað víða. Viðvera Kristins Hrafnssonar, núverandi aðalritstjóra Wikileaks, við mótmælastöðuna léðu henni aukið vægi. Bar hann fundinum sérstaka kveðju Julian Assange en bréfið til sendiherra Bretlands á Íslandi hafði verið lesið fyrir hann. Fréttablaðið og Morgunblaðið gerðu mótmælastöðunni góð skil og Stöð 2 var með ítarlega fréttaskýringu. Á vefsíðu Ríkisútvarpsins var einnig fjallað ítarlega um málið ...
Lesa meira

Birtist í Fréttablaðinu 21.12.21.
... Við lásum fréttir af leynilegum alþjóðasamningum um markaðsvæðingu almannaþjónustunnar. Áfram mætti telja upplýsingar sem valdahafar heimsins vildu að leynt færu en voru settar fram í dagsljósið. Gerandinn var Wikileaks sem lengi vel starfaði undir forystu Julian Assange. Hann átti ríkan þátt í að afhjúpa stríðsglæpi, pyntingar og siðleysi í alþjóðasamningum. Að uppistöðu til eru ekki véfengdar þær upplýsingar sem Wikileaks færði fram í dagsljósið. Aðeins hitt er gagnrýnt ...
Lesa meira

... Við vitum hins vegar sannleikann. Refsa á Julian Assange fyrir að upplýsa um stríðsglæpi, pyntingar og siðlausa alþjóðasamninga sem áttu að fara leynt; samninga sem gengu út á að markaðsvæða almannaþjónustu samfélaganna. Þetta mátti almeningur hins vegar ekki vita um. Reyndin varð önnur, þökk sé Wikileaks.
Nú verðum við, almenningur í heiminum, að standa okkar pligt og verja fralsið og mannréttindin. Mótmælastaðan við sendiráð Breta þessa dagana gengur út á það.
Sem sagt, 12:00 til 12:30 við breska sendiráðið við Laufásveg, miðvikudaginn 22. desember ....
Lesa meira

Líklegt má heita að bresk yfirvöld fallist á að framselja stofnanda Wikileaks, Julian Assange, til Bandaríkjanna þar sem hann á yfir höfði sér margfaldan lífstíðardóm fyrir njósnir. Þær áttu að hafa falist í því að koma á framfæri upplýsingum um stríðsglæpi Bandaríkjamanna og bandamanna þeirra, þar á meðal Breta, í Írak, Agfganistan, Líbíu og víðar. Sjónvarpsstöðvar birtu myndskeið þessu til staðfestingar svo og úr skýrslum og bréfaskriftum ráðamanna. Þannig má heita að helstu fjölmiðlar heimsins séu ...
Lesa meira

Birtist i helgarblaði Morgunblaðsins 18/19.12.21.
... Fram kom í fréttum í aðdraganda alþingiskosninganna í haust að enginn ríkisstjórnarflokkanna virtist hafa sama skilning á vandanum og meirihluti þjóðarinnar hefur. Aðspurðir um hvað flokkarnir vildu gera í þessum málum þá er skemmst frá því að segja að Sjálfstæðisflokkurinn svaraði Samtökum áhugafólks um spilafíkn á þá lund að til greina kæmi „að löggjafinn setji reglur um forvarnarstarf og ábyrgan rekstur fyrirtækjanna i þessari atvinnugrein”, Vinstri græn vildu betri geðheilbrigðisþjónustu en Framsókn sagðist ekki hafa mótað „opinbera afstöðu til þess að banna rekstur spilakassa.”...
Lesa meira

Það var vel til fundið hjá Breiðfirðingakórnum að hefja jólatónleika sína í Fella- og hólakirkju í gærkvöldi á því að syngja Hátíð fer að höndum ein sem er allt í senn þjóðvísa, sálmur og kveðskapur byltingarskáldsins Jóhannesar úr Kötlum. Þar komi lágstemmdur tónn íhugunar, sem Jóhannes hafi búið yfir, vel fram skrifar Hjalti Hugason, prófessor í kirkjusögu ... Sem betur fer lét Breiðfirðingakórinn ekki undan...
Lesa meira

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 04./05.12.21.
... Þetta er þó ósköp saklaust miðað við það sem fylgdi í pakkanum. Á bak við tjöld var Stjórnarráðið nefnilega tekið í holskurð, ráðuneytum sundrað og síðan einstakir þættir sameinaðir öðrum. Við höfum séð þetta áður gerast og er varla til eftirbreytni. En nú var gengið lengra leyfi ég mér að segja en nokkru sinni hefur verið gert og er ég þá að vísa til vinnubragðanna. Þannig er ...
Lesa meira

... Sagan Skáldleg afbrotafræði er sannsöguleg sem kallað er, byggð á heimildum að nokkru leyti. Skáldskapurinn held ég þó að sé engu síður sannur en heimildirnar, komist jafnvel nær sannleikanum en þær gera. Þannig eru góðar bókmenntir. Gefa lesanda innsýn í þætti mannlífsins sem hann hafði ekki komið auga á. Ég leyfi mér að halda því fram að með því að stúdera skáldlega afbrotafræði undir handleiðslu þessa fyrrum verðlaunahafa Norðurlandaráðs megi öðlast betri söguskilning á fyrstu áratugum 19. aldar en maður áður hafði ...
Lesa meira

Merkilegt hvað heimurinn er mikil hópsál. Það er að segja ef enginn spyrnir á móti og leyfir sér þann munað að halda í smá dómgreind. Lætur ekki berast með straumnum í hugsunarleysi eða fylgispekt. Þetta á jafnt við á markaðstorginu sem í stjórnmálum ... En það fer vel á því að mynda nýja ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Hreyfingarinnar framboðs á þessari helgi þar sem allt er á niðursettum prís.
Lesa meira

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 20/21.11.2021.
Einhverjum kann að finnast spurningin byggja á ranghugsun. Kerfi verði ekki til af sjálfsdáðum. Kerfi og stýrimódel séu mannanna verk. Þess vegna séu það alltaf á endanum menn sem stjórni. Nokkuð er til í þessu nema hvað stýrimódelin geta hæglega tekið völdin, náð yfirhöndinni. Og það sem meira er, ekki er það alltaf harmað. Það er erfitt að reka heilbrigðisþjónustu í öllum sínum margbreytileika. Og fyrir fjárveitingarvald getur það ...
Lesa meira
Kyssa vöndinn Vinstri Græn
verja nú Bjarna kallinn
Veikluleg og alls-ekkert væn
vísast er stjórnin fallin.
Með verðbólgu og verðlag hátt
venjast má öllu smátt og smátt
ég lyktina finn
í sjöunda sinn
allt á fleygiferð í gjaldþrota átt.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Allrahanda eðalglingur,
allt úr gulli í salnum.
Elísabet er Íslendingur,
ættuð úr Víðidalnum.
Fljótt ég þetta færði í tal,
fleiri kunna að meta.
Virðuleg kona úr Víðidal,
valdist í hásæti Breta.
...
Kári
Lesa meira
Fallin finnur ekki taktinn
farinn samstarfsvilji
þannig endar vina vaktin
vísast að leiðir skilji.
Til helvítis hann sendir börn
frá harðindum á Fróni
En þjóðfélagið þeim veitir vörn
frá viðsjárverðum Jóni.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Flóttamenn hér fella stjórn
á fréttir agndofa góndi
Vinstri Græn vilja færa fórn
ekki Jón Blóðmerabóndi.
Flokkinn minkar fljótt og hratt
og fylginu þar tapar
Á samstarfinu fer Katrín flatt
að feigðarósi hrapar.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Þeir fengu fyrst auðlindir okkar
framsókn og sjálfstæðisflokkar
í fátækt oss hnepptu
svo bankana hrepptu
í auðmennina Bjarni nú kokkar.
Á bláþræði hún hangir víst
með heldur lítið traustið
Um heiðar-leika lífið snýst
hún lafir fram á haustið.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ég hef staðið í þeirri trú að stefna VG væri sú að Ísland stæði utan hernaðarbandalaga, með öðrum orðum, gengi úr NATÓ. Nú er talað allt öðru máli. Annað hvort á VG þá að breyta gjörðum sínum til samræmis við gefin loforð til kjósenda eða lofa þeim öðru, annarri stefnu og þá væntanlega þeirri að Ísland verði áfram NATÓ-þjóð og tali ...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Af fréttavakt Vísis 3. maí: “Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, heiðraði í dag starfsmenn vopnaverksmiðju í Bandaríkjunum þar sem svokallaðar Javelin-eldflaugar eru framleiddar. Hann sagði Úkraínumenn nota þær til að gera Rússa að fíflum." Víða finnast fíflin eða er málið alvarlegra en svo að þetta sé bara auli að aulast?
Nei, þetta er forseti Bandaríkjanna að gleðjast yfir mætti drápstóla. Eflaust hefur verið klappað í ...
Jóel A.
Lesa meira
Verkalýðsdegi að vanda hér fögnum
en samstöðuna nú almennt mögnum
sjáum erfiða tíma
við verðlag glíma
og kaupmáttarskerðingum höfnum.
Spillingin leikur enn lausum hala
líka hjá stjórnarliðinu
Þeir eignir okkar undir sig mala
og eru með í spilinu.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Hér vandræða tíma og mikla vá
vonbráðar fáum að horfa upp á
stjórnin þá fallin
og Bjarni kallinn
og langflestir vilja kosningar fá.
Já ef ég ætti banka bréf
bráðlega yrði ríkur
Engin fátækt ekkert þref
eymdinni allri líkur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ef vantar fé í villta neyslu,
velgjörðirnar munum.
Bananasýslan bauð í veislu,
bankaræningjunum.
Gráðugir sýnast sumir menn,
sækja pund og franka.
Mafíustarfsemi magnast enn,
margir rændu banka.
...
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum