
BJÖRGUM LÝÐRÆÐINU MEÐ LÝÐRÆÐI
19.07.2025
Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 19/20.07.25.
Þingveturinn 2012 til 2013 fluttu þrettán þingmenn undir forystu Sivjar Friðleifsdóttur þingmál sem stefnt var gegn málþófi á Alþingi. Málið náði ekki fram að ganga. Ég var í ríkisstjórn á þessum tíma en þingreynsla mín var þegar hér var komið sögu að mestu leyti þingmanns í stjórnarandstöðu. Þar hafði ég iðulega tekið þátt í maraþonumræðum um umdeild mál sem ríkisstjórnir reyndu að keyra í gegn. Við sem töldum okkur sjá ...