Fara í efni

UMHUGSUNARVERÐ SKRIF ÚR RANNI SMÁFYRIRTÆKJA Í FERÐAMENNSKU

Síðastliðinn fimmtudag birtist grein í Morgunblaðinu eftir Björn Jónasson, sem kennir sig við Félag smáfyrirtækja og einyrkja. Það eitt er til umhugsunar að hinir smærri aðilar virðast vera að ryðja sér til rúmsins, vilja ekki að stór fyrirtæki einoki umræðu ekki síst í ljósi þess að veiran virðist ætla að verða hinum stærri fyrirtækjum og samsteypum hliðhollari en þeim sem smærri eru. Í kreppum stækka nefnilega hinir stóru, éta hina smáu. Það er ekki góð þróun eins og sjávarútvegurinn er dæmi um. 
Grein Björns Jónassonar er vert að lesa og kannski líka: Íhuga! 

Sagan um átta krónurnar

Það var einu sinni ferðaþjón­ustu­fyr­ir­tæki. Ekk­ert sér­stakt og ósköp venju­legt. Greiddi ágæt­is laun og stóð sig vel og skilaði af­gangi. Og allt leit nokkuð vel út en þá féll Wow. Og af­kom­an versnaði og um ára­mót­in 2019/​20 stóð eft­ir skatta­skuld fyr­ir vel­gengni árs­ins áður. Og skyndi­lega dundi ógæf­an yfir: Það hafði fund­ist mús í kjall­ara í Wu­h­an í Kína sem sýkti fólk þar í landi og 4.653 dóu. Ekki gott. Flest lönd í heimi ákváðu að loka öllu sem flokk­ast und­ir lífs­gleði, menn­ingu, söng, leik­list, ferðalög­um og sam­kom­um hvers kon­ar. Rétt eins og á tíma galdra­fárs og púrítan­isma. Af­koma hundraða millj­óna manna í heim­in­um öll­um rústaðist og millj­ón­ir dóu úr hungri og snemm­bær­um veikl­un­um. Stjórn­völd víða um heim prentuðu pen­inga til að létta und­ir með þeim sem þau höfðu eyðilagt af­kom­una hjá og sendu ra­f­rænt inn á reikn­inga fólks. Nema á Íslandi. Á Íslandi þurfti fyr­ir­tækið eða starf­sem­in að vera eitt­hvað sem rík­is­valdið kallaði „líf­væn­legt“. Ekki var gef­in út­skýr­ing á því. Ekki ósvipað og í bankarán­inu síðasta, þegar fólki var hent út af heim­il­um sín­um, sem það átti allt í einu ekki fyr­ir. Það þurfti að betla og umboðsmaður skuld­ara titlaði suma óráðsíu­fólk og stjórn­mála­menn töluðu um flat­skjás­kaup. Betl­ar­arn­ir þurftu að vera „aðlaðandi“ til að fá hjálp. Það var ekki nóg að vera þurfandi, fólk þurfti að vera verðugt. Íslenska kerfið geng­ur út á verðug­leika. Fræg er sag­an af gömlu kon­unni á tíræðis­aldri, sem taldi sig þurfa að kom­ast í umönn­un á elli­heim­ili. Hún var sett í próf og „met­in“. Svo kom bréf þar sem mats­nefnd­in komst að þeirri niður­stöðu að hún væri full­fær um að sjá um sig sjálf. Bréfið barst viku eft­ir að hún dó.


Í Bretlandi

Vin­ur minn rek­ur fé­lag í Bretlandi. Það land hef­ur reynd­ar farið offari í Covid-rugl­inu, en í apríl, þegar öll­um fyr­ir­tækj­um hafði verið lokað þar, fékk hann bréf um að hann gæti fengið lán hjá bank­an­um með rík­is­ábyrgð upp á 25% af tekj­um fyrra árs. Af­borg­un­ar­tími sex ár, fyrsta árið greiðslu­frítt. Skil­yrði: Eng­in. Hann sótti um og lánið skilaði sér á inn­an við sól­ar­hring. Hann þurfti ekki að sanna gott mann­orð, góða af­komu, að fyr­ir­tækið væri „líf­væn­legt“. Fyr­ir­tæki í Bretlandi gátu byrjað að greiða hvert öðru úti­stand­andi skuld­ir og kerfið blotnaði af pen­ing­um og kerfið varð blautt. Og það var gott.

Þá vík­ur sög­unni til Íslands. Rík­is­stjórn­in ákvað að loka fyr­ir­tækj­um í til­tekn­um grein­um með vald­boði án þess að taka á því ábyrgð. Vald­boðinu fylgdu eng­in skil­yrði um að þeir sem skulduðu skatta þyrftu ekki að loka. All­ir þurftu að loka. Og síðan ákváðu stjórn­völd að bæta fyr­ir­tækj­un­um tjónið, en bara þeim sem voru „líf­væn­leg“. Þau sem höfðu skuldað skatta fengju ekki bæt­ur. Mjög merki­leg regla. Við vor­um svo ólán­söm að hafa skuldað skatta 31.12. 2019.

Hinir „líf­væn­legu“

Við vor­um sem sagt ekki líf­væn­leg þó svo að við vær­um í hagnaði. Við trúðum eig­in­lega ekki eig­in aug­um. Við vor­um eins og marg­ir í ferðaþjón­ustu að byggja upp unga at­vinnu­grein og vor­um oft á eft­ir með ým­is­legt yfir vet­ur­inn sem var svo klárað yfir sum­arið. Í sum­ar ákváðum við að spyrja fjár­málaráðuneytið hvort það gæti verið að eng­ar bæt­ur fengj­ust fyr­ir þá sem hefðu skuldað skatta, burt­séð frá upp­hæðum. Væri nóg að skulda 100 þúsund eða tíkall til að falla af list­an­um? Í ág­úst feng­um við loks þau svör að við skyld­um bara prófa að borga það sem eft­ir væri af skött­um og ef það kæmi grænt á um­sókn­ina, þá væri allt í lagi. Þetta var 10. ág­úst. Við vor­um ekki viss um hvað gera skyldi en ákváðum svo að taka séns­inn, þó svo að ráðuneytið, sem var höf­und­ur regln­anna, treysti sér ekki til að gefa skýr svör. Við tók­um prívat­lán fyr­ir rest­inni af skött­un­um og náðum að gera það í byrj­un sept­em­ber og sótt­um um lán og lok­un­ar­styrk. Við feng­um alltaf „rautt“ og þegar við höfðum sam­band við ráðuneytið aft­ur, þá kom svarið að við skulduðum enn 11 þúsund krón­ur. Þannig að það kom rautt. Og við borguðum 11 þúsund krón­ur en aft­ur kom rautt. Ráðuneytið ráðlagði okk­ur að tala við skatt­inn. Við gerðum það en dag­arn­ir liðu. Skatt­ur­inn sagði, þá loks­ins við náðum sam­bandi: Það vant­ar átta krón­ur. Og við borguðum átta krón­ur, sótt­um um lok­un­ar­styrk en feng­um nei, við vor­um fimm dög­um of sein.

Höf­und­ur er í Fé­lagi smá­fyr­ir­tækja og ein­yrkja. jonas­sonb@gmail.com