Fara í efni

TRAUST OG VIRÐING HJÁ SÁÁ !

Ég tek ofan fyrir SÁÁ sem sagt hafa sig frá Íslandsspilum sem reka spilavíti fyrir hönd Rauða kross Íslands, Slysavarnarfélagsins Landsbjargar og til þessa SÁÁ.
Formaður SÁÁ, Einar Hermannsson, kom fram í fréttatímum í dag og sagði það endanlega staðfest, sem áður hafði heyrst úr hans munni, að SÁÁ myndi hætta aðild að Íslandsspilum. Þetta þýddi tugmilljóna tekjutap en á móti kæmi traust og virðing. Hún kemur alla vega frá mér. 
Rauði krossinn og Slysavarnarfélagið Landsbjörg fá fyrir bragðið aukinn hlut í spilagróðanum eftir því sem mér skilst. Ekki verður það til að auka traust og virðingu á þeim stofnunum.

Stjórnmálamenn sem misbjóða siðferðiskenndinni

Dómsmálaráðherrann segir ekki koma til greina að hætta rekstri spilavíta þótt vitað sé að þau séu rekin á kostnað veikra einstaklinga. Hvað segja aðrir ráðherrar, hvað segja þingmenn? Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra, segir að fíkn verði ekki upprætt með lögum. En hvernig má losna við stjórnmálamenn sem misbjóða siðferðiskennd fólks?  
https://www.visir.is/g/20202048088d

Beðið svara alþingismanna

Já, hverju svara alþingismenn erindi Samtaka fólks um spilafíkn. Hafa þeir yfirleitt svarað, hafa fjölmiðlr spurt?:
https://www.mbl.is/frettir/innlent/2020/11/27/krefjast_afturkollunar_a_rekstrarleyfum_spilakassa/

https://www.ruv.is/frett/2020/11/27/spilakassar-nutimans-eins-og-rafraent-heroin?fbclid=IwAR0j1QoRiTOOQg3I3YNgknDDYkjckySAG5N4Mth1M14YxFJlBVMnxlfcSqU  


Háskóli Íslands: sjónlaus eða siðblindur

Háskóli Íslands rekur svæsnustu búllurnar. Á háskólavefnum segir frá nýju riti um Happdrætti Háskóla Íslands. Af kynningu bókarinnar að dæma virðist ekki gerður þar greinarmunur annars vegar á gamla Happdrætti háskólans sem mikill fjöldi landsmanna studdi til að stuðla að uppbyggingu Háskóla Íslands og hins vegar Gullnámunni sem í raun er ekkert annað en spilavíti eins og þau gerast svæsnust í Las Vegas. Gullnáman eða Háspenna gerir út á spilafíkla sem eiga í miklum vanda í sínu lífi og hlýtur að flokkast undir fjárplógsstarfsemi.
https://www.hi.is/frettir/husnaedi_hi_minna_og_threngra_ef_hhi_hefdi_ekki_notid_vid?fbclid=IwAR3N4VPfKlmW_WN66FKzZtMPHRjjYU-6QGx0B-tRT98LukaF7T1AOzOtyC0

Þroskahjálp lýsir áhyggjum

Hér er viðtal við Friðrik Sigurðsson, verkefnisstjóra Þroskahjálpar, úr nýlegum Kompásþætti Stöðvar 2 (myndirnar eru teknar við spilavíti Háskóla Íslands við Hlemm: https://www.visir.is/k/c17ec893-e203-48ac-904f-13a5b5734883-1606935528220

Hér er allur Kompásþátturinn: https://www.visir.is/g/20202043672d/-bid-til-guds-ad-their-opni-ekki-aftur-?fbclid=IwAR2vsvT15lPbhkFp7Yjb_lgCn42wS_qq--6tDfNl8qED1Nzy5trmLYQmboE

Formaður Áhugafólks um spilafíkn, Alma Hafsteinsdóttir, hefur sagt í viðtölum - svo eftir hefur verið tekið - að aldrei hafi hún hitt þann spilafíkil sem spili í kössum Íslandsspila eða Háskóla Íslands til að efla þær stofnanir. Ekki einn einasta, aldrei.
Hér er viðtal í Bítinu á Bylgjunni við formann Samtaka áhugafólks um spilafíkn, SÁÁ, í kjölfar Kompásþáttarins: https://www.visir.is/k/3b460994-4eb5-4ebe-8894-302758d1bff4-1606901358800